Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Blaðsíða 56
£JP* FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Innher j arannsókn: Lýkur vonandi sem allra fyrst - segir stjómarformaður „Ég er að vonast til að þessari —• rannsókn ljúki sem allra fyrst fyrst hún er í gangi,“ sagði Benedikt Jó- hannesson, stjórnarformaður hjá Skeljungi, um athugun rikislög- reglustjóraembættisins á því hvort einn stjórnarmanna Skeljungs kunni að hafa brotið gegn lögum með innherjaviðskiptum. Benedikt kvaðst ekki hafa kynnt sér málið nánar í gærdag, eftir að DV greindi frá því, enda staddur úti á landi. í frétt í DV í gær kom fram að rík- islögreglustjóraembættinu hefur borist mál frá Pjármálaeftirlitinu varðandi grun um innherjasvik stjómarmanns Skeljtmgs. Innherjar eru fólk innan hlutafé- laga sem hafa yflr trúnaðarupplýs- ingum fyrirtækisins að ráða, til 1 dæmis stjórnarmenn hlutafélaga, lögfræðingar, endurskoðendur og nánustu fjölskyldur þessa fólks. Viðskipti innherja eru lögleg innan ákveðinna marka. Þegar innherjar misnota sér þá vitneskju sem þeim hefur verið trúað fyrir í krafti stöðu sinnar er um innherjasvik að ræða. Þá skiptir engu máli hvort svikin hafa gróða í för með sér eða ekki, svikin eru jafn mikil. Sem dæmi um svik af þessu tagi er ef lykilstarfs- maður fréttir af breytingu sem mun c auka verðmæti hlutabréfa fyrirtæk- isins og kaupir hlutabréf í því áður en þessar upplýsingar hafa verið gerðar opinberar. Jón Snorrason, yflrmaður efna- hagsbrotadeildar rikislögreglu- stjóra, sem mun hafa með þetta mál að gera, er í fríi fram á mánudag og náðist því ekki í hann vegna þessa máls. Samkvæmt upplýsingum DV mun ríkislögreglustjóraembættið rannsaka hvort háttsemi stjómar- mannsins hafi varðað við lög. Ekki náðist í Kristin Björnsson, forstjóra Skeljungs, siðdegis í gær. -SMK/JSS Pantið í tíma i Á slysstað við Stíflisdalsvatn dv-myndir ingó Heimagerð flugvél mannsins var illa leikin þegar að var komið. Flugslys á Mosfellsheiði: Hrapaði í Þingvallaferð Maður um þrítugt stórslas- aðist þegar lítil, heimagerð flugvél hans hrapaði við Stífl- isdalsvatn á Mosfellsheiði skömmu fyrir klukkan 18 í gær. Maðurinn var einn um borð í vélinni og hafði verið að fljúga umhverfis Þingvalla- vatn fyrr um daginn. Var hann á heimleið þegar slysið varð. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til móts við sjúkrabifreið á Til móts vlð sjúkrabifreið Þyrla Landhelgisgæslunnar á Mosfellsheiði í gær. Mosfellsheiði og flutti manninn á Landspítalann í Fossvogi. Að sögn læknis á vakt á gjörgæsludeild var flugmaðurinn mjög slasað- ur, með áverka á útlimum og í andliti, og gekkst hann undir aðgerð á sjúkrahús- inu í gærkvöld. Ekki er ljóst hvað olli slysinu en vél mannsins var illa brot- in þegar að var komið í gær. -EIR 12 erlend stórfyrirtæki vilja semja við Magnús Scheving: - samningar á næsta leiti Árekstur við BSÍ: Beltislausir slösuðust Tveir menn slösuðust í hörðum árekstri sem varð á Vatnsmýrarvegi við Umferðarmiðstöðina um kvöldmat- arleytið í gær. Hinir slösuðu voru í bif- reið sem ekið var út öá bílastæðum BSÍ og var hvorugur þeirra í bílbelti. Skall annar i framrúðuna en hinn fram á stýrið. Skera þurfti hluta af hlið bif- reiðarinnar til að ná þeim út. Farþegar hinnar bifreiðarinnar sluppu án meiðsla. Aðkoma á slysstað var ófógur og eru báðir bílamir stórskemmdir, ef ekki ónýtir. -EIR A Vatnsmyrarvegi Lögregla og sjúkraliðar á slysstað skömmu eftir áreksturinn. DV-MYND INGO Kvikmynda- og dreifingarfyrir- tæki í Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi og á Spáni hafa sýnt Latabæ Magnúsar Schevings mikinn áhuga og eru til- búin til samninga á allra næstu vik- um: „Hér er um 12 fyrirtæki aö ræða sem ég valdi sjálfur og hef staðið í samningaviðræðum við. Að baki liggur mikil vöruþróun hér heima sem hefur þegar kostað tugi millj- óna en alls mun kynningarstarf okkar i Latabæ ekki kosta undir 200 milljónum króna. Þetta gerir maður ekki einn. íslenskt hugvit er í hæsta gæðaflokki og það eru margir í þessu með mér,“ sagði Magnús Scheving sem hefur verið á fleygi- ferð á milli fyrrgreindra landa og ætlar nú að fara að gera upp hug sinn: „Þetta er eins og maöur sé á bæjar fyrir stjórnendum erlendu stórfyrirtækjanna en þar er um að ræða leikrit, bækur, spil, kennslu- efni fyrir skóla, tölvuleiki og teikni- myndir. „Við höfum látið hanna stórar latex-dúkkur af persónunum í Lata- bæ og mér sýnist sem mesti áhug- inn sé á því að framleiða sjónvarps- þætti með dúkkunum. Ég er ánægð- ur með viðtökumar því að á ferðum mínum milli þessara stórfyrirtækja hef ég aðeins fengið eitt nei. Það tók Walt Disney 29 ár og þrjú gjaldþrot að koma Andrési önd og félögum á framfæri. Hann fékk að auki 302 nei í bönkum," sagði Magnús Scheving sem að auki ráðgerir að reisa Lata- bæjar-skemmtigarð fyrir böm í Laugardalnum. Tillögur hans þess efnis em til meðferðar hjá Reykja- víkurborg. -EIR fjörugum dansleik með Öskubusku og eigi bara eftir að máta skóinn og flnna þá einu réttu,“ sagði Magnús sem hefur kynnt allar hliðar Lata- Ætla að sigra heiminn Magnús Scheving og Guðmundur Þór Kárason brúðugerðarmaður með Nenna níska úr Latabæ. 200 milljónir til kynningar á Latabæ Dollarinn hækkar bíómiða „Allir kvikmyndasamningar em gerðir í dollurum og síðast þegar ég vissi stóð dollarinn í 79 krónum. Sú er skýringin á því að miðaverð hjá okkur á nýjar stórmyndir, eins og Mission Impossible 2, er komið upp í 700 krónur," sagði Einar Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Há- skólabíós, um hækkanir kvik- myndahúsanna undanfarið. Miða- verðið hefur verið að þokast upp á við að undanfomu og hefur nú víða brotið 700 króna múrinn. Sama verð gildir fyrir börn og fullorðna þannig að það kostar hjón með tvö börn 2800 krónur að fara í bíó. Er poppkorn og gos þá ekki meðtalið. Dýr stjarna Það kostar 700 krónur að sjá Tom Cruise í Háskólabíói. Þorvaldur Ámason, formaður Fé- lags kvikmyndahúsa, tók undir skýringar Einars og taldi ekki ólík- legt að 700 króna miðaverðið yrði almennt áður en langt um liði: „Við erum enn með flestar okkar mynd- ir á 650 krónur en hversu lengi það verður veit ég ekki.“ -EIR Grafarvogur: Börn kveikja í bensíni Tveir drengir, sem lokuðust inni í hjólageymslu í Grafarvogi þegar eldur kom upp i henni, voru fluttir á slysadeild með reykeitrun í gær- dag. Að sögn slökkviliðsins í Reykjavík virðist sem drengimir hafi verið að leika sér með bensin fyrir sláttuvél sem geymt var í hjólageymslu fjölbýlishússins. Minnstu munaði að illa færi, enda er bensin ákaflega eldfimt. Slökkvi- liðið í Reykjavík biður fólk um að geýma bensín ekki þar sem böm og unglingar ná til. Bömin voru flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi og í fram- haldi af því voru þau lögð inn á lyfjadeild sjúkrahússins. Að sögn læknis þar fengu báðir drengimir reykeitrun og em undir nákvæmu eftirliti. Slökkviliðið reykræsti hjóla- geymsluna og nálægar íbúðir. -SMK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.