Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Blaðsíða 57
65
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
I>V Tilvera
Afmælisbörn
Bill Clinton 56 ára
Bill Clinton Bandaríkjaforseti er 56 ára í
dag. Hann var kosinn forseti 1992 og mun
láta af embætti á næsta ári. Clinton fæddist
í Hope í Arkansas og var sonur farandsölu-
manns sem lést skömmu fyrir fæðingu son-
arins. Hann þótti snemma líkjast föður sín-
um sem var annálaður fyrir líflegan per-
sónuleika og gott útlit sem síðar varð
Bandaríkjaforsetanum næstum að falli þeg-
ar hann var áreittur af lærlingi sínum.
Robert Plant
52 ára á morgun
Söngvari hasarrokkhljómsveitarinnar Led Zeppelin er
52 ára á morgun. Hljómsveit hans ærði ungdóminn allt
frá 1968 þegar hún var stofnuð. Led Zeppelin leystist upp
árið 1980, eftir að trommuleikarinn John Bonham hafði
drukkið sig i hel, en af þekktustu lögum sveitarinnar má
nefna Dazed and Confused, Stairway to Heaven og
hnmigrant Song, sem samið var um ísland og íslendinga.
Áhrif Roberts Plants og félaga hans eru ótvíræð og heyr-
ist hljómur þeirra allt frá Black Sabbath til Nirvana.
Gildir fyrir sunnudaginn 20. ágúst og mánudaginn 21. ágúst
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.): Fiskarnira9. febr.-20. mars):
Spá sunnudagsins:
skærri öfund þar sem velgengni þín
er mikil, einkanlega í ástarmálum.
Spa mánudagsins:
Þú færð uppörvun í vinnunni og
ef til vill stööuhækkun. Hún er
þér einstaklega kærkomin eftir
það sem undan er gengið.
Hrúturinn (21. mars-19. aprill:
Þetta verður góður dagur
hjá þér og rómantfkin
m liggur í loftinu. Þú ættir
að fara út að skemmta þér í kvöld. Þú
átt það skilið eftir mikið erfiði.
"Reyndu að gera þér
grein fyrir stöðu mála
áður en þú gengur frá
mikilvægum samningum. Vinir
hittast og gleðjast saman.
pa manudagsins:
Ekki er nauðsynlegt að þú látir
neitt uppi um hvað er að brjótast
um í þér. Það gæti bara valdið
misskilningi á þessu stigi máls.
Nautið 120. april-20. maí.l:
Félagsiífið hefur ekki
f verið með miklum
\ ■ -.» blóma hjá þér undan-
farið en nú verður breyting þar á.
Kvöldið verður skemmtilegt.
Gættu þín að streita nái ekki tök-
um á þér, þó að þú hafir mikið að
gera. Það er ýmislegt hægt til þess
að vinna gegn henni.
Tvíburarnlr (21. maí-21. iúníl:
Spa mánudagsins:
Hikaðu ekki við að taka upp nýja
lífshætti ef þér býður svo við að
horfa. Það gæti haft mjög góð
áhrif á þig.
Krabbinn (22. iOní-22. iúiíi:
*
Spá sunnudagsins: Spá sunnudagsins:
Hætt er við að einhver
misskilningur verði á
milli vina. Þetta getur
verið mjög bagalegt þar sem menn
eru nógu viðkvæmir fyrir.
Nauðsynlegt er að þú látir þína nán-
ustu vita hvað þú ert að ráðgera varð-
andi framtfð þína. Þó að þetta sé þitt
líf er fólkinu i kringum þig umhugað.
llónlð (23. iúlí- 22. ágúst):
Spá sunnudagsins:
' Þú skalt þiggja ráðlegg-
ingar sem þér eru gefn-
ar af góðum hug. Það
er ekki víst að þú vitir allt betur
en aðrir.
I Gakktu hægt um gleð-
innar dyr. Þér hættir
_________] til að vera ofsafenginn
þegar þú ert að skemmta þér, jafh-
vel svo að það skemmir fyrir þér.
Spá mánudagsins:
Þú ættir að sýna meiri þolinmæði,
sérstaklega unga fólkinu í kring-
um þig. Þú þarft að sýna útsjónar-
semi við úrlausn erfiös verkefnis.
Mevian (23. áeúst-22. seat.):
AVSA Þú ættir að sinna öldruð-
^►um í fjölskyldunni meira
' en þú hefur gert undan-
farið. Þar sem farið er að róast í kring-
um þig ætti þetta að vera mögulegt.
Spá mánudagsins:
Gerðu eins og þér finnst réttast.
Ekki hlusta of mikið á aðra.
Kvöldið verður óvenjulega
skemmtilegt.
Vogín 123. sept.-23. okt.l:
Oyf Þú þarft að vera
9ákveðinn ef þú ætlar
að ná fram þvi sem þú
stefnir að. Kvöldið verður rólegt.
Spá mánudagsins:
Einhver reynir að fá þig til sam-
starfs en þú ert ekki viss um að
þig langi til þess. Vertu hreinskil-
inn, það auðveldar fyrir.
Bogamaður (22. nóv.-21. des.):
IBÍÉHÍtíESEBíISS^lISSi
' Þú ættir að koma þér beint
aö efninu ef þú þarft að
hafa samband viö fólk í stað
þess að vera með vifillengjur. Það virkar
ekki vel á þá sem þú átt samskipti við.
Heilsa þín fer batnandi, sérstak-
lega ef þú stundar heilsusamlegt
lífemi. Breytingar eru á döfinni
hjá þér á næstunni.
Spá mánudagsins:
Til þin verður leitað og margir
bera traust til þín. Mikilvægt er
að þú standir undir þeim vænting-
um sem til þín eru gerðar.
Sporðdreki (24. okt.-2i. nóv.):
Spá sunnudagsins:
Einhverjar breytingar
feru fyrirsjáanlegar í
vinnunni hjá þér á næst-
unni og er betra fyrir þig að vera við-
búinn. Rómantíkin liggur í loftinu.
Spá mánudagsins:
Þú ættir aö spara kraftana í dag því að
fram undan eru annasamir tímar. Það
er þó ekki þar með sagt að þú komist
ekki fram úr því sem gera þarf.
steingeitin (22. des.-19. ian.l:
Spá sunnudagsíns:
Hætta er á að þú
gleymir einhveiju sem
þú þarft að muna ef þú
gætir ekki að þér. Andrúmsloftið í
kringum þig er fremur þrúgandi.
Spá mánudagsins:
Þú þarft að taka afstöðu í máli sem þú
hefur ýtt á undan þér allt of lengi. Því
lengur sem þú dregur að ákveða þig
þeim mun erfiðari verður ákvörðunin.
Þór Vigfússon, skólameistari og draugafræðingur.
Skerflóðsmóri
- draugur með mótordellu, segir Þór Vigfússon, fyrrver-
andi skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands
Þór Vigfússon, fyrrverandi skóla-
meistari, hefur lengi haft áhuga á
draugum og er einn fróðasti maður
landsins um drauga og draugagang.
Þór er nú leiðsögumaður hjá Hóp-
ferðum Guðmundar Tyrfmgssonar
og ætlar að veita fólki innsýn í
þennan dularfulla heim og bjóða
upp á draugaferðir um Flóann og
nágrenni Selfoss.
Þór segir að frægasti draugurinn
á þessum slóðum sé Skerflóðs- eða
Kampholtsmóri. „Það er ekki til
mikiö á prenti um hann en því
meira í munnmælum. Sögumar eru
flestar það smálegar að það tekur
því varla að skrá þær niður. Nýrri
sögumar þykja daufari en þær eldri
- móri er t.d. hættur að drepa eða
limlesta fólk. í dag er hann aðallega
þekktur fyrir smáhrekki sem oft
snerta bíla.
Móri er ættaður úr Vestur-Skafta-
fellssýslu og var um tvítugt þegar
hann hraktist undan eldi móðu-
harðindanna. Drengur var á ver-
gangi seint um haust þegar hann
leitaði gistingar á Borg við Hraunsá
í Stokkseyrarhreppi. Honum var út-
hýst og um nóttina drukknaði hann
í Skerflóði eða Dælum fyrir ofan
bæinn. Fljótlega verður vart við að
hann gengur aftur og fylgir fólkinu
sem vísaði honum frá og sagt er að
hann fylgi ættinni enn. Eftir að pilt-
urinn tók upp draugshátt var hann
lengi kenndur við flóðið og
kallaður Skerflóðsmóri.
Af lýsingum að
dæma er hann lág-
vaxinn og gjam-
an í mórauðum
fötum með hatt-
skúf, en sá
klæðnaður er
reyndar klass-
ískt úniform ís-
lenskra móra.
Hann þótti með
eindæmum illvígur á
sínum yngri áram og
átti það til að drepa fólk ef
það var eitt á ferð á kvöldin milli
Stokkseyrar og Eyrarbakka. Menn
hurfu hreinlega og fundust löngu
seinna limlestir og beinbrotnir."
Skerflóðsmóri og
Móhúsaskotta
í Þjóðsögum Jóns Ámasonar seg-
ir að Skerflóðsmóri hafi lagt lag sitt
við kvendraug sem kenndur er við
Móhús á Stokkseyri og kallaður var
Móhúsaskotta. Uppruni skottu er
svipaður móra því stúlkunni var út-
hýst og drukknaði hún um nóttina
og gekk aftur. Skotta þótti skæð og
átti það til að drepa fé á Móhúsum
og sagt er að hún hafi verið svo
nærgöngul við húsbóndann að hún
hafi nagaði gat á alla sokka sem
hann gekk i um hásinina. Svo mik-
ið bar á þessu að bóndinn þurfti að
fá nýja sokka á hverjum morgni.
„Þau skotta og móri drápu einu
sinni mann sem hét Tómas og gekk
hann í lið með þeim. Þegar bóndan-
um í Móhúsum þótti nóg komið réð
hann til sín Skaftfellinginn Klaust-
ur-Jón til að koma afturgöngunum
fyrir. Jóni tókst að ganga frá Skottu
og Tómasi þannig að þeirra hefur
ekki orðið vart síðan. Móri komst
undan á hlaupum og flýði alla leið
til Þorlákshafnar þar sem hann
faldi sig í skreiðarbát. Jón fann
hann ekki og hélt heim. Sögðust
menn þá hafa séð móra stökkva
hlæjandi í land. Eftir þetta fór móri
á flakk um sveitina. Hann var lengi
í Kampholti og leið vel þar því hon-
um var gefinn matur eins og öðm
heimilisfólki. Um tíma fylgdi hann
fólkinu frá Seli á Stokkseyri og var
kallaður Selsmóri og hann var
einnig um skeið í Jórvík í Sandvík-
urhreppi og gekk þá undir nafninu
Jórvíkurmóri."
Vélar hrukku í
gang af sjálfs-
dáöum
„Einu sinni var
fjölskylda sem móri
fylgdi að flytja frá
Stokkseyri til Vest-
mannaeyja og fjöl-
skyldufaðirinn var
Sæmundur, faðir
Helga Sæm. Hann vissi
að móri var á eftir þeim og
tók því það til bragðs að bíða
þar til búið var að leysa bátinn frá
og stökkva út í hann á síðustu
stundu. Móri varð því eftir á bryggj-
unni og sögðu menn sem þar voru
að hann hefði gefið frá sér hræðilegt
gól þegar Sæmundur slapp frá hon-
um.
Þegar leið á vélaöldina var móri
kominn að Þingdal og kunni afskap-
lega vel viö sig þar. Bóndinn í Þing-
dal var vélamaður og móri var oft á
ferð með honum í bíl eða á dráttar-
vél. Einhvem tíma á sjötta áratugn-
um gerðist það að karlinn fór með
traktor í viðgerð upp að Hamars-
holti í Gnúpverjahreppi. Þegar búið
er að gera við traktorinn fer karlinn
heim en móri verður eftir og gerir
allt vitlaust á verkstæðinu. Vélar
hrukku í gang af sjálfdáðum, duttu
af tjökkum og tæki fóru af stað.
Móri kunni greinilega mjög vel við
sig þama. Að lokum var bóndinn í
Þingdal beðinn að koma og sækja
móra, sem hann og gerði, og varð
allt rólegt á verkstæðinu eftir það.
Stuttu eftir þetta truflaði móri línu-
lögn símamanna við Kampholt.
Þetta var ekki mikið hjá honum en
nóg til að pirra menn og tefja verk-
ið.“
Er fluttur í fjölbrautaskólann
„Síðustu áratugina hefur móri að-
allega verið bendlaður við ökutæki,
hann er afturgenginn inn í vélaöld-
ina og virðist snemma hafa fengið
mótordellu. Um tima hélt hann sig
við Skeiðavegamótin og átti það til
að sprengja dekk og fikta við vélar.
Fyrir stuttu heyrði ég sögu af
manni sem var á ferð í vörubíl í
kringum 1950. Bíllinn var í góðu
standi og færðin góð en þegar mað-
urinn kom vestur fyrir Bitru er eins
og bílinn læsist og ekkert virkar.
Bílstjórinn gat hvorki skipt niður
né stýrt en bíllinn dólaði áfram eins
og af sjálfu sér rúman kílómetra þar
til hann hrökk í lag. Þegar maður-
inn fór að segja frá þessu kom í ljós
að margi höfðu lent í einhverju
svipuðu og var móra kennt um.
Núna er talið að móri hafi komið
sér fyrir í tölvuveri Fjölbrautaskól-
ans á Selfossi. Hann á það til aö
fikta í tölvunum, trufla kennslu og
margir kennaranna telja sig hcifa
orðið vara við hann.
Einu sinni munaði minnstu aö
móri yrði heimsfrægur því sumarið
1986 kom forstjóri Norðurlanda-
deildar Reuters til landsins til
mynda hann. Ég fór með manninn á
heimaslóðir móra en því miður lét
hann ekki sjá sig. Hann gat þó ekki
staöið á sér og fiktaði smávegis við
bílinn."
-Kip