Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Síða 12
30 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 JL>"V Sérhæfðir í vöruflutningakössum: Kertastiakarnir björguou okkur - segja eigendur Vagna og þjónustu Myndavélaaugu eru komin aftan á þessa stóru bíla þannig að ökumaður sér á skjá í mælaborðinu hjá sér allt fyrir aftan bifreiðina DV-myndir GS Fyrirtækið Vagnar og þjónusta ehf. hefur allt frá stofnun síðla árs 1987 sérhæft sig í smíði vörukassa á sendi- og flutningabifreiðar og er fyrirtækið nú orðið ráðandi á þessum markaði hérlendis. „Við byrjuðum á að smíða vörukassa með hnoðuðum hliðum eins og þá tíðkaðist og náðum strax fótfestu á markaðnum en þegar dró fram á árið 1998 fór að draga verulega úr innflutningi vöru- og sendibíla þannig að við stóðum uppi verk- efnalausir haustið 1998. Eftir tölu- verðar bollaleggingar um verkefni ákváðum við að ráðast í að smíða háa kertastjaka úr smíðajámi og hlutu þeir góðar viðtökur enda smíðuðum við hundruð slíkra kertastjaka fram til jóla og seldum aUt. Árið eftir var fjöldi manna farinn að smíða svona stjaka þannig að við létum það alveg eiga sig enda farið að rofa til í innflutningi atvinnubíla og með því batnaði verkefnastaða okkar. En kertastjakamir fleyttu okkur yfir erfiðan hjalla í rekstrinum,“ segir Gestur Magnússon sem ásamt Birni bróður sínum á og rekur fyrirtækið. Margar nýjungar Eftir að smíðin náði sér á skrið að nýju hefur verið stöðugur og jafn stígandi í framleiöslu fyrir- tækisins enda hafa þeir bræður verið fljótir að tileinka sér allar nýjungar i þessari grein og vom til að mynda fyrstir hér á landi til að smíða kassa úr lituðu áli sem var límt utan á kassann i stað þess að draghnoða eins og áður var gert og verða kassarnir bæði fallegri og endingabetri með þess- ari aðferð. „Það eru sífellt að koma nýjung- ar í þessu eins og öðm. Nú er orð- ið hægt að opna alla hliðar kass- ans og leggja hana upp á þak á meðan bíllinn er lestaður og er það gert með þráðlausri fjarstýr- ingu. Þá eru vörulyftumar sem við emm að selja komnar með slíka fjarstýringu. Við hönnun kassana reynum við að uppfylla þarflr hvers og eins, til dæmis vorum við að nýlega að afhenda bfl sem búinn er uppstigi eða eins- konar tröppu meðfram hliðum. Einungis þarf að ýta á einn takka og þá er komið þrep meðfram bílnum sem auðveldar tO muna afla umgengni um vörukassann. Myndavélaaugu er komin aftan á þessa stóru bOa þannig að öku- maður sér á skjá í mælaborðinu hjá sér aUt fyrir aftan bifreiðina.“ Eini í heiminum Nú er fyrirtækið að hefja smíði á „traOer vagni“ sem verður að því er best er vitað sá eini sinnar tegundar í heiminum. Vagninn verður 13 metra langur og búinn opnanlegum hliðum, rúllubraut- um í gólfl og vörulyftu þannig að hann á að geta sinnt fjölbreyttum verkefnum þar sem sérhæfing í flutningum er ekki enn orðin jafn mikO hér og gerist víða erlendis. Því er nauðsynlegt að geta notað tækin i sem flest og fá með því bætta nýtingu. Vagnar og þjón- usta ehf. er að byggja nýtt 1100 fermetra húsnæði á Tunguhálsi í Reykjavík og er ætlunin að starf- semi fyrirtækisins verði komin þangað innan fárra vikna. „Það verður bylting fyrir okkur að flytja í nýja húsið. Þrengslin hérna eru farin að standa okkur verulega fyrir þrifum. Við höfum orðið að láta frá okkur mikið af verkefnum vegna plássleysis hér og það heftir vitanlega vöxt fyrir- tækisins auk þess að verkefnin færast tO samkeppnisaðila okkar. En framtíðin er björt og við ótt- umst hana ekki heldur þvert á móti erum fuUir bjartsýnii segja þeir bræður Björn og Gestur frumkvöðlar hjá Vögnum og Þjón- ustu ánægðir með sinn hlut. -GS Bjöm og Gestur Magnússynir, eigendur Vagna og Þjónustu, viö einn þeirra bíla sem þeir hafa smíöaö yfir. Eins og sjá má er hægt aö opna kassann mikiö auk þess sem gangstigiö kemur fram undan hliöum bflsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.