Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 25
29
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000
3>V Tilvera
Ástríkur
og Stein-
ríkur
Allir unnendur teiknimynda,
hvort sem er í blöðum, bókum eða í
sjónvarpi, þekkja Ástrík og félaga
hans og eilífa baráttu þeirra við
Rómaveldi. Þessi teiknimyndasería
hefur náð vinsældum um allan
heim. Nú hefur litið dagsins ljós
fyrsta leikna myndin og er hún
frönsk og heitir Ástríkur og Stein-
ríkur gegn Sesari. Ekki verður látið
neitt uppi um söguþráðinn en látið
fljóta að þar eru allir hinir hug-
rökku Gallar, með þá Ástrík og
Steinrík fremsta í flokki jafningja,
og að sjálfsögðu er barist viö Róm-
verja, auk þess sem ýmsar skondn-
ar deilur innan hópsins koma upp á
yfírborðið.
Frakkar spöruðu ekkert til að
gera myndina sem best úr garði og
er hún ein dýrasta kvikmynd sem
þeir hafa gert. Leikarar eru ekki af
verri endanum og ber þar fyrst að
telja frægasta leikara Frakka í dag,
Gerard Depardieu, sem leikur Stein-
rík. Depardieu, sem hefur á undan-
förnum árum fengið á sig nokkur
aukakíló, passar vel í hlutverk hins
fjöruga og orðumstóra Steinrík. Sá
sem fékk það hlutverk að leika Ást-
rik er Christian Claver, sem ekki er
síður þekktur á heimaslóðum en
Depardieu, en er ekki eins frægur á
alþjóðavettvangi. Hann gerði meðal
annars garðinn frægan ásamt Jean
Reno í Les Visiteurs-myndunum
tveimur. Þá leikur Roberto Benigni
Rómverja og má segja að hann hafi
stokkið inn í þetta hlutverk beint af
óskarsverðlaunahátíðinni þar sem
hann fékk óskarsverðlaunin fyrir
leik sinn í Life Is Beautiful sem
hann leikstýrði sjálfur. í minni hlut-
verkum eru svo margir þekktir leik-
arar. Leikstjóri er Claude Zidi, sem
er með þrjátíu ára leikstjórnarferil
að baki í franskri kvikmyndagerð.
Ástríkur og Steinríkur, sem
frumsýnd verður á morgun í Bíó-
höllinni, Kringlubíói og Regnbogan-
um, er sýnd hér með íslensku tali og
talar Laddi fyrir Ástrík og Egill
Ólafsson fyrir Steinrík. Aðrir sem
ljá rödd sína eru Bergur Ingólfsson,
Arnar Jónsson, Guðmundur Ólafs-
son, Harald G. Haraldsson, Ólafur
Darri Ólafsson, Ragnhildur Gísla-
dóttir, Vigdís Pálsdóttir og Karl
Ágúst Úlfsson. -HK
Steinríkur
Frægasti leikari Frakka, Gerard Depardieu, leikur þennan
vinsæla karakter.
Eyjafjörður:
dv. akiTreyrí?
Lionsklúbbur Akureyrar og
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafl í Eyja-
flrði hafa tekið að sér að fjármagna
kaup og þjálfun á fíkniefnaleitar-
hundi fyrir lögregluna á Akureyri
og er áætlað að stuðningm- Lions-
klúbbanna vegna þessa verkefnis
muni nema um 600 þúsund krónum.
Til að íjármagna verkefnið verður
efiit til hagyrðingakvölds í iþrótta-
húsi Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðar-
sveit nk. föstudagskvöld kl. 20.30 en
þetta er þriðja árið í röð sem klúbb-
amir efha til slíks til stuðnings góð-
um málefnum. Að þessu sinni verða
hagyrðingamir fimm talsins: Bjöm
Ingólfsson frá Grenivik, Ósk Þorkels-
dóttir frá Húsavík, Friðrik Stein-
grimsson úr Mývatnssveit og lækn-
amir frá Akureyri, þeir Pétur Pét-
ursson og Hjálmar Freysteinsson.
Auk þeirra koma fram söngvaramir
Óskar Pétursson og Sigrún Hjálmtýs-
dóttir. Stjómandi hagyrðingakvölds-
ins verður Birgir Sveinbjömsson.
Einn af starfsmönnum lögreglunn-
ar á Akureyri hefur tekið að sér end-
urgjaldslaust að hafa umsjón með
fíkniefnaleitarhundinum sem keypt-
ur verður en fjárveiting á fjárlögum
vegna stöðu eftirlitsmanns með fíkni-
efhaleitarhundi við embætti lögregl-
unnar á Akureyri hefur ekki fengist
samþykkt. Lionsklúbbamir mirnu
fjármagna kaup á hvolpi og allan
kostnað við þjálfun hans, s.s. þijú
námskeið og próf hjá hundaþjálfara
lögreglunnar í Reykjavík. Þjálfunin
verður undir eftirliti þjálfara hjá lög-
reglunni í Reykjavik og hundurinn
þarf að standast lokapróf áður en
hann verður viðurkenndur sem
fíkniefhaleitarhundur.
„Mér er ofarlega i huga sá hlýhug-
ur og velvilji sem klúbbamir sýna
með þessu framtaki en það er tví-
mælalaaust mjög mikilvægt í barátt-
unni við fíkniefnavandann að hér á
Akureyri sé til staðar þjálfaður fíkni-
efnaleitar-
hundur.
Auk þess
munu önnur
lögregluum-
dæmi hér á
Norðurlandi
geta nýtt sér
staðsetningu
hundsins á
Akureyri
þannig að á
ferðinni er
framfara-
spor í barátt-
unni gegn
fíkniefnum
á öllu Norð-
urlandi,"
segir Daníel
Guðjónsson,
yfirlögreglu-
þjónn á Ak-
ureyri.
-gk
Pétur Pétursson
læknir á Akureyri er einn
hagyrðinganna
Á morgun verður frumsýnd í Sm-
bióunum, Nýja bíói, Akureyri, og
Nýja bíói, Keflavík, spennumyndin
U-571 sem gerist í seinni heimsstyrj-
öldinni. Myndin er skáldskapur en
byggir þó að sumu leyti á raunveru-
legum atriðum sem spunnust um
það hvernig ætti að fylgjast með
ferðum þýskra kafbáta sem voru
mikil hindrun fyrir birgðaflutninga
á Atlantshafmu frá Bandaríkjunum
til Bretlands. Fiallar myndin um för
kafbáts á vegum Bandaríkjahers
sem sendur er í svaðilför á Atlants-
hafí og er tilgangurinn að komast
að því hvernig þýskir kafbátar
skipuleggja ferð sína en þeir hafa
náð að koma mörgum skipum
bandamanna á óvart og ljóst er að
tilgangurinn er að stöðva alla flutn-
inga til Evrópu.
Staðreyndin við myndina er að til
var leiðakerfi þýskra kafbáta í
seinni heimsstyrjöldinni sem
bandamenn komust yflr. í mynd-
inni eru það Bandaríkjamenn sem
komast yfir það en raunveruleikinn
var annar að mati Breta, sem illa
þoldu sjálfsdýrkun Bandaríkja-
manna í myndinni, og sögðust eiga
jafnmikinn heiður ef ekki meiri af
árangrinum. Hvað um það, U-541
þykir vel heppnuð spennumynd
með flottum áhættuatriðum og hef-
ur leikstjórinn Jonathan Mostow
(Breakdown) fengið hrós fyrir sinn
hlut.
Fjöldi þekktra karlleikara er í
myndinni og í aðalhlutverkum eru
Matthew McConaughey, Bill
Paxton, Harvey Keitel og söngvar-
inn Jon Bon Jovi. -HK
Kafbátaforinginn Andrew Tyler
Matthew McConaughey í hlutverki eins úr hópi úr-
valshermann sem valdir eru í hættulega för.
U-571
Kafbáturinn sem leggur í svaðilferðina í Atlantshafi.
U-571:
Hagyrðingar safna
fyrir fíkniefnahundi
Kafbáta-
stríð
i
«
«