Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 I>V 7 Fréttir Sandkorn ..........jpj Umsjón: Hordur Krlstjánssoo netfang: sandkom@ff.is Kostar ekkert í Degi gat að líta athyglisverða frétt um „Hraðstúdenta". Þar segir að menntamála- ráðuneytið gerir \ ráð fyrir að greiða 650.000 kr. á ári fyrir hvern nem- anda sem stenst próf í öllum grein- um við nýja hrað- braut sem ætlar að útskrifa stúd- enta eftir tveggja ára nám. Sagt er að Jóhannesi Hauks- syni, fyrrverandi skipstjóri á Frið- riki Sigurðssyni ÁR 17, sem upp- götvaði réttindalausan vélstjóra um borð í skipi sínu, þyki þetta sérlega skondið. Hann hafi nefnilega kom- ist að því að sérstök undanþágu- nefnd sinni óskum varðandi rétt- indamenn á skip svo fólk sé hrein- lega hætt að sækja skóla á því sviði. Þar sé skrifað upp á undan- þágur fyrir þá sem hafa ekki til- skilin próf í miklar ábyrgðarstöður og það kosti varla nokkurn skapað- an hlut... Sá fyndnasti TAL mun standa fyrir TAL- kvöldum öll fimmtudagskvöld í október þar sem leitin að fyndn- asta manni ís- lands árið 2000 fer fram. Tal hefur staðið fyr- ir leitinni að fyndnasta manni íslands undanfarin tvö ár og hafa sigurvegararnir, Sveinn Waage og Pétur Jóhann Sigfús- son, orðið landsþekktir menn í kjölfar sigursins. Sagt er að Garð- ar Sverrisson, formaður Öryrkja- bandalagsins, sé sannfærður um að þennan titil eigi enginn frekar skil- ið en Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Tal hans um kjör aldraðra og öryrkja í stefnuræðu sinni á Al- þingi sé svo mikill brandari að meira að segja hann sjálfur trúi ekki því sem hann er að segja... Páll í meirihluta Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir niðurstöðu skoðana- könnunar DV, sem sýni mikla and- stöðu framsóknar- manna gegn ESB- aðild, ekki koma sér á óvart. Hún sé í takt við and- stöðuna í flokkn- um og það sem Hermann Jónas- son hafi lagt upp með á sjöunda áratugnum. Þykja þessi ummæli nokkuð afdráttarlaus af ráðherra flokksins í ljósi þess hvernig for- maður hans hefur talað undan- farna mánuði. Velta gárungar því fyrir sér hvort formaðurinn Hall- dór Ásgrímsson sé kominn í minnihluta í flokknum og Páll taki þá við... Undir norskri nautshúð Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra er enn sagður undir feldi við að íhuga hvort rétt sé að leyfa ræktun kúa af norskum uppruna á ís- landi. Reyndar hafa verið frétt- ir af og til af ráðherranum vegna þessa máls undanfama mánuði og alltaf er hann undir feldi. Gárungar velta því fyrir sér hvort ráðherrann sé ekki að svindla í málinu. Hann sé þegar búinn að flytja inn í það minnsta hluta af norskri kú. Svör hans undanfarna mánuði bendi ótvírætt til þess að feldurinn sem hann virðist ekki komast undan sé svo þungur og mikill að þar hljóti að vera um að ræða nautshúð af norskum ættum... Síðasta flug til Kulusuk í gær: Mér líst djöfullega á þetta - segir Vilhjálmur Knútsson, íbúi í Nuuk Lagt var upp í síðustu ferð Flug- félags íslands til Kulusuk í fyrradag en þar með mun félagið leggja niður áætlun sem stað- ið hefur samfellt hátt í tvo áratugi. Vilhjámur Knúts- son, íbúi í Nuuk, var einn þeirra farþega sem héldu utan eftir að hafa verið í fríi á íslandi. Hann var síður en svo ánægður með að samgöng- ur milli íslands og Grænlands væru að leggjast af. „Mér líst djöf- ullega á að flugið skuli fellt niður. Það er mjög ein- kennilegt í því ljósi að stjórnmálamenn beggja landanna hafa notað-hvert tækifæri til að tala fagurlega um nauðsyn þess að efla samgöngur. Það hefur enginn talað um að draga úr þeim eða leggja þær alveg niður,“ segir Vilhjálmur. Sigurður Pétursson, skipstjóri í Kuummiit, sem héit einnig utan í gær, tók í sama streng. Vilhjálmur Knúts- son í Nuuk segir lít- /'ð að marka stjórn- málamenn sem haldi uppi fagur- gala um nauösyn þess að efla sam- göngur mllli íslands og Grænlands. Mesti kolmunnaafli frá upphafi DV,AKRANESI: Islensku skipin eru búin að veiða um 200 þúsund tonn af 800.000 tonna leyfilegum heildarhámarksafla, eða fjórðung af heildarafla, og hefur kolmunnaaflinn aldrei verið meiri. Veiðamar hafa aukist stig af stigi undanfarin ár. Árið 1996 var aflinn 500 tonn, 1997 fór hann í 10.500,1998 margfaldaðist hann og varð 65.000 tonn og í fyrra var aflinn yfir 100 þúsund tonn. Enn eitt metið verður sett í ár. Mestu af kolmunnaaflanum hefur verið landað til bræðslu á Austfjörð- um. Þannig hafa verið unnin 47.000 tonn á Eskifirði, 41.000 tonn í Nes- kaupstað, 30.000 tonn hafa farið til Seyðisfjarðar og 28.000 tonn til Fá- skrúðsfjarðar. -DVÓ | fl f « Verslað og riöið Aöstandendur nýja leikhússins og sýningarinnar Shopping & Fucking í Kvikmyndaverinu í gær. Leikfélag íslands: Nýtt leikhús - í kvikmyndaveri Enn færir Leikfélag Islands út kvíarnar og hefur nú opnað nýtt leikhús í tengibyggingu við Loft- kastalann sem rúmar 200 manns. Húsnæðið var áður notað sem staf- rænt kvikmyndaver og hefur hlotið nafnið „Kvikmyndverið". Fyrstu sýningar í Kvikmyndaver- inu verða á leikriti EGG-leikhúss- ins, Shopping & Fucking, sem sýnt hefur verið fyrir fullu húsi í Ný- listasafninu viö Vatnsstíg að undan- fómu. Fmmsýning á leikritinu í nýju leikhúsi verður á laugardag- inn en verkið verður aðeins sýnt í takmarkaðan tíma vegna anna leik- ara. -EIR Síðasta flugið Flugfélag íslands sendi síðustu áætlunarvélina til Kulusuk. Hér fer Siguröur Pétursson um borö ásamt konu sinni. „Þetta kemur sér illa fyrir mig vegna þess að ég kaupi mikið af varahlutum frá íslandi. Það hefur tekið mjög skamman tíma að fá slíka þjónustu en nú verður maður líklega að skipta við Danmörku en þá tekur venjulega mánuð að fá vör- una,“ segir hann. Sigurður segir að það skipti sig minnstu máli þó hann komist ekki sjálfur á mUli landa. „Mér er alveg sama þó ég komist ekki sjálfur til íslands enda á ég heima á Grænlandi og er ekkert á leiðinni þaðan,“ segir Sigurður. -rt RAFBORG Rauðarárstís 1 105 Reykjavík Sími: 562 2130 Símbréf: 562 2151 netfans: rafbors@islandia.is EUROCARD MasterCard Frábœr skrifborð og Frönsk sveitah úsgögn 122sm x 73sm x 130sm verá: 89,000kr. nú: Ó9,OOOkr. 137sm x 73sm x 130sm verð: 99,000kr. nú: 79,000kr. Tökum niáur pantanir á vönduáu Frönsku s vei t ahú s gf ö gfn unu m. Yfir 100 gerðir, 4 litaafLrigái - Gegnheil eih - Frí heimsending um allt land COLONY Vörur fgrir vandláta Síðumúla 34 (Homið á Síðumúla og Fellsmúla) Sími: 568 7500 - 863 2317 - 863 2319 Tölvuskattkolin sem slógfu í gfegfn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.