Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 JOV Fréttir Skoðanakannanir DV og fylgi Framsóknarflokksins í þingkosningum: Framsókn rétt mæld - staðhæfingar Halldórs Ásgrímssonar um skoðanakannanir DV rangar Halldór Ásgrímsson Fylgi Framsóknarflokksins: Skoðanakannanir DV í gegnum tíð- ina endurspegla vel afstöðu almenn- ings til flokkanna. Framsóknarmenn hafa öðrum fremur gagnrýnt áreiðan- leika DV-kannana og telja þær ekki fara sérlega nærri raunverulegri út- komu í kosningum. Slikt virðist hefðbundinn hluti af pólitískri vamarbaráttu. Við höfum reynslu... Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í Degi sl. þriðjudag, í kjölfar skoðanakönnunar DV, umræðuna mn Evrópusambandið ekki vísbendingu um fylgistap Fram- sóknarflokksins. „Ég held að þessi könnun sé ekki nægilega marktæk vegna þess að nær helmingur að- spurðra svaraði ekki. Við höfum reynslu af því að það fólk sem svarar ekki í þessum skoðanakönnunum DV sé fólk sem styður okkur í kosningum. Við tökum mun meira mark á skoð- anakönnunum Gallups," sagði Halldór Ásgrímsson. Staðreyndir segja annað Útkoma skoðanakannana DV eru sérstaklega athyglisverðar þegar litið er á fylgi Framsóknarflokksins fyrir þrennar þingkosningar 1991, 1995 og 1999. Niðurstaðan eftir talningu at- kvæða úr kjörkössum landsmanna var hreint ótrúlega lík síðustu könnunum DV fyrir kosningamar. Árið 1991 munaði 0,1% á niðurstöðu og könnun DV. Árið 1995 var niðurstaðan alveg eins og könnun og í kosningunum 1999 munaði einungis 0,2 prósentum. Nánast enginn munur Þann 18. apríl 1991, tveim dögum fyrir kosningar, sýndi skoðanakönnun DV Framsóknarflokkinn með 19% fylgi. I kosningunum 20. aprfl 1991 urðu úrslitin þau að Framsóknarflokkurinn fékk 18,9%. Þama munaði aðeins 0,1% á skoðanakönnun DV og veruleikanum þegar talið var upp úr kjörkössum. í febrúar 1995, þegar líða tók að þingkosningum það ár, mældist Fram- sóknarflokkurhm með 22,4% fylgi í skoðanakönnun DV. Næstu tvær kannanir 10. og 24. mars sýndu báðar minnkandi fylgi sem var þá komið i 20,6%. í könnun sem kom fyrir al- menningssjónir 7. apríl, degi fyrir þingkosningamar 1995, mældist fylgi Framsóknarflokksins í skoðana- könnun DV 23,3%. Þegar talið var upp Formaöur Framsóknarflokksins þykist sjá ósamræmi í könnunum DV og niðurstöðum kosninga. Staðreyndir segja annað. úr kjörkössum reyndist niðurstaðan síðan vera nákvæmlega sú sama og í könnun DV, eða 23,3%. Fýlgið sveiflast Vinsældir Framsóknarflokksins vora þá greinilega á mikilli siglingu og í næstu könnun eftir kosningamar 11. maí mældist flokkurinn með 27% fylgi. Tólfta júlí mældist það síðan í könnun DV 24,7% og 22. september var það 26,6%, en 2. desember það ár var fylg- ið mælt 20,5%. í ársbyrjun 1996, eða þann 20. janú- ar, sýndi skoðanakönnun DV Fram- sóknarflokkinn með 24,3% fylgi. 6. mars mældist fylgið enn meira, eða 25,5%. Siðan fór það verulega niður á við og 18. apríl var það 22% og 31. mai 20,4%. Botninum 1996 náði fylgið í könnun 28. júní og var þá 19,1%. 7. júlí það sama ár fór fylgið heldur upp á við, eða i 20,8%. Næstu mánuði fór gengi Framsókn- arflokksins verulega niður og 3. febrú- ar 1997 mældist það aðeins 16,1%. Heldur rofaði til í mars en þá sýndi könnun DV Framsókn með 19,1% fylgi. Á haustmánuðum 1997 var fylgið Hörður Kristjánsson blaðamaður mælt 6. október og reyndist þá sam- kvæmt skoðanakönnun DV vera 17%. Þann 11. febrúar árið 1998 er enn skoð- anakönnun og er niðurstaðan sú að Framsókn mælist með 18,3%. Tvær kannanir 17. mars og 12. maí 1998 sýna sömu prósentutölu, eða 16,1%. Þá koma sveitarstjómarkosningar þar sem ekki er hægt að gera óyggjandi samanburð á flokkunum á landsvísu vegna þátttöku Framsóknarflokksins í R-lista-framboði í Reykjavík. Hugmyndir um vinstn hreyfingu Skoðanakönnun DV um haustið 1998, eða 16. október, sýndi lægsta pró- sentuhlutfall Framsóknarflokksins á síðai'i tímum, eða 13,5%. Án efa má rekja þá niðurstöðu til þess að þá var verið að velta vöngum yfir hugsanlegri sameiningu á vinstri væng stjómmál- anna og spurt hvort fólk myndi kjósa nýtt framboð af þeim toga. Líklegt er að fjölmargir framsóknarmenn hafi þá greitt slíku framboði atkvæði sitt. í hefðbundinni skoðanakönnun um fylgi flokkanna 12. janúar 1999 mælist fylgi Framsóknarflokksins nær raun- veruleikanum, eða 18,4%. Næstu kann- anir þar á eftir sýna sveiflur upp á eitt til tvö prósent: 9. febrúar 16,6%, 19. mars 18,6%, 23. aprfl 17,9% og 30. apríl mældist fylg- ið 18,5%. DV með rétta spá í síðustu könn- un fyrir kosning- amar, sem sjá mátti í DV þann 7. maí 1999, degi fyr- ir kosningar, mældist fylgi Framsóknar- flokksins 18,2%. Miðað við mál- flutning formanns flokksins hefði mátt ætla að nið- urstaða kosninganna sýndi allt annað en skoðanakönnun DV. Það er öðra nær, niðurstaðan varð sú að Fram- sóknarflokkurinn fékk 18,4% atkvæða svo einungis munar 0,2 prósentum. Niðurstaðan af þessu öllu saman er því sú að skoðanakannanir DV fyrir kosningar sýna nánast sömu tölur á fylgi Framsóknarflokksins og raun- veruleg niðurstaða í kosningum. Sam- anlögð skekkja í tvennum alþingis- kosningum er aðeins 0,2 prósent. Halldór Ásgrímsson segist treysta könnunum Gallups betur en DV. Sam- anburð við aðra sem slíkar kannanir hafa gert verður því fróðlegt að skoða örlítið nánar í DV á morgun. Hærri skatttekjur: Ingimundur fer frá góöu búi Ingimundur Sig- urpálsson, bæjar- stjóri i Garðabæ, yfirgefur gott bú í vikunni er Ásdís Halla Bragadóttir tekur við sem bæj- arstjóri. Skatttekj- ur Garðabæjar verða 69,4 milljón krónum hærri á þessu ári en gert var ráð fyrir og verða því 1.555,7 milljónir króna. Þetta kemur fram í tillögu bæj- arstjóra um breytingu á fjárhags- áætlun ársins 2000 sem lögð var fram í bæjarráði í gær. Sam- kvæmt tillögunni hækka rekstr- argjöld um tæpar 25 milljónir og verða 1.190,5 milljónir. Gjaldfærð og eignfærð fjárfesting hækkar um rúmar 104 milljónir og nemur gjaldfærð fjárfesting þá 408,9 milljónum króna en eignfærð fjárfesting 286,7 milljónum. Mestu munar um 32,6 milljóna króna stofnkostnað vegna slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og 15 millj- óna króna stofnframlag til orku- fyrirtækisins Jarðlindar. Tillögu bæjarstjóra var vísað til af- greiðslu bæjarstjórnar. -DVÓ Kona vinnur mál vegna ólögmætr- ar uppsagnar DV, AKRANESI: Hæstiréttur dæmdi í síðustu viku Fjölbrautaskóla Vesturlands til að greiða Þuríði Gísladóttur, fyrrverandi kennara skólans, 620 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Þuríður var ráðin til Fjölbrautaskóla Vesturlands 14. ágúst 1997 og sagt upp störfum þann 28. nóvember sama ár. Þuríður taldi að ólöglega hefði verið staðið að uppsögninni og gerði kröfu um bætur vegna fjárhagstjóns að upphæð 1.340 þúsund krónur. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Fjölbrautaskólann af öll- um kröfum þann 29. desember á síðasta ári en ákveðið var að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Auk fyrrgreindrar upphæðar ber Fjölbrautaskóla Vesturlands að greiða Þuríði dráttarvexti af upp- hæðinni frá 1. apríl 1998 til greiðsludags. Þá skal stefndi greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 300 þús- und krónur. -DVÓ DV, GARÐABÆ: Ingimundur Sigurpálsson Ví.-ÁríÁ i kvoid I * ŒapEpíffl p; gÍYKJÁVlK' AKUREYRI Léttir til á Austurlandi Hægt vaxandi suðaustanátt og þykknar upp vestanlands í dag en lægir og léttir til á Austurlandi. Suöaustan 13 til 18 m/s og rigning vestanlands í nótt en mun hægari og þykknar uþp austan til. Sólariag í kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóö Árdeglsflóö á morgun 18.42 18.29 07.52 07.40 24.05 04.38 00.05 04.38 Skýriisgar á veöurtáknuHi j /♦^.VINDÁTT 15) VINDSTVHKUR í metrum á sekúntíu IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO RIGNiNG SKÚRIR ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR )°4— hiti 0° XFROST HEIÐSKÍRT e o SKÝJAÐ AtSKÝJAÐ Q Q SLYDDA SNJÓKOMA SKAF- RENNINGUR ÞOKA t tviO Færöin Allir helstu þjóövegir landsins eru greiöfærir. Ekki er vitaö um færö á sumum hálendisvegum. CZZlSNJÓR mm ÞUNGFÆRT H ÓFÆRT Hlýnandi veður Snýst í suðvestan 8 til 13 m/s með skúrum vestanlands á morgun en suöaustan 10 til 15 og rigning austan til. Vægt frost til landsins í dag en 3 til 8 stig viö sjóinn. Hlýnar í veöri á morgun. ismikuj Vindur: / O X. Hiti 4° til 9° WÆ Vindur: 8-13 m/% Hití 3° til 8° Suövestan 5 til 8 m/s og Noröaustan 8-13 m/s skúrir eöa dálrtll rignlng norövestanlands en annars sunnan- og vestanlands, breytlleg átt, 5-10 og víöa en úrkomulitiö noröaustan rignlng eöa skúrlr. Hlti 3 til tll. Hltl 4 tll 9 stig. 8 stlg. VinduR 8-11 m/. Hiti 1- tii 6' Ákveöln noröanátt meö rigningu eöa slyddu noröanlands en þurru veöri fyrir sunnan. Kólnandi veöur Vcóriö Rl. 6 - AKUREYRI frostúöi 1 BERGSSTAÐIR skýjaö 0 BOLUNGARVÍK skýjaö 0 EGILSSTAÐIR 2 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 2 KEFLAVÍK léttskýjaö 2 RAUFARHÖFN alskýjaö 1 REYKJAVÍK hálfskýjað 1 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 2 BERGEN alskýjaö 11 HELSINKI þokumóöa 11 KAUPMANNAHÖFN þoka 12 ÓSLÓ súld 12 STOKKHÓLMUR moldrok 11 ÞÓRSHÖFN skúr 7 ÞRÁNDHEIMUR skúr 10 ALGARVE heiöskírt 17 AMSTERDAM skýjaö 13 BARCELONA léttskýjaö 15 BERLÍN þokumóöa 15 CHICAGO skýjaö 12 DUBUN skýjaö 6 HAUFAX alskýjaö 13 FRANKFURT þokumóöa 12 HAMBORG lágþokuþlettir 10 JAN MAYEN súld 4 LONDON súld 12 LÚXEMBORG skýjaö 11 MALLORCA skýjaö 13 MONTREAL alskýjaö 10 NARSSARSSUAQ rigning 3 NEW YORK alskýjaö 18 ORLANDO léttskýjaö 23 PARÍS súld 13 VÍN þoka 12 WASHINGTON léttskýjaö 19 WINNIPEG alskýjaö 3 ■4V4a»wsawi.mMKMW4H:»i.;ini.-iw.'iigi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.