Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Side 11
11
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000
!OV
Jón Hjaltalín gefur út þriðja bindi af Sögu Akureyrar:
Sálir Akureyringa
Þriöja bindi af Sögu Akureyrar nœr
yfir tólf ár, 1906-1918, og œtlar þessi saga
aö veröa bitastœö höfundi sínum, Jóni
Hjaltalín sagnfræöingi. Bindiö er stórt,
tœpar 400 síður í stóru broti, smekklega
skreytt miklum fjölda Ijósmynda. Mynd-
irnar eru skýrar og vel unnar og haföi
Jón orö á því aö ef myndirnar kæmu illa
út í bókinni vœru frummyndirnar ónýt-
ar! Flestar eru myndirnar frá árunum
sem bindið nœr yjfir, nokkrar eru yngri
og tvœr eldri eöa frá því um 1880, báðar
neöan af Oddeyri. „Ég varð aö setja þær í
þessa bók úr því ég fékk þær ekki fyrr, “
segir Jón.
Á árunum sem bókin nœr yfir uröu
miklar breytingar á Akureyri, byggöin
þéttist og bæjarbragurinn batnaöi. Und-
irtitill þriöja bindis er Fœöing nútíma-
mannsins og Jón var beöinn aö rökstyöja
hann.
„Fæðingarhríðirnar stóðu alveg frá byrjun 20.
aldar til 1918 þegar landið varð fullvalda," segir
Jón. „Þá var nútímamaðurinn orðinn til á ís-
landi, bæði í verklegum efnum og ekki síður and-
legum. Ef við lítum á verkleg efni þá eru vélar að
taka yfir af handafli og breyta nánast öllu á sjó
og landi. En hugarfarið breytist líka um leið: Við
fórum að trúa þvi að við getum breytt um-
hverfi okkar. Áður bjuggu bændur bara
við þúfnakollana, eins og einhver
vís maður sagði, slógu ofan af
þeim og í kringum þá og datt ekki í
hug að það gæti orðið öðruvísi. Nú
fóru þeir óðum að slétta úr þeim og
breyta ásýnd landsins. Og ameríski
draumurinn - sem auðvitað var ekki bara
amerískur heldur alþjóðlegur - um að
menn gætu haflð sig upp úr fátækt til auð-
legðar, hann varð sterkt einkenni á skaplyndi
manna á þessum árum. Fátækir synir þurra-
búðarfólks urðu ríkir, urðu jafnvel ráðherrar.
Dæmin voru mörg sem sönnuðu að draumurinn
gat ræst.“
Maöur 20. aldar var jafnaðarmaður
Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um árin fram að
heimsstyrjöldinni og rekur þróun i stjóm bæjar-
ins, framfarir í atvinnu- og samgöngumálum,
menntamálum, verslun og svo framvegis og gefur
myndir af almennum bæjcirbrag. Seinni hlutinn
fjallar svo um stríðsárin 1914-18.
„Þá verður mikil breyting á afstöðu okkar til
stjórnvalda og hlutverks þeirra," segir Jón.
„Áður trúðu allir að hreppsnefndir, bæjarstjóm-
ir og önnur yfirvöld ættu fyrst og fremst að sjá til
þess að menn væru ekki skattlagðir um of. Það
átti að framkvæma hið nauðsynlega, ekkert um-
fram það. Aldrei var afgangur af tekjum því að-
eins var hirt af mönnum fyrir brýnum þörfum.
En á stríðsárunum var kreppan það almenn að
menn sáu að engin leið var að treysta einkaaðil-
um til að sjá um alla hluti. Þá var viðurkennt að
ríki og bær mætti gripa í taumana, skipuleggja
atvinnubótavinnu, standa fyrir innflutningi og
DV-MYND E.ÓL.
Jón Hjaltalín sagnfræðingur
Ameríski draumurinn - sem auövitaö var ekki bara amerískur heldur al-
þjóölegur - um aö menn gætu hafiö sig upp úr fátækt til auöiegöar,
varö sterkt einkenni á skaplyndi manna.
hefði dregið sér fé þá var eins og Akureyringar
vildu sýna honum fyrirgefningu sína með því að
þegja. Bróðir hans var þingmaður og seinna ráð-
herra en skyldleikinn við hinn seka var aldrei
notaður gegn honum, þrátt fyrir hatrammar póli-
tískar deilur í landinu um þær mundir.
Þetta atvik sýnir aðra hlið á mannlegu eðli en
maður er vanastur," heldur Jón áfram. „Maður
hefði átt von á illvígu slúðri en það kom ekki.
Bankastjórinn flúði til Kanada og ég veit ekki
betur en það hafi átt að handsama hann þar en
það var aldrei gert. Þar varð hann gamall maður
og kom aldrei heim aftur en þrjú af fjórum börn-
um hans fluttust til hans. Mér finnst gaman að
finna svona dæmi af einstaklingum sem hægt er
að horfa á í víðara samfélagslegu samhengi,
skoða samfélagið og viðbrögð þess út frá einstak-
lingunum. Kanna almenn lög og reglur og skoða
hvemig þau bitna á einstaklingum og gera um
leið tilraun til að skoða sálir mannanna. Það er
eitt markmið mitt með þessu verki.“
Jón Hjaltason hefur unnið að ritun Sögu Akur-
eyrar i niu ár, þrjú ár á bindi, og gefur Akureyr-
arbær bækurnar út. Næsta bindi er væntanlegt
að þremur árum liðnum og draumurinn er að
það nái til 1940. „En efnið verður að fá að ráða
því hversu langt verður farið,“ segir Jón.
selja ódýr-
ara en
kaup-
menn. Þá var
líka viðurkennt
að þau mættu leggja
meiri álögur á íbúana og
eiga afgang til að geta hjálpað
þeim sem minna máttu sín. Þetta
varð eitt af einkennum 20. aldar manns-
ins: Hann viðurkennir að samfélagið megi grípa
í taumana og að það eigi að leggja á þá sem meira
mega sín til að jafna kjörin."
Landflótta Akureyringur
Við spurðum Jón hvað væri honum minnis-
stæðast af stökum atvikum í þessu bindi. Þau eru
vitaskuld mörg og hann hugsaði sig vel um áður
en hann svaraði.
„Kannski er eitt sérstaklega minnisstætt. Það
kom upp mál þegar einn af forkólfum bæjarins
flúði land eftir að hafa falið sig í kjallara ein-
hverjar vikur uppi í Brekku þannig að um tíma
héldu menn að hann væri dauður. Það sem kom
mér á óvart í sambandi við það mál var sú al-
gjöra þögn sem ríkti um það. Þetta var banka-
stjóri í bænum, ákaflega vel liðinn, og þó að hann
S
Joan La Barbara til Islands
Eins og áður hefur verið
minnst á hér á síðunni verður
haldin „hátíð talaðrar tónlistar"
á laugardaginn kemur. Hefst há-
tíðin með málþingi í Iðnó kl. 14
en um kvöldið verða tónleikar í
íslensku óperunni þar sem
mörkin milli skáldskapar og
tóna verða fljótandi og stefha
jafnvel til hafs. Stjarnan í stór-
um hópi erlendra og islenskra
listamanna er hin virta sópran-
söngkona og tónskáld, Joan La
Barbara, sem starfað hefur með-
al annars með tónskáldum á
borð við John Cage og Morton
Feldman. Áhugamenn um tónlist
ættu að taka eftir því að hún
heldur líka einsöngstónleika í
Salnum á sunnudagskvöldið, kl.
20.
Fjölhæf listakona
Joan La Barbara er fædd 1947 hefur veriö kölluö „einhver mesti
og hefur á löngum ferli sem tón- raddsnillingur okkar tima".
skáld, flytjandi og hljóðlistakona
einbeitt sér að mannsrödd-
inni sem hljóðfæri og gengið
langt út fyrir öll hefðbundin
mörk í verkum fyrir raddir,
hljóðfæri og gagnvirka tækni.
Hún hefur verið kölluð „ein-
hver mesti raddsnillingur
okkar tíma“ (San Francisco
Examiner) og er mikilvirkur
brautryðjandi í nútíma klass-
ískri tónlist og hljóðlist. Hún
hefur gert einstakar tilraunir
með útvikkun á raddtækni,
þar á meðal „multiphonics“
(hljóð sem framleidd eru sam-
tímis á tveim eða fleiri
tónsviðum), hringsöng,
spangól og raddbandasmelli
sem eru eins konar vöru-
merki hennar.
Joan La Barbara hefur
fengið fjölmargar viðurkenn-
ingar, haldið tónleika um all-
an heim og komið fram með
ýmsum merkustu sinfóníu-
hljómsveitum Evrópu og
Bandaríkjanna. Hún hefur gefið út hljómplötur
með eigin verkum, stjómað upptökum á tónlist
Johns Cage og Mortons Feldmans og frumflutt
tímamótaverk sem skrifuð voru fyrir hana af
þekktum amerískum tónskáldum. Hún hefur
einnig unnið að þverfaglegum verkefnum með
ýmsum myndlistarmönnum, þar á meðal hjónun-
um Steinu og Woody Vasulka. Nýjasta útgefna
verk hennar er „73 Poems“ sem er samvinnu-
verkefni með myndlistarmanninum og textahöf-
undinum Kenneth Goldsmith, gefið út sem graf-
ískt verk, bók og geisladiskur.
Á tónleikunum í Salnum á sunnudagskvöldið
mun Joan byrja á „In the Dreamtime" sem hún
samdi fyrir þýska útvarpið til að sýna hvers rödd
hennar væri megnug. Þar klippir hún saman
sautján eldri tónverk sín eins og þau komi til
hennar í draumi. Einnig flytur hún The Waves
eftir Charles Dodge við texta Virginiu Woolf,
Voice Windows eftir sjálfa sig við myndbands-
verk Steinu Vasulka, Solo for Voice 52 eftir John
Cage og loks Shaman Song sem hún samdi við
kvikmyndina Anima.
Joan fléttar víða rödd sína á segulbandi við lif-
andi söng sinn og óhætt er að lofa verulega
óvenjulegum tónleikum þetta kvöld.
___________Menning
Umsjón: Silja A&alsteinsdóttir
í leit að
frægð og frama
í dag heldur Sinfóníuhljómsveit ís-
lands í viðamestu hljómleikferð sem
farin hefur verið héðan með alls 81
hljómsveitarmann. Á fóstudag leikur
hljómsveitin í Manitoba og síðan á sam-
tals tólf öðrum stöðum til 24. október
þegar ferðinni lýkur. Meðal annars
verður spilað í Carnegie Hall í New
York, Kennedy Center í Washington og
háskólabænum Ann Arbour í Michig-
an. Allir þessir staðir eru þekktir fyrir
að gera miklar kröfur til flytjenda inn-
an sinna dyra og verður spennandi að
sjá hvernig hljómsveitinni okkar farn-
ast. Góða ferð!
Til heiðurs
John Lennon
Á mánudaginn
kemur ætlar útvarps-
stöðin GULL 909 að
halda afmælistón-
leika í Borgarleikhús-
inu til heiðurs bítlin-
um John Lennon sem
milljónir manna um
allan heim dáðu þeg-
ar hann féll fyrir morðingjahendi 8. des-
ember 1980. John fæddist í Liverpool á
Englandi 9. október 1940 og var fyrst og
fremst þekktur sem tónlistarmaður en
var einnig liðtækur rithöfundur, leikari
og baráttumaður.
Margir þekktustu tónlistarmenn
þjóðarinnar heiðra John Lennon á þess-
um degi með því að syngja lög eftir
hann: Björgvin Halldórsson, Björn Jör-
undur, Daníel Ágúst, Einar Ágúst, Ellen
Kristjánsdóttir, Eyjólfur Kristjáns,
Helgi Bjöms, Hreimur, KK, Páll Rósin-
krans, Ragga Gísla, Selma og Védís Her-
vör. Tónlistarstjóri er Jón Ólafsson.
Allur ágóði af tónleikunum rennur
til Umhyggju, félags til stuðnings lang-
veikum börnum. Tónleikunum verður
útvarpað í beinni útsendingu á GULL
909.
Afmælissýning FB
í dag, kl. 16.25, verður opnuð mynd-
listarsýning í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi í tilefni af 25 ára afmæli
Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Á sýn-
ingunni verða verk eftir 28 listamenn
sem stigu fyrstu skrefin á myndlistar-
ferli sínum við listadeild skólans. Verk-
in eru af margvíslegum toga: málverk,
skúlptúrar, grafik, textílverk, keramik,
ljósmyndir og videóverk.
Sýnendur eru: Anna Eyjólfsdóttir,
Didda Hjartardóttir Leaman, Dröfn
Guðmundsdóttir, Erling Þ.V. Klingen-
berg, Georg Guðni Hauksson, Guðbjörg
Hákonardóttir, Guðbjörg Hlíf Pálsdótt-
ir, Gunnar Þ. Jónsson, Hekla B. Guð-
mundsdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir,
Helga Kr. Unnarsdóttir, Helgi Eyjólfs-
son, Hildur Jónsdóttir, Inga Þórey Jó-
hannesdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Jó-
hanna Sveinsdóttir, Kolbrún Sigurðar-
dóttir, Margrét B. Magnúsdóttir, Ólöf
Einarsdóttir, Jóní Jónsdóttir, Ragnar
Stefánsson, Ráðhildur S. Ingadóttir,
Sara Vilbergsdóttir, Sigrún Inga Hrólfs-
dóttir, Sólrún Guðbjörnsdóttir, Stefanía
Stefánsdóttir, Þórdís Elín Jóelsdóttir og
Þórunn Hjartardóttir.
Mósaík
aftur á skjáinn
Þær fregnir berast
frá Stöð 2 að enginn
Kristall verði í vetur
og er það miður. En
Mósaík verður á sín-
um stað í Sjónvarpinu
og í fyrsta þættinum í
kvöld verður m.a. birt
svipmynd af Guðjóni
Pedersen, leikhússtjóra Borgarleikhúss-
ins, fjallað um nýjasta leikrit Sigurðar
Pálssonar, Einhver í dyrunum, rætt um
Dancer in the Dark og Lars von Trier
og loks flytur Einar Már Guðmundsson
ljóð við tónlist Tómasar R. Einarssonar.
Umsjónarmaður er sem fyrr Jónatan
Garðarsson.