Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV Magnús Ver enn sterkur: Vill komast í kvikmyndir - selur bætiefni fyrir milljón dollara á árinu Magnús sigraöi í keppninni Sterkasti maður heims f fimm skipti. Hann segist taka lífinu meö ró um þessar mundir eftir hnjáaðgeröir og hjartaáfall fyrir tveimur árum. „Ég kynntist þessum manni, Greg E. Smith, síðastliðið haust. Hann hafði þá i nokkum tíma rekið fyrirtæki sem framleiðir fæðubótar- efni undir vörumerkinu Ironcurta- inLabs.com. Ég gekk til liðs við hann snemma á þessu ári og nú eigum við fyrirtækið saman. Ég er þó minni hluthafi og legg einkum til nafn mitt og orðstír en hann sér um reksturinn. Þetta hefur gengið alveg prýðilega og stefnir í sölu fyrir eina milljón dollara á þessu ári. Ég hef verið að draga úr þátttöku minni í keppnum um tíma en tók tals- verðan þátt í sýningum og kynningar- verkefnum fyrir amerísk stórfyrir- tæki. Ég er að jafna mig eftir aðgerð sem var gerð á hnjánum á mér og tel að ég sé langt kominn með að ná fyrri styrk aftur, ekki sist þakka ég það þessum efnum sem fyrirtæki okkar framleiðir. Þegar maöur er búinn að vinna þennan titil nokkrum sinnum þá er ekkert eftir til að stefna að. Þá vantar grimmdina og löngunina til að vinna en löngunin hefur verið að aukast jafnhliða þvi sem formið og hnén verða betri.“ í kjölfar Jóns Páls Þannig segir Magnús Ver Magnús- son, 37 ára gamall kraftajötunn sem fjórum sinnum hefur unnið titilinn sterkasti maður heims, frá breyttum verkefnum sínum sem tengjast krafta- keppni. Magnús sigraði fyrst í umræddri keppni árið 1991 sem var jafnframt í fyrsta sinn sem hann tók þátt. Á þeim tima var mönnum boðin þátttaka en undankeppnir voru engar. Jón Páll Sigmarsson átti að keppa en forfallað- ist á síðustu stundu vegna meiðsla. Magnús var þá nýbakaður Evrópu- meistari í kraftlyftingum og var boðið að koma í hans stað. Af þessu leiðir að Magnús er talsvert þekktur í Bandaríkjunum og getur haft atvinnu af því að koma þar fram. Honum er t.d. kunnugt um a.m.k. 8 börn í heimin- um sem hafa verið skírð í höfuðið á honum. „Ég vann keppnina og menn áttu ekki til orð yflr þessum óðu íslending- um.“ Magnús varð síðan í öðru sæti 1992 og 1993 en sigraði 1994, ‘95 og 1996 og ætlaði að taka keppnina 1997 í neflð en meiddist á síðustu stigum undir- búnings og varð að láta Finnanum Jouko Ahola eftir titilinn. Skírt í höfuðið á Magnúsi Á þeim árum sem Magnús sigraði í þessum keppnum var byrjað að sjón- varpa þeim um gervöll Bandaríkin og útbreiðsla þessara sérstæðu keppna jókst talsvert. Af þessu leiðir að Magnús er talsvert þekktur i Banda- ríkjunum og getur haft atvinnu af þvi að koma þar fram. Honum er t.d. kunnugt um a.m.k. 8 börn í heiminum sem hafa verið skírð í höfuðið á hon- um. „Foreldramir hafa séð mig keppa í sjónvarpinu og orðið hrifnir og skírt næsta barn eftir mér. Ég hef fengið bréf frá þessu fólki og víðast hvar þar sem ég fer í Ameríku þekkir fólk mig.“ Fékk hjartaáfall Magnús hefur tekið lífinu með ró undanfarin ár, bæði vegna hnjá- meiðsla sem nýlega voru löguð en ekki síður vegna hjartaáfalls sem hann fékk 1998. „Ég fékk blóðtappa í kransæð sem læknar blésu í burtu eftir að hafa reynt að eyða honum með lyfjuin. Þetta kom mér gríðarlega á óvart þar sem ég hafði alltaf verið passasamur með mataræðið og farið reglulega til læknis í hjartalínurit og ómskoðun og þess háttar. Ég hafði verið talsvert veikur af flensu skömmu áður og læknamir telja að það hafi verið galli í æðavegg og þama safnaðist fyrir stærðar blóðtappi þó æðarnar væru að öðra leyti víðar og hreinar." Afi og langafi líka Magnús segir lækna fullyrða að ekki hefði mátt sjá tappann fyrir og heldur sjálfur að um erfðagalla hafi verið að ræða en bæði afi og langafi Magnúsar fengu álíka áfóll frekar ungir að aldri. Magnús var sjálfur 35 ára þegar þetta gerðist. Varð hann ekki hræddur? „Jú, vissulega verður maður það og ég tók það mjög rólega um tíma með- an ég var að byggja upp sjálfstraustið. Ég hef alltaf vanið líkama minn á miklar æfingar og hellti mér fljótlega út í þær á ný. Það þýðir ekki að missa kjarkinn þótt eitthvað svona komi upp á. Ef minn timi hefði verið kom- inn þá hefði ég farið þegar þetta kom upp. Það varð ekki.“ En er hægt að tengja þetta áfall við lífshætti Magnúsar í þeim skilningi að hann hafi með kraftakeppnum of- boðið líkama sínum? „Ég held ekki. Hitt er annað mál að ef það leynast í manni einhverjir gcill- ar þá er álagið gríðarlegt og því koma þeir áreiðanlega fyrr fram en ella.“ í skugga Jóns Páls Magnús hefur starfað sem krafta- jötunn síðustu 10 ár. Lengi var Jón Páll Sigmarsson heitinn hinn eini sanni kraftajötunn. Stendur þú í skugga Jóns? „Fólk var stundum að segja við mig að ég ætti að gera þetta eða hitt eins og Jón Páll en ég hef alltaf farið mín- ar eigin leiðir án þess að apa eftir öðr- um. Ég held að ég sé þekktari erlend- is en Jón Páll varð nokkum tíma, fyrst og fremst vegna þess að keppn- inni var sjónvarpað til Ameríku með- an ég var á toppnum en meðan Jón Páll var á tindinum var þetta einkum bundið við Evrópu og Norðurlönd." Fæ kannski hlutverk Það vakti nokkra athygli á dögun- um þegar fréttist af því að Magnús Ver ætlaði að snúa sér að kvikmynda- gerð. Það sem er um að ræða er hand- rit að kvikmynd sem Greg E. Smith, viðskiptafélagi Magnúsar, hefur skrif- að og heitir My Way. Þetta er saga ungs manns sem á í nokkurs konar valdabaráttu við foður sinn sem vill stjórna lífi sonar síns. Er þetta byggt á ykkar eigin reynslu? „Ég skrifaði þetta ekki heldur Greg sem byggir þetta á sinni ævi en ég kom með ýmsar hugmyndir og mitt innlegg." Færðu að leika í myndinni? „Það veit ég ekki en það verða ein- hverjar áflogasenur í henni.“ Enn sem komið er hafa þeir félagar ekki selt handritið en hafa sýnt það ýmsum aðilum. „Við erum í sambandi viö menn hjá „Foreldramir hafa séð mig keppa í sjónvarpinu og orðið hrifnir og skírt næsta bam í höfuðið á mér. Ég heffengið bréf frá þessu fólki og víðast hvar þar sem ég fer í Am- eríku þekkirfólk mig.“ Paramount, sem kaupa af okkur IroncurtainLabs-vörur, og erum að reyna að komast inn hjá þeim gegn- um það.“ Bók eftir Magnús Einnig er rétt óútkomin bók sem Magnús Ver verður titlaður höfundur að en maður að nafni Judd hefúr fært í letur og mun líklega heita How to Become the World’s Strongest Man eða How to Become a World Class At- hlete. Þetta er nokkurs konar leiðar- vísir til þeirra sem vilja reyna fyrir sér í kraftakeppnum, byggt á reynslu Magnúsar Vers. „Bókin er að fara í prentun og kem- ur út í Ameríku fljótlega. Ég á inni boð um að koma fram í sjónvarps- þætti hjá Howard Stem og mun þá nota tækifærið til að kynna bókina sem á að koma út i Ameríku." Hvort sem það er verðskuldað eða ekki þá sjá sennilega fáir kraftajötun eins og Magnús sitja mikið við skrift- ir enda viðurkennir hann að hafa ekki lært almennilega á tölvu fyrr en fyrir tveimur árum. „Ég held að ég sé betri í að tala en skrifa." Eins og í góðu hjónabandi Stimdum hefur mátt greina ákveð- inn ríg miili fylkinga í hópi íslenskra kraftajötna. Annars vegar era þeir Hjalti Úrsus Ámason og Andrés Guð- mundsson sem standa fyrir Hálanda- leikunum og hins vegar Magnús og Hjalti, félagi hans, sem halda Vest- fjarðavíkinginn sem Magnús keppti reyndar í sl. sumar og sigraði. Hann segist keppa á Hálandaleikum félaga sinna þegar hann kæri sig um en tel- ur að of mikið sé gert af því að blanda saman skemmtun og sýningu likt og Hálandaleikamir eiga að vera og hins vegar kraftakeppni eins og Vestfiarða- vikingurinn sé hugsaður. En era ekki öll dýrin í skóginum vinir? „Jú, við vinnum saman þegar það á við en við erum alls ekki alltaf sam- mála frekar en tíðkast í góðum hjóna- böndum.“ -PÁÁ Magnús Ver Magnússon kraftajötunn Magnús réö mann til að skrifa bók fyrir sig sem kemur út í Ameríku á næstunni. Hann og félagi hans eru einnig aö reyna aö selja Paramount kvikmyndahandrit. Þeir félagar selja fæöubótarefni fyrir milljón dollara á þessu ári. iMCCSmart 02/99 Voctra GL 1600 08/97 (98) 28 þús. km, grænn, 5 g., abs, álfelgur. ekinn 14 þús. km, gulur, 6 g., abs, litað gler, llknarbelgur. r ^ | mmsoí pTiár-f Daowoo Lanos SX 1600 03/99 ekinn 25 þús. km, rauður, ssk., cd, abs, álfolgur, þjófavorn, liknarbelgur, vindskeiö. H Nissan Patrol GR Turbo Elogance 05/00 ■ ekinn 10 þús. km, grænn, 5 g., 33' breyttur.H 3000 cc slagrými, topplúga, cd. abs, álfelgur.^B loftkæling o.fl. Dacwoo Nubira SX Wagon 06/98 ekinn 38 þús. km, blár, 5 g., cd, abs, þjófavörn, álfelgur, llknarbelgur, þokuljós. 1 Verð 1.220.000 Verð 4.090.000 Verð 1.150.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.