Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Útlönd DV Vilhjálmur prins Prinsinn og Harry bróöir hans eru í uppnámi vegna nýrrar bókar um móöur þeirra. Fyrrum einkaritari Díönu kallar hana hræsnara i nýút- kominni bók. Vilhjálmur prins: Díana svikin og höfð að féþúfu Vilhjálmur prins viðurkenndi í gær aö hann og Harry bróöir hans heföu tekið nærri sér útgáfu nýrrar bókar þar sem móður þeirra er lýst sem lygara. Vilhjálmur sagði að höf- undur bókarinnar um Díönu hefði brugöist trausti hennar. Vilhjálmur sagði jafnframt að þeir bræður væru í uppnámi yflr því að móðir þeirra væri enn höfð að féþúfu. Lét prinsinn þessi ummæli falla á fundi með fréttamönnum sem haldinn var á sveitasetri fóður hans, Karls prins. Var Vilhjálmur að vísa í bók fyrrum einkaritara Diönu, Patricks Jephsons, sem ný- lega var gefin út. Vilhjálmur hélt fréttamannafundinn til að tilkynna að hann myndi brátt halda í 10 vikna leiðangur til Patagóníu í Chile ásamt 110 öðrum ungum sjálf- boðaliðum. Þar mun prinsinn starfa við húsbyggingar og lagningu stíga auk þess sem hann mun kynna sér umhverfismál. Vilhjálmur prins skipulagði sundknattleikskeppni til að fjár- magna ferð sína til Chile. Hann safnaði einnig fé handa öðrum pilti til að hann kæmist með. Prinsinn viðurkenndi þó að faðir hans hefði gefið honum svolítinn farareyri. Fleiri meðlimir bresku konungs- fjölskyldunnar hafa harmað útgáfu bókarinnar um Díönu prinsessu, þar á meðal Elísabet Englands- drottning og Karl prins. Rússneskum barnaníðingum var sleppt í vor Tveimur barnaníðinganna, sem tengjast alþjóðlegum barnaklám- hring, var sleppt í vor þar sem þeir voru einungis sekir um dreifingu á bamaklámi en ekki þátttöku í kvik- myndum. Lögreglan í Moskvu hand- tók mennina í febrúar ásamt þriðja barnaniðingnum. Sá þriðji sást á myndunum og þess vegna var hægt að dæma hann í 11 ára fangelsi fyr- ir að hafa mök viö böm. Barnaklámhringurinn starfaði upprunalega í Rússlandi en komst í fréttimar á Ítalíu í þessari viku þeg- ar sjónvarpsstöð sýndi úr mynd- böndunum í fréttatíma. ítalska lög- reglan rannsakar nú 1700 viðskipta- vini bamaníðinganna en þeir eru taldir geta verið miklu fleiri. Rúss- neska lögreglan kveöst hafa undir höndum nöfn viðskiptavina í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Rússanna þriggja, sem taldir eru vera höfuðpaurarnir í barnaklámhringnum, er nú leitað í Moskvu. Bamaníðingamir rændu bömum af bamaheimilum, skemmtigörðum og sirkusum og neyddu þau til kyn- maka. Bömunum var nauðgað og þau voru síðan myrt. Mira heimtar að Milosevic sitji kyrr Nokkrir ráðgjafar Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta virð- ast hafa hvatt hann til að viður- kenna ósigur sinn og segja af sér. Eiginkona Milosevics, Mira Markovic, krafðist þess hins vegar að hann sæti kyrr í embætti, að sögn Nebojsa Covic, fyrrverandi borgarstjóra í Belgrad. Covic sagði skilið við Milosevic veturinn 1996 til 1997 þegar fjöldamótmæli voru tið. Frá því að kosið var síðastliðinn sunnudag hefur straumur stórra bíla ekið til gömlu konungshallar- innar i Serbíu, Beli Dvor, í Dedinjehverflnu í Belgrad. Slobod- an Milosevic Júgóslavíuforseti hef- ur rætt við hvem ráðgjafann á fæt- ur öðrum um stöðu mála. Fyrrverandi upplýsingaráðherra Milosevics, Alexandar Tijanic, seg- ir að Milosevic hafi fengið áfall fyrst þegar hann gerði sér ljóst að hann hefði tapað í kosningunum. Tijanic er nú stjómmálaskýrandi í Serbíu. Ákvörðunin um að halda aðra kosningaumferð var tekin á fundi i Eiginkona forsetans Mira horfir á mann sinn á meöan þau bíöa eftir því aö geta kosiö. Beli Dvor fyrir hádegi siðastliðinn þriðjudag. Covic segir Milosevic vilja vinna tíma með því að boða aðra kosningaumferð. í gær streymdu nemendur og kennarar í Serbíu úr skólunum tO að sýna stjómarandstæðingum stuðning sinn. Stjórnarandstaðan hafði hvatt til mótmæla og borg- aralegrar óhlýðni í flmm daga til að þvinga Milosevic frá völdum. Leigubílstjórar hindruðu umferð í borginni Nis, verkamenn í fjöl- mörgum fyrirtækjum efndu til verkfalls og kvikmyndahúsum og leikhúsum var lokað. Bent hefur verið á að Milosevic geti í raun haldið völdum sínum þótt hann víki úr embætti forseta Júgóslavíu. Hann hefur reitt sig á net lykilmanna sem gegna bæði pólítískum embættum og forstjóra- stöðiun í ríkisfyrirtækjum. Vinstribandalag Milosevics hefur auk þess í fyrsta sinn náð meiri- hluta í báðum deildum júgóslav- neska þingsins. Neyðist Milosevic til að láta forsetaembættið af hendi til Kostunica, frambjóðanda stjóm- arandstöðunnar, hefur hann mögu- leika á að stjóma á bak við tjöldin í Evrópu. Sú staðreynd að fulltrúar kirkjunnar, hersins og harðlínu- maðurinn Seselj, sem á aðild að stjóminni, hafl lýst yflr stuðningi við stjómarandstöðuna þykir þó draga úr þeim möguleika. Á flótta viö grátmúrinn Fjórir létu lífiö og 90 særöust í gær þegar ísraelskir lögreglumenn skutu á Palestínumenn, er köstuöu grjóti i lögreglu og gyöinga á bæn viö grátmúrinn í Jerúsalem sem liggur nálægt Al Aqsa-moskunni. Moskan er á Musterishæöinni sem er heilagur staöur bæöi gyöinga og Palestínumanna. Samkvæmt ísraelsku lögreglunni særöust 30 lögreglumenn viö grjótkastiö. í gærmorgun skaut palestínskur lögreglumaður ísraelskan hermann til bana og særöi annan á Vestur- bakkanum. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu Dana um evruna: Færeyingar óttast áhrif á sjálfstæðissamninga Stjómmálamenn í Færeyjum ótt- ast að niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Danmörku um evr- una muni hafa áhrif á samningavið- ræðumar um sjálfstæði þeirra. „Það er ekki sérlega spennandi fyr- ir dönsku stjómina að tapa bæði í atkvæðagreiðslunni og missa síðan yflrráð yflr Færeyjum sem er þrisvar sinnum stærra svæði en Danmörk, sé hafið, landið og land- grunnið talið með,“ sagði Högni Hoydal, varalögmaður Færeyja, í viðtali við færeyska útvarpið í gær. Það er mat Högna að Danir hafl ekki hafnað evmnni af því að þeir hafi ekki viljað skipta á dönsku krónimni og evrunni. „Danir sögðu nei vegna hræðslu- Högni Hoydal Telur dönsku stjórnina ekki vilja tapa tvisvar. áróðurs og af ótta við að missa vel- ferðarkerflð. Danir sögðu einnig nei af ótta við að missa lýðræði sitt í hendur Brussel," benti Högni á. Hann kvaðst vona að Danir skildu nú betur óskir Færeyinga um fullan sjálfsákvörðunarrétt yfir sínu eigin landi. „En samtímis vit- um við að danska stjórnin hefur hingað til gert allt sem hún getur til að koma í veg fyrir að hún missi yf- irráð yfir Færeyjum. Og ég býst við að hún haldi því áfram.“ Högni telur að danska stjómin muni nú enn frekar draga viðræð- umar við Færeyinga á langinn. Næsti fundur er ráðgerður 26. októ- ber næstkomandi. Svíar fræddir um evruna Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, varð fyr- ir vonbrigðum með að Danir skyldu hafna evrunni. Hann segir niður- stöðuna hafa áhrif í Svíþjóð en bara í nokkrar vikur. Persson og aðrir flokksleiðtogar undirbúa nú herferð til að fræða almenning um evruna. Vændishús iögleg 100 ára banni við vændishúsum verður aflétt í Hollandi á morgun. Nú vonast dómsmálaráðuneytið til að fá meiri tíma til að vinna gegn barnavændi og viðskiptum með full- orðna. Neitar sendingu til Gores Starfskona kosningaskrifstofu Georges Bush, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, neit- ar að hafa sent A1 Gore, frambjóð- anda demókrata, myndband með ræðuundirbúningi Bush. Sprengja á ritstjórn Sprengja sprakk í gær á ritstjóm blaðsins E1 Mundo í Barcelona á Spáni. Tveir vopnaðir menn og kona, sem kváðust vera í vinstri samtökunum Grapo, skildu sprengj- una eftir. Hægt var að rýma húsið áður en sprengjan sprakk. Gagnkvæm viðvörun Rússar og Norðmenn samþykktu i gær að vara strax hverjir aðra við verði sjóslys eins og til dæmis þeg- ar kafbáturinn Kúrsk sökk. Misþyrming fyrirskipuð Stjóm aðskilnað- arstefnunnar í S- Afríku skipaði morðingja, Ferdi Barnard, að mis- þyrma Martti Aht- isaari, fyrrverandi Finnlandsforseta, þegar hann var sendimaður Sameinuðu þjóðanna i Namibíu. Ahtisaari mætti ekki á hótelið sem hann átti að búa á og ekkert varð því af misþyrming- unum. Bamard mun hafa greint sannleiks- og sáttanefndinni frá þessu. NATO grípur ekki inn í NATO mun ekki grípa inn í brjót- ist borgarastríð út í Júgóslavíu. Samtökin munu þó hindra að átök breiðist út til Bosníu og Kosovo. Kröfum vísað frá Einingarlistinn i Danmörku hvetur í bréfi til Pouls Nyr- ups forsætisráð- herra að nei-flokk- unum verði boðið til samninga um framtíðar ESB- stefnu Danmerkur. Stjómarflokkamir hafna viðræð- Fleiri lík fundin Kafarar fundu í gær sjö lík við grísku ferjuna Express Samina sem steytti á skeri á þriðjudagskvöld. Alls hafa nú 72 lík fundist. Nokk- urra er enn saknað. Skipverji sagði í gær að áhöfnin hefði ekki haft stjóm á skipinu vegna óveðurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.