Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 11 DV Skoðun Feröir til útlanda voru gjarnan fjármagnaöar með kortinu og hraöbankar ældu úr sér þeim fjármunum sem óskaö var eftir. Myndin tengist ekki efni pístilsins. Vísakort í köldum Það heyrðist skellur, svona eins og holgóma byssuskot, framan úr ganginum. Húsbóndinn hrökk við og lagði við eyrun. „Þetta var bréfalúgan. Ætli þetta hafi verið Mogginn?" spurði hann eiginkonu sína en það mátti glöggt merkja á mæli hans að engin von var til þess að skellurinn framan úr ganginum tiiheyrði hinu þunga blaði. „Það hefði heyrst meiri dynkur ef Mogginn væri kominn," sagði hann fjarhuga á svip og gekk hægum skrefum fram á ganginn. Kvíði og angist gerðu vart við sig þar sem hann opnaði forstofudymar og með lokuð augu gekk hann síðustu skref- in að útidyrahurðinni. Galopnum augum leit hann tvö umslög sem báru með sér að vera frá greiðslu- kortafélaginu Visa ísland. Sem í leiðslu beygði hann sig og greip með fingurgómum um umslögin tvö og lyfti þeim í augnstöðu. „Þetta var Visa. Þeir senda tvö umslög," kallaði hann hálfbrostnum rómi til konu sinnar og það varð algjör þögn á heimilinu svo heyra hefði mátt saumnál detta eða víxil faila eftir at- vikum. Hann gekk inn í eldhús og lagði óopnaða reikningana ofan á ör- bylgjuofninn. „Ég ætla að skreppa í sund,“ kallaði hann til konu sinnar sem svaraði engu þar sem hún sat og stoppaði í sokka. Hveitibrauðsdagar Hjónin höfðu átt langa samleið með greiðslukortinu. Þeim var minn- isstætt þegar kortin komu á markað. Þau voru meðal frumherjanna sem sóttu um kort. í garð gengu hveiti- brauðsdagar þar sem allar dyr versl- ana og hver búðarhiila stóð þeim opin. Aðeins þurfti að lyfta plastinu og afgreiðslufólkið ljómaði. Upphæð- ir skiptu engu og sleði nokkur hafði einfaldar samfarir við kortið. Það var allt sem þurfti. Vísað breytti því einnig að ekki var lengur nauðsyn- legt að biðja afgreiðslufólkið um að skrifa hjá sér og þurfa mánaðarlega að greiða reikninginn sem gjarnan varð hár. Að baki var sú tíð að kaup- félagsstjórinn sendi þeim boð um aö borga þar sem mánaðamótin væru að baki. Runnin var upp gósentíð þar sem Vísa létti lund og fyrirstöðu var hvergi að finna. Draumar rættust daglega og nýtt straujárn, ný hræri- vél og alls kyns tæknibúnaður kom sem á færibandi inn á heimilið. Það besta við allt saman var að fyrsta út- tektartímabilið kom ekki til uppgjörs fyrr en um þamæstu mánaðamót. Þeim þótti vænt um litlu plastkortin sin sem komust næst andanum sem segir frá í Þúsund og einni nótt. Alladín nuddaði lampann góða og þá spratt andinn fram og uppfyllti óskir. Aðeins þurfti að nudda undraplast- inu við sleðann góða og vörur og þjónusta af öllu tagi voru í hendi. Þetta var næstum guðdómlegt ástand. Kaupóðir þorpsbúar Það voru fleiri í þorpinu þeirra sem fengu Vísa um svipað leyti og hjónin. Þeirra á meðal var kær vin- kona hjónanna. Hún hafði oftar en flestir átt í glímu við kaupfélagsstjór- ann vegna þess að greiðsla mánaðar- reiknings tafðist. Vinkonan var alsæl með kortið sitt þetta haust þegar hag- ur heimilanna umbreyttist úr hálf- gerðri kreppu í standandi góðæri. Þannig leið fyrsta úttektartimabilið og síðan annað við stanslausa gleði og söng. Kaupóðir þorpsbúar þyrpt- ust í verslunarleiðangra sem aldrei fyrr. Kaupfélagsstjórinn varð nauð- ugur að panta aúkalega vegna þess að allar hillur vora við það að tæm- ast. „Það þýðir ekkert að panta. Þetta selst jafnóðum,“ tuðaði hann en teygði sig í símann til að panta fleiri fótanuddtæki. Skömmu fyrir önnur mánaðamót frá því plastkortin komu kom aftur póstur inn á sömu heimili. Mörgum brá þegar þeir opnuðu um- slögin sem svart á hvítu upplýstu að komið væri að skuldadögum. Ljóst var að ávöxtur tíðra samfara kort- anna við sleðann var himinhár reikningur. Viða var þröngt i búi eft- ir mánaðamótin og Maggisúpur og grjónagrautur með slátri gjarnan í aðalrétt í stað stórsteikanna sem settu svip á borðhaldið dagana á und- an. Kvenfélagið í þorpinu, sem annál- að var fyrir að taka á málum sem í gangi vora hverju sinni, hélt fund þar sem greiðslukort vora til umfjöll- unar. Þar stóð hver húsmóðirin af annarri á fætur og viðurkenndi kaupæði sitt. Ákaft var leitað leiða til lausnar og á endanum samþykkti fundurinn að skora á félagsmenn sína að klippa töfraplastið og forða þannig heimilum sínum frá efna- hagslegu hruni. Þeim sem ekki treystu sér tO að beita skærunum á velferðarkortið var gefið það húsráð að setja kortin í tóma mjólkurfemu, fylla hana síðan af vatni og koma fyr- ir i frysti. Þannig mætti fyrirbyggja Ljóst var að ávöxtur tíðra samfara kortanna við sleðann var himinhár reikningur. Víða var þröngt í búi eftir mánaða- mótin og Maggisúpur og grjónagrautur með slátri voru gjaman í aðalrétt. að kaupæði félagsmanna brytist út í óhóflegri eyðslu. Gjaldkeri félagsins lýsti því að langan tíma tæki að af- þíða kortið og æðið yrði runnið af fólki þegar kortið losnaði úr heljarg- reipum klakans. Flugeldunum flýtt Vinkona hjónanna tímdi ekki að klippa kortið sitt og hún ákvað að leggja það í ís fram að næsta úttekt- artimabili. Þannig vildi til að þetta var í jólamánuðinum þar sem veru- leg útgjöld voru skilyrði gleðilegra jóla en ekki endilega góðs farsæls árs. Hjónin vildu ekki klippa og af ótta við að skemma töfraplastið lögðu þau ekki í að frysta það en sammæltust um að láta kortið hvíla í friði á meðan fjárlagahallanum væri eytt. Þegar 17. dagur desembermán- aðar rann upp kom vinkonan blað- skellandi inn í eldhús til hjónanna sem sátu við að snæða lapþunna tómatsúpu. „Það er komið nýtt korta- tímabil," kallaði hún. „Ég verð með parti í kvöld og þið mætið,“ bætti hún við og var ofsakát. Um kvöldið lýstu flugeldar upp himininn yfir kauptúninu. Vinkonan hafði ákveðið í tilefni tímamótanna að skjóta ára- mótaflugeldunum á loft. Þeim sið hélt hún síðan. Næstu árin skiptust á skin og skúrir í efnahag hjónanna og sam- leiðinni með Vísa. Þeir tímar komu að grjónagrautur og slátur varð hluti af aðgerðum til að slá á þenslu en stundum var veisla. Ferðir til út- landa vora gjaman fjármagnaðar með kortinu og hraðbankar ældu úr sér þeim fjármunum sem óskað var eftir. Eftir að heim kom var svo vísa- bömmer með tilheyrandi þrenging- um. Ýmist var svifið um á plastinu eða brotlent með tilheyrandi þreng- ingum. Þar sem greiðslukortið hafði klaka verið fastur liður í lífi hjónanna um nokkurra ára skeið keyptu þau í augnablikslauslæti örbylgjuofn á raðgreiðslum. Það var ómetanleg við- bót við tækjakost heimilisins og á erfiðum stundum var hægt að elda skyndisúpur á mettíma. Örbylgjuofn- inn varð miðpunktur heimilisins, enda til margra hiuta nytsamlegur þar sem tíminn kostar peninga. Einu sinni áttu Vísakortið og örbylgjuofn- inn beina samleið. Þá höfðu hjónin nær sligast undan greiðslukortinu og þau fylgdu ráðum gamla gjaldkerans í kvenfélaginu og frystu kortið í fernu undan léttmjólk. Tveimur vik- um síðar rann kaupæði á manninn og hann stakk femunni inn í ör- bylgjuofninn og setti á fullan styrk. Hann náði að þíða ísklumpinn. Á erfiðum stundum, þegar Visa- reikningurinn fitnaði um of, myndað- ist sá siður að húsbóndinn lagði um- slögin tvö sem innihéldu þrúgandi reikningana ofan á örbylgjuofninn þar sem þeir lágu i alfarleið. Því þyngri sem reikningamir voru því lengur voru þeir á ofninum. Stundum hvarflaði að honum að setja reikning- inn inn í örbylgjuofninn og stilla á grill. Af því varð þó ekki, enda vissi hann ekki hvað ætti svo sem að koma út úr þeim gjömingi. Ávinningurinn var þó sá að hugrenningarnar dreifðu huganum frá hinum raunverulega vanda sem var sá að tekjur og útgjöld áttu ekki samleið. Þögull páfagaukur „Er ekki rétt að kíkja á reikning- inn,“ spurði maðurinn þar sem um- slögin tvö höfðu legið óhreyfð á ör- bylgjuofninum í þrjá daga og tvær nætur. Svo þrúgandi var ástandið að ekki hafði einu sinni hvarflað að heimilisfólkinu að nota ofninn við að hita skyndisúpu eða poppa. Hann tók til vísakort, skæri og tóma mjólkur- fernu og bretti upp ermar og setti í augabrýmar. Síðan gekk hann ákveðnum skrefum að örbylgjuofnin- um. Sem í leiðslu teygði hann sig í efra umslagið og skjáifandi höndum reif hann það upp. Konan og börnin fylgdust þögul og hnípin með. Meira að segja páfagaukurinn þagnaði í búri sínu og stakk höfði undir væng. Ótt- inn reyndist á rökum reistur og upp- hæðin var skelfilega há. Bömin, kon- an og páfagaukurinn horfðu á mann- inn þar sem hann mundaði skærin og 'klippti kortið. Hann gekk að vaskin- um, skrúfaði frá kalda vatninu og lét renna í mjólkurfemuna. Síðan tók hann vísareikningana, vafði þá sam- an í vöndul og setti ofan í femuna. „Þetta verður hara að vera svona," sagði hann og lokaði frystinum. Að losa sig við Milosevic „Enginn skyn- samur maður mælir þvi í mót að losa verði Serba undan lög- reglu- og útlend- ingahatursforsjá Slobodans Milos- evics. Spumingin er bara hvaða að- ferð eigi að beita og þar liggur vandinn. Efhahagsleg- ar refsiaðgerðir hafa engu skilað, nema hvað kjör almennings hafa versnað. Vesturlönd hafa lagt allt imdir fyrir Serba sem að miklum meirihluta vilja greinilega ekki lengur sjá Milosevic, fiölskyldu hans, klíku hans og lögregluna sem alls staðar er. Þetta er merking ný- afstaðinna forsetakosninga, jafnvel þótt kjörstjórn hafi tilkynnt að skipulögð verði önnur umferð, sam- kvæmt fyrirskipunum vænisjúkra stjórnvalda í Belgrad, um leið og hún viðurkenndi að frambjóðandi stjórnarandstööunnar, Vojislav Kostunica, hefði borið sigur úr být- um í þeirri fyrri. Hverjum ætla menn að telja trú um að Serbar hafi getað greitt stjómarandstöðunni at- kvæði sin í stórum stíl í bæjar- stjórnarkosningunum og á sama tíma auðsýnt mildi í garð þess sem ýtir þeim út i horn?“ Úr forystugrein Libération 27. september. Takmarkanir valds „Sjaldgæft er að valdhafar þessa heims takmarki völd sín. Það eru því alltaf ánægjulegar fréttir þegar það gerist. Lokauppkast stofnskrár ESB, sem nú liggur fyrir og sem vænst er að verði samþykkt í des- ember, lokar gati. Hingað til hafa borgarar einstakra landa ESB verið vemdaðir gegn ofríki lands síns ým- ist með breytilegum mannréttind- um, sem viðurkennd em í einstök- um stjómarskrám, eöa með mann- réttindasáttmála Evrópu. En ESB er ekki ríki. Þess vegna var brýn þörf á að kveða skýrt upp úr um að mannréttindi sefia stofnunum ESB hömlur og að hið sama eigi við um ríkin þegar þau beita Evrópuréttin- um. Það er frekari ávinningur að nýja stofnskráin veitir yfirlit yfir öll þessi réttindi og gerir þau þar með aðgengilegri fyrir alla íbúa landa ESB.“ Úr forystugrein Politiken 27. september. Nei-ið kiýfur ESB „Þeir sem vilja skyggnast inn í framtíð Evrópusambandsins eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna ættu held- ur að hlusta á danska andstæðinga evrunnar. Þeir hafa lengi fært rök fyrir því að skipta eigi Evrópusam- bandinu I tvo hópa, innri kjama og ytri kjama með lausari tengsl. Nú bendir flest til andstæðingar evr- unnar fái vilja sínum framgengt. Þýskaland, Frakkland, Holland, Belgía og S-Evrópulönd hafa þegar lýst því yfir að þau vilji þróa sam- vinnuna enn frekar og eftir þjóðar- atkvæðagreiðsluna í gær verður mjög erfitt fyrir lönd eins og Dan- mörku aö segja nei viö slíkri ósk.“ Úr forystugrein Aftonbladet 29. febrúar. Blair í mótbyr „Tony Blair forsætisráðherra hef- ur undanfarnar tvær vikur upplifað mikinn mótvind eftir að hafa fengið meðbyr frá maí 1997 er hann batt enda á 18 ára sfióm íhaldsmanna. Nú hefur einnig hann verið minnt- ur á að það eru sviptivindar í stjómmálunum, að það þarf að afla sér vinsælda á ný, að völdin eru til láns í afmarkaðan tíma sem getur orðið styttri en margir vona og halda. En samtímis hefur Blair sýnt á landsfundi Verkamannaflokksins áhuga að klassískum málefnum jafnaðarmanna. Hann kann ýmis- legt annað en að brosa. Þar sem stjómarandstaðan er máttlaus er sennilegt að Blair mun skjótt verða jafn vinsæll og áður.“ Úr forystugrein Aftenposten 28. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.