Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 48
*~56 Tilvera LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 I>V Svalandi melónudrykkur Vatnsmelónnr þykja einkar svalandi og góðar við þorsta á heitum sumardögum. í Banda- ríkjunum eru viða haldnar vatnsmelónuhátíðir á sumrin. Á slíkum hátíðum er meðai annars keppt í vatnsmelónukasti, vatnsmelónuátkeppni og steina- spýtingarkeppni. Einnig keppa menn um það hver eigi þyngstu vatnsmelónuna. Samkvæmt - Heimsmetabók Guinness vó þyngsta vatnsmelóna sem rækt- uð hefur verið alls 131 kíló. Fyr- ir þá sem þykja vatnsmelónur góðar er hér einfold hugmynd að vatnsmelónu-limónaði fyrir fjóra. í drykkinn fara 6 bollar af vatnsmelónu í teningum, 1/4 bolli rifsber, bolli af vatni, 1/3 bolli af sykri og 1/2 bolli af sítrónusafa. Vatnsmelónan, rifs- berin og vatnið er maukað vel saman í blandara og síðan sigtað í könnu. Sykrinum og - sítrónusafanum er síðan hrært saman við. Gott er að hafa drykkinn í um klukkustund í ís- skáp áður en hann er borinn fram. Melónusaiat með rækjum Mjög vinsælt er að nota melónur í salöt. Hér er ein hug- mynd að bragðgóðu rælgu- og melónusalati. Hráefni í salatið eru 3 tsk. af hnetuolíu, 1/2 kíló af rækjum, 1 tsk. fersk engifer- rót, fínt skorin, bolli af melónu- bitum að eigin vali, 1/3 bolli af súraldinsafa, 2 niðurskomir laukar, 1 tsk. sykiu', 1 tsk. sesamolía, 1 tsk. sojasósa, 1/4 tsk. rauð piparsósa og salat að vali hvers og eins. Hnetuolían er hituð í potti á meðalhita. Rækj- umar og engiferrótin em settar út í og látið krauma í 4 til 5 mínútur. Gott er að hræra af og til f rækjunum. Þær em síðan settar í stóra skál. öllum hinum hráefnum nema salatinu er blandað saman í eina skál og búin til melónublanda. Þetta er síðan geymt í kæliskáp í einn klukkutíma. Þegar bera á salatið fram er byrjað á að setja salat í hring á hvem disk. Rækjumar em síðan hrærðar saman við k melónublönduna og settar á miðjan salathringinn. Það hent- ar einnig mjög vel að nota súr- aldinsafa sem dressingu yflr sal- atið. Melónusúpa Súpuáhugamenn geta einnig notað melónur þegar matreiða á súpur. Cantaloupe-melónan hentar vel þegar búa á til kalda súpu. í slíka súpu þarf eina Cantaloupe-melónu, 1/2 bolla af sérrli, 1/4 bolla sykur og 1/4 ^ boUa appelsínusafa. Best er að byrja á að hreinsa melónuna vel, taka burt steina og kjöt. Melón- an og annað hráefni er síðan maukað saman i matvinnsluvél. Súpunni er síðan hellt 1 skál sem kæld er f ísskáp f nokkra tíma. Mjög gott er að bera hana fram f * köldum skálum. eru fullþroskaðar. Þær eiga að vera fremur þungar, gefa örlítið eftir og vera ilmgóð- ar. Melónur eru oftast borðaðar kaldar í sneiðum og eru vinsælar í ávaxtasalöt en það er hægt að nota þær í margs konar rétti. Melónur hafa mikið vökvainnihald og eru sætar. Talið er að melónur hafi fyrst verið ræktaðar í Súdan og víðar í Austur-Afríku fyrir rúmlega fjögur þúsund árum. Meðal annars er getið um melónur í Biblíunni en ísraelsmenn söknuðu þeirra þegar þeir sneru til fyrirheitna landsins. Þær voru einnig vinsælar í Róm og Páll páfi annar lést árið 1471 úr melónuofáti. Melón- ur hafa safaríkt aldinkjöt og eru yfir- leitt stórir ávextir. Þeim má skipta í fjóra flokka. Það eru hnöttóttar melónur, net- og moskumelónur, vetrarmelónur og að lokum vatnsmelónur. Þar sem melónur hafa hart hýði er oft erfitt að sjá hvort þær marens Súkkulaðikom- Gunnvant Baldur Ármannsson á veitingastaðnum Við Tjörnina Melónuuppskrift handa silungsveiði- mann- inum Þessi er einfóld og við allra hæfi. 4 eggjahvítur 220 g sykur 50 g komflex 50 g suðusúkkulaði Krem 3 dl rjómi 150 g suðusúkkulaði 100 g komflex 1 dl ijómi 3 msk. kókosmjöl Þeytið eggjahvítur vel og blandið sykri saman við. Þeytið þar til sykur er vel uppleystur, saxið niður súkkulaðið og blandið út i ásamt kom- flögum. Smyrjið út tvo botna á pappír, bakið við 140" í 50-55 mín. Þeytið rjómann (3 dl), hitið 1 dl af rjóma að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið. Hrærið vel þar til allir kekkir em horfnir. Blandið þá komflögunum út í og hrærið varlega saman. Blandið svo kókosmjöli saman við, hrærið þessu svo saman við rjómann og setjið á botninn. „Það er langbest að borða melónu eins og hún er því það er ekki margt sem hægt er að elda úr melónum,“ segir Gunnvant Baldur Ármannsson, matreiðslumaður á veitingahúsinu Við Tjörnina. Hann segir að melónur henti þó einkar vel í ávaxtasalöt og þær sé hægt að nota í heita rétti. En ef melónur eru notaðar í heita rétti verður að passa að nota þær aðeins í lokin því melónur þoli ekki mikla eldun. „Ef fólk ætlar að elda melón- ur á að elda þær sem allra minnst,“ segir Gunnvant. Að sögn Gunn- vants eru melónur mjög hollar og innihalda mikið vatn. Þess vegna þurfa menn ekki að hafa áhyggjur af aukakílóunum ef þeir eru hrifnir af melónum. Gunnvant fannst tilvalið að bjóða upp á ein- faldar uppskriftir jpar sem melón- ur eru notaðar í ávaxtasalat og sósu með nýveiddum íslenskum silungi. Ávaxtasalat í ávaxtasalatið er gott að nota cantalopumeiónu, hunangsmelónu, vinber, jarðarber og appelsínur. Ávextirnir eru hreinsaðir og þeim blandað saman. Gott er að gera kúlur úr melón- unum. Einnig má nota melónumar sem skál og bera salatið á borð í þeim. Þá er hægt að búa til sósu með salatinu. í hana er hægt að setja appelsínusafa eða líkjör, sykur og melónusafa. Því er öllu hrært saman og síðan látið sjóða saman á pönnu þar til sósan Silungur með melónusósu íslenskur silungur er skorinn í tvennt og flökin pensluð með hvít- lauk og krydduð með salti, pipar og steinselju. Hann er síöan steiktur hæfilega stutt á pönnu. Með silungnum er borin fram melónusósa. I sósuna fer ein smátt skorin cantaloupmelóna, 2 dl fiskisoð, 1 tsk. balsa- mikedik, steinselja og salt og pipar eftir smekk. Melónan er soð- in í fiskisoðinu og edikinu og stein- seljunni síðan blandað saman við. Hægt er að þykkja sósuna með er orðin hæfilega þykk. smjöri ef menn vilja. Silungurinn bragðast vel með grilluðum kúrbít og tómata- salati. Þessi réttur ætti að henta vel fyrir þá sem era nýbúnir að renna fyrir silung. Svo er hægt að nota ávaxtasalat- ið sem eftir- rétt. -MÓ N æringarinnihald Vatnsmelónur innihalda efni sem varna því að menn fái krabba- mein og aöra slíka sjúkdóma. Þær eru taldar mjög góöur heilsu- matur og í þeim er mikil orka. Vatnsmelónur eru líka algjörlega fitulausar. 280 grömm af vatnsmelónu innihalda: Kaloríur 90 Prótín 1 g Fita O g Kolvetni 23 g

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.