Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 15
14 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 19 m Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Grœn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk„ Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fýrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Fáokun olíufélaganna Sökudólgar hins háa olíu- og benzínverðs á íslandi eru ekki bara ríkisvaldið og olíuríkin, þótt olíufélögunum hafi bærilega tekizt að skjóta þessum málsaðilum fyrir sig í vöminni. Ef innkaupsverð og skattar eru dregnir frá, kemur í ljós, að eftir stendur allt of hátt verð. Allar þjóðir, stórar og smáar, standa nokkurn veginn jafnfætis á hráefnismarkaði oliunnar, eins og hann mælist í Rotterdam. Dæmi úr íslenzkri verzlun sýna, að smáir kaupmenn geta orðið aðilar að stórum keðjum, sem ná beztu afsláttum út á mikil viðskipti sameiginlega. Eigi að síður er gjaldið, sem islenzku olíufélögin taka, mun hærra en þekkist annars staðar í Evrópu. Verð án skatta á 95 oktana benzíni er tólf krónum hærra á lítrann en í stóru löndunum í Evrópu og átta krónum hærra en í ýmsum smárikjum, sem búa við sérstakar aðstæður. Sem dæmi um fámennt ríki má nefna Luxemborg, þar sem verð án skatta á 95 oktana benzíni er átta krónum lægra en hér. Sem dæmi um landlukt ríki, sem ekki hef- ur aðgang að ódýrum sjóflutningum, má nefna Austurríki, þar sem verðið er líka átta krónum lægra en hér. Þetta verður að hafa í huga, þegar talsmenn íslenzku ol- íufélaganna bera við langri siglingu hingað. Sjóflutningar eru ódýrustu flutningar, sem til eru. Nokkurra daga sigl- ing til íslands getur ekki bætt mörgum krónum á hvern lítra ofan á verðið, sem aðrar þjóðir greiða. Ef tekið er tillit til fjarlægðar og smæðar markaðarins, má með sanngirni segja, að verðið, sem islenzku olíufélög- in taka sjálf til sín, sé að minnsta kosti fimm krónum of hátt á hvern lítra af 95 oktana benzíni. Sá verðmunur er hreinn aukakostnaður þjóðarinnar af fákeppni. Það fer ekki framhjá neinum, sem fylgist með benzin- verði, að svo undarlega vill til, að þeir, sem reikna verð- þörfina hjá olíufélögunum, komast alltaf að nákvæmlega sömu niðurstöðu á nákvæmlega sama tíma. Þetta heitir á máli olíufélaganna, að þau hafi ekki samráð um verð. Við búum við hálft þriðja olíufélag og tilheyrandi fáok- un á markaði. Þetta kostar þjóðina um það bil fimm krón- ur á hvern lítra af 95 oktana benzíni. Þessar krónur fara samkvæmt hagfræðilögmálum í óeðlilega dýran rekstur fáokunarfyrirtækja og í eignasöfnun þeirra. Þetta er nákvæmlega sama sagan og í ýmsum öðrum mikilvægustu greinum verzlunar og þjónustu á íslandi. Hvarvetna eru eitt, tvö eða þrjú félög, sem skipta með sér markaði og halda uppi á háu verði. Þess vegna borgum við of mikið fyrir lán og tryggingar, flug og fragt. Rugludallar stjórnmálanna vilja sameina banka, þótt þeir séu þegar orðnir svo fáir, að um hreina fáokun er að ræða og fjögurra til sex prósenta hærri vaxtamun en í öðr- um löndum Evrópu. Staðreyndin er sú, að við búum við vaxtaokur í skjóli fáokunar á bankamarkaði. Við þekkjum ástandið í tryggingunum, þar sem félögin safna ótrúlega digrum sjóðum í skjóli fáokunar. Flugfar- gjöld hafa lengi verið sorgarsaga, sem allir þekkja, enda eru fræg dæmi um, að miklu dýrara er fyrir íslendinga en útlendinga að fljúga með Flugleiðum. Hingað til hafa íslenzkir neytendur virzt njóta þess að láta kvelja sig með þessum hætti. Tilraunir til samstöðu bíleigenda hafa farið út um þúfur. Hagsmunaaðilar hafa meira kveinað undan svipuhöggum fákeppninnar og eru nú að ræða svör við háu verði á olíu og benzini. Við val á viðbrögðum ættu þeir að muna eftir, að hátt verð á oliu og benzini stafar meðal annars af okri hálfs þriðja olíufélags í skjóli langt leiddrar fáokunar. Jónas Kristjánsson DV Stöndum vörð um Ríkisútvarpið Það fer nú að verða lýð- um ljóst að aðferð ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks- ins til að undirbúa svo- nefnda hlutafjárvæðingu ríkisstofnana, sem er hjá þeim trúaratriði, er ekki síst fólgin í því að gera rekstur þeirra á ýmsa lund erflðan og tortryggilegan. Sá undanfari hefur verið nokkuð langdreginn og sársaukafullur hvað ríkis- útvarpið/sjónvarp varðar sem verulega hefur verið þrengt að fjárhagslega um lengri tíma. Liggur því stofnunin vel við hvers kyns undirróðri sem gerir það að verkum að fólk sér ofsjónum yfir skylduáskrift og er farið að taka undir fagnaðarboðskap íhaldsins: „Er ekki bara best að einkavæða þetta? Það er hvort eð er ekki neinn munur á ríkisútvarpinu og einka- væddu stöövunum." Þetta er vitaskuld ekki rétt. Ríkis- útvarpið hefur getað haldið úti sér- lega góðri og menningarlegri dag- skrá, einkum á rás 1, þrátt fyrir fjársvelti undanfarinna ára. Þvi er þó ekki að neita að á öðrum sviðum Sigríður Jóhannesdóttir þingmaóur Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi hefur hallað nokkuð undan fæti, ekki síst hjá ríkissjón- varpinu. Ég er til dæmis ekki frá því að þegar í nafni frelsisins var ákveðið að setja dagskrárgerð sjón- varpsins að stærstum hluta til sjálfstæðra framleiðenda úti í bæ hafl það ekki orðið innlendri dagskrárgerð til framdráttar. Auglýsingar - kostun Nú þegar Menningarsjóð- ur útvarpsstöðva hefur ver- ið lagður niður, samkvæmt lögum, mun hann ekki lengur veita styrki til gerðar sjónvarpsefnis innan stofn- unarinnar. Sá sjóður hafði um lang- an tíma verið rægður ákaft af stjórn- arliðum, enda þorði nánast enginn að lyfta hendi gegn þeirri stjóm- valdsaðgerð. En sá hlutur af auglýs- ingagjaldi sem ríkisútvarpið þurfti áður að greiða í menningarsjóðinn virðist þó ekki nýtast stofnuninni sem skyldi því að nú enn á ný sér fjármála- og markaðsdeild sjónvarps- ins ekki aðrar leiðir út úr efnahags- þröng stofnunarinnar en að leita enn „Fyrst og síöast þarf að sjá til þess að Ríkisútvarpiö/sjónvarp þurfi ekki að ganga hokið í viðleitni sinni til að halda útí þeirri menningarveitu sem Ríkis- útvarpiö hefur veriö og á að verða um alla framtíö." Málarafélagið - þekkingarskortur og á rétti sínum. Með skarðan hlut frá borði Margur sveinninn hefur farið úr vinnu með skaröan hlut frá borði og illmögulegt að gera nokkuð I þvi máli. Þeir koma yfirleitt of seint til félagsins með sín mál. Það er eins og félagið sé þeirra óvinur og þangað verði ekki farið nema í neyð. Þekking á sínum rétti er bágborin og einnig á skyldum þeim sem launþegi hefur gagnvart vinnunni. Einnig er, eða var, þekkingarskortur á hinum vængnum, meistarar vissu ekkert frekar. Stundum kom það fyrir að stjórn- armenn voru ekki nógu klárir í þess- um málum og afraksturinn var oft í samræmi við það. Stjórn félagsins hefur, eins og menn vita, verið skip- uð mönnum er gáfu kost á sér til þessara starfa fyrir félagið og höfðu margir hverjir ekki næga þekkingu til að mæta þeim vanda og erfíðleik- um í málum er upp komu, enda var félaginu stjórnað í frístundum. Um tíma, fyrir örfáum árum, var formaðurinn starfandi formaður og var þá margt málið leitt til lykta, bæði var þar á ferðinni þekking og áratugareynsla. Hvað varðar reynslu stjómarmanna hefur félagið aldrei svo ég viti hvatt félagsmenn til að sækja sér menntun í félagsstörfum hjá félagsmálaskóla MFA utan þess að fyrir mörgum árum voru haldin námskeið í fundarsköpum og mælsku á vegum félagsins. Hollusta á vinnustað Það má leiða að því líkur að erfiðleikar félagsins til að fá menn til stjórnar- og nefndarstarfa geti stafað af því að viðkomandi treysti sér ekki til að geta sinnt starfmu sökum þekkingar- leysis, auk þess að yfirleitt er þetta vanþakklátt starf. Þá er vert að geta þess að samband forustunnar við hinn almenna félagsmann og upplýsingar til hans að ofan er frekar rýrt. Ef ekki er hægt að hitta menn og ræða mál- in þá er hægt að senda rit með þeim atriðum sem vert er hverju sinni að koma á framfæri. Mörg félög hafa náð góðum ár- angri með þvi móti en skort hefur upp á það hjá Málarafélaginu. Einmitt nú hin síðari ár hefði félag- ið átt að vara félagana við eða upp- fræða þá um kosti og galla þess að gerast undirverktaki. Einnig hefði félagið átt að vekja félagana til með- vitundar um hollustu á vinnustað stéttarinnar og þá sérstaklega í ný- byggingum þar sem úir og grúir af iðnaðarmönnum og öðrum sem eru að sinna störfum við ærandi hávaða frá hljóðvarpi, múrbroti, skothvelli eða hávaða í vélum. Vaðandi ryk í öllum skúmaskotum ásamt ýmsum hættulegum efnagufum, svo sem af málningu, sementsryki, spartlryki og ýmsu steinryki öðru, auk rangra vinnustellinga sem valda fráveru frá vinnu um lengri eða skemmri tíma. Málarar: þetta er aðeins brot af þvi sem ræða má, af nógu er að taka. Atli Hraunfjörð Atli Hraunfjörö má/ari Þegar félagið var stofnað 1928 ríkti nokkur bjartsýni um að með stofnun þessara samtaka væri hægt að taka á ýmsum málum og sinna öðrum. Ekki hefur stéttinni tekist þetta að öllu leyti á þessum árum sem lið- in eru en nokkrir góðir sprettir hafa verið teknir. Árangur félags- ins á hinu félagslega sviði hefur staðið og fallið með félögunum sjálf- um á þann veg að þeir kvarti und- an óréttlæti, að þeir segi frá röng- um hlutum og standi við orð sín og ekki hvað síst að þegar einhverju er ábótavant og þeir óska eftir liðsinni félagsins standi þeir með félaginu „Einnig hefði félagið átt að vekja félagana til meðvitundar um hollustu á vinnustað stéttarinnar og þá sérstaklega í nýbyggingum, þar sem úir og grúir af iönaöarmönnum og oðrum sem eru að sinna störfum við ærandi hávaða frá hljóðvarpi, múrbroti, skothvellum eða hávaða í vélum.“ Með og á móti landsliðið sigrað Tékka? Skynsamur varnarleikur „Ég held að íslend- ingar eigi ágætis möguleika, þetta er ekkert pottþéttt fyrir Tékkana. Það er ákveðinn munur á því að vera í leikformi og í æfingaformi og íslendingarnir, sem eru sumir að klára sín leiktímabil, eru Haukur ingí máli að halda hreinu. Atli eftir vill í betra formi en Tékk- Guðnason leggur mikið upp úr skynsöm- amir sem margir hverju em atvinnumaður um varnarleik. að byrja sín tímabil, það gæti • knattspyrnu pað má alls ekki dæma hjálpað. Islenska liðið af leiknum gegn Dönum, Upp á síðkastið hafa íslendingar verið síðustu tvö árin hafa sýnt styrk að fara meira til útlanda að spila en liösins." Tékkamir verið lengi að spila með sterkum félögum, bæði heima og erlendis, þannig að stígandin er hjá okkur. Möguleikarnir liggja í því að spila sterkan varnarleik og sækja hratt og reyna að setja eitt mark á þá. Það skiptir öllu Tékkar sterkari en Danir „Það sem íslend- I ingar verða að átta 8jg| sig á er að Tékkar F eru töluvert sterk- ar knattspymumenn en Danir í dag. Kannski eru þeir ein- faldlega of sterkir fyrir ís- lenska liðið en enginn leikur er tapaður fyrir fram, hvert svo sem liðið er. Ef Tékkamir ná að stjóma spilinu á 70% vallarins þá er spilið búið, eins og á móti Dönum. Ef íslendingar vilja sigra þá Magnús V. Pétursson fyrrverandi milliríkjadóma taka mæta til leiks einarðir. Það gæti þó hjálpað íslendingum að þeir klúðruðu leiknum á móti Dönum, bókstaflega hentu sigrinum í þá. Ég vona að Ólafur Gottskálks- son standi í markinu, þá gæti farið vel. Hann er besti teigamarkmaður sem við eigum. Við erum hrædd við það að þeir standi sig ekki, þyrftu að Völu Flosadóttur sér til verða fyrirmyndar, blása í lófana og segja : þeir að hugsa sem sigurvegarar og „Við getum þetta.“ “ Islenska landsliðið í knattspyrnu leikur við sterkt iið Tékka á laugardag í Tékklandi. Eftir mikið umtal og vonir um sigur gegn Dönum, sem svo brugðust, hafa menn aöeins náð sér niður á jörðina en aö sjálfsögðu styðja íslendingar flestir við bakið á landsliðinu í von um stóra sigra. lengra inn á kostunar- og auglýsinga- markaðinn. Nú síðast dettur þeim í hug að fara að skjóta auglýsingum inn í leiknar kvikmyndir, sem er nokkurn veginn auvirðilegasta leið sem ein sjónvarpsstöð getur farið í fjáröflun, og þykir mér nú skörin hafa færst allverulega upp í bekkinn. Ríkisútvarpið á fjárlög Ég held að ríkisstjómin eigi nú að taka á sig rögg og leysa fjárhag Rík- isútvarpsins með því að taka stofn- unina inn á fjárlög og sjá henni þannig farborða að sómi sé að. Ég er ekki þar með að leggja til að auglýs- ingar verði bannaðar í ríkisútvarp- inu/sjónvarpi. Mér finnst við ekki mega gleyma því að auglýsingar hafa lika ákveöið tilkynninga- og upplýs- ingagildi en það á að setja þeim skýr takmörk. Fyrst og síðast þarf að sjá til þess að Ríkisútvarpið/sjónvarp þurfi ekki að ganga hokið í viðleitni sinni til að halda úti þeirri menningarveitu sem Ríkisútvarpið hefur verið og á að verða um alla framtíð. Sigríður Jóhaimesdóttir Ummæli Háskaleg aðflugsleið „Þegar rýnt er út um gluggana á flugvélum Flugfélagsins þegar þær koma inn til lendingar i Reykjavík sést glögglega hve háskaleg leiðin er...Og hvað sem liður framtíð flugvallarins í Reykjavík í bráð og lengd hljóta menn að staðnæmast við þá staðreynd að aðflugsleiðin sem hér í upphafi var lýst er háskaleg og lukku og forsjón má þakka að aldrei hefúr neinn voði orðið þegar flugvélar eru að koma inn til lendingar þegar þær renna sér yflr miðborgina - þar sem eru landsins helgustu vé. Sigurður Bogi Sævarsson blm. í Degi 3. okt. Ríkisútgjöldin aukast „Þótt fjármálaráðherrann lýsi stefh- unni í ríkisfjármálum sem aðhaldssamri má benda á að útgjöldin aukast um 1,5% umfram launa- og verðlagsbreyt- ingar...Ríkisstjómin verður því að standa fast á stefnu sinni þegar fmm- varpið fer til umfjöllunar á Aiþingi en þá hækkar það oft ótæpilega við lokaaf- greiðsluna. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að þenslan er enn mikil í eöiahagslífmu og viðskiptahallinn gifurlegur. Ekki má mikið bera út af til þess að þenslan auk- ist á ný. Úr forystugrein Mbl. 4. okt. Fjárlagafrumvarpið og verðbréfamarkaðurinn „Þegar htið er á fjár- lagaffumvarpið í heild og helstu áherslur viröist mér sem frumvarpið taki af festu á mikilvægustu þáttum hagstjómarinn- ar...Ég fagna frekari áformum um sölu ríkiseigna sem er að finna í frumvarpinu...Þá hefur komið fram að aðilar á verðbréfamarkaði em ósáttir við þá leið sem farin var við birt- ingu frumvarpsins en blaðamannafund- ur ráðherra var haldinn nokkrum klukkustundum áður en upplýsingar um það vom birtar á VÞÍ.“ Guðni Hafsteinsson, verðbréfamiðlari hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum hf„ í Viöskiptablaðinu 4. okt. Nýtt sendiráð fyrir 800 milljónir? „Auðvitað bregður mér við þessar háu tölur en minni jafnframt á að fyrir fáum árum var farið í endurbætur á sendiráð- um okkar í London og Washington sem einnig kostuðu ijárhæðir sem erfltt er að setja í samhengi við verðlag hér heima. Hagsmunir af því að setja á fót sendiráð í Japan em að mínum dómi fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis.“ Guðmundur Ámi Stefánsson alþm. í Degi 4. okt. Skoðun Mannfellir af mannavöldum Þetta eru staðreyndir sem ég hef ekki séð andæft. Að vísu reyna tals- menn Bandaríkjastjórnar að halda því fram að þær undanþágur sem írökum hafi verið veittar til við- skipta geri það að verkum að á þeim séu ekki brotin alþjóðalög. Hinu treysta þeir sér ekki til að mótmæla að i írak hefur orðið mikill mannfell- ir af mannavöldum. Halldóri Ásgrímssyni utanríkis- ráðherra þykir Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vera hlý kona og dugleg. Frá þessu var greint á forsíðu DV með flennistórri mynd þar sem sjá mátti íslenska utanríkis- ráðherrann bjóða banda- ríska ráðherrann velkominn með faðmlagi og kossi. Nú er það vitaskuld einka- mál Halldórs Ásgrimssonar hvaða fólk hann hefur í há- vegum og hvert mat hann leggur á mannkosti einstak- linga. Okkur kemur hins vegar öllum við hverjar yflr- lýsingar utanríkisráðherra íslands gefur sem slíkur og hvaða afstöðu hann tekur til álitamála sem uppi eru á alþjóðavett- vangi hverju sinni. Fylgispekt viö stórveldiö Einkenni íslenskrar utanríkis- stefhu hefur því miður verið full- komin fylgispekt við Bandaríkja- stjórn og stefnu NATÓ. Þannig lagði íslenska ríkisstjómin sérstaka bless- un yfir hemað NATÓ á Balkanskaga og hvorki hefur heyrst hósti né stuna til að andæfa villimannslegri meðferð á írösku þjóðinni. Það er djúpt tekið í árinni að tala um villi- mannslega meðferð á írökum en sú fullyrðing á við rök að styðjast. Hver starfsmaðurinn á fætur öðrum sem sinnt hefur mannréttindamálum fyr- ir hönd Sameinuðu þjóðanna í írak hefur sagt af sér til að mótmæla við- skiptabanninu en það hefur leitt til dauða hálfrar annarrar milljónar manna, þar af um 600 þúsund barna. Á meðal fyrrum starfsmanna SÞ sem gagnrýnt hafa viðskiptabannið eru Denis Halliday, Hans von Spo- neck og Jutta Burghart. Nýlega kom út ítarleg skýrsla á vegum Mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóðanna þar sem því er afdráttarlaust haldið fram að bannið gangi í berhögg við Stofnsáttmála og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna auk Genfar- sáttmálanna frá 1949 og 1977. Þessu mótmælir Madeleine Al- bright heldur ekki. í fréttaviðtali við hana á bandarísku sjónvarpsstöð- inni CBS var hún spurð hvernig hún réttlætti aðgerðir sem kostað hefðu hálfa milljón barna líflð. „Erum við ekki skuldbundin banda- rísku þjóðinni, Banda- rikjaher og öðrum ríkjum í þessum heimshluta til að tryggja að ekki stafi ógn af þessum manni“ spurði hún á móti. „En hér er um að ræða meira mannfall en í Hiroshima, er það þess virði,“ spurði fréttamaður- inn. „Já, ég tel þetta erfitt val en ég tel það þess virði,“ svaraði hin „hlýja kona“ að bragði. Auðvitað eiga íslendingar að hafa manndóm í sér til þess að taka upp hanskann fyrir alla þá sem ofriki Ogmundur Jónasson alþingismaóur Madeiaine Albright og Halldór Ásgrímsson heiisast „Ég hefði kosið að íslendingar ættu utanríkisráðherra sem stæði í fæturna ' gegn erlendum ráðamönnum sem beita ofbeldi í þágu stórveldahagsmuna.“ eru beittir af hálfu stórvelda á borð við Bandaríkin, hvort sem er á Balkanskaganum eða í írak. Refsiað- gerðimar gegn írak eru sagðar til þess að koma einræðisherranum Saddam Hussein af valdastóli. Hann 4 situr hins vegar sem fastast, hyglir hermönnum sínum og reisir sér minnismerki. En þjóðinni blæðir, einkum og sérílagi þeim sem ekki geta borðið hönd fyrir höfuð sér, fá- tækri alþýðu sem hrynur niður af næringarskorti og farsóttum vegna skorts á lyfjum. Ég hefði kosið að íslendingar ættu utanríkisráðherra sem stæði í fæt- urna gegn erlendum ráðamönnum sem beita ofbeldi í þágu stórvelda- hagsmuna. Yfir því væri meiri reisn en að veita Madeleine Albright, ann- áluðum talsmanni valdbeitingar, einkunnina „hlý kona og dugleg." Ögmundur Jónasson Hlý kona og dugleg?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.