Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 30
30
Helgarblað
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
IDV
Hann vildi ekki sleppa kærustunni sinni:
Morðhótunin
barst með
tölvupósti
Farsíminn hringdi. Erwin Ober-
haus, sem var 38 ára, sveiflaði fót-
unum niður úr sófanum og teygði
sig í símann á sófaborðinu. Það var
enginn á hinum endanum. Nú, þetta
hlaut að vera tölvupóstur. Hann
þrýsti á hnappinn sem sýndi skila-
boðin. Á skjánum stóð: 48 klukku-
stundir - niðurtalningin er hafin.
Erwin Oberhaus folnaði. Hann
þurfti ekki að líta á símanúmer
sendandans því hann vissi hver
hafði sent honum þessa hótun.
Hann kíkti samt. Jú, skilaboðin
voru frá keppinaut hans, Andreas
Bettinger, sem var 32 ára.
Erwin, sem þekkti keppinaut
sinn út og inn, tók hótunina alvar-
lega en samt ekki nógu alvarlega.
Hann gat heldur ekki vitað að hann
yrði liðið lík áður en 48 klukku-
stundir væru liðnar.
Báðir mennirnir þekktu Kerstin
Schúrstedt sem var 27 ára. Örlögin
Erwin Oberhaus
Hann skildi ekki aö fyrrverandi
kærasta hans elskaði hann ekki
lengur.
höfðu hagað því svo að þau þrjú,
sem komu hvert frá sínum stað í
Þýskalandi, lentu í sama
sumarbústaðahverfinu í útjaðri
suðausturhluta Berlínar. Þar
bjuggu í fyrstu Erwin Oberhaus og
Kerstin saman. Þau áttu soninn
Olaf.
Örlagarík grillveisla
Allt lék í lyndi í sjö ár. Þá flutti
Andreas Bettinger, sem var ein-
hleypur, í sumarbústað við hlið
þeirra. Dag einn bauð hann Erwin
og Kerstin í grillveislu. Þetta varð
skemmtilegt sumarkvöld og þegar
Kerstin vaknaði í
sumarbústaðarkrílinu þeirra á
sunnudagsmorgninum sagði hún
við Erwin: „Það hefur gerst svolítið
skritið. Ég er orðin ástfangin og þú
getur ekki ímyndað þér af hverj-
um.“
Það gat Erwin hins vegar vel og
hún tók eftir því að hann varð reið-
ur, „Heldur þú að ég sé blindur?”
Hann sat allt kvöldið og káfaði á
lærinu á þér undir borðinu. Ég sat
jú við hliðina og sá allt en vildi ekki
segja neitt. Hann er þrátt fyrir allt
nágranni okkar. En ég skil ekkert í
þér. Hvemig gast þú sætt þig við
þetta?“
„Nú, þetta gerðist samt sem áður
og ég get ekkert við því gert. Við er-
um þegar búin að ræða um það að
fara að búa saman,“ tilkynnti
Kerstin.
Það var eins og Erwin hefði verið
sleginn í höfuðið. „Já, en það getur
þú þó ekki gert eftir öll þessi ár og
hvað með drenginn," sagði hann
næstum mállaus.
Moröhótunin
Þetta var síöasta viövörunin til
mannsins sem lét ekki fyrrverandi
kærustuna sína í friöi.
„Hann verður hjá mér,“ sagði
Kerstin hörkulega og hélt að þar
með væri málið útkljáð.
En það var öðru nær. Erwin vildi
nefnilega berjast fyrir því að halda
Kerstin og syni sínum. Það braust
þvi út biturt stríð milli keppinaut-
anna tveggja sem lauk með örlaga-
ríku skilaboðunum til Erwins.
En áður hafði margt óskemmti-
legt gerst. Frá þvi greindi Andreas
Bettinger síðar við réttarhöldin.
Hann var ósköp vesæll og iðrunar-
fullur þegar hann var yfirheyrður á
sakamannabekknum. Hann greindi
frá því að hann væri starfsmaður
við járnbrautirnar í Berlín og dag
einn hefði hann fengið nýjan starfs-
félaga í sinn vinnuflokk, Erwin
Oberhaus.
Hlaut að enda með ósköpum
„Hvers vegna skyldi einmitt hann
koma í minn vinnuflokk? Liflð get-
Vlnnufélagar
Keppinautarnir voru í sama vinnuhópi viö járnbrautirnar.
Kerstin Schúrstedt
Kerstin ásamt Soffíu iitlu sem hún eignaöist meö nýja kærastanum.
ur stundum verið svo grimmt. Við
vorum tveir menn sem elskuðum
sömu konuna. Við störfuðum hlið
við hlið, dag eftir dag. Það var eins
og við værum hlekkjaöir saman.
Þetta hlaut að enda með ósköpum."
Það gerði það einnig og stundum
gekk svo mikið á að hinir starfs-
mennirnir urðu að skilja bardaga-
hanana að áður en þeir berðu hvor
annan til blóðs.
í réttarsalnum fiskaði Andreas
Bettinger eftir meðaumkun en hann
gleymdi að segja frá því hvers
vegna hann og Erwin Oberhaus
slógust svo oft á vinnustaðnum. Það
gerðu hins vegar vitnin.
„Andreas vissi að Erwin var enn
j „Ég get ekki skilið að
þú skulir bara hafa
eignast eitt barn með
henni. Hún er jú
draumastúlka. Líttu á
mig, ég er þegar búinn
að barna hana og við
höfum bara verið
saman í átta vikur. Þú
ert gamall kokkáll,
bara svo að þú vitir
þaö.“
ákaflega ástfanginn af Kerstin og
gat ekki gleymt henni. Þess vegna
striddi hann honum," greindi einn
starfsfélaga þeirra frá. „Hann var
illkvittinn um leið og starfið hófst á
morgnana. Hann sagði Erwin frá
því hvernig hann hefði eytt nóttinni
með Kerstin. Hann átti það til að
segja:
„Ég get ekki skilið að þú skulir
bara hafa eignast eitt barn með
henni. Hún er jú draumastúlka.
Líttu á mig, ég er þegar búinn að
barna hana og við höfum bara verið
saman i átta vikur. Þú ert gamall
kokkáll, bara svo að þú vitir það.“
.Erwin reyndi allt sem hann gat
1il að fá Kerstin aftur til sín en allar
tilraunir hans voru árangurslausar.
Hún hótaði að kalla á lögregluna
hætti hann ekki að ónáöa hana
sífellt með heimsóknum. Hann vildi
að minnsta kosti fá drenginn
lánaðan í nokkrar klukkustundir.
Hann langaði svo til að fara með
hann í dýragarðinn. „Ekki í eina
sekúndu," æpti Kerstin og skellti
hurðinni á nefið á honum.
Andreas Bettiiiger tók þátt í
deilunni. Hann hvatti keppinaut
sinn til að láta Kerstin vera í friði.
Hann sendi honum skilaboð um
wmmm
slíkt í tölvupósti. Erwin svaraði
með tölvupósti og þar með voru
skilaboðasendingarnar komnar á
fullt. Erwin hætti ekki
árangurslausum tilraunum sínum
til að vinna aftur hug Kerstinar,
jafnvel ekki eftir að hann hafði
fengið eftirfarandi tölvupóst frá
Andreas: „Kerstin er orðin móðir.
Sofíia dóttir okkar er fædd.“
Erwin gafst ekki upp. „Það versta
var að við rákumst alls staðar hvor
á annan," sagði Andreas í
réttarsalnum. „Á leiðinni í
vinnuna, í sjálfri vinnunni og eftir
vinnu í sumarbústaðahverfinu.
Hann krafðist þess að fá Kerstin
aftur. Hann gat einfaldlega ekki
skilið að hún hafði ekki lengur
áhuga á honum. Þetta var óþolandi.
Og svo kom að því að ég sendi
honum síðasta tölvupóstinn."
Varaði við blóðbaði
Þegar Erwin fékk hótunina í
farsímanum fór hann strax á fund
Andreas í sumarbústaðahverfmu til
að spyrja hann hvað hann meinti.
En áður hafði hann hringt til
Kerstin og sagt. „Þú ættir að koma
út í sumarbústaðinn því það þarf að
þurrka upp mikið blóð.“
Án þess að segja eitt orð gerði
hann strax árás þegar hann sá
Andreas. Hann kýldi hann beint i
andlitið. Hinn varði sig og fékk um
skeið hálstak á Erwin. Hann þrýsti
fast þar til Erwin var orðinn blár í
framan. Aðrir
sumarbústaðaeigendur kölluðu á
sjúkrabil en þegar hann kom gat
læknirinn aðeins staðfest að Erwin
Oberhaus væri látinn.
„Ég ætlaði alls ekki að drepa
hann. Ég ætlaði bara að veita
honum ráðningu," sagði Andreas
grátandi í réttarsalnum.
Þetta varð dýrkeypt ráðning.
Andreas var dæmdur í fjögurra ára
fangelsi fyrir ofbeldi sem leiddi til
dauða.
Mistök drykkjufélaganna
Saklausar konur urðu fórnarlömb drykkjufélaga
sem æddu vopnaðir inn í rangt hús.