Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
Fréttir
I>V
Samruni ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar:
Snurða hlaupin á þráðinn
MikUl viðsnúningur til hins betra
í rekstri Vinnslustöðvarinnar hf. í
Vestmannaeyjum á yfírstandandi
fiskveiðiári virðist hafa fengið
stjórn félagsins til að endurmeta
stöðu fyrirtækisins gagnvart áætl-
uðum samruna við ísfélag Vest-
mannaeyja. Langstærstu hluthafar
félaganna tveggja tilkynntu fyrir
rúmum mánuði að af samrunanum
yrði og að honum yrði lokið fyrir
ágústlok.
Stjórn ísfélagsins samþykkti sam-
runaáætlunina á fundi sínum 27.
júlí sl. en stjórn Vinnslustöðvarinn-
ar ákvað hins vegar óvænt að fresta
afgreiðslu málsins á fundi sínum í
byrjun ágúst. Geir Magnússon, for-
stjóri Olíufélagsins og stjórnarfor-
maður Vinnslustöðvarinnar, sagði í
samtali við DV að ljóst væri að ekki
tækist að ljúka samrunanum á áætl-
uðum tíma en aftók að málið væri í
uppnámi. Hann sagði stjórn
Vinnslustöðvarinnar einfaldlega
hafa þurft rýmri tima til að meta
fyrirliggjandi gögn.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
reynt er að sameina þessi tvö fyrir-
tæki, þó það hafi ekki tekist til
þessa.
Vinnslustöðin hefur á síðustu
árum verið rekin með miklu tapi.
Eftir mikla hagræðingu í rekstrin-
um, m.a. með lokun vinnslustöðva
og tilheyrandi uppsögnum starfs-
fólks, hefur loks tekist að snúa
þeirri þróun við. Reikningsár
Vinnslustöðvarinnar miðast við
fiskveiðiárið, það er frá 1. septem-
ber til ágústloka næsta árs. Fyrstu
níu mánuði síðasta reikningsárs
(1998-1999) nam tap félagsins 583
milljónum króna en hins var varð
hagnaður upp á 53 milljónir króna á
sama tímabili yfirstandandi reikn-
ingsárs.
Heimildir DV segja þessa stað-
reynd hafa orðið til þess að blása
byr í segl andstæðinga sameiningar-
innar sem eru fjölmargir í Vest-
mannaeyjum, ekki síst meðal starfs-
manna fyrirtækjanna.
Það er ljóst að stærstu hluthaf-
amir í Vinnslustöðinni og þeir sem
höfðu frumkvæði að samrunanum,
Olíufélagið og aðaleigendur ísfélags-
ins, með Sigurð Einarsson forstjóra
í broddi fylkingar, hafa yfirburða-
stöðu í Vinnslustöðinni með um tvo
þriðju hluta bréfa í félaginu og haldi
þeir við fyrri ákvörðun sína er ekk-
ert sem stendur í vegi sameiningar-
innar. -GAR
Sumarleikur smáauglýsinga DV og Vísis.is:
Tækniteiknari vann tjaldvagn
Petra Rós Ólafsdóttir, tvítugur
tækniteiknari í Grindavík, datt
heldur betur í lukkupottinn þegar
hún vann glæsilegan Combi-Camp
tjaldvagn, að verðmæti 400.000 kr., í
smáauglýsingaleik DV í sumar.
Hún tók ásamt unnusta sínum,
Unnari Magnússyni, og syninum,
Ólafi Þór, við vagninum í Sportbúð
Títan á Seljaveginum í Reykjavík i
gærdag.
„Systir mín er að byggja og var að
selja tjaldvagninn sinn og ég sagði
henni að ég myndi fara með henni í
ferðalag núna,“ sagði Petra Rós með
bros á vör. „Við erum mjög
leikjaglaðar, systumar, við erum
saman búnar að vinna tvær utan-
landsferðir áður. Maður vinnur
náttúrlega ekki nema maður taki
þátt. En ég hef aldrei unnið neitt í
líkingu við þetta."
Petra Rós og unnusti hennar eru
nýbúin að kaupa sér hús í Grinda-
vík svo þau hefðu ekki haft efni á
þvi að kaupa sér tjaldvagn sjálf. Þau
hafa notast við kúlutjaldið sem
Petra Rós fékk i fermingargjöf þeg-
ar þau hafa farið í ferðalög og reynt
að ferðast með fólki sem á tjaldvagn
því auðveldara er að sinna baminu
í tjaldvagni en í litlu kúlutjaldi.
Petra Rós sagði að eina vanda-
málið væri að þrátt fyrir að þau
ættu bíl þá vantaði á hann kúluna
til þess að draga vagninn. Hún hélt
samt að það myndi bjargast því
systkini hennar tvö og foreldrar
eiga öll bíla sem geta dregið vagn-
inn.
Mikil þátttaka var i leiknum þar
sem allir þeir sem sett hafa smáaug-
lýsingu í DV síðan í byrjun júlí
vora sjálfkrafa með, auk þeirra þátt-
DV-MYND EINAR J.
Feröalög fram undan
Petra Rós Ólafsdóttir getur nú lagt kúlutjaldinu sem hún fékk í fermingargjöf og feröast meö stæl um landiö meö
unnusta sínum, Unnari Magnússyni, og tveggja ára gömlum syninum, Ólafí Þór, því hún vann Combi-Camp
tjaldvagn í smáauglýsingakeppni DV.
takenda sem fundu og svöruðu smá-
auglýsingunni á Vísi.is.
Leikurinn gekk út á það að starfs-
fólk Smáauglýsingadeildar DV valdi
skemmtilegustu smáauglýsinguna
sem birst hafði í blaðinu þá vikuna
annars vegar og hins vegar var sér-
merkt smáauglýsing á smáauglýs-
ingavefnum á Visi.is. Þeir sem
fundu og svöruðu auglýsingunni
fóru í pott sem úr var dregið viku-
lega. Fengu vinningshafar verðlaun
frá Bílaþvottastöðinni Löður og
Húsgagnaversluninni Verona.
-SMK
Veörið í kvöld
Sólargangur og sjavarfölí
REYKJAVIK
Sólarlag í kvöld 21.29
Sólarupprás á morgun 05.35
Síödeglsflóó 21.03
Árdeglsflóö á morgun 09.24
'Sýtíngsr á ysðuriáltmmi
10
AKUREYRI
21.23
05.10
01.36
13.57
j'^viNDÁrr
-10°
M/INDSTYRKUR
I nietrum á sekúmlu
HiTI
HHÐSKÍRT
*> í)i)0
Hæg breytileg átt
Fremur hæg breytileg átt eöa hafgola og
bjartviöri í dag. Hiti veröur 8 til 18 stig, hlýjast
inn til landsins.
LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
w w ©
RIGNING SKÚRiR SLYDDA SNJÓKOMA
Ö P d* ' r= '
ÉUAGANGUR ÞRUMtF VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson:
Rangt hjá
Alfreð
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Ég reyni af
fremsta
megni aö
ástunda fag-
leg vinnu-
brögö.
Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, segir full-
yrðingar Alfreðs
Þorsteinssonar í DV
í gær um framgang
mála í málefnum
Línu.Nets rangan.
„Þegar mál
Línu.Nets um lagn-
ingu á ljósleiðara-
kerfi fyrir grunn-
skólana var afgreitt
á fundi Innkaupa-
stofnunar þá fullyrti
tölvuráðgjafi Reykja-
víkurborgar að ekk-
ert annað fyrirtæki gæti sinnt þessu
verkefni. Síðar fullyrtu forsvars-
menn annarra fyrirtækja á sviði
fjarskiptamarkaðar að þeir bæði
gætu og hefðu áhuga á að sinna
þessu verkefni.
Þegar það lá staðfest fyrir þá þótti
það bæði sjálfsagt og heiðarlegt að
þessir aðilar fengju að bjóða í verk-
efnið. Ég flutti um það tillögu i
stjóm Innkaupastofnunar sl. mánu-
dag.
Ef samviska R-listans hefði verið
í lagi í þessu máli hefðu þeir átt að
samþykkja þessa tillögu mína en
ekki ástunda óeðlileg og óheiðarleg
vinnubrögð eins og þeir stunda nú.
Þetta mál sýnir ásamt fleirum að
því fyrr sem R-listinn hverfur frá
völdum í Reykjavík því betra.“
- Hvað með vinskap ykkar Al-
freðs?
„Ég á ágæta kunningja og vini í
öllum stjómmálaflokkum. Þeir sem
þekkja mín störf á vettvangi sveitar-
stjórnarmála, þeir vita manna best
að ég læt ekki aðra stjórna því hvað
ég geri. Ég reyni af fremsta megni
að ástunda fagleg vinnubrögð og hef
ekki áhyggjur af því hverjir eru vin-
ir hverra í þjóðfélaginu." -HKr.
DV-MYND SIGURÐUR HJÁLMARSSON
Afleiöíngar Skaftárhlaupslns.
Skaftárhlaupiö olli því aö mikiö vatn
safnaöist saman viö Lághrauniö en
vestast í því var vatniö nærri fariö yfir
þjóöveginn eins og sjá má. Fólk sem
býr i nágrenninu þekkir aö um 11
dögum eftir Skaftárhlaup veröur
vatnagangur í hrauninu viö þjóöveg 1.
HAáUi££*
AKUREYRI
BERGSSTAÐIR
BOLUNGARVÍK
EGILSSTAÐIR
KIRKJUBÆJARKL.
KEFLAVÍK
RAUFARHÖFN
REYKJAVÍK
STÓRHÖFÐI
alskýjaö
súld á
léttskýjaö
léttskýjaö
léttskýjaö
rigning
léttskýjaö
7
7
10
13
15
10
8
13
Flestir hálendisvegir færir
stærri bílum
Helstu þjóövegir landsins eru
greiöfærir. Hálendisvegir eru nú
flestir færir jeppum og stærri bílum.
Vegur F88 er lokaöur viö Lindaá
vegna vatnavaxta. Þá er enn ófært í
Hrafntinnusker.
•ru lolutölr þv W
vsröur auolýst
Skýjaö vestanlands
Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjaö vestanlands og dálítil súld
við ströndina en víöa léttskýjað í öörum landshlutum. Hiti 9 til 18 stig að
deginum, mildast SA- og A-lands.
Mamrtíi
íESíiy.
Þriðjifd
Vindur:
Hiti 9° til 20°
Suóvestlæg átt og rignlng
meó köflum sunnan- og
vestanlands en aó mestu
þurrt noróaustan tll.
ifáM
Vindur: /
Míövfkud
4—6 m/s
Hiti 9° tif 20'
O
Suóvestlæg átt og rignlng
meó köflum sunnan- og
vestanlands en aó mestu
þurrt noróaustan tll.
Hlýjast i Noróaustur- og
Austuriandl.
SBr
Vindur:
4-6 m/s
Hiti 9° til 20°
Suólæg átt meó rlgnlngu
víóa um land.
BERGEN
HELSINKI
KAUPMANNAHÖFN
ÓSLÓ
ST0KKHÓLMUR
ÞÓRSHÖFN
ÞRÁNDHEIMUR
ALGARVE
AMSTERDAM
BARCELONA
BERLÍN
CHICAGO
DUBUN
HAUFAX
FRANKFURT
HAMB0RG
JAN MAYEN
LONDON
LÚXEMB0RG
MALLORCA
M0NTREAL
NARSSARSSUAQ
NEW YORK
ORLANDO
PARÍS
VÍN
WASHINGTON
WINNIPEG
léttskýjaö
úrkoma
skruggur
léttskýjaö
skýjaö
slydda
skýjaö
skýjaö
heiðskírt
skýjaö
hálfskýjaö
skýjaö
alskýjað
skýjað
léttskýjaö
skýjaö
léttskýjaö
súld
skúrir
skýjaö
heiöskírt
léttskýjaö
skýjað
alskýjað
12
14
16
21
19
20
12
14
27
21
29
22
17
17
16
25
21
7
18
23
31
14
11
18
þokumóöa 22
r
skýjaö
27