Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 11 Utlönd Pútín fyrirskipar þjóöarsorg vegna áhafnar Kúrsk á miðvikudag: Rússar óska aðstoðar við að ná upp líkunum Vladímír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði þjóöarsorg í landinu á morgun, miðvikudag, vegna dauða áhafnar kjamorkukafbátsins Kúrs, sem sökk í Barentshafi fyrir hálfri annarri viku. Yfirmaður Norðurflota Rússlands tilkynnti formlega í gær að menn- imir 118 um borð í Kúrsk hefðu all- ir látið lifið. Þá höfðu norskir kafar- ar komist um borð í kafbátinn og komist að því að hann var fullur af vatni. Vjatsjeslav Popov aðmíráll ávarp- aði rússnesku þjóðina í beinni sjón- varpsútsendingu frá herskipi í Barentshafi og bað hana fyrirgefn- ingar á að hafa ekki tekist að bjarga sjóliðunum. Bestu sjóliðarnlr „Við misstum bestu kafbátaá- hööiina í Norðurflotanum," sagði Popov titrandi röddu af geðshrær- ingu. „Fyrirgefið bömunum. Fyrirgefið sonum ykkar. Og fyrirgefið mér fyr- ir að færa ykkur ekki syni ykkar.“ Norskir embættismenn sögðu að björgunaraðgerðum yrði nú hætt en að Rússar hefðu óskað eftir aðstoð við að ná líkum sjómannanna úr kafbátnum. Rússneska sjónvarpið sagði að þegar hefði eitt lík fundist nærri neyðarlúgu. Köfurunum tókst að opna innri lúgu á kafbátnum níu dögum eftir að hann sökk vegna sprenginga um borð þar sem hann var við heræf- ingar í Barentshafi. Fullur af sjó „Við komumst að þvi að kafbátur- inn er fullur af sjó,“ sagði John Espen Lien, talsmaður norska hers- ins, í samtali við norska ríkisút- varpið NRK eftir að kafaramir höfðu kannað flakið. Enginn kafari fór inn í skrokk kafbátsins. Rússnesk stjómvöld sættu vax- andi gagnrýni í gær vegna máls- meðferðar sinnar. Yfirmaður norsku björgunarsveitarinnar kvartaði undan mikilli skriffinnsku og rússneskir stjómmálamenn hvöttu til að hafin yrði rannsókn á björgunaraðgerðunum. ígor Sergejev vamarmálaráð- herra hélt uppi vömum fyrir rúss- nesku björgunarsveitimar. Hann viðurkenndi að mistök hefðu verið gerð en þau hefðu ekki verið meiri háttar. En fréttir um að norsku kafaram- ir hefðu getað opnað kafbátinn á tæpum sólarhring, nokkuð sem Rússum tókst ekki að gera á rúmri viku, gerðu ekkert annað en að kynda undir ásakanir um að stjóm- völd hefðu beðið of seint um erlenda aðstoð. Pútín gagnrýndur Vladímír Pútín forseti hefur eink- um sætt gagnrýni fyrir aðgerðaleysi sitt á meðan reynt var að bjarga sjóliðunum í Kúrsk. Hann lét ekkert í sér heyra fyrr en fjórum dögum eftir slysiö og lét það ekki spilla fyr- ir sér sumarleyfinu. Það tók Rússana fjóra daga að þiggja aðstoð en norsku kafarana tæpan sólarhring að komast inn í kafbátinn. Á meðan á björgunaraðgerðunum stóð gerðu rússneskir embættis- menn sig hvað eftir annað seka um að gefa rangar upplýsingar um gang mála. í sumum tilvikum skýrist það af skorti á upplýsingum en í öörum var greinilegt að embættismenn vom að reyna að gera minna úr slysinu en efni stóðu til. Jafnframt ýktu þeir um getu rússneska björg- unarliðsins. Umhverfisverndarsinninn Alex- ander Níkítín, fyrrum liðsforingi í rússneska sjóhemum, sagðist í gær óttast geislamengun úr Kúrsk á botni Barentshafsins. Forðast deilur Kohl vill ekki ávarpa þýska þingiö til þess aö koma i veg fyrir deilur. Kohl talar ekki Helmut Kohl, fyrrum kanslari Þýskalands, ætlar ekki að ávarpa þýska þingið í lok september í tilefni 10 ára sameiningar Austur- og Vestur-Þýskalands. Imynd Kohls sem kanslari sameinaðs Þýskalands hefur verið svert eftir að upp komst aö. Kohl hefði þegið 1 milljón dollara í fjárframlög tU flokks síns, KristUegra demókrata. Kohl mun þó koma fram á minni hátíðarhöldum 27. september og 1. október nk. Sorgin ræður ríkjum í Múrmansk Mikil sorg var meöal ættingja og vina sjóliöanna á rússneska kjarnorkukafbátnum Kúrsk sem sökk í Barentshafi fyrir tíu dögum. 1 gær staöfestu rússnesk yfirvöld aö allir mennirnir um borö, 118 talsins, heföu týnt lífi þegar kafbáturinn sökk eftir aö tvær sprengingar uröu um borð. Yflrvöld hafa veriö harölega gagnrýnd fyrir getuleysi sitt viö björgunina. Fyrrum breskur njósnari heim úr útlegð: Ákærður fyrir að Ijóstra upp leyndarmálum um vanhæfni David Shayler, fyrrum liðsmaður gagnnjósnadeildar bresku leyni- þjónustunnar, var ákærður i gær fyrir að hafa ljóstrað upp opinber- um leyndarmálum með staðhæfing- um sínum um vanhæfni leyniþjón- ustunnar. Shayler var aftur á móti ekki ákærður fyrir fullyrðingar sínar um að breska leyniþjónustan hefði haft uppi áform um að myrða Múammar Gaddafí Líbýifleiðtoga. Njósnarinn fyrrverandi var flutt- ur á lögreglustöö strax eftir komuna til Bretlands í gær, eftir þriggja ára sjálfskipaða útlegð í Frakklandi. Hann sagði að lögreglan heíði ekki yfirheyrt sig þann stutta tíma sem hann var í haldi og aö takmörkuð ákæran sýndi að málstaöur stjóm- valda væri ekki sterkur. „Ég var alls ekki yfirheyrður. Það Ailur er varinn góður Njósnarinn fyrrverandi David Shayler líturyfir öxl sér á meöan hann ræöir viö fréttamenn eftir 3 ára útlegö. er nú ljóst að staðhæfingar stjóm- valda eiga ekki við nein rök að styðjast," sagði Shayler eftir að hon- um hafði verið sleppt gegn trygg- ingu og gert að mæta í réttarsal á fimmtudag. Hann sagðist standa við þær full- yrðingar sínar að Bretar hefðu tek- ið þátt í misheppnaðri tilraun til að ráða Gaddafi af dögum árið 1996. „Robin Cook, utanrikisráðherra Bretlands, hefur sagt að staðhæfing- ar Shaylers um tilræðið við Gadda- fi séu hreinn hugarburður. Ákæran á hendur Shayler tengist blaðagrein sem hann skrifaöi eftir að hann lét af störfum í leyniþjón- ustunni MI5. Þar sagði að drykkja væri þar mikil og að haldin hefði verið skrá yfir háttsetta þingmenn Verkamannaflokksins á meðan flokkurinn var í stjómarandstöðu. Skoöanakönnun vekur vonir í Serbíu: Milosevic nýtur minni stuðnings Ný skoðanakönnun, sem fram- kvæmd var í Serbíu i ágúst, sýnir að einungis 23 prósent Serba myndu kjósa Slobodan Milosevic, núverandi forseta, yrði kosið nú. Sama könnun leiddi einnig i ljós að 35 prósent kjósenda hyggjast kjósa Vojislav Kostunica, frambjóðanda kosningabandalags 15 flokka. Könnunin var framkvæmd af útvarpsstöðinni B2-92 - eftir að nöfn frambjóðenda forsetakosninganna þann 24. september höfðu verið kynnt. Úrtakið var 1700 manns. Einn helsti leiðtogi stjómar- andstöðunnar, Vuc Draskovic og flokkur hans SPO, eiga ekki þátt í kosningabandalaginu. Rekur lestina Ef fer sem fram horfir mun stjórnar- tíö Milosevic brátt heyra sögunni til. ..það sem fagmaðurinn notar! •. i#m Allar gerölr festlnga fyrir palla og grindverk á lager

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.