Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Page 28
28 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 Helgarblað________________________________________________________________________________________________DV Astrós Sverrisdóttir á 11 ára gamlan einhverfan son. Hún segir aö þörfm fyrir aukna þjónustu viö einhverfa á öllum aldri sé mjög mikil og heilbrigöiskerfiö hafi ails ekki brugöist viö auknu algengi einhverfu. Meö henni á myndinni eru Sigfús Bjarnason faöir Bjarna og Heiöa Vigdís yngri systir hans. Bjarni stendur aftast á myndinni. Ég er óskaplega rík að eiga hann ótt það sé á stundum erfitt þá er mér efst í huga hvað ég er óskaplega rlk að eiga þennan dreng,“ segir Ástrós Sverr- isdóttir í samtali við DV. Ástrós Sverrisdóttir og Sigfús Bjamason eru foreldrar Bjama Har- aldar, tæplega 12 ára drengs með einhverfu. Bjami var greindur með einhverfu þegar hann var 4 ára gamall sem er seinna en margir aðr- ir. Fram að því var hann talinn mis- þroska en móðir hans lýsir því svo að hann hafi verið afskaplega stillt- ur og prúður sem ungbam en afar erfiður þegar hann fór að stálpast. Hann var á eftir í málþroska, var mjög utan við sig, týndist oft ef að- eins var litið af honum, braut og skemmdi marga hluti á heimilinu og skildi ekki þau fyrirmæli sem hann fékk. „Það var auðvitað áfall þegar bamið manns var greint með svo al- varlega fotlun sem einhverfan er. Það var samt ákveðinn léttir því við vorum aldrei sátt við þá skilgrein- ingu að hann væri misþroska, okk- ur fannst það einfaldlega ekki passa við hann.“ Getur margt sjátfur Bjami er getiunikill drengur með einhverfu. Hann er i sérdeild ein- hverfra í Langholtsskóla og er stór- an hluta skóladagsins í almennum bekk með jafnöldrum sínum og þá með stuðning frá sérdeildinni. Hann fer sinna eigin ferða í strætó og á reiðhjóli, hefur fulla greind og Hvað er einhverfa? Einhverfa er heiti á sam- safni einkenna sem tengjast truflun á taugaþroska. Skyld- ar einhverfu eru aörar rask- anir á svonefndu einhverfu- rófi, meöal annars ódœmigerö einhverfa og Aspergerheil- kenni, en allar tilheyra þœr flokki raskana sem kallast gagntœkar þroskaraskanir. Ekki er hægt aö greina ein- hverfu meö lífeölisfræðilegum prófum og er hún því greind meö því aö líta á þau einkenni sem birtast í hegöun. Til þess eru notuö ýmis þroskapróf, viötöl viö foreldra og beinar athuganir á hegöun. Raskanir á einhverfurófinu greinast oft hjá börnum á leikskólaaldri, eftir aö foreldrar og aðrir sem umgangast þau hafa oröiö varir viö aö hegöun þeirra sé í einhverju frábrugöin hegöun jafnaldranna. hefur náð langt í málþroska. Hann hefur samt öll einkenni einhverfu sem koma m.a. fram í miklum erfið- leikum í félagslegum samskiptum, þráhyggju, ofvirkni og fleira. „Það hefur oft þurft að beijast fyr- ir þeirri þjálfun og þjónustu sem hann hefur fengið en þegar hann var fjögurra ára hefði ég aldrei trú- að því að hann gæti allt það sem hann getur i dag. Framfarimar era ótrúlega miklar." Bjama gengur ágætlega í skóla. Hann fékk t.d. 9 í ensku því áhugi hans á henni var mikill. Forsenda skólagöngu hans eru þær kennslu- aðferðir sem hann hefur fengið, þær taka tillit til fótlunar hans og gera honum kleift að læra á sinn hátt. Bjami þarf að læra svipað námsefni og jafnaldrar hans og auk þess þarf hann að læra félagsleg samskipti og viðeigandi hegðun. Það verður að kenna honum skipulega það sem önnur böm læra aÚt af þvi af sjálfu sér. Þannig þarf að kenna honum hvemig á að svara í síma, hvemig maður tekur þátt í samræðum, hvemig maður eignast vin og hvaö maður gerir þegar útidyrabjaUan hringir o.fl. o.fl. Hann hefur mikinn áhuga á tölvum. Þráhyggja hans og mikill áhugi beinist meðal annars að þeim. Móðir hans segir að hann fái aðeins að tala um það tiltekinn tíma í einu sem hann hefur á heil- anum hveiju sinni. Hvar eru einhverfir? Þeir eru eins víöa og þeir eru margir. Einhverfir nemendur á grunnskólaaldri eru sumir í al- mennum bekkjum meö stuön- ingi, aörir í sérdeildum fyrir einhverfa og enn aörir í sérskól- um. Einhverfir búa margir í foreldrahúsum, aðrir á meöferö- arheimilum, sambýlum, eigin íbúöum, meö eöa án stuönings. Margt fólk meö vægari einkenni einhverfu stendur sig prýðilega í heföbundnu samfélagi og nœr stundum ótrúlega langt þótt oft setji t.d. erfiöleikar í félagsleg- um samskiptum og mannlegum samskiptum mark sitt á fram- komu þess. Áöur var álitið aö einhverfir væru þroskaheftir, sem margir þeirra reyndar eru. Þess vegna er líklegt aö margir eldri ein- staklingar hafi veriö greindir sem þroskaheftir og séu á stofn- unum og sambýlum fyrir slíkt fólk án þess aö nokkur viti aö viðkomandi sé meö einhverfu. Þaö skiptir máli aö þessir ein- staklingar fái rétta greiningu því þaö gerir alla meöferö markvissari. Kvóti á Gunna og Felix „Ég man þegar hann var með Gunna og Felix á heilanum og hefði getað talað um þá hvíldarlaust allan daginn. Þá settum við kvóta á það umræðuefni.“ Ástrós hefur starfað áram saman með Umsjónarfélagi einhverfra. Hún var sex ár í stjóm og hefur nýlátið af formennsku eftir að hafa gegnt henni í 5 ár. „Greining á einhverfu hefur tekið miklum framforum og þeim sem greinst hafa með einhverfu fjölgað mjög undanfarin ár. Þjónustukerfíð hefur engan veginn fylgt eftir þessari þróun og jafhvel farið aftur á sumum sviðum. Það vantar meiri sérþekk- ingu bæði á sviði ráðgjafar, kennslu og ýmissa þjónustuúrræða. Sérhæfð þekking kemur ekki af sjálfu sér, það kostar bæði tíma og fjármagn að afla og viðhalda henni. Gera verður ráð fyrir þeim hluta þegar þjónusta fýrir fólk með einhverfu er skipulögð. Það verður stöðugt erfiðara að manna meðferðarheimili og sambýli og fá fagfólk til starfa vegna lágra launa. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir ein- hverfa en reglufesta og stöðugleiki er mikils virði fyrir vellíðan þeirra. Það vantar alla samfellu í skipu- lagningu þjónustunnar. Ég er mjög sátt við þá meðferð og þjálfun sem sonur minn fær í dag en ég veit ekk- ert hvað tekur við þegar hann stálp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.