Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Blaðsíða 10
10
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvik, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk„ Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Ljósleiðari heimilanna
Reykjavíkurborg hyggst gefa öllum borgarbúum kost
á öflugu netsambandi fyrir menntun og myndsíma,
sjónvarp og stafræn samskipti, verzlun og öryggiskerfi.
Þetta veröur gert með sérstakri knippatækni í ljósleiö-
urum, sem lagðir veröa til allra heimila.
Meirihluti Reykjavíkurlistans telur, að fyrirtækið
Lína.Net, sem er að mestu í eigu Orkuveitu Reykjavik-
ur, hafi eitt yfir að ráða tækni frá símafyrirtækinu Er-
icsson, sem geri þetta einstæða stórvirki kleift á
skömmum tíma á fjárhagslega skynsamlegan hátt.
Minnihluti Sjálfstæðisflokksins efast um þetta og vill
láta bjóða verkið út í stað þess að semja við Línu.Net.
Efasemdirnar eru ekki trúverðugar, því að undirbún-
ingur málsins hefur staðið lengi og öllum fyrirtækjum
á þessu sviði verið gefinn kostur á að bjóða þjónustu.
Tölvuráðgjafi borgarinnar telur, að enginn annar en
Lína.Net geti boðið þjónustuna um þessar mundir.
Önnur fyrirtæki kunna að geta eitthvað svipað, þegar
fram líða stundir, en verðið frá Línu.Neti er svo gott, að
ástæðulaust er að bíða með hendur í skauti.
Ef nýja tæknin virkar, virðist einsýnt, að Sjálfstæð-
isflokkurinn getur aðeins tapað á tilraunum sínum til
að tefja málið. „Þetta er flokkurinn, sem reyndi árið
2000 að koma í veg fyrir ljósleiðara inn á hvert heim-
ili“, verður sagt í næstu kosningabaráttu.
Þegar um uppgötvanir er að ræða, fer samanburður
milli fyrirtækja eftir því, hvort þau hafa yfir hinni nýju
tækni að ráða eða ekki. Þegar um þróaða framleiðslu er
að ræða, sem margir geta boðið, fer samanburðurinn
einkum eftir þvi verði, sem fyrirtækin geta boðið.
Þótt útboð geti ekki útvegað borgarbúum ódýrari að-
ferð við að fá ljósleiðara inn á hvert heimili, þá er út-
boð venjulega ódýrasta leiðin, þegar þjónusta er keypt.
Þess vegna hefur borgin ákveðið að hafna einokun
Landssímans og bjóða út símaþjónustu fyrir sig.
Athyglisvert er, að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og
samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins hyggjast ekki
láta bjóða út símaþjónustu á vegum rikisins. Áhugi
flokksins á kenningum um markaðsgildi útboða fer eft-
ir ýmsu öðru en málefnalegum forsendum.
Þegar margir aðilar geta boðið símaþjónustu, er eðli-
legt, að stórir viðskiptaaðilar á borð við ríki og borg
bjóði þjónustuna út. Þegar aðeins einn aðili getur boð-
ið upp á tækninýjung, er eðlilegt að grípa gæsina, í stað
þess að tefja málið meö langvinnu útboðsferli.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar þá stefnu, að
útboð skuli ekki fara fram, ef þau eru í óþökk Lands-
símans, en þau skuli hins vegar fara fram, ef þau bein-
ast gegn keppinautum Landssímans. Þetta er eini sam-
eiginlegi þráðurinn í fjarskiptastefnu flokksins.
Annaðhvort lánast ljósleiðaravæðing heimilanna í
Reykjavík eða ekki. Um það mun málið snúast í næstu
borgarstjómarkosningum. Allt bendir til, að borgar-
stjórnarflokkur Sjálfstæðismanna hafi afhent meiri-
hluta Reykjavíkurlistans áróðursvopn á silfurfati.
Öflugt netsamband sérhvers heimilis verður væntan-
lega ein helzta skrautfjöður borgarinnar á næstu árum.
Reykvíkingar komast í fararbrodd þróunar fjarskipta-
tækni fyrir almenning. Þetta er glæsilegt og hagkvæmt
markmið, sem er og verður borginni til sóma.
Meirihlutanum í Reykjavík ber að halda sínu góða
striki í þróun fjarskiptatækni fyrir alla borgarbúa og
láta úrtölur minnihlutans ekki tefja fyrir.
Jónas Kristjánsson
_____________________________________LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
Skoðun__________________________________________DV
Kj arnorku-
stefna Rússa
Kafbátsslysið í Barentsahafl hef-
ur ekki aðeins beint sjónum á ný að
kjamorkuvánni, heldur mun það
áreiðanlega skerpa þær deilur sem
nú eiga sér stað innan rússneska
hersins um hvort styrkja eigi kjarn-
orkuheraflann eða eyða meiri fjár-
munum i þróun og framleiðslu hefð-
bundinna vopna.
Efnahagskreppan í Rússlandi
árið 1998 gerði nánast út um Norð-
urflotann og má líkja Múrmansk-
svæðinu við „kjarnorkukirkju-
garð“, þar sem skip úr kjarnorku-
flota Rússa liggja og ryðga. Rússar
eru mjög viðkvæmir fyrir fréttum
af ástandinu á Kólaskaga, eða ásök-
unum um að öryggi sé ábótavant í
kjamorkukafbátaflotanum. Tveir
menn úr áhöfn kjarnorkukafbáts
voru t.a.m. ákærðir fyrir landráð
eftir að þeir skýrðu frá hættunni
Þetta er vitaskuld ein helsta
ástæða þess hve Bandaríkjamenn
hafa lagt mikla áherslu á Persaflóa-
svæðið. í fjórða lagi hafa Rússar
áhyggjur af því hve þeir hafa dreg-
ist aftur úr i vopnaframleiðslu fyrir
flotann í samanburði við önnur
ríki, einkum Bandarikin.
En Pútín vill einnig koma til
móts við óskir landhersins. Hann á
stjórnmálaframa sinn og vinsældir
að þakka stríðsrekstri Rússa í
Tsjetsjeníu, eins ömurlegt og það er.
Yfirmaður rússneska herráðsins
vill að meiri íjármunum verði varið
til að styrkja hefðbundinn herafla,
enda hefur rússneski herinn ekki
enn getað unnið sigur á skærulið-
um í Tsjetsjeníu. Um 70% af þeim
fjármunum, sem veittir eru til ár-
lega til kaupa á hergögnum, renna
nú til kjamorkuiðnaðarins. Spurn-
ingin er sú hvort kafbátsslysið verði
til að styrkja stöðu þeirra sem vilja
efla kjamorkuheraflann eða þeirra
sem berjast fyrir auknum útgjöld-
um til hefðbundins herafla. Hinir
fyrrnefndu segja að kafbátaflotinn
hafi verið í fjársvelti og nefna það
vafalaust sem eina ástæðu slyssins.
Hinir síðarnefndu telja hins vegar
að meira öryggi felist i fjárfesting-
um í hefðbundnum hergögnum. í
þeirra augum hefur kjamorkuflot-
inn vafalaust brugðist hlutverki
sínu, eins og atburðurinn í Barents-
hafi sýni. Hver sem eftirmál kaf-
bátsslyssins verða má ganga út frá
því vísu að þau hafi veruleg áhrif á
kjamorkustefnu Rússa og útgjöld
þeirra til hermála á næstu árum.
sem stafaði af viðhaldsleysi slíkra
kafbáta.
Sem dæmi um fjárhagsvanda sjó-
herins má nefna að talið er aö í her-
æfmgu síðasta sumar hafi flotinn
notað allt það eldsneyti sem honum
hafði verið ráðstafað fyrir árið 1999.
Og þótt rússnesk stjórnvöld segð-
ust ætla að senda herskip inn á
Adríahaf til að bregðast við loftárás-
um NATO á „Júgóslavíu" sendu
þeir aðeins eitt skip þangað.
Hlutverk flotans
í hermálastefnu Rússa er mikil
áhersla lögð á kjarnorkuvopn til að
vega upp á móti síversnandi ástandi
rússneska hersins vegna fjárskorts.
Flotinn gegnir þar lykilhlutverki:
START-II samningur Bandaríkja-
manna og Rússa kveður á um að um
60% af kjarnorkuflaugum Rússa
verði í kafbátum árið 2003, en nú er
hlutfallið 43%. Eitt af fyrstum emb-
ættisverkum Vladímírs Pútíns for-
seta var að sækja heim rússneska
Norðurflotann, þar sem hann eyddi
nótt í kjarnorkuknúnum kafbáti!
Eftir að kalda stríðinu lauk hafa öll
stórveldin fækkað skipum úr flota
sínum. En samdrátturinn hefur ver-
ið langmestur hjá Rússum. Talið er
að Rússar verji sem samsvari 5
milljörðum dollara til hermála, en á
fyrri hluta 9. áratugarins nam upp-
hæðin 200 milljörðum. Tölfræðin
talar sínu máli: a) stærð rússneska
flotans er komin niður í 20% af því
sem hún var árið 1991; b) sjóherinn
fær einungis um 10% af þeim fjár-
munum sem þarf til viðhalds flot-
ans; c) kjarnorkuknúnum kafbátum
hefur fækkað um tvo þriðju á tíu
árum þrátt fyrir þá miklu áherslu
sem sjóherinn leggur á þá.
Stórveldapólitík á
heimshöfum
En af hverju leggur Pútín svona
mikla áherslu á rússneska kjam-
orkuflotann? í fyrsta lagi er Rússum
umhugað um að varðveita stórveld-
isstöðu sína og koma í veg fyrir að
Bandaríkjamenn og NATO hindri
siglingar þeirra á alþjóðlegum haf-
svæðum. Ekki er langt síðan Banda-
ríkjamenn stöðvuðu ferðir rúss-
neskra flutningaskipa á Persaflóa í
tengslum við viðskiptabannið á
írak. Meðan á Kosovo-stríðinu stóð
sendu NATO-ríkin um 40 herskip
inn á Adríahaf en Rússar aðeins eitt
njósnaskip, eins og áður sagði. I
annan stað vilja Rússar tryggja bet-
ur stöðu sína í deilum um lögsögu
yfir hafsvæðum, eins og við Kaspía-
haf og Svartahaf. í þriðja lagi má
gera ráð fyrir því að Rússar séu að
hugsa um framtíðarviðskiptahags-
muni: Þegar hafist verður handa
við að nýta þær geysilegu olíulindir
á hafsvæðum, sem heyra Rússlandi
til, skiptir miklu máli að tryggja
flutningsleiðir til markaðssvæða.
Valur
Ingimundarson
sagnfræðingur
Kjarnorkukafbátafloti Rússa hefur veriö í mikilli niöurníöslu frá því aö
Sovétríkin iiöu undir lok, enda þótt rússnesk stjórnvöld hafi aukiö
fjárveitingar til hans aö undanförnu.
Egnce
ekki
andanum!!
Þaðer
iyartað!
Þetta
c(' HósP''
er að drepa
Enginn
varaði mig
við
áhœttunni!!