Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 46
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 > 54_______ Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Storafmæli 85 ára_____________________ Rakel Bjarnadóttir, Grænukinn 26, Hafnarfiröi. Helgi Þorkelsson vélfræðingur, Garðaflöt 13, Garðabæ, varö áttræður þann 17.9. Eiginkona hans var Hulda Haraldsdóttir sem er látin. Bogi Jóhannsson, Furugrund 60, Kópavogi. 75 ára_________________________________ Helga Tyrfingsdóttir, Tjörn, Hellu. Jónína S. Jónsdóttir, Hraunteigi 15, Reykjavík. 70 ára_________________________________ Eysteinn G. Gíslason, bóndi í Skáleyjum á Breiðafirði. Anna Ragnarsdóttir, Tungubakka 28, Reykjavík. Brynhildur Kristinsdóttir, Svöluhrauni 11, Hafnarfirði. Einar B. Birnir, Kóngsbakka 2, Reykjavík. Guðmundur B. Gíslason, Neðstaleiti 8, Reykjavik. Hilmar Ingjaldsson, Wt Sléttuvegi 7, Reykjavík. Sverrir Guövarösson, Fálkahöfða 4, Mosfellsbæ. 60 ára__________________________________ Edda Baldursdóttir, Rjúpufelli 46, Reykjavík. Ingibjörg Bjarnadóttir, Lyngási, Selfossi. Skarphéöinn Hjálmarsson, Árvöllum 7, Hnífsdal. 50 ára__________________________________ Viðar Þorleifsson slökkviliðsmaöur, w Rimasíðu 25b, Akureyri. ' Hann tekur á móti ættingjum og vinum í sal Frímúrarahússins í dag frá kl. 19.30. Auöbjörg Erlingsdóttir, Breiðuvík 1, Reykjavík. Guðjón Örn Sverrisson, Mosarima 7, Reykjavík. Kristín Guöbrandsdóttir, Barðaströnd 4, Seltjarnarnesi. Kristrún J. Siguröardóttir, Ásholti 1, Dalvík. Reynir Sigursteinsson, Hlíðarbergi, Höfn. Úlfar Jónsson, Dúfnahólum 6, Reykjavík. Þorfinnur Kristjánsson, Vesturbergi 138, Reykjavík. 40 ára__________________________________ Agnes Hulda Agnarsdóttir, Ártúni 5, Sauðárkróki. Anna Guöný Jónsdóttir, Flúðaseli 93, Reykjavík. Ása Bjarnadóttir, Baughúsum 8, Reykjavík. Davíö Dominic Lynch, Vesturbergi 63, Reykjavík. Freydís Huld Jónsdóttir, Flúöaseli 93, Reykjavík. Grétar S. Hallbjörnsson, Ránarbraut 7, Skagaströnd. Guölaug Björnsdóttir, Einholti 11, Reykjavík. Guömundur Páll Þorvaldsson, Holtabyggð 3, Hafnarfirði. Heiða Lára Eggertsdóttir, Kvistahlíð 9, Sauðárkróki. Helga Skúladóttir, Eskihlíð 6b, Reykjavík. Hlífar Hjaltason, Víðiholti, Varmahlíð. Kristín Baldursdóttir, Stórhóli 33, Húsavík. Kristmundur Árnason, Salthömrum 18, Reykjavík. 80 ara Andlát Sigurveig Guömundsdóttir, dvalarheimilinu Kjarnalundi, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjud. 26.9. Vilhjálmur Bogi Haröarson, Vindási 3, Reykjavík, lést mánud. 25.9. Sigurlaug Valdimarsdóttir lést á Héraöshælinu, Blönduósi, þriðjud. 26.9. Hundraö ára Jörína G. Jónsdóttir hundrað ára Jörina Guðríður Jónsdóttir hús- móðir, Hjallaseli 55, vistheimilinu Seljahlíð, Reykjavík, er hundrað ára í dag. Starfsferill Jörina fæddist í Blönduholti í Kjós og ólst upp í Kjósinni. Hún lauk kennaraprófi frá KÍ 1922. Jörína kenndi við Bamaskóla Ólafsvíkur 1924-31 en flutti siðan til Reykjavíkur og hefur átt heima þar síðan. Hún kenndi einn vetur við Miðbæjarbamaskólann í Reykjavik en hefur að öðru leyti stundað hús- móðurstörf og uppeldi sjö bama. Jörína starfaði í Ungmennafélag- inu Dreng í Kjós þar til hún flutti til Reykjavíkur, starfaði með stúkunni Freyju í Reykjavík og var í allmörg ár ritari hennar, starfaði með Félagi framsóknarkvenna og er ein af fjór- um fyrstu heiðursfélögum þess, starfaði með Kvenfélagi Hallgríms- kirkju, Barðstrendingafélaginu og Átthagafélagi Kjósverja. Fjöldskylda Jörina giftist 27.9. 1923 Sigurvin Einarssyni, f. 30.10. 1899, d. 23.3. 1989, kennara og alþm. Hann var sonur Einars Sigfreðssonar, bónda í Stakkadal í Rauðasandshreppi, og k.h., Elínar Ólafsdóttur húsfreyju. Böm Jörínu og Sigurvins: Rafn Sigurvinsson, f. 14.3. 1924, d. 13.1. 1996, loftsiglingafræðingur i Reykja- vík, var fyrst kvæntur Auði Páls- dóttur, f. 10.9. 1928, d. 1.5. 1947, og eignuðust þau eina dóttur, en seinni kona hans var Sólveig Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 19.10.1926, d. 1999, og eignuðust þau tvö böm auk þess sem barnaböm hans eru fimm; Ein- ar Sigurvinsson, f. 6.7. 1927, flug- vélstjóri í Kópavogi, kvæntur Sig- rúnu Jónu Lárusdóttur, f. 16.4.1929, og eiga þau sex böm og sextán barnaböm; Sigurður Jón Sigurvins- son, f. 16.8.1931, d. 11.5.1946; Ólafur Sigurvinsson, f. 5.7. 1935, búsettur á Patreksfirði, var fyrst kvæntur Þór- unni Sigurveigu Aðalsteinsdóttur, f. 13.1.1934, en þau skildu og er seinni kona hans Hrefna Hektorsdóttir, f. 13.5. 1946, og á hann átta böm, sautján bamabörn og þrjú langafa- höm; Elín Sigurvinsdóttir, f. 21.10. 1937, íþrótta- og söngkennari, gift Sigurði Eggertssyni, f. 9.1. 1933, og eiga þau þrjú börn og fimm bama- böm; Björg Steinunn Sigurvinsdótt- ir, f. 31.5.1939, bókari i Kópvogi, var gift Kristjáni Steinari Kristjánssyni, f. 26.3.1937, en þau skildu og eignuð- ust þau þrjú böm og eiga tvö barna- börn; Kolfinna Sigurvinsdóttir, f. 25.4. 1944, íþróttakennari í Reykja- vik, gift Sverri Má Sverrissyni og eiga þau þrjú böm og tvö barna- börn. Bróðir Jörínu var Bjami Jóns- son, f. 27.11. 1892, látinn, bóndi i Dalsmynni á Kjalarnesi, var fyrst kvæntur Álfdísi Jónsdóttur, sem er látin, og eignuðust þau átta böm en seinni kona Bjama var Jensína Guðlaugsdóttir. Systir Jörínu var Birgitta, f. 22.8. 1895, látin, klæðskeri í Reykjavík. Foreldrar Jörínu voru Jón Stef- ánsson, f. 1.4. 1856, d. 1944, bóndi að Sextug Sólveig S.J. Þórðardóttir hjúkrunarforstjóri á Heilsugæslu Suðurnesja Sólveig Sigurbjörg Jóna Þórðardóttir, hjúkrunarforstjóri á heilbrigðissviði Heilsu- gæslu Suðumesja í Grindavík, Víkurbraut 2, Njarðvík, verður sex- tug á morgun. Starfsferill Sólveig fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Flensborg 1974, ljósmæðraprófi frá Ljós- mæðraskóla íslands 1978, útskrifað- ist frá Nýja hjúkrunarskólanum 1981 og hefur sótt fjölda námskeiða vegna starfa sinna. Sólveig stundaði almenn verslun- arstörf, vann aðstoðarstörf á Sjúkrahúsi Keflavíkur, var deildar- stjóri á fæðingar- og kvensjúkdóma- deild sjúkrahússins í Keflavík 1982-89, yfirljósmóðir á Fæðingar- heimilinu í Reykjavík 1989-91, deildarstjóri fæðingardeildar Sjúkrahúss Suðumesja 1991-98 og er nú hjúkrunarforstjóri á Heil- brigðisstofun Suðumesja. Sólveig er stofnfélagi Styrktarfé- lags aldraðra á Suðurnesjum, var varaformaður 1976-77, var félagi í Alþýðubandalaginu í Keflavík og Njarðvíkum frá 1965 og nú Samfylk- ingunni, sat í miðstjórn Alþýðu- bandalagsins, sat í framkvæmda- stjóm 1985-87, er stofnfélagi Félags- hyggjufólks í Njarðvíkum, sat í bæj- arstjórn fyrir samtökin 1990-94, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ fyrir Alþýðubandalagið 1994-98, stofnfé- lagi Suðurnesjadeildar Ljósmæðra- félags íslands og var formaður þess 1978-84, stofnandi Áhugafélags um brjóstagjöf á Suðumesjum og höf- undur bæklings fyrir nýorðna feð- ur, Til hamingju pabbi, útg. af Áhugafélagi um brjóstagjöf, Bömin og við, 1994. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og skrifað greinar í dag- blöð og fagtímarit um foreldra og ungbamavemd. Fjölskylda Sólveig giftist 25.12. 1960 Jónatan Bjöms Einarssyni, f. 30.7. 1940, d. 18.11. 1991, þungavinnu- vélamanni. Hann var sonur Einars Jóelsson- ar, sem er látinn, verka- manns á Ísafírði, og k.h., Torfhildar Torfa- dóttur sem er búsett á Hlíf á ísafirði. Synir Sólveigar ög Eðvars Vilmundarsonar em Helgi Björgvin, f. 21.8. 1957, smiður í Keflavík, kvæntur Steinu Þóreyju Ragn- arsdóttur hjúkrunar- fræðingi og eiga þau tvo syni; Ingi Rúnar, f. 21.12. 1958, félagsfræðing- ur og dósent við HA, kvæntur Þor- björgu Jónsdóttur hjúkrunarfræð- ingi og eiga þau saman þrjú börn og hann auk þess dóttur. Dætur Sólveigar og Jónatans eru Elín Hildur, f. 7.9. 1960, verkakona í Keflavík, og á hún tvö böm; Guð- björg Kristín, f. 21.12. 1962, sagn- fræðingur og kennari í Reykjanes- bæ, gift Guðmundi Pálmasyni og á hún tvær dætur; Þórlaug, f. 30.12. 1965, markaðsfulltrúi á Stöð 2 og á hún eina dóttur. Sambýlismaður Sólveigar er Jón Steinar Hermannsson, f. 2.8. 1945, símsmiður, sonur Hermanns Jóns- sonar, kaupmanns í Reykjavík, og Kristínar Benediktsdóttur húsmóð- ur en þau bæði látin. Systkini Sólveigar: Guðmundur Haukur Þórðarson, f. 4.4. 1930, fyrrv. vörubílstjóri og söngvari í Keflavík, kvæntur Magneu Aðal- geirsdóttur og eiga þau fhnm böm; Alda Þórðardóttir, f. 18.9. 1932, gift- ist Agnari Braga Aðalsteinssyni er lést af slysförum og áttu þau þrjú böm en sambýlismaður Öldu er Jó- hann Páll Halldórsson; Einar Hörð- ur Þórðarson, f. 27.9. 1947, pípulagn- ingameistari í Keflavík, en kona hans er Unnur Steinunn Hauksdótt- ir; drengur, f. 15.10.1953, d. s.d. Foreldrar Sólveigar: Þórður Ein- arsson, f. 7.5. 1899, d. 19.10. 1979, frá Blönduhlíð í Hörðudal í Dalasýslu, og k.h., Sigurlaug Guðmundsdóttir, f. 6.11. 1911, d. 2.3. 1987, frá Núpi í Haukadal í Dalasýslu. Sólveig verður að heiman. I>V Blönduholti í Kjós en síðast í Reykjavik, og k.h., Sigríður Ingi- mundardóttir, f. 7.9. 1864, 16.2. 1952, húsfreyja. Ætt Jón var sonur Stefáns, b. i Blönduholti í Kjós, Jónssonar, b. í Eyjum í Kjós, Þórðarsonar. Móðir Stefáns var Ingibjörg Jónsdóttir. Móðir Jóns var Sigriður Oddsdótt- ur, b. á Eyri, Guðmundssonar og k.h., Guðrúnar Þorkelsdóttur. Sigriður var dóttir Ingimundar, b. í Eyjum í Kjós, Bjamasonar, b. í Sogni Jngimundarsonar. Móðir Ingimundar var Sigríður Einars- dóttir. Móðir Sigríðar var Birgitta Sigurðardóttur, b. í Selkoti í Þing- vallasveit, Þorkelssonar og k.h., Ing- veldar Einarsdóttur. Jörína tekur á móti gestum í Vík- ingasal Hótel Loftleiða í dag milli kl. 12.00 og 14.00. Vignir Sveinsson framkvæmdastjóri fjármála og reksturs FSA Vignir Sveinsson, framkvæmdastjóri fjár- mála og reksturs á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri, Tungu- síðu 29, Akureyri, verð- ur fimmtugur á morg- un. Starfsferill Vignir fæddist á Þverá i Skíðadal og ólst þar upp. Hann stundaði nám í barna- og ung- lingaskólanum að Húsabakka í Svarfaðar- dal, lauk landsprófi frá Dalvíkur- skóla 1965, lauk prófi frá Samvinnu- skólanum að Bifröst 1971, stundaði framhaldsnám á vegum Samvinnu- skólans til ársloka 1972, þ.m.t nám í viðskiptafræðideild HÍ, stundaði nám í Norræna heilsuháskólanum í Gautaborg, Svíþjóð 1995 og hefur sótt ýmis námskeið í rekstri og stjómun fyrirtækja. Vignir vann á bernsku- og skóla- árum ýmis störf við landbúnað og fiskvinnslu, var bókari hjá Kaupfé- lagi Ámesinga 1973-74, var bæjar- ritari á Dalvík 1974-78 og var búsett- ur í Noregi 1978-79 ásamt fjölskyld- unni og vann þar ýmis störf. Fjölskyldan flutti frá Noregi til Akureyrar þar sem Vignir var fram- kvæmdastjóri Bústólpa hf. 1979-80, deildarstjóri Fóðurvörudeildar KEA og KSÞ 1980-82 og starfsmaður hjá Endurskoðun, Akureyri hf., 1982-86 Vignir hóf störf sem skrifstofu- stjóri hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1986, hefur unnið þar síð- an og gegnir nú starfi framkvæmda- stjóra fjármála og reksturs Vignir er félagi í Rotaryklúbbi á Akureyri. Fjölskylda Vignir kvæntist 11.9.1971 Valdísi Gunnhildi Gunnlaugsdóttur, f. 23.3. 1950, skrifstofumanni hjá Verk- fræðistofunni Raftákn og Fiskeldi Eyjafjarðar. Hún er dóttir Gunn- laugs Sigurðssonar og Guðbjargar Huldar Magnúsdóttur, lengst af bú- enda á Bakka í Kelduhverfi, síðar búsett í Reykjavík. Böm Vignis og Val- dísar Gunnhildar eru Bimir Reyr, f. 26.6. 1972, búsettur í Noregi, en eiginkona hans er Sunneva Árnadóttir; Brynja, f. 1.8.1974, með Bsc-próf í rekstrarfræði og fulltrúi starfs- mannastjóra hjá Sam- skipum; Hildur Soffia, f. 8.3. 1983, nemi í MA; Þórdís Huld, f. 10.5. 1984, nemi í MA. Hálfbróðir Vignis, sammæðra, er Ingvi Ei- ríksson, f. 20.11. 1946, starfsmaður Strýtu, búsettur á Akureyri. Alsystkini Vignis eru Soffia Heið- björt, f. 25.1. 1955, starfsmaður við Dvalarheimilið að Kjarnalundi, bú- sett á Akureyri; Ragna Valborg, f. 8.4. 1956, starfsmaður við Dvalar- heimilið Droplaugarstaði, búsett í Reykjavík. Foreldrar Vignis: Sveinn Vigfús- son, f. 30.3.1917, d. 30.12.1996, lengst af bóndi á Þverá og síðan búsettur á Dalvík, og Þórdís Rögnvaldsdóttir, f. 5.5. 1920, húsfreyja. Ætt Sveinn var sonur Vigfúsar, b. á Þverá í Skíðadal, Bjömssonar, b. í Holárkoti, Jónssonar, b. í Syðra- hvarfi, Sigurðssonar. Móðir Björns í Holárkoti var Anna Bjömsdóttir. Móðir Vigfúsar var Ólöf Vigfúsdótt- ir, b. á Sveinsstöðum, Jónssonar og Unu Guðmundsdóttur. Móðir Sveins var Soffia Jónsdótt- ir, b. á Þverá, Hallssonar, b. á Kóngsstöðum, Gíslasonar. Móðir Jóns var Valgerður Jónasdótir. Móðir Soffiu var Ólöf Magnúsdóttir frá Hjaltastöðum. Þórdís var dóttir Rögnvalds Tímóteusar, b. í Dæli í Skíðadal, Þórðarsonar, b. á Hnjúki, Jónsson- ar. Móðir Rögnvalds var Halldóra Jónsdóttir. Móðir Þórdísar var Ingibjörg Árnadóttir, b. á Dæli, Jónssonar, hreppstjóra á Hnjúki, Þórðarsonar. Móðir Áma var Ingibjörg Jónsdótt- ir. Móðir Ingibjargar Ámadóttur var Margrét Gisladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.