Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2000 DV Fréttir ísland ónumið land fyrir smygl á fólki: Ásókn flóttamanna til landsins eykst - segir yfirmaður Útlendingaeftirlitsins Á undaníomum dögum og vikum hafa fleiri og fleiri mál komiö til kasta útlendingaeftirlitsins sökum aukinnar aösóknar útlendinga í pólitískt hæli á íslandi. Nú á dögun- um komu til landsins indverskir feröamenn og dvöldu hér á landi skamma hríð. Þegar dvöl þeirra lauk á íslandi héldu þeir til Bret- lands þar sem þeir sóttu um pólitísk hæli. Fyrir9éð er aö þeirri beiðni verði synjað í Bretlandi og munu þeir því verða sendir aftur til íslands. Ekki er ólíklegt að íslenska ríkið muni þurfa aö bera kostnaðinn af því að senda þá til Indlands. Sæki þeir um hæli á íslandi munu sljómvöld þurfa að bera kostnaðinn af dvöl þeirra á meðan svokölluð „hælis- meðferð“ fer fram. Það ferli getur tekið allt að sjö mánuði. ísland ónumið land Að sögn Georgs Lárussonar, for- stjóra Útlendingaeftirlitsins, virð- ast þeir sem stunda viðskipti með flóttamenn hafa uppgötvað ísland sem góðan kost þegar til þess kem- ur aö smygla fólki inn í lönd. „ís- land er að öllum líkindum eina ónumda landið í þessum efnum og það virðast þeir sem stunda þessi vafasömu viðskipti hafa komið auga á. Héma er aðbúnaður einstaklega góöur og löggjöfin mjög ófullkomin í þessu tilliti. Sökum þessa er aðsókn til íslands að aukast. Það er þó rétt aö á meðan flóttafólk er í þessari svokölluðu hælismeöferð mega þeir/þær ekki vinna og því fellur Vegabréfalausir Svo viröist sem eitthvað af útlendingum komist vegabréfalausir til íslands og sæki hér um pólitískt hæli. íslenska ríkiö ber kostnaöinn afdvöl þeirra hér á landi á meöan á „hælismeöferö“ þeirra stendur. Georg Hólmfri&ur Lárusson. Gísladóttir. það á Rauða kross íslands að halda þessu fólki uppi. Að þremur mánuöum liönum tek- ur Útlendingaeftirlitið við og er kostnaðurinn u.þ.b. 70 þúsund krón- ur á mánuði við hvem einstakling. í augnablikinu em liklega nálægt 30 einstaklingum í hælismeðferð.“ Að sögn Georgs er tekið öðmvísi á málum þeirra sem sækja um hæli í nágramialöndum íslands. Þeir em gjaman vistaðir í eiginlegum „flóttamannabúöum“ þar sem að- búnaður er mun verri en þekkist hér á landi. Hér er flóttamönnum komið fyrir á gistiheimilum, borgaðir dagpen- ingar og annað uppihald tryggt. Þeir sem annast mál þessara flótta- manna bentu DV á aö margir flótta- menn virtust ekki gera þetta með þaö fyrir augum að setjast að i við- komandi landi heldur væri tilgang- urinn að blóðmjólka velferðarkerfi viðkomandi lands. Þessir aðilar ganga imdir nafninu „asylum shoppers.“ Þorri þeirra sem til Is- lands koma eru þó menn og konur sem eru að flýja skelfilegt pólitískt ástand í heimalöndum sínum. Tíu þúsund á viku Á dögunum fregnaði DV af manni sem kvaðst hafa barist meö upp- reisnarmönnum í Tsjetsjeníu og hefði komist til íslands á folsku vegabréfi með það fyrir augum að sækja um pólitískt hæli. Hann kvartaði sáran yfir þeim móttökum sem hann hafði fengiö og sagðist svelta heilu og hálfu hungri sökum fjárskorts og að honum væri mein- að að vinna. Hann bar Rauða kross íslands ekki vel söguna. Hann haföi á orði að honum hefði verið neitað um læknishjálp og tannlækningar. Starfsmenn RKÍ körmuðust ekki við þessa frásögn. „Viðkomandi aðili kom til Rauða krossins og kvartaði undan tann- pínu sem stafaði af slælegum tann- viðgerðum í hans heimalandi. Það var farið með hann til tannlæknis þar sem hann fékk bráðabirgðafyll- ingar í tennurnar. Tannlæknirinn mat það svo að ekki væri brýn þörf á meiri viðgerö- um strax en ljóst er aö ef á að laga allar skemmdir í munni þessa manns mun það kosta skattborgara á aðra milljón. Hann, rétt eins og allir flóttamenn sem hingað koma, mun fara í læknisskoðun í heilsu- vemdarstöðinni við Barónsstíg í ágúst Það er reynt að koma flóttafólki í læknisskoðun um leið og það kem- ur til íslands. Þessi aðili hefur ekki farið sérstaklega fram á að komast undir læknishendur,“ sagði Hólm- fríður Gísladóttir hjá Rauða krossi íslands. Samkvæmt upplýsingum Rauða krossins fá þeir sem era í hælismeð- ferð og á vegum RKÍ 42 þúsund krónur á mánuði í dagpeninga. Einnig er flóttafólkinu séð fyrir húsaskjóli og fæði. -ÓRV Stjórn ASA hafnaði beiðni um starfslokasamning: Mönnum mismunað - segir Sigurður Ingvarsson, fráfarandi forseti Sigurður Ingvarsson, frá- farandi forseti Alþýðusam- bands Austurlands, segir að mönnum innan verkalýðs- hreyfingarinnar sé mismim- aö eftir því hvort þeir séu innan fjármálageira hennar eða utan hans. Stjóm Al- þýðusambands Austurlands hefúr hafnað beiðni hans um starfslokasamning. „Þetta eru ekki beinlínis vonbrigði," sagði Sigurður. „Ég taldi rétt að láta reyna á þetta. Starfslokasamningar eru ekki óþekktir í verkalýðshreyfingunni. Það þekkja allir samning Bjöms Grétars. Hjá Lífeyrissjóði Austur- lands, sem er lífeyrissjóður fólksins í ASA, er einnig búið að gera starfs- lokasamning. Ég vildi athuga hvort menn sætu við sama borð í þessum efnum en er óbanginn vegna niður- stöðunnar. Ég kemst vel af án þess.“ í samþykkt stjómarfundarins seg- ir m.a. að hún samþykki að hafna beiðni Sigurðar um starfslokasamn- ing á þeim grundvelli sem hann hafi farið fram á. Stjóm ASA bendir á að hún hafi ekki gert athugasemdir við störf Sigurðar Ingvarssonar sem forseta og framkvæmda- stjóra ASA. Þar breyti engu persónulegt álit einstakra sijómarmanna á aðgerðum sem Sigurður hafi staðið aö sem stjómarmaður í Verka- mannasambandi íslands. Það er álit stjómar ASA að Sigurður hafi sem forseti og framkvæmdastjóri ASA unnið störf sín af trúmennsku og haft að leiðar- ljósi heildarhagsmuni verkafólks á Austurlandi. Stjóm ASA lýsir hins vegar full- um skilningi á því að Sigurður kjósi að draga sig í hlé frá störfum hjá sambandinu og telur eðlilegast aö slíkt gerist í tengslum við næsta þing ASA sem ákveðið hefur verið að halda dagana 5. og 6. október nk. Uppgjör við Sigurð hljóti hins vegar að fara eftir „ráðningarsamn- ingi” og vera innan ramma sam- þykktrar fjárhagsáætlunar á hveij- inn tíma. -JSS Siguröur Ingvarsson. Þijú hjól undir „bílnum" Hér situr Nikulás Jónsson, þjónustustjöri Sólar-Víkings, viö stýriö á nýjasta far- artæki þeirra, Funk-Tech-þríhjóli. Hjóliö er skráö fýrir tvo, er meö öryggisbeltum og öllum búnaöi, seigjukúplingu og tvígengismótor. Carlsberg lætur framleiöa þau fyrir sig sérstaklega í Danmörku þar sem þau eru notuö viö sendlastörf. Elliðaárnar: Vatnið minnkar vegna þurrka — „eðilegt“ segir Guðjón Magnússon Það vakti athygli hve Elliðaám- ar vom orðnar vatnslitlar I gær- morgun en þurrkar síðustu daga hafa þar haft sitt að segja. „Við höfum ekki gert neitt, vatn- ið hefur bara minnkað síðustu daga og vestari kvíslin tekur líka sitt,“ sagði Guðjón Magnússon hjá Okuveitunni í gærdag, en Elliða- ámar vora óvenjuvatnslitlar í gær. „Veiðin hefur verið fín í ánni og við eram ekkert að hrófla við neinu, okkur dytti það ekki í hug. Áin er farin að nálgast 400 laxa. En þegar svona miklir þurrkar verða þá minnkar vatnið, það gefur auga leið,“ sagði Guðjón í lokin. Borgarstjóradagurinn var á laug- ardaginn og veiddi Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri einn lax og Markús öm Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri, annan. -G.Bender DV-MYND G.BENDER Elliöaámar Þær voru óvenjuvatnslitlar í gærdag, þegar viö tókum þessa mynd, en ástæöan er miklir þurrkar. Ánægja með trúlofunina HTveir af hveijum þremur íslending- um eru ánægðir með trúlofun Ólafs Ragnars Grímsson- ar og Dorritar Moussaieff sam- kvæmt skoöana- könnun Gaflups. Sjónvarpið greindi frá. 200.000 símtöl Neyðarlínan, 112, fær um 210 þúsund símtöl á ári, eða 600-800 á dag. Þetta er miklu meira en búist var við þegar fyrirtækið var stofn- aö fyrir um fjóram árum. Sjón- varpið greindi frá. Mismæli Flugleiða Áhöfn Flugleiða ávarpaði Nor- egskonung tvisvar á tveimur tungumálum Hákon þegar hann var boðinn velkominn i flugið frá Ósló til Keflavíkur fyrir helgL Hvorki Haraldur né kona hans munu þó hafa tekið þetta óstinnt upp. Mbl. greindi frá. Frekari raskanir mögulegar Önnur hver ferð féfl niður á nokkram leiðum SVR í gær vegna ónógs fjölda vagn- stjóra. Forstjóri SVR segir ekki úti- lokað að til frekari röskunar komi í sumar. Sjónvarpið greindi fiá. Samstarf mögulegt Framkvæmdastjóri Atlants- skips hf., Stefán Kjæmested, segir að vel komi til greina að félagið taki upp samstarf við Samskip um flutninga til og frá Bandaríkjun- um. Mbl. greindi frá. Nýir næturklúbbar bannaðir Borgarráð hefur samþykkt til- lögu um að starfsemi nýrra nætur- klúbba verði ekki heimiluð í mið- bæ Reykjavíkur eöa öðrum mið- hverfum borgarinnar. Þá verður óheimilt að starfrækja nektarstaði í stærri verslunar- og þjónustumið- stöðvum samkvæmt tillögunni. Stöð 2 greindi frá. Harðorð úttekt Jóhannes Pálmason, nýr stjóm- arformaöur Heymar- og talmeina- stöðvar íslands, segir það koma til greina að láta einkafyrirtæki sjá um afgreiðslu heymartækja. Þá kemur til álita að fella hluta af starfsemi stöðvarinnar imdir háls- nef- og eymalækningadeild Land- spítalans. Harðorð úttekt sem heil- brigðisráðuneytið lét gera á starf- semi stöðvarinnar kallar á breyt- ingar. RÚV greindi frá. Launaskrið „Ég er alveg sannfærður um að laim ráðherra, al- þingismanna og æðstu embættis- manna munu rjúka upp í kjölfar ákvörðunar Kjara- dóms,“ sagði Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, í samtali viö Dag vegna hækkunar á launum forseta Islands. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.