Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000
DV
Kvikmyndir
43
Sting er 49 ára í dag
Breski poppgosinn
Gordon Matthew
Sumner eða Sting er
49 ára 1 dag. Hann
var á sínum tíma að-
alsöngvari og bassa-
leikari hljómsveitar-
innar Police en hóf
sólóferil 1984. Árið
1985 stofnaði hann hljómsveitina Blue
Turtles og hljóðritaði með þeim fyrstu
sólóplötu sína. Sting hefur komið
fram i nokkrum kvikmyndum, m.a.
eftir vísindaskáldsögunni Dune. Hann
hefur tekið þátt í Qölda góðgerðartón-
leika og hefur verið ötull talsmaður
fyrir vemdun regnskóganna.
Gildir fyrir þriöjudaginn 3. október
Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.i:
. Sinntu mikilvægum
verkefnum fyrst þar sem
ekki er séð hve mikinn
tíma þú hefur. Þrýsting-
ura fólk við vinnu skilar sér lítið.
Þú verður að leggja þig allan fram.
Fiskarnir (19. febr-20. marsl:
Gættu þess að gleyma
lengu mikilvægu þótt
þú hafir í mörg hom
að líta. Það gætu orðið
einhvérjir árekstrar í einkalifmu.
Hrúturinn (21. mars-19. anríll:
. Gengi þitt í vinnunni
I fer óðum batnandi og
það er engu líkara en
að lánið leiki við þig.
Gamall vínur leitar ráða hjá þér.
Hruturinn (21.
Nautið (20. ai
ér
nog fyrir st
I VIUUIOl llll i^-L
</
ekki. Þú ætti
Nautið (20. apfíl-20. maíi:
Þú ert fremur niður-
dreginn fyrri liluta
dagsins en það bráir
þó af þér ef þú hefúr
nóg Tyrir stafhi. Þú kynnist mikil-
vægri manneskju á næstunni.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúnn:
Þú ert talsvert gefinn
Myrir að gagnrýna aðra
og það gæti komið þér
í koll ef þú gætir þín
i ættir að eyða kvöldinu í
góðra vina hópi.
Krabblnn (22. iúní-??. iúin:
Það hefúr verið mikið
I að gera hjá þér undan-
' fariö og nú er kominn
tími til að hlaða batt-
f>ú ættir að fara í ferðalag.
Uónið (23. iúlí- 22. ágúst):
Lífið virðist leika við
þig þessa dagana og
| M ekki er óiíklegt að ást-
" in sé á næstu grösum.
Kvöldið'verður afar skemmtilegt
og eftirminnilegt.
Mevlan (23. áeúst-22. sept.l:
Þú hugar að framtíðar-
áformum og er þar
sannarlega úr mörgu
^ f að velja. Þótt ýmsir
vilji ráðleggja þér og vilji þér vel
verður þú að treysta á sjálfan þig.
Voein (23. sept.-23. okt.l:
Ástvlnir eiga saman
notalega stund og era
jafnvel famir að gera
áætlanir um framtíð-
iná. Þetta er einmitt rétti tíminn
til þess.
Sporðdreki (24. okt.-2i. nóv.):
[ Það er óróleiki í kring-
um þig sem stafar af
»óleystu deilumáli.
Reyndu að komast að
i um breytingar sem
fyrst.
Bogamaður (22. nóv.-21. des.l:
IStaðfesta er mikilvæg í
Fdag. Þú ert vinnusam-
ur og eitthvað sem þú
gerir vekur athygli
igum þig.
Steíngeitin (22. des.-i9, ian.ú
Þín blða ný og
skemmtilegt tækifæri í
vinnmmi sem er um
að gera að nýta sér.
Fjoiskyldulífið gengur betur en
það hefúr gert undanfarið.
Biógagnrýní
,>■ :
Kvikmy?í!gi@
The Straight Story - ★★★*
Mjúkur Lynch
Það er ekki ofsögum sagt að Dav-
id Lynch hafi komið öllum á óvart
með The Straight Story. Þetta er
leikstjórinn sem þar á undan gerði
Lost Highway, þar sem mátti hafa
sig allan við að fá einhvern botn í
söguna og leikstjóri sem þekktur er
fyrir að setja í kvikmyndir sínar
persónur sem erfitt er að finna
samastað í raunveruleikanum.
Lynch er einnig
sá sem gerði The
Elephant Man,
það er bara svo
langt siðan hann
leikstýrði henni
að hún stendur
þrátt fyrir gæðin
að nokkru leyti í
skugganmn af
Blue Velvet,
Wild at Heart og
Tvídranga-sjón-
varpsseríunni.
The Elephant
Man og The
Straight Story
eiga margt sam-
eiginlegt þó ólík-
ar séu. í þeim er Lynch á ljóðrænan
hátt að fást við það besta og versta í
manneskjunni. Mannfyrirlitningin
er áberandi í fyrrnefndu myndinni
á meðan það besta í manneskjunni
er í forgrunninum í The Straight
Story, sem er einstaklega hugljúf
kvikmynd um sjötíu og þriggja ára
gamian mann, Alvin Straight (Ric-
hard Farnsworth), sem vill ekki
skilja við lífið án þess að sættast við
bróður sinn. Eins og hann segir
voru þeir eins nánir eins og bræður
geta orðið en áfengi, öfund, hroki og
hégómi gerði þá að óvinum.
Alvin er góður maður og búinn
að lifa timana tvenna. Hann er
einnig þrjóskur og vill á fund bróð-
ur sins yfir þver miðríki Bandaríkj-
anna án aðstoðar. Þar sem hann
hefur ekki bílpróf ákveður hann að
fara á sláttuvél, sem fer með fimm
kílómetra hraða á klukkustund. Al-
vin býr yfir mikilli visku sem kem-
ur aðeins úr skóla lífsins. Á sinn ró-
lega hátt leiðbeinir hann villuráf-
andi meðbræðrum sinum sem hann
hittir á ferð sinni um leið og hann
svarar þeim sem vilja honum vel
með setningum á borð við: „Þú ert
góður maður að reyna að leiðbeina
þrjóskum manni.“ Þegar svo hjól-
reiðakapparnir spyrja hann hvernig
það sé að vera gamali svarar hann:
„Það versta við ellina er að muna
þegar ég var ungur.“ Þegar svo að
lokum hann hittir bróður sinn þarf
ekki mörg orð til að lýsa tilfinning-
um þeirra i frábæru lokaatriði.
The Straight Story væri ekki
þessi áhrifamikla og hugljúfa kvik-
mynd ef ekki kæmi til leikur Ric-
hards Farnsworth. David Lynch er
mikill fagmaður og gerir aiit rétt og
stundum má meira að segja sjá
takta sem kunnuglegir eru eins og
þegar fjölskylda og vinir sitja úti á
bletti og fylgjast með æfingu hjá
slökkviliðinu. Hann veit það samt
að myndin stendur og fellur með
Famsworth og leyfir honum að
njóta sín, má þar nefna atriðið á
barnum þegar tveir gamlir menn
rifja upp sársaukafulla reynslu sína
af fyrri heimsstyjöldinni. Túlkun
Famsworth þar lætur engan ósnort-
inn.
Hilmar Karlsson
David Lynch. Handrit: John Roach og
Mary Sweeney. Kvikmyndataka: Freddie
Francis. Aðaihlutverk: Richard
Farnsworth og Sissy Spacek.
A leið út í óvissuna
Richard Farnsworth í hlutverki Alvins sem fer á sláttuvél
til aö hitta deyjandi bróður.
Cosi ridevano - ★★★
Kv,kmyVÖgÖ
Kaldhæðin örlög
Gianni Amelio er orðinn ansi
þekktur, kannski ekki meðal al-
mennings en myndir hans hafa vak-
ið hrifningu á kvikmyndahátíðum.
Fyrir nokkrum árum sá ég L’Amer-
ica á kvikmyndahátíð hérna og það
má sjá að Cosi ridevano er gerð af
sama manni, þótt hún nái ekki þeim
íronísku hæðum og sjarma sem
gerði L’America svo heillandi.
Titillinn Cosi ridevano (Hvernig
við hlógum) vísar í dálk í ítölsku
tímariti frá sjötta áratugnum þar
sem lesendur sendu inn brandara.
Með því að skoða þessi gömlu blöð
má sjá hvemig húmor ítölsku þjóð-
arinnar breytist með árunum. Gi-
anni Amelio reynir að fanga breyt-
ingamar í itölsku samfélagi á sjötta
og sjöunda áratugnum á svipaðan
hátt, á tímabili þar sem Ítalía er að
breytast úr sveitamenningu í borg-
armenningu. Myndin gerist á sex
ára tímabili, frá 1958 til 1964, og sýn-
ir okkur einn dag á hverju ári í lífi
tveggja munaðarlausra bræðra sem
hafa flust frá Sikiley tii Torino.
Eldri bróðirinn, Giovanni, er
ómenntaður og ólæs. Hann er stað-
ráðinn í að yngri bróðirinn, Pietro,
fái notið þeirrar menntunar sem
hann hefur sjálfur farið á mis við og
verði að lokum kennari sem í hans
huga er mesta virðingarstaða sem
hann gæti náð. Hann færir stöðugar
fómir til að kosta menntun Pietro
sem lætur sér fátt um finnast og
sýnir náminu lítinn áhuga. Honum
snýst þó hugur um síðir en fanatísk
staðfesta Giovanni endar með
ósköpum og sagan endar í kald-
hæðnislegum viðsnúningi.
Persónur í myndum Gianni
Amelio, í þessari sem fyrri myndum
hans, eiga erfitt uppdráttar og eru í
lægstu þrepum virðingarstigans í
sínu samfélagi og myndimar segja
frá draumum þeirra um betra líf og
oft vonlítilli baráttu þeirra til að
öðlast það. f Cosi ridevano eru per-
sónumar fulltrúar hinna lægst
settu í gömlu ítölsku þjóðfélagsskip-
uninni. Með mikilli þrjósku, fóm-
fýsi og staðfestu nær eldri bróðirinn
að gera það sem þarf til að mennta
yngri bróður sinn en þjóðfélagið
breytist hraðar en metnaður þeirra
og niðurstaða erfiðisins verður allt
önnur en hann hafði séð fyrir sér.
Leikstjórinn stundar persónusköp-
un sína af mikiili alúð og góðir leik-
arar hjálpa honum að gera bræð-
urna að fullmótuðum persónum
sem eiga samúð áhorfandans. Frá-
sagnarstíllinn er markviss en hæg-
ur og maður þarf því að sýna
svolitla þolinmæði. Íronían er ekki
jafnmögnuð og í L’America en leik-
stjórinn kemur hugðarefnum sínum
á framfæri á þann hátt að áhorfand-
inn getur haft ánægju af.
Pétur Jónasson
Leikstjórn og handrit: Gianni Amelio. Að-
alhlutverk: Enrico Lo Verso og Francesco
Giuffrida.
VIDEOHOL LIN
y\ ^>mu b>axrck
^BÓNUSVIDEO
Loitjíiit f þínu hvorfí
4*,-
t
1