Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 59
T LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 67 DV Tilvera EKSiœ,] Ghost Dog ★★i Svartur samúr- æi Leikstjórinn Jim Jarmusch er einn af þeim athyglisveröustu og þaö er alltaf með nokkurri eftir- væntingu sem ég sest niður til að horfa á nýja mynd eftir hann. Því miður varð ég fyrir vonbrigðum með þessa sögu hans um svartan samúræja í þjónustu mafiósa nokk- urs. Þegar yfirmenn mafiósans vilja losa sig við samúræjann þarf hann að berjast fyrir lífi sínu, ásamt því að sýna meistara sínum hollustu og fylgja vegi samúræjans til hins ýtrasta. Forest Whitaker er skemmtilega ólíkindalegur samúræi og myndin er á köflum áhugaverð, en stað- reyndin er samt sú að hún er frem- ur leiðinleg og nánast óskiljanleg. Það er mikið um tilvísanir í bók- menntaverk og samúræjalífsspeki en það fer flest fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem ekki þekkja til þess sem vísað er i. í meistaraverk- inu Dead Man sameinuðust stór- kostleg kvikmyndataka og tónlist, hnyttin samtöl, áhugaverðar per- sónur og frumlegt táknsæi um að skapa magnaða upplifun þótt torskilin væri. Ghost Dog er ekkert erfiðari en Dead Man en í hana vantar þessa upplifun. Hún fær þó prik fyrir að sitja eftir í minning- unni lengur en flest það sem maður sér. -PJ Útgefandi: Bergvtk. Leikstjóri: Jim Jarmusch. Abalhlutverk: Forest Whitaker. Bandarísk, 1999. Lengd: 111 mín. Bönn- uð innan 16 ára. m Fiaskó Asta- mál þriggja ættliða Stundum hefur maður ranghug- myndir um það hvers konar mynd maður er að fara að sjá. Ég hélt til dæmis að Fíaskó væri gamanmynd, en það er víðs fjarri sannleikanum. Myndin virðist þó vera kynnt sem slík og sögufléttumar eru hæfilega fáránlegar til að ætla að hugmynd- irnar hafi upphaflega verið ætlaðar sem grín. Við fylgjumst með þremur ættlið- um fjölskyldu og viðskiptum þeirra af ástinni. Karl gamli verður skot- inn í fyrrverandi kvikmyndastjömu sem er orðin elliær og man fátt stundinni lengur. Steingerður hríf- ist af predikara og loddara sem not- færir sér hana til að hjálpa sér að fela syndugt lífemi sitt. Sú yngsta, Júlía, er með tvo í takinu og er ekki viss um með hvorum hún vilji eiga bam. Það örlar stöku sinnum á gríni en fyrir mestan part er þetta langdreg- in og niðurdrepandi tragedía og sú litla hamingja sem persónumar fá að upplifa er jafnan kæfð í fæðingu. Tragekómedia getur aðeins virkað ef persónumar eru áhugaverðar en það eru aðalpersónumar alls ekki, helst að aukapersónumar lífgi að- eins upp á hlutina, sérstaklega lodd- arinn sem Eggert Þorleifsson túlkar meistaralega. Bjöm Jörundur á einnig góða spretti en það er erfitt hlutskipti fyrir leikarana að blása lífi í þessar óspennandi persónur.-PJ Útgefandi: Háskólabió. Loikstjóri: Ragnar Bragason. Aðalhlutverk: Róbert Arnfinns- son, Kristbjörg Kjeld, Eggert Þorleifsson, Margrét Ákadóttir, Björn Jörundur Friö- björnsson, Silja Hauksdóttir og Ólafur Darri Ólafsson. íslensk, 2000. Lengd: 92 mín. Öllum leyfö. Thomas Paul Anderson: Meistari í persónusköp un og sálarflækjum Það er óhætt að segja að Paul Thom- as Anderson eigi framtíð fyrir sér og hafa fáir leikstjórar byrjað ferilinn jafn glæsilega. Þótt fremur hljótt hafi verið um fyrstu mynd hans, Hard Eight (1997), þá tók hann kvikmynda- heiminn með trompi með úttekt sinni á hópi fólks í klámmyndaiðnaðinum í Boogie Nights (1997). Magnolia (1999) var síðan önnur rós í hnappagat hans þótt hún ylli ekki jafii miklu fjölmiðla- fári og Boogie Nights, enda umfjöllun- arefnið ekki eins eldfimt. Klámmyndaáhuginn borgaði sig Paul Thomas Anderson, sem nú er þrítugur, ólst upp í nágrenni Los Ang- eles, helsta vígi kvikmyndanna. Hann jjj^jJilÍAKJih.^iýjj'VjjJ Bullit ★★★ Töffari í raun- sæis- hasar Steve McQueen taldist reyndar aldrei til allra bestu leikara síns tíma, en hans er minnst sem eins af helstu töffúrum kvikmyndasögunnar. Fyrsta stjömuhlutverk hans Vcir sem striðs- fangi og mótorhjólatöffari í The Great Escape (1963), en hann varð fyrst stór- stjama með hlutverki sínu í Bullit Hann naut frægðarinnar fram á miðjan áttunda áratuginn þegar hann ákvað að draga sig í hlé og lék aðeins í þremur myndum eftir það. Árið 1980 dó hann svo úr krabbameini, fimmtug- ur að aldri. Lögregluforinginn Bullit er dæmi- gert hlutverk fyrir Steve McQueen - ís- kaldur töffari sem lætur ekki mikið uppi en er heldur betur harður í hom að taka þegar á reynir. Myndin var gerð eftir skáldsögu Robert L. Pike, Mute Witness. Bullit er falið það verk- efiii að gæta mikilvægs vitnis og fær skömm í hattinn frá saksóknaranum þegar vitnið særist alvarlega í skotárás. Starfsheiðurinn er í veði hjá Bullit og hann fetar eigin leiðir við rannsókn málsins við hávær mótmæli saksóknarans. Myndin er fyrirrennari hasarmynda nútímans og þótti á sínum tíma með þeim æsilegustu sem gerðar höfðu ver- ið. Sérstaklega þótti magnaður tíu mín- útna langur bílaeltingaleikur þvers og kmss um San Francisco með ískur í dekkjum og heljarstökkum upp og niður einhveijar bröttustu götur sem fyrir- frnnast í vestrænum stórborgum, og endirinn á þessum eltingaleik var dæmi um það sem koma skyldi í hasarmynd- um nútimans. Þrátt fyrir hasarinn er Bullit þó tekin í hráum og kaldlyndum raunsæisstíl þar sem stórborgin San Francisco myndar grámyglulegan bak- grunn fyrir spennuþrungna atburðarás. Persónumar tala og haga sér eins og menn (en ekki eins og Hollywood- stjömur, eins og hasarhetjur nútímans gera) og þeim dettur aldrei í hug að segja brandara. Þessi stíll átti eftir að verða fuUkomnaður í French Connect- ion, þannig að Bulht er ekki hámark- ið, heldur frumheijinn. Raunsæisstíll- inn er reyndar brotinn upp í tilgerðar- legu og melódramatísku samtah hetj- unnar og kærustu hans i atriði sem kemur eins og skrattinn úr sauðar- leggnum mitt í alvömþrungnu raun- sæinu. Robert Vaughn, Jacqueline Bis- set, Don Gordon og Robert Duvall fylla helstu aukahlutverk, en Steve McQueen yfirgnæfir alla aðra, þetta er hans mynd. Afþreyingarmyndir nútím- ans geta verið fýrirtaks skemmtun en af og til er gott að fá smávegis tilbreytingu, og Bullit er góður fulltrúi fyrir stil sem vandfundinn er nú til dags. --------------------Pétur Jnnassnn Fæst í Aðalvídeóleigunnl. Leikstjóri: Peter Yates. Aðalhlutverk: Steve McQueen. Banda- risk, 1968. Lengd: 105 mín. stóð sig aldrei vel í skóla og var m.a. rek- inn úr skóla fyrir slagsmál og slælega frammistöðu við námið. Strax í bama- skóla fékk hann gríð- arlegan áhuga á klámmyndum. Eftir að hann las grein um klámmyndastjömuna John Holmes gerði hann grínheimilda- myndina The Dirk Diggler Story, um klámstjömu með þrettán tommu tól. Hann var þá aðeins sautján ára, en átti eftir að endumýta hugmyndina með góöum árangri í Boogie Nights, sem var byggð á þessari frumraun hans. Hann reyndi fyrir sér í háskólanámi í ensku, en hætti eftir tvær annir og innritaðist í kvikmyndaskóla, þar sem hann entist aðeins tvo daga. Kvik- myndagerð átti hug hans allan og hann taldi sig fá alla þá menntun sem hann þurfti með þvf að horfa á kvik- myndir. Hann fór að vinna fyrir sér sem „production assistant" (e.k. sendi- tik fýrir framleiðenduma) við sjón- varpsmyndir, tónlistarmyndbönd og spumingaþætti í sjónvarpi í Los Ang- eles og New York. Reynsluha notaði hann til að gera stuttmyndina Cigar- ettes & Coffee, sem var sýnd á Sund- ance-kvikmyndahátíðinni árið 1993, og vakti nógu mikla athygli til að fá tæki- færi til að leikstýra kvikmynd. Erfið fæðing Hard Eight, eða Sydney eins og hún nefndist áður en framleiðendumir ákváðu að breyta titlinum, reyndist Paul Thomas Anderson erfið. Fram- leiðendumir, sem gáfu ekki grænt ljós á myndina fýrr en Samuel L. Jackson fékkst til að leika í henni, vom ekki ánægðir með afraksturinn og ráku Anderson úr leikstjórastólnum. Það var ekki fýrr en eftir að myndin var valin til keppni á kvikmyndahátíöinni í Cannes að framleiðendumir fengust til að dreifa myndinni í útgáfu leik- stjórans. Myndin gerist meðal fjár- hættuspilara og vændiskvenna í Reno. Hún fékk ágæta dóma en litla dreif- ingu og þar af leiðandi litla aðsókn, en í henni má sjá mörg þeirra höfúndar- einkenna sem einkenna Boogie Nights og Magnolia, og einnig má sjá í henni leikara sem hafa fýlgt leikstjóranum síðan, svo sem Philip Baker Hall, John C. Reillyog Phihp Seymour Hoffman. I Boogie Nights bættust síðan Juli- anne Moore og William H. Macy í hóp fastaleikara leikstjórans, en Mark Wa- hlberg, Burt Reynolds og Heather Gra- ham vöktu einna mesta athygh. Wa- hlberg og Graham skutust upp á stjömuhimininn með leik sínum í myndinni, og fýrir Burt Reynolds endur- lífgaði myndin ferilinn sem var orðinn heldur staðnaður. Það var um- fjöllunarefnið sem vakti allt umtahð, en það var innihaldið sem aflaði leikstjóranum lofs og virðingar. Hann sýndi ótrúlega næmt áuga fýrir sálarlífi per- sóna sinna og virðist hafa þann hæfileika að gera hveija persónu ljóslifandi og áhugaverða, hversu göh- uð eða rotin sem hún annars er. Það er ahtaf eitthvað sem kveikir samúð með jafnvel ógeðfehdustu persónum. Magnoha tók svo skrefið í raun enn lengra og Anderson fór fram úr sjálf- um sér þótt fjölmiðlar væra ekki th í að smjatta eins mikið á klámlausu við- fangsefninu. Klapp á bakiö Magnolia er byggð upp á svipaðan hátt og Short Cuts eftir Robert Altman, en annar leikstjóri kemur einnig upp í hugann þegar verk Paul Thomas And- erson em skoðuð, en það er Woody Ahen. Þeir gera gjörólíkar myndir, en þó er tvennt sem þeir eiga sameigin- legt. í fyrsta lagi er það tilhneiging þeirra th að nota sömu leikarana aftur og aftur og í öðm lagi er það staða þeirra í kvikmyndaheiminum. Anderson hef- ur verið tilnefndur tvisvar th ósk- arsverðlauna, í bæði skipti fýrir hand- rit, en sem kunnugt er hefúr Woody Ahen nánast verið áskrifandi að slík- um tilnefningum. Báðir gera nefnhega „listrænar" myndir í háum gæða- flokki, en of sérstakar th að eiga mögu- leika í bestu mynd eða besta leikstjóra. Tilnefning fýrir besta handrit er orð- inn eins konar Ustrænn gæðastimpih Akademíunnar og klapp á bakið fyrir góða mynd án þess að hleypa henni í slaginn við stóm strákana. Pétur Jónasson iAiwiw.romeo.is Stórglæsileg netverslun með ótrúlegt úrval af unaðsvörum ástarlífsins fyrir dömur og herra. Frábært úrval myndbanda. Frábær verö, ótrúleg tilboð. Magnolía ★★★★ ÆSk Samkvæmt nýjum kjarasamningi VR og SA eiga félagsmenn VR að fá greidda orlofsuppbót kr. 9.400 miðað við fullt starf á orlofsárinu, annars hlutfallslega. Orlofsuppbót skal greiða fyrir 15. ágúst. Sálar- angist Að fylgja eftir mynd eins og Boogie Nights er ekki það auð- veldasta sem leikstjóri tekur sér fyr- ir hendur en Paul Thomas Ander- son gerir það með glans. Hann sæk- ir innblástur í verk Charles Fort sem fjallaði um undarleg fyrirbrigði í náttúrunni, þ. á m. froska sem rignir af himnum ofan. Tölurnar 8 og 2 sjást oft í myndinni og vísa í biblíuvers þar sem froskaregni er hótað sem guðlegri refsingu. Það eru þó mannleg samskipti og tilfinn- ingar sem eru brennipunktur mynd- arinnar sem segir nokkrar mismun- andi sögur einstaklinga sem tengj- ast á tilviljanakenndan hátt, ekki ósvipað mynd Roberts Altmans, Short Cuts. Munurinn á myndunum felst í því að Magnolia segir mun áhrifaríkari sögur og tengir þær betur. Persónurnar líða ahar ein- hvern skort í tilfinningalífi sínu og reyna að fyha tómarúmið með mis- munandi aðferðum og mismunandi árangri. Einvalalið leikara, þ. á m. bróðurparturinn af helstu leikurun- um í Boogie Nights, ásamt stór- stjömunni Tom Cruise og nokkrum minni spámönnum, kreistir fram alla sálarangistina á óaðfinnanlegan hátt. Myndin er feikhega löng en það kemur ekki að sök þegar um meistaraverk er að ræða, og Magnolia er slíkt verk. Það ætti að banna fólki að sjá ekki þessa mynd. -PJ Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Paul Thomas Anderson. Aöalhlutverk: Jeremy Blackman, Tom Cruise, Melinda Dillon, Philip Baker Hall, Philip Seymour Hoffman, Ricky Jay, William H. Macy, Al fred Molina, Julianne Moore, John C. Reilly, Jason Robards og Melora Walters. Bandarísk, 1999. Lengd: 188 mín. Bönn- uð innan 12 ára. Utanborðsmótorar YAMAHA Stærðir: 2-250 Hö. Gangvissir, öruggir og endingargóðir YAMAHA Sími 568 1044 - J, ' rir _ i Aw.-V fe S llll eflir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.