Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Toyota LandCruiser VX bensín, árg. 4.'98, ek. 31 þ. km, kóngablár, ssk.Jeður. 35“upph., brettak., geisli, þjófav., spoiler o.fl. Verð 3.950.000, áhv. lán 2.100.000, ath. skipti.Toppbíll. Nissan Patrol dísil, árg. '96, ek. 89 þús. km, hvítur, 38“dekk, 5 g. Verð 2.690.000 Honda CRV RVSi, árg. '99, ek. 21 þús. km, svartur, ssk., upph. og m.fl., gullmoli. Verð 2.350.000, ath. skipti á nýjum Golf eða Boru til dæmis. Honda Civic Isi 1,5, árg. '99, ek. 14 þús. km, ssk., d-grænn spoiler, samlæsingar. Verð 1.490.000, einn eigandi. MMC Galant 2,4 I, árg. '96, ek. 80 þús. km, blár, ssk., álfelg., spoiler. Verð 1.190.000, tilboð 900.000. Toyota Avensis st., 1,6, árg. ‘99, ek. 14 þús. km, 5 g., svartur. Verð 1.620.000, áhv. lán 1.200.000, ath. skipti á ódýrari. Opel Vectra cd, árg. '99, ek. 15 þús. km, ssk., póleraðar felgur, blár. Verð 2.350.000, ath. skipti. Opel Astra GL 1,2, árg. 2000, ek. 7 þús. km, grár, 3 d., 5 g., álfelgur, spoiler. Verð 1.240.000, áhv. lán 500 þ. MMC Pajero, stuttur dísil, árg. '99, ek. 45 þús. km, hvítur, 5 g., 32“ dekk. Verð 2.190.000, áhv. lán, ath. skipti. Nissan Sunny SLX, árg. '91, ek. 87 þús. km, grár, ssk., r/r álfelg., spoiler, skoð. 01, vetrard. Verð 490.000. ath. skipti. www.noladirbilar.is Ailir bílarnir á staðnum. Fréttir I>V Byggöastofnun í Reykjavík Starfseminni veröur pakkað saman og flutt noröur meö vorinu. Flutningur Byggðastofnunar er stórt peningadæmi: Biðlaunin ein upp á 35 milljónir króna - starfsfólk með áratugareynslu hættir og rekstur sérhæfðs tölvukerfis í uppnámi Byggöastofnun hefur verið mjög í sviðsljósinu undanfama mánuði. Sú ákvörðun sem tekin var á ársfundi á Akureyri í sumar, að flytja höfuð- stöðvar stofnunarinnar frá Reykjavík til Sauðárkróks, vakti mikla athygli. í kjölfarið hafa sprottið upp deiiur og nú síðast varðandi starfsfólkið. Ýmsir urðu til að gagnrýna flutn- inginn á stofnuninni frá Reykjavík. Reyndar þurfti sú ákvörðun ekki að koma á óvart miðað við margra ára yfirlýst markmið að flytja stofnanir ríkisins út á land. Þó vöknuðu spum- ingar um Byggðastofnun, ekki sist i ljósi þess að formaður stjómar stofn- unarinnar, Kristinn H. Gunnarsson, var þar að afgreiða flutning höfuð- stöðvanna í sitt nýja sameinaða kjör- dæmi Norðurlands vestra, Vestfjarða og Vesturlands. Stjórnarmaður benti þó á að undarlegt væri að flutningur Byggðastofnunar hefði ekki verið ræddur í stjóm áður en ákvörðun var tekin heldur hefðu stjómarmenn fyrst frétt af þeim áætlunum í fjölmiðlum. Undir það tók Drífa Hjartardóttir al- þingismaður, sem sæti á í varastjóm, og sagðist annars lítið frétta af gerð- um aðalmanna í stjóminni. Deilt við starfsfólk Uppgjör við það starfsfólk sem ekki vildi flytja norður var síðan annar þáttur sem komst í sviðsljósið. Þar virtist Kristinn H. Gunnarsson standa á bremsum um samþykkt biðlatma sem starfsfólkið taldi sig eiga tilkall til. í samtali við DV á þriðjudag nefndi Guðjón Guðmundsson, alþing- ismaður og varaformaður stjómar Byggðastofnunar, að það væri ein- dreginn vilji stjómar að þetta væri gert á þann veg að það fólk sem hygð- ist hætti gæti kvatt sátt, sumt eftir langan starfsaldur. Biðlaun eða ekki biðlaun Jensína Magnúsdóttir, formaður starfsmannafélags Byggðastofnunar, segir að eins og fram hafi komið flytj- ist einn starfsmaður af 13 með stofn- uninni norður. „Við hin missum þvi vinnuna, svo einfalt er það. Við telj- um að þetta sé niðurlagning á starfi þar sem verið er að flytja stofnunina mörg hundmð kílómetra í burtu.“ Jensína segir að Kristinn H. Gunn- arsson, formaður stjómar, hafi vísað á fulltrúa frá iðnaðarráðuneytinu. Þeir telji þetta ekki niðurlagningu á störfum og þess vegna þurfi ekki aö greiða biðlaun. Starfsfólkið byggir hins vegar á lög- fræðiáliti manna sem hafa mikla yfir- sýn í slíkrnn málum. Þar er m.a. um að ræða Garðar Garðarsson, formann Kjaradóms, og Svein Sveinsson hæsta- réttarlögmann sem er fyrir Samband íslenskra bankamanna. Friðbert Traustason, formaður Sambands islenskra bankamanna, sem er aðili að málinu fyrir hönd starfsmanna, sagði í samtali við DV að það væri alveg klárt að þegar væri búið aö skapa fordæmi um greiðslu biðlauna vegna svipaðra kringum- stæðna. Með allt að 30 ára starfsreynslu Deilan snýst einfaldlega um það hvort greiða eigi 12 starfsmönnum, og þar af 10 konum, biðlaun vegna flutn- ings Byggðastofnunar frá Reykjavík. Ákveðið hefur verið að ljúka flutningi á höfuðstöðvum stofnunarinnar í maí en áður var búið að flytja starfsemi þróunarsviðs Byggðastofnunar til Sauðárkróks. Starfsfólkið sem hér um ræðir er allt með 15 ára starf eða meira að baki og telur sig því eiga rétt á 12 mánaða biðlaunum, eða starfs- lokasamningi. Reyndar er flest af þessu starfsfólki með 20 til 30 ára starfsaldur að baki og hefúr mikla sér- þekkingu á lánakerfi stoftiunarinnar. Kostar 35 til 40 mllljónír Tuttugu og tveir starfsmenn eru starfandi hjá Byggðastofnun eftir því sem blaðið kemst næst. Þar af eru 8 hjá þróunarsviðinu á Sauðárkróki. Þá eru eftir 13 auk forstjóra. Samkvæmt rekstrarreikningi stofnunarinnar voru heildarlaunagreiðslur á síðasta ári 111 milljónir króna, þar af vegna lánasýslu 68 milljónir og vegna þróun- arstarfsemi 43 mUljónir króna. Á bak við hvert stöðugildi eru sam- kvæmt þessu rúmar finim milljónir króna í launum. Þau eru þó auðvitað mjög mismunandi og ekki kemur fram hvort einhverjar launagreiðslur séu reiknaðar þama inn sem ekki fara til áðurnefndra starfsmanna, eins og laun stjórnarmanna. Talið er líklegt að krafan um bið- laun handa starfsmönnunum 12 muni nema á bilinu 35 til 40 milljónum króna. Sérhæft tölvukerfi Samkvæmt upplýsingum DV er tölvukerfi stofnunarinnar mjög sér- hæft. Um uppbyggingu þess hefur séð 3PÍ Innlent fréttaljós Höröur Kristjánsson blaöamaður kona, Takako Inaba Jónsson, sem er japönsk að upprana og talin af mörg- um í þessum geira algjör snillingur. Hún mun ekki flytja norður. I þessu kerfi eru afbrigði sem löguð eru að sérþörfum viðfangsefna stofnúnarinn- ar og þekkjast hvergi í skuldabréfa- kerfum banka og sparisjóða. Af þeim ástæðum einum er af kunnugum talið útilokað að Sparisjóður Bolungarvík- ur geti tekið að sér innheimtu fyrir Byggðastofnun eins og stjómarfor- maðurinn lagði til. Þá telja margir slíkt dæmi útboðsskylt en stjómarfor- maðurinn ekki. Samkvæmt lögum um útboð á vöru- kaupum, þjónustu og framkvæmdum opinberra aðila er skylt að efna til út- boðs ef umfang viðskipta fer yfir ákveönar upphæðir. ÖU vörukaup og aðkeypta þjónustu yfir 3.000.000 kr. og framkvæmdir yfir 5.000.000 kr. skal bjóða út. Fjárhæðim- ar miðast við verð án virðisauka- skatts. 11 milljónír á EES-svæöinu Til að þjónusta og vörukaup séu út- boðsskyld á evrópska efnahagssvæð- inu þá er miðað við að slík viðskipti séu um eða yfir 11 milljónum króna samkvæmt upplýsingum frá Ríkis- kaupum. Er það samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu. Gildir það gagnvart öllum ríkisfyrirtækjum og stofnunum. Er þá miðað við að rikið eigi 50% hlut eða meira í viðkomandi fyrirtæki. Gekk ekki upp Bent er á í þessu sambandi að flytja hafi átti skuldabréfaumsýslu íbúða- lánasjóðs norður í land, til Sparisjóðs Hólahrepps, i ársbyrjun 1999, en nú, tveimur ámm seinna, er sú þjónusta enn keypt af Reiknistofu bankanna. Telja kunnugir að sama verði upp á teningnum varðandi Byggðastofnun, hennar tölvukerfí verði áfram keyrt af þeim sem sérþekkinguna hafa í Reykjavík. Enn eitt atriði hefur verið nefnt í sambandi við þessa flutninga. Það er sú staðreynd að síðan þróunarsviðið var flutt til Sauðárkróks hefur enn ekki tekist að ráða viðskiptamenntað- an mann þar til starfa þrátt fyrir tveggja ára látlausa leit. Þá vitna menn líka til flutnings á Landmælingum upp á Akranes. Það átti m.a. að efla vinnumarkað á Akra- nesi. Staðreyndin er þó sú að þar vinna um 5-6 heimamenn, aðrir starfsmenn era úr Reykjavík og er- lendis frá. Þeim er ekið daglega á kostnað stofnunarinnar á milli Reykjavíkur og Akraness. Handahófskennd vinnubrögð Þó að tilgangur með flutningi ríkis- stofnana út á land sé göfugur þá virð- ist sem verulega handahófskennd vinnubrögð hafi þar verið viðhöfð. í gegnum árin hafa menn bent á að nær væri að flytja ákveðna þætti ýmissa stofnana út á land frekar en heilu stofnanimar. Ekki sé sjálfgefið að slikur flutningur sé til hagræðis og dæmin sanni einmitt hið gagnstæða. Talið er víst að kostnaðurinn af flutn- ingi Byggðastofnunar einnar muni nema tugum ef ekki hundraðum millj- óna þegar upp verður staðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.