Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Side 27
27 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 PV__________________________________________________________________________________________________Helqarblað heldnari í því sem verið var að gera. Boltinn þar er mun harðari og allir eiga sér það takmark að spila með meistaradeildarliði og eru því hvert einasta augnablik að reyna að sanna sig á vellinum.“ Þrátt fyrir að hafa spilað sem at- vinnumaður í aðeins rúm þrjú ár hefur Hermann spilað með þrem- ur liðum í Bretlandi. Hann hóf fer- ilinn með meistaradeildarliðinu Crystal Palace og var seldur það- an til liðsins Brentford sem spil- aði í þriðju deild. „Þegar ég kom út var ég fyrst á bekknum og mér fannst það vera svolítið yfirþyrmandi að vera á leikvangi með um 40 þúsund manns að fylgjast með manni hita upp. Eftir að hafa verið á bekkn- um fyrstu þrjá-fjóra leikina fór mig að langa til að taka þátt í leiknum. Ég var loks settur inn á og spilaði vel og hélst í byrjunar- liðinu það sem eftir var leiktíma- bilsins - var á bekknum kannski fjórum sinnum eftir það. Eftir tímabilið urðu eigendaskipti á lið- inu og ég var settur á sölulista hjá Palace eins og aðrir leikmenn liðs- ins. Svo fór að ég var seldur til Brentford sem var lið í þriðju deild. Það var mikil togstreita í mér á þeim tíma og ég var óviss með skiptin. í aöra röndina fannst mér erfitt að hafa verið að spila með meistaradeildarliði og fara yfir í þriðju deildar lið og í hina var ég þakklátur fyrir að fá að spila fótbolta og fá greitt fyrir það. Fyrri eigandi Palace hafði eignast Brentford þannig að ég ákvað að fylgja honum og hóf að spila fyrir Brentford af fullu kappi. Ég vissi sem var að hann myndi reynast mér vel og reyna að koma mér fyr- ir annars staðar. Alveg frá fyrsta degi beið ég þó eftir að verða seld- ur.“ Kynntist því aö sigra En að spila með Brentford varð góð reynsla fyrir Hermann og hann sér ekki eftir einu einasta augnabliki sem hann dvaldi í þeim herbúðum. „Þarna kynntist maður því hvað það var í raun og veru að sigra. Það hafði ekki gengið neitt sérstaklega vel með Palace. Liðið hafði fallið úr meistaradeild niður í aðra deild og við unnum ekki marga leiki. Brentford var hins vegar á góðri siglingu og við unn- um hvern leikinn á fætur öðrum. Svo fór að við unnum þriðju deild- ina og komumst upp í aðra,“ segir Hermann og yfir hann færist sig- urbros. „í þriðju deild er aðstaðan sem leikmönnum er búin ekki neitt í líkingu við það sem mönnum er boðið upp á í meistaradeild. Sum- ir búningsklefarnir voru skítkald- ir og það var hlandlykt inni í þeim. Hins vegar var liðsandinn sterkari og leikmenn öllu sam- Styöur Manchester Þrátt fyrir aö hafa náð langt sem atvinnuknattspyrnumaður á Hermann engu að síður sína drauma. Hann hefur í gegn- um tíðina stutt Manchester United og honum þætti ekki verra að fá að spila fyrir þaö félag. Hermann, lengst til hægri á æfingu hjá Crystal Palace. Honum til vinstri handar er Lombardo, en hann leikur nú með Lazio á Ítalíu Styður United Tryggð Hermanns við fyrrver- andi eiganda Crystal Palace borg- aði sig að lokum. Hann var seldur frá Brentford til fyrrum úrvals- deOdarliðsins Wimbledon þar sem hann lék á síðasta tímabili. Á dög- unum fréttist síðan af því að úr- valsdeildarliðið Ipswich hefði boð- ið 4,5 milljónir punda í Hermann, eða um 520 milljónir króna. Her- mann kveðst vera ánægður með skiptin og að hann hlakki til að skrifa undir. Hann vildi þó ekki ræða hversu mikið kæmi í hans hlut. En eiga menn einhverja drauma þegar þeir hafa náð svo langt? „Ég er ákaflega þakklátur fyrir það hversu vel mér hefur gengið en vissulega á maður enn sina drauma. Það lið sem ég hef stutt i gegnum tíðina í ensku deildinni er Manchester United - það væri gaman að fá að spila með því,“ segir Hermann að lokum og miðað við hversu vel honum hefur geng- ið fram að þessu má David Beck- ham fara að passa sig. -ÓRV Hvað kostar mað- ur? Hermann Hreiðarsson er óumdeilt dýrasti knatt- spyrnumaður íslenskur en er hann dýrastur allra íslend- inga frá upphafi? Síðan þrælahald var lagt niður á íslandi er lítið um að menn séu seldir á fæti og því fá dæmi um verðlagningu manna. En þau eru samt til. í rósturn á Alþingi árið 1120 hjó Þorgils Oddason rúmlega einn fingur af Haf- liöa Mássyni lögsögumanni, nánar tiltekið löngutöng og framan af litla fingri. Hafliði var einn af háttsettustu mönnum íslenska þjóðveldis- ins vegna lagaþekkingar sinnar og var honum selt sjálfdæmi í málinu. Hann krafðist mjög mikilla fébóta og urðu fleyg þau orð sam- ferðamanna hans að dýr myndi Hafliði allur. í íslenskum söguatlas er reynt að framreikna til nú- viróis bœtur Hafliða fyrir 1,5 fingur og kemst Jón Ólafur ísberg sagnfræðingur að því þœr séu ígildi 320 kýrverða. Hjá Bœndasamtökum íslands fengust þœr upplýsingar að algengt verð á mjólkurkú á fæti vœri í kringum 100 þús- und krónur. Hafliði hefur því verðlagt fingur sína á 32 milljónir á núvirði og mun því óhætt að fullyrða að Hafliði allur hefði orðið eitt- hvað dýrari en Hermann Hreiðarsson. í Sturlungu eru manngjöld eftir Snorra Sturluson talin vera 240 kýrverð sem eru þá 24 milljónir á núvirði. í Njálu er sagtfrá slysalegum dauða Ljóts, sonar Síöu-Halls, sem þingheimur bætti honum með fernum manngjöldum. Það gœtu því hafa verið 70-100 milljónir á núviröi en Ljótur var, líkt og Hermann er nú, talinn efnilegastur allra höfð- ingjasona á íslandi á sinni tíð. -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.