Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Blaðsíða 20
20 Helgarblað LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 I>V "WL ær eru ófáar sögumar sem / J hafa gengið um fólk sem elskast á háværan hátt. Nokkrum sinnum á sl. árum hafa fjölmiðlar fjallað um ófremdará- stand sem skapast hefur í fjölbýlis- húsum sökum þess að einhverjir í húsinu njóta ásta heldur of hátt. Eitt þekktasta málið af þessum toga kom upp í Kópavoginum fyrir nokkrum árum og voru áhyggjur íbúa hússins svo miklar að málið kom til kasta Húseigendafélagsins og félagsmálaráðherra. Atlot yfir landsmeðaltali Sigurður Helgi Guðjónsson, lög- fræðingur hjá Húseigendafélaginu, er talinn vera sérfræðingur í há- værum ástarleikjum. „Annað veifið koma svona mál til okkar kasta - rétt eins og allar mannlegar athafnir sem fara úr hófi fram og geta orðið tilefni til ágrein- ings í fjölbýlishúsum," sagði Sigurð- ur þegar haft var samband við hann. „Eitt mál stóð þó eftirminnilega upp úr og áttu átökin sér stað í fjöl- býlishúsi í Kópavogi. í einni íbúð hússins voru stundaðir ástarleikir af svo mikilli íþrótt, ákefð og þoli að flestir landsmenn stóöu á öndinni. Að sögn nábýlinga voru ástarleik- imir a.m.k. þrir á dag og stóðu í þrjá tíma hver og hafði gengið á þessu linnulaust í sjö mánuði. Sömu nágrannar sögðu frá því að fyrir- gangurinn og hljóöin sem fylgdu ástarleikjunum minntu á bland af bamsgráti og spangóli í hundi. Þessi atlot voru að sjálfsögðu langt yfir landsmeðaltali og segir mér svo hugur að það hafi lækkað risið á mörgu meðalljóninu við þessi tíð- indi,“ segir Siguröur og augljóst er að málið vakti alvörublandna kátínu innan Húseigendafélagsins. Óp og læti Málið vakti mikla athygli fjöl- miðla landsins og í kjölfarið er talið að margir íslenskir karlmenn hafi efast um manndóm sinn og frammi- stöðu. Upp úr kafinu varð meira að segja til limra um málið og er hún svohljóðandi: Ást þeirra var eins og atglíma, athöfnin tóh engan smátlma, jyrst kom óp og hún stundi, nœst kom gelt sem í hundi, og svo þindarlaust áfram í þrjá tíma. Sigurður bætir því við að þessi samanburður sem landinn fékk hafi verið fremur óhagstæður og hafi hann meðal annars fengið að finna fyrir því. „Við heiðurshjónin bjuggum í tíu ár í Kópavogi áður en við fluttumst í Mosfellsbæ. Þegar þetta mál komst i hámæli hafði konan mín á orði við mig að við hefðum aldrei átt aö flytja úr Kópavoginum," segir Sig- urður og slær á lær sér. En á alvarlegri nótum bætir Sig- urður við að sambýlisfólk parsins í Kópavogi hafi leitað á náðir Húseig- endafélagsins og viljað vita hvort þeim væri skylt að þola þessi óp og læti. „Ég sagði þeim að það væri „loð- ið og teygjanlegt og afstætt í tíma og rúmi“ hvað mætti og mætti ekki í þessum efnum. Það eru ekki til neinar reglur eða staðlar um það hér á landi eða hjá Evrópusamband- inu um hvað er hæfílegt hljóð í svona leikjum eða hversu oft fólk mætti leggja stund á ástarleiki. Fólkið kvaðst hafa undir höndum segulbandsupptöku af óhljóöunum tU að sanna sitt mál og lyftist ég aU- ur upp við það og baö fólkið endi- lega að koma henni til mín sem allra fyrst tU þess að ég gæti kann- að hvort það væri löglegt sem þar færi fram.“ Dráttur á segulbandí Að yfirveguðu máli komst Sigurð- ur að því aö best væri að fá nokkra valinkunna lögfræöinga tU þess að vera meödómendur í málinu með honum og hafði hann því samband viö nokkra kunningja sína. Flestir sem Sigurður haföi samhand við voru óðir og uppvægir tU þess að taka þátt í dómnum. í kjölfarið á þessu kom erfiöur tími hjá Sigurði Ótrúleg læti Fyrirgangurinn og hljóöin sem fylgdu ástarleikjunum minntu á bland af barnsgráti og spangóli í hundi. Þessi atlot voru aö sjálfsögöu langt yfir landsmeöaltali. Ekki eru allir sammála um ágæti háværra ástarleikja: Þrisvar á dag - þrjá tíma í senn - sögðu sárþjáðir Kópavogsbúar um atlot fólks í sama stigagangi Siguröur H. Ragnheiöur Guöjónsson: Eiríksdóttir: „Loöiö og teygjan- „Strákar eiga aö legt.“ stynja meira. “ þar sem það varö dráttur á að spól- an kæmi. „Ég varð fyrir stanslausu áreiti og dundu á mér endalausar hring- ingar og eftirgangur af hálfu þess- ara meðdómenda minna. Loks kom svo spólan og þá kom í ljós að þar var ekkert aö heyra nema skruðn- ingar og gelt í fjarska - svona faUeg smala- eða réttarstemning. Ég vissi að þetta yrðu meðdómendum mín- um gríðarleg vonbrigði og lagði því ekki í það að segja þeim frá því hversu ómerkUegt þetta væri og ákvað því að fara bara í felur. Ég lenti í ónáö hjá þessum mætu mönnum og sumir þeirra eru enn þann dag í dag óvinir mínir,“ lætur Sigurður hafa eftir sér og augljóst er að honum er skemmt. Mlnn tíml mun koma Þetta sama mál - „óp og stunu- málið" eins og það er stundum kaU- að - kom tU kasta æðstu yfirvalda og lenti m.a. á borði þáverandi fé- lagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurð- ardóttur. „Jóhanna er kona sem má ekkert aumt heyra eða sjá og hringdi því i mig þegar búið var að hafa sam- band við hana. Hún bað mig um að sitja með sér á fundi tU þess að leggja mat á lögmæti þessara at- hafna sem fram fóru i Ópavoginum. Á fundinum sátu svo ég og Jóhanna í hálfan annan tíma og hlustuðum á þessar lýsingar aftur og aftur. „Þrisvar á dag, þrjá tíma í senn, sjö mánuöi samfleytt - bamsgrátur og gelt.“ Tvær konur úr húsinu tóku meðal annars að sér að líkja eftir hljóðunum sem þær heyröu og önn- ur grét eins og smábam og hin gelti og spangólaði eins og hundur. Við Jóhanna vorum þarna í miklum vandræðum með að meta það hvort þama væri um að ræða löglegar at- hafnir og hljóð. Við komumst ekki að sameiginlegri niðurstöðu á þess- um fundi, en þegar ég gekk frá Jó- hönnu þetta kvöld sat hún og horfði svona dreymandi út í loftið og mér heyrðist hún tauta svona við sjálfa sig: „Þrisvar á dag, þrjá tíma í senn - þrisvar á dag, þrjá tíma í senn. Hvenær skyldi minn tími koma?““ Að sögn Sigurðar er þetta eitt merkilegasta dæmiö um hávært kynlíf sem hefur borist Húseigenda- félaginu, en vissulega hafi samtökin fengiö fleiri mál til sín sem hafi snert þetta sama viðfangsefni, „en ekkert sem kemst í líkingu við þetta“, segir Sigurður að lokum og tárast af hlátri. Röddin og kynlífið tengt En hvað er til ráða? Er eitthvað hægt að gera til þess að draga úr hljóðum sem fólk gefur frá sér við ástarleiki? DV leitaði á náðir Ragn- heiðar Eiriksdóttur hjúkrunarfræð- ings og kynlífsráðgjafa. „Röddin og kynlífið virðast vera tengd á einhvem hátt, í það minnsta halda því margir fram sem eru að pæla í gömlum kynlífsfræð- um á borð við Tantra. Sumir hafa gengið svo langt að líkja leggöngun- um við hálsinn, en hvorttveggja eru sívalir gangar með slímhúðarlím- ingu. Sökum þessa draga sumir hverjir þá ályktun að konur sem eiga erfitt með að fá fullnægingu sleppi sér ekki alveg og leyfi ekki röddinni aö koma með. Með því að gefa sér lausan tauminn og gefa frá sér hávær hljóð er verið að losa um hömlur og getur það haft magnandi áhrif á fullnægingu viðkomandi," segir Ragnheiður. Ekki hemja þig Ragnheiður segir að þrátt fyrir að sumir segi að hávært kynlíf minni þá á lélegar klámmyndir og að þeg- ar konur góla frá sér allt vit sé ver- ið að apa eftir þeim, sé hún ekki sammála því. „Ég held að það sé mjög mikil- vægt að fólk sé ekki aö hemja sig að þessu leyti. Ef fólk er þeim mun há- værara þá verður það einfaldlega að fá sér einhverja einangrun. Svo get- ur verið að fólk sem vant er að gefa frá sér mikiö af hljóöum fái nýja vídd í kynlífið ef það reynir að þegja á meðan á átökunum stendur. Þetta þarf fólk endilega að prófa.“ Strákar eiga að stynja! Ragnheiður hefur töluverðar áhyggjur af karlpeningnum sem virðist alltaf vera hljóður sem gröf- in á meðan þeir taka þátt i kynlífi. „Það er mjög algengt að karlmenn séu að reyna að bæla niöur öll hljóð og séu fremur stressaðir með þetta og haldi jafnvel að þeir verði asna- legir. Ég hvet karlmenn til þess að stynja aðeins meira, en ég þekki þessa hlið mála að sjálfsögðu betur þar sem ég legg sjálf lag mitt við karlmenn,“ bætir Ragnheiður við ófeimin og skellihlær. Ragnheiður þekkir ekki til þess að fólki líði illa yfir því sökum há- vaða sem það gefur frá sér við ástar- atlot - oftar heyrist eitthvað frá brjáluðum nágrönnum vegna þess- ara hluta. „Konur sem eiga erfitt með að fá fullnægingu eiga samt oft við það vandamál að stríða að þær eru aö hemja sig og þar á meðal röddina. Oft eru þær því einhvers staðar djúpt inni i sér hræddar við að sleppa sér og verða of berskjaldað- ar. Þetta getur verið heilmikið mál í fullnægingarvanda hjá konum,“ sagði Ragnheiður að lokum, en vekja skal athygli á því aö Ragn- heiður ætlar einmitt að halda nám- skeið í vetur fyrir konur með full- nægingarvanda. Njótið vel. -ÓRV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.