Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Side 46
*
54
Tilvera
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000
DV
í smáhöll á toppi hæðar upp af Freiburg er rekinn veitingastaður:
* Borðað á toppnum
Hinn kyrrláti helgidómur var
nafnið sem eigandinn, Hermann
Tröndlin von Greiffenegg, gaf hús-
inu sínu þegar hann hafði lokið
við að reisa það árið 1805. Það er
kannski ekki skrýtið því húsið,
sem raunar er ekkert smáhús held-
ur öllu fremur smáhöll, er á toppi
hæðar sem rís upp af Freihurg og
;Jpr uppi er friður og ró - eða hef-
ur að minnsta kosti verið áður en
bílaumferðin varð eins mikil og
nú.
Veitingastaðurinn
í húsinu er nú rekinn veitinga-
staður sem heitir eftir von
Greiffenegg, eða Greiffenegg
Schlössle Restaurant. Auðvelt er
að komast í veitingastaðinn með
lyftu frá homi Schlossbergring og
Salzstrasse í miðborginni. Við lyft-
una er bílageymsluhús þar sem
þeir sem em akandi geta geymt
bila sína. Þeir sem vilja geta geng-
ið upp undurfallega leið eftir skóg-
^arstígum. Það tekur ekki mjög
langan tíma og útsýnið er vel þess
virði. Smám saman sést meira af
borginni og umhverfi hennar eftir
þvl sem ofar dregur og þegar kom-
ið er í bjórgarðinn, sem er fyrir
framan veitingahúsið sjálft, sést
Svartiskógur, Rínardalurinn og
borgin breiðir úr sér fyrir neðan.
Kokkamir kaupa mest af hrá-
Janúar í bjórgarði
Hér sést hluti bjórgarðsins og útsýn-
iö yfir Freiburg.
efni sínu ferskt af markaðnum í
Freiburg þar sem bændumir koma
í hverri viku með nýjar vörur til
að selja á torginu fyrir framan
kirkjuna: kartöflur, grænmeti af
öllu tagi, heimatilbúið vín og sult-
ur, kerti og osta, svo eitthvað sé
nefnt.
Borðað útl og innl
Hægt er að borða úti við, í bjór-
garðinum og á svölunum en einnig
inni í salnum sem er mjög fallegur
eins og raunar húsið állt. Matseð-
illinn er ekki flókinn en breytist
ört og verðið er mjög hagstætt. Þar
að auki fá ellilífeyrisþegar og
skóiafólk afslátt.
í bjórgarðinum er seldur bjór og
léttar veitingar og oft er þétt setinn
Horft yflr miöborgina
Frá veitingastaðnum sést vel yfir
Freiburg.
bekkurinn langt fram á kvöld ef
vel viðrar. Stórt útisvæði er rétt
fyrir neðan húsið þar sem fólk
kemur gjaman til að njóta útsýnis-
ins og lífsins. Á sólardögum má sjá
fjölskyldufólk, skólafólk, ástfangin
pör og fólk á öllum aldri sitja á
bekkjunum, ganga um skóginn og
á virkisveggjunum til að horfa yfir
borgina og umhverflð. Þetta er sem
sagt frábær staður til að eyða dag-
parti á, sé fólk á annað borð í borg-
inni, borða góðan mat í fallegu um-
hverfl og fá svolítið af sögu staðar-
ins um leið í kaupbæti.
Opið er frá kl. 11-24 daglega.
-vs
Margir hafa gaman af að smakka ýmsar tegundir víns og skoða víngerð á vettvangi:
Við Stól keisarans
Stjörnumerkjavín.
Framleitt var vín fyrir hvert stjörnu-
merki og er flöskunum stillt
fallega upp.
Hópur íslendinga á leið í vínsmökk-
un eftir skoðunarferð um verksmiöj-
una. Notað er sérstakt glas fyrir
hvert vín og brauð boriö fram með
til að borða á milli tegunda.
Verslunin er opin mánudaga til
fostudaga, frá kl. 8-12 og 13-17.30,
og laugardaga frá kl. 9-13, nema
mánuðina janúar, febrúar og
mars, þá er lokað á laugardögum.
Best er að hringja eða senda fax.
Sími: 07667\900 270.
Fax: 07667 900 232.
Heimasíöan er: httpWwww.bad-
ischer-winzerkeller.de
n
Eikartunnurnar eru fjölmargar og hver með sínum útskurði. Þær eru um
þaö bil mannhæðarháar og á þeim krani svo hægt sé að smakka vínið.
Hóflega drukkið vín gleður manns-
ins hjarta segir einhvers staðar og má
til sanns vegar færa. Nokkum veginn
mitt á milli Basel í Sviss og Strassborg-
ar í Frakklandi er Kaiserstuhl í Þýska-
landi, hæð sem hefúr verið mótuð af
mannahöndum líkt og gríðarstór stigi
og á tröppunum er ræktaður vínviður
►sem verður að dýrindis víni. Vínberin
enda hjá Den Badischen Winzerkeller í
Breisach, rétt við Stól keisarans, en
þar er gríðarmikil víngerð. Vínberin
koma þó víðar að þvi heildarræktunar-
svæðið nemur rúmlega 16.000 hektur-
um og nær frá Mannheim 1 norðri til
Basel í suðri. Þegar mest gengur á og
uppskeran er í fullum gangi er unnið
úr 4,5 milljón kg af vínbeijum á dag!
Vin í eikartunnum
Vinin eru margvísleg og í verk-
smiðjunni er stór og falleg vínbúð þar
sem hægt er að kaupa vín á lægra
verði en gengur og gerist. Þetta not-
færa sér margir og er talsverð umferð
í verslunina og einnig í skoðunarferð-
^ir og vínsmökkun sem er vinsælt tóm-
stundagaman. Verksmiðjan er stór og
undir henni að hluta er sýningarsvæði
þar sem hægt er að skoða víngerðar-
tæki horfmna daga. Einnig má sjá
gríðarstórar eikartunnur sem hver um
sig er listilega útskorin með merki og
táknum hvers vínbónda fyrir sig. í
þessum tunnum er sérstakt vín hvers
og eins.
Vínsmökkun
Hægt er að velja á milli þess að
smakka 3, 5 eða 7 víntegundir og fer
verðið eftir fjölda tegundanna. Best er
^aö fara í hóp eða leita upplýsinga um
Býrðu í Kaupmannahöfn?
Ertu á leidinni ???
>■
www.islendingafelagid.dk
Verð á vínsmökkun
3 vínteg. DM 5
5 vlnteg. DM 7,50
7 vínteg. DM 9,50
það hvenær
næsti hópur
fer í skoðun-
arferð og/eða
vínsmökkun.
Ef farið er
með böm eða
fólk sem ekki drekkur áfengi er boðið
upp á óáfengan epla- eða beijasafa, al-
veg ótrúlega ljúffengém. Skoðunarferð-
in tekur um það bil klukkustund og
vínsmökkunin svipaðan tíma, með fyr-
irlestri um bragð og innihald vinsins.
Þetta er hin ágætasta skemmtun og
ekki síst fyrir þá sem áhuga hafa á
góðu víni.
Breisach liggur vel við heimsókn-
um. Með tilkomu nýju lestarstöðvar-
innar i Frankfúrt er auðvelt að komast
hvert á land sem er. Líka er þægilegt
að fljúga til Basel eða Zúrich og aka
þaðan upp með Rin. -vs
Týndur farangur
Talið er að einn af hverjum tíu
1 ferðamönnum í heiminum verði fyr-
j ir því óláni að týna farangrinum
sínum en þetta kom fram í nýrri
könnun sem breskt tryggingarfyrir-
tæki lét gera. Þá kom einnig í ljós
að týndur farangur finnst oftast í
! Egyptalandi. Önnur lönd sem voru
ofarlega yfir lönd þar sem farangur
kemur oftast fram í leitimar eru
Holland, Spánn, Bandaríkin og
Þýskaland. Þá er mikið um að far-
; angur finnist á flugvöRunum í
Amsterdam og Bangkok.
Þemaferðir á
vígvelli
Ferðamálayfirvöld í Víetnam
hafa tilkynnt um að innan þriggja
ára muni þau að öllum líkindum
hefja skipulagðar ferðir á vígvellina
þar sem hið blóðuga Víetnamstríð
var háð. Ef af ferðunum verður
mun þær verða famar á svæðið í
kringum Ho Chi Minh Trail sem
gegndi lykilhlutverki í stríðinu. Þar
standa nú yfir umdeildar fram-
kvæmdir á nýjum þjóðvegi sem
verður um 1690 kílómetra langur.
Ho Chi Minh Trail var nefnt eftir
frelsishetju úr stríðinu en þar fóru
fram mikilvægir flutningar á her-
mönnum og vopnum frá norðri til
suðurs.
Nú þegar hafa ýmsar leiðir verið
kortlagnar á svæðinu og er hug-
myndin að bjóða upp á ferðir með
mismunandi þema. Ferðamenn
gætu þá farið í ferðir eins og „Heim-
sókn á fyrrum vígvelli" eöa „Fylgt í
fótspor frelsishersins". Ferðalög á
þetta fyrrum styrjaldarsvæði í Ví-
etnam hafa aukist á undanfornum
árum og telja ferðamálayfirvöld að
áhugi muni enn aukast þegar farið
verður að bjóða upp á skipulagðar
ferðir, sérstaklega á meðal ungs
fólks.
Höfuðföt í
kirkjugörðum
í Berlín er aö finna stærsta gyð-
ingakirkjugarð í Vestur-Evrópu.
Hann ber nafnið Weissensee og var
reistur árið 1880. Elsti gyðinga-
kirkjugarður borgarinnar er hins
vegar Grosser Hamburger Strasse
sem reistur var á sautjándu eða átj-
ándu öld. Kirkjugarðurinn var eyði-
lagður að mestu af nasistum i
seinni heimsstyrjöldinni. Þar er þó
að finna minjar um gyðinga, m.a.
um helforina Einnig er í garðinum
minnismerki um heimspekinginn
Moses Mendelsson. Schonhauser
Strasse er síðan þriðji gyðinga-
kirkjugarðurinn í Berlín en þar
hvílir málarinn Max Libermann. Sú
regla gildir í öllum gyðingakirkju-
görðum að gestir verða að bera höf-
uðfót.