Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 11 DV Fréttir Tillögur auðlindanefndar um fjarskiptarásir: Of hátt gjald getur takmarkað nýtingu í skýrslu auðlindanefndar kemur fram að nefndin leggi til að við út- hlutun leyfa vegna hinnar svoköil- uð þriðju kynslóðar farsíma sé heppilegasti kosturinn að þau fari í hreint útboð eða aðrar hlutlægar að- ferðir verði notaðar við úthlutun þeirra. Nefndin telur að um tak- markaða auðlind sé að ræða eða í mesta lagi fjórar rásir. Ekki takmörkuð auðlind Þórólfur Ámason, forstjóri Tals, segir að það sé rangt hjá auðlinda- nefiid að um takmarkaða auðlind sé að ræða og því sé forsenda þeirra röng en ef menn vilji skattleggja slika þjónustu sé það í lagi. „Það er pláss fyrir fimm til sjö fyrirtæki í rekstri á þessum markaði," segir Þórólfur og bætir við að hann þekki engan rekstur á lands- vísu þar sem fleiri en fimm til sjö fyr- irtæki bjóði upp á þjónustu um allt Þórólfur Árnason forstjóri Tals land. Hann segir að gjaldtaka geti einnig verið þjóð- hagslega óhag- kvæm því hún tak- marki nýtingu á þjónustunni. Að- gangstakmörkun með háu gjaldi myndi lika gera það að verkum að það verður erfið- ara fyrir nýja menn að komast inn í þennan rekstur að mati Þórólfs. Má ekkí hamla útbreiðslu Að sögn Lárusar Jónssönar, fram- kvæmdastjóra tækni- og þróunarsviðs Halló-Fijáls fjarskipta, er það mjög mikilvægt fyrir þriðju kynslóð farsíma að heimamarkaðurinn sé sterkur en hætta er á að sú verði ekki raunin ef Takmörkuð auölind eöa... Auölindanefnd telur að núverandi fjarskiptarásir séu takmörkuö auölind og telur því fulla ástæöu til aö athuga hvort ekki sé hægt aö endurúthluta þeim meö sama hætti. Meöal núverandi fjarskiptarása er tíöni fyrir sjónvarp og út- varp. Myndin er frá úsendingu Stöövar 2 Sjónvarps- og útvarpstíðni: Ekki takmörkuð auðlind í stafrænu umhverfi - segir framkvæmdastjóri Noröurljósa Hreggviöur Jónsson Lagaieg óvissa varöandi endurúthlutun. Auðlindanefnd telur að núverandi fjarskiptarásir séu takmörkuð auð- lind og telur því fulla ástæðu til að athuga hvort ekki sé hægt að endur- úthluta þeim með sama hætti. Meðal núverandi fjar- skiptarása er tíðni fyrir sjónvarp og útvarp. Hreggviður Jónsson, framkvæmdastjóri Norður- ljósa, segir að íslenska útvarpsfélagið sé í dag að greiða gjald fyrir sjónvarps- og útvarpstíðni sem nemi milljónum króna á hveiju ári og hafi gert það frá upphafi. Hann telur einnig að lagaleg óvissa ríki um það hvemig standa eigi að því að taka til baka eitthvað sem búið er að borga fyrir. Hreggviður seg- ir að þær breytingar, sem verði i sjón- varpsrekstri með stafrænum útsend- ingum, muni leiða það af sér að mun betri nýting verði af tíðnisviðinu þannig að tíðnisviðið verður ekki tak- Arni Þór Vigfússon Fagnar hugmyndunum. mörkuð auðlind. „Þá verður mögu- leiki á fleiri rásum en nokkur þarf á að halda,“ segir Hreggviður. Hann telur að ef rökin fyrir útboðsleið- inni séu að um takmarkaða auð- lind sé að ræða verði þau ekki lengur til staðar í stafræna umhverf- inu. Ámi Þór Vigfússon, sjónvarpsstjóri á SkjáEinum, segir að menn verði að bíða og sjá hvort þessar hugmyndir verði að veruleika og þá hvemig. Hann segir að SkjárEinn mundi fagna því ef um endurúthlutun yrði að ræða því þá yrðu líklega fleiri rásir i boði. „Við á SkjáEinum hljótum þá að fá fleiri rásir og fleiri dreifmgarleiðir og getum þá gert fleiri og betri hluti,“ seg- ir Ámi og bætir við að þar á bæ séu margar hugmyndir uppi á borðinu varðandi sjónvarpsrekstur. -MA Olafur Stephen- sen upplýsinga- fulltrúi Lands- slmans Eyþór Arnalds framkvæmda- stjóri íslands- síma útboð verður fyrir valinu. Það sé í lagi að hafa einhver gjöld en þau megi ekki vera það há að þau komi niður á neyt- endaverðinu. „í löndum eins og Bret- landi og Þýskalandi þar sem útboð hef- ur farið fram áætla menn að kerfið verði aðeins notað af stórfyrirtækjum og það verður mjög dýrt,“ segir Láras. Hann er sammála forstjóra Tals um að ekki sé um takmarkaða auðlind að ræða. „Ríkið fær miklu meiri tekjur á fyrstu þremur árunum með víðtækri notkun í staðinn fyrir að leggja himin- hátt gjald í upphafi," segir Láras. Ef það sé gert sé verið að skattleggja framtíðina. Hann segir að það sé skilj- anlegt að menn vilji skoða þetta en passa verði að sú leið sem farin verður hamli ekki útbreiðslu á kerfmu. Gæta veröur hófs Eyþór Amalds, framkvæmdastjóri Islandssíma, segir að mjög fróðlegt verði að sjá hvemig útfærslan á tillög- um auðlindamefndar muni verða. „Það er verið að tala um nokkrar leið- ir og þá er mikilvægt að þessar leiðir séu jafnræðisleiðir," segir Eyþór og bætir við að þá velti menn því fýrir sér hvort ekki verði einnig að bjóða út sjónvarpstíðni og þá sérstaklega VHF- rásir sem hafi hvað mesta útbreiðslu. Hann telur heppilegast að fara bil taka gjald en það megi ekki vera of þungt gjald. „Þá er hætta á að þráðlaust Intemet eða farsímar með netaðgangi verði munaðarvara," segir Eyþór. Hann telur því að gæta verði hófs í gjaldtökunni og ein leið til þess sé að hafa gólf og þak á útboðið og ef margir fari upp úr þakinu sé hægt að greina úr því með því að fara eftir því hversu víðtækt kerflð á að vera. Ólafúr Stephensen, upplýsingafúll- trúi Landssímans, segir að tillögur auðlindamefndar séu nú til umræðu hjá fyrirtækinu en vildi ekki tjá sig um afstöðu þess til málsins. -MA Goði hf.: Hefur fengið lóð í Reykjavík Samkvæmt borgarskipulagi Reykjavíkur er búið að skipuleggja svæðið þar sem höfuðstöðvar hins nýja kjötiðnaðarfyrirtækis Goða hf. standa við Kirkjusand i Laugarnes- hverfmu sem íbúðarsvæði því fyrir- tækið hefur ákveðið að flytja af svæðinu á næsta ári. Goði hf. er stærsti slátuleyfishafi landsins en fyrirtækið varð form- lega til með sameiningu fimm slát- urhúsa og kjötvinnsla í ágúst síðast- liðnum. Þrír stærstu eigendur þess eru Norðvesturbandalagið, Þríhyrn- ingur og Kaupfélag Héraðsbúa. Samkvæmt heimildum DV hefur Goði hf. fengið úthlutað rúmlega 11 þúsund fermetra lóð hjá hafnaryfir- völdum í Reykjavik en ekki náðist í Valdimar Grímsson, framkvæmda- stjóra Goða hf., vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. -MA óskast á hjólbarðaverkstæði Sólningar í Kópavogi. Framtíðarstörf í boði UDDlvsingar í síma 544 5020 oq 544 5030 SÓlNiNG Smjð/uveg/ 32 • 200 Kópa vogí Vilt þú nd tilfjöldcms? Já auðvitað, hver vill það ekki? Við hjá DV bjóðum þér að auglýsa í einu af vinsœlasta sérblaði okkar sem kemur út miðvikudaginn 18. okt. Fjallað verður um HEIMILIÐ Við œtlum að skoða strauma og stefnur i innanhússarkitektúr. Við kíkjum í heimsókn á nokkur heimili. Einnig lítum við á uppáhaldshluti og staði á heimili nokkurra einstaklinga. Fjöllum um húsbúnað ogfólk sem gerir upp gamla hluti. Skoðum sálfrœði lita og hvemig litir henta mismunandi manngerðum. Þetta blað hefur notið mikilla vinsælda hjá lesendum og því kjörið tækifæri fyrir þig að auglýsa þína vöru. Umsjón auglýsinga: Selma Rut Magnúsdóttir, sími 550 5720, netfang: srm@ff.is Pantanir þurfa að berast okkur eigi síðar en fimmtudaginn 12. október. -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.