Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Blaðsíða 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 DV Fréttir Dalvík: Agætur hagnaður hjá Sæplasti Sæplast á Dalvík Hagnaöur Sæplasts hf., móöurfélags og dótturfélaga, var rúmar 23 milljónir króna eftir skatta fyrstu 6 mánuöi ársins. PV, AKUREYRI:________________________ Hagnaður Sæplasts hf„ móðurfé- lags og dótturfélaga, var rúmar 23 milljónir króna eftir skatta fyrstu 6 mánuði ársins samkvæmt milliupp- gjöri sem stjóm félagsins fjallaði um á fundi sínum í gær. Hagnaður- inn jókst um 2 milljónir króna mið- að við sama tíma í fyrra. Tekjur Sæplasts hf. og dótturfélaga í Kanada, Noregi og Indlandi voru 1.071 milljón króna fyrstu sex mán- uði ársins miðað við 354 milljónir króna eftir sex mánuði 1999 og 964 miljónir króna allt árið 1999. Veltu- aukning á milli ára er því 202%, enda gætir nú áhrifa tveggja nýrra dótturfélaga Sæplasts í Noregi, þ.e. Sæplasts Álasund A/S og Nordic Supply Containers A/S. Eignir félagsins í lok júní voru 2.201 milljón króna og höfðu hækkað um rúmar 100 milljónir króna ffá áramótum en á tímabilinu keypti fé- lagið tvö fyrirtæki, Nordic Supply Containers A/S og Atlantic Island ehf„ en áhrifa frá því félagi gætir einungis í efnahagsreikningi félags- ins. Eigið fé var 698 milljónir króna og hafði hækkað um 28 milljónir króna frá áramótum. Eiginfjárhlut- fall samstæðunnar var tæp 32% og arðsemi eigin fjár um 7%. Skuldir fé- lagsins voru 1.504 milljónir króna og hafa hækkað um 73 milljónir frá ára- mótum. Veltufjárhlutfall þann 30. júní sl. var 1,41. í sjóðstreymi kemur fram að veltufé frá rekstri var tæpar 110 milljónir króna fyrstu 6 mánuði ársins en var 63 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 1999 og 106 milljónir króna allt árið 1999. Hjá Sæplasti starfa nú 235 manns og þar af tæplega 200 erlendis. Öll dótturfélög Sæplasts hf. skil- uðu hagnaði nema þau sem sinna hverfisteypu í Noregi en þar var á tímabilinu hagrætt mikið, einni verksmiðju var lokað og verið er að sameina starfsemina öðrum verk- smiðjum Sæplasts i Noregi. Unnið er að hagræðingu í öllum verk- smiðjum Sæplasts og mun áhrifa hennar gæta enn frekar á seinni hluta ársins og á því næsta. Þrátt fyrir að á tímabilinu hafi fallið til verulegur kostnaður vegna hagræð- ingar í rekstri hafa markmið rekstr- aráætlunar félagsins náðst en ekki hefur þótt tilefhi til að endurskoða rekstraráætlun fyrir allt árið. Áætlanir félagsins vegna fjárfest- inga erlendis hafa að fullu gengið eftir og verða nú 93% tekna sam- stæðunnar til erlendis. Áhrifa fjár- festinganna mun gæta enn frekar á síðari hluta þessa árs og því næsta. -gk DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON Siglóminning Hér er Una heiöruö og föngulegur kvennakórinn í baksýn. Kvennakórinn heiðraði texta- höfundinn DV, SIGLUFIRDI:______________ A tónleikum Kvennakórs Siglu- fjarðar, sem haldnir voru í Siglu- fjarðarkirkju fyrir nokkru, flutti kór- inn lagið Siglóminning í fyrsta skipti opinberlega við frábærar undirtektir fjölmargra áheyrenda. Siglóminning er erlent lag en textinn eftir Unu Sig- ríði Ásmundsdóttur. „Okkur fannst vel við hæfl að sýna Unu Sigríði svolitla viðurkenningu við þetta tækifæri. Hún hefur oft samið fyrir okkur texta og sá nýjasti, Siglóminning, var saminn i síðasta mánuði. Hann er afar fallegur og saminn um bæinn okkar í tilefni þess að hún hefur átt heima í Siglufirði í hálfa öld. Auk kvennakórsins, sem flutti um tuttugu lög á tónleikunum, söng Karlakór Siglufjarðar nokkur lög. Það er Elías Þorvaldsson sem stjómar báðum siglfirsku kórunum og annaðist hann einnig undirleik. Auk hans léku undir Antonía Hevesi og Jón Örvar Gestsson og Gróa Mar- ía Þórðardóttir söng einsöng með kvennakómum. -ÖÞ Miklabraut: Tafir á göngubrú Verulegar taflr hafa orðið á opn- un nýrrar göngubrúar yfir Mildu- braut frá Grundargerði og yfir í Skeifuna. Göngubrúin átti að vera tilbúin fyrir rúmum mánuði en verður að líkindum ekki opnuð fyrr en i næsta mánuði: „Verktakinn var eitthvað seint á ferðinni," sagði Harald Alfreðsson hjá gatnamálastjóra en með nýju göngubrúnni tengist Smáíbúða- hverfið Skeifunni og Heimahverf- inu með samfelldum göngustíg. „Vonandi verður þetta vinsæl brú,“ sagði Harald hjá gatnamálastjóra. Önnur göngubrú er þegar komin i gagnið austar á Miklubrautinni en ráðagerðir um þriðju göngubrúna á gatnamótum Miklubrautar og Háa- leitisbrautar hafa verið lagðar á hilluna í bili. -EIR Aldnir Skagfirðingar í Austfjarðaferð: Ljósmóðir og prest- ur með til öryggis - auk læknis. Lögregluþjónn fór á kostrnn _______;_________ Frá Eskifirði. PV, ESKIFIRDI: Um 50 myndar- legir eldri borgarar frá Skagafirði voru fyrir nokkru í heimsókn á Aust- fjörðum. Hafði hóp- urinn bækistöðvar á Eiðum en ferðast þaðan til margra staða hér austan- lands. Til Eskifiarðar komu Skagfirðing- amir í blíðskapar- veðri. Hópurinn kom marsérandi og syngjandi undir harmoníkuleik Kristjáns frá Gil- haga sem lék af alkunnri snilld. Var tekið á móti þessum merku gestum með virktum í Melbæ, hús- næði eldri borgara á Eskifirði. Var þeim boðið upp á kaffi og veitingar ásamt ekta eskfirskum hákarli frá Hákarla-Guöjóni. Skagfirðingar eru hér með að endurgjalda heimsókn eskfirskra eldri borgara til Skaga- fjarðar frá því 1995. Það kom glögglega í ljós hve Skagfirðingar eru fyrirhyggjusamir í orði sem verki því að meö í för voru, til trausts og halds, ljósmóðir, læknir og prestur, enda getur nú á tímum allt gerst sem ekki hefur komið fyrir áður. Skagfirðingar eru skemmtilegir með afbrigðum og mikið söngfólk. Sungu þeir af hjartans list og glöddu okkur með vel æfðri söng- skrá sinni. Margar góðar og skemmtilegar ræður voru fluttar bæði af Eskfirð- ingum og Skagfirðingum. Best fannst mér þó ræðan hans Jóns Ólafssonar, lögregluþjóns á Eski- firði. Ég hélt að Jón gæti ekki verið svona skemmtilegur ræðumaður. Að lokinni móttöku í Melbæ var hið fallega steinasafn Sörens og Sig- urborgar skoðað og að því loknu hið einstaka Sjóminjasafn Austurlands, undir öruggri leiðsögn Geirs Hólm safnvarðar. RT LOKAÐ Yfirlýsing frá samráöshópi 18 sveitarfélaga um fjarvinnslu: Hart deilt á stjórnvöld - ráöamenn halda að sér höndum, segir í yfirlýsingunni „Samráðshópurinn 18 sveitarfé- laga átelur harðlega tregðu stjóm- valda hvað varðar virka þátttöku í þróun upplýsingaiðnaðar utan höf- uðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir skýr fyrirheit og hartnær heilu ári eftir útkomu skýrslu Iðntæknistofnunar um möguleika til fjarvinnslu á landsbyggðinni, halda ráðamenn að sér höndum og láta stefnumörkun í þessum mikilvæga málaflokki emb- ættismönnum eftir, í stað þess að taka það frumkvæði sem þeim ber. Með yfirlýsingum sínum hafa stjómvöld skapað miklar vænting- ar, en óútskýrt aðgerðaleysi og skilningsleysi reyna nú mjög á þol- inmæði almennings um aút land. í hinni nýju tækni felast ómæld tæki- færi til nýsköpunar á landsbyggð- inni eins og dæmin sanna. Einkum er það umhugsunarvert að einkafyr- irtæki hafa séð sér hag í að nýta slík tækifæri, en ríkisfyrirtæki hafa sýnt mikla tregðu. Að óbreyttu er hætt við að sinnuleysi stjómvalda verði til þess að grafa undan fram- tíðarmöguleikum landsbyggðarinn- ar á þessu sviði. Fundurinn hvetur stjómvöld þvi til aö vakna af dvala sínum og sinna skyldu sinni, i sam- ræmi við fyrri yfirlýsingar og álykt- anir. Til að undirstrika alvöru máls- ins mun samráöshópurinn fara fram á fund með ríkisstjóminni innan skamms.“ -ÓRV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.