Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 Skoðun Hvernig fyndist þér ef Rtkissjónvarpið setti auglýsingar inn í kvikmyndir? Lilja Hrönn Baldursdóttir nemi: Það er í lagi, þær eru eiginlega komn- ar upp í vana þessar auglýsingar. Jóhannes Sigurðarson markaðsfull- trúi: Þaö er lélegt. Þaö er virkilega óspennandi. Guðmundur Björnsson, sölu- og mark- aðsfulltrúi: Mér líst vel á þaö. Næsta skref er svo bara aö einkavæöa Ríkissjón- varpiö. Ósk Sigurjónsdóttir: Þaö er allt of amerískt. Ingólfur Isebarn: Svona í meöallagi. Brynjólfur Óskarsson rafvirki: Þaö er alveg vonlaust, ekki nógu gott. formann Hlýðum á Halldór Ingvi Guðmundsson skrifar: Hvers vegna er fylgi Framsóknar- flokksins stöðugt að minnka? Ýmsar skýringar er verið að nefna í fjölmiðl- um og einnig í hinum svokölluðu heitu pottum. Mér sýnist alveg krist- altært að forystan verður að fara að átta sig á því að það eru kjósendur sem endurspegla það sem fram kemur í könnunum en ekki ungliðarnir í flokknum eða Alfreð Þorsteinsson. Skýringarnar eru af þrennum toga spunnar. Fyrsta og aðalskýringin er Reykjavík. Horfumst bara í augu við það. Það er ekki vænlegt til árangurs samkrulliö með R-listanum. Undan- farið hefur hver uppákoman á fætur annarri litið dagsins ljós í Reykjavík. Yfirlýsingar Aifreðs Þorsteinssonar í ijölmiðlum og skoðanir hans þar yfir- leitt eru ekki til þess að hvetja fólk til „Mér sýnist alveg kristal- tœrt að forystan verður að fara að átta sig á því að það eru kjósendur sem end- urspegla það sem fram kemur í könnunum en ekki ungliðamir í flokknum eða Alfreð Þorsteinsson. “ stuðnings við Framsókn. Við fram- sóknarmenn eigum að koma okkur burt af þessum vettvangi hið fyrsta og endurnýja forystuna í Reykjavík og ekki seinna en á flokksþinginu næsta vor. í öðru lagi ákváðu ungliðarnir að allt væri þetta samstarfsflokknum að kenna og nú þyrfti að ráðast á hann og hann ætti bara að skila ráðuneyt- um sínum og þá myndi fylgið fara upp. Er þetta trúverðug skýring eöa er hún að skila árangri? í þriðja lagi er þetta daður við Evr- ópusambandið ekki trúverðugt. Ég þykist vita að Hafldór Ásgrímsson meinar vel og vill fá fram kosti og galla varðandi hugsanlega inngöngu okkar i Evrópusambandið. Það þyrfti hins vegar ekki að vera svona mikill hamagangur í kringum málið; 50 manna nefnd og stöðug fjölmiðlaum- fjöllun um að Framsókn sé að leiða okkur inn 1 sambandið og mislukkaða evruna. Framsóknarflokkurinn þarfn- ast þess eins nú að skynja andrúmið og greina vandann á hlutlægan hátt. Skoða sinn nafla og hlusta á formann- inn einu sinni og þá ættu hlutimar aðeins að fara að mjakast upp á við. Áfengisútsala í Grafarvogi? Daði skrifar: Það er með eindæmum ef satt reyn- ist að hið opinbera ætli að að opna áfengisútsölu í Spönginni í Grafar- vogi, i stærsta bamahverfi á íslandi, vitandi að eftir nokkur ár, þar sem flestir unglingarnir verða að sjálf- sögðu, verði þar góður markaður og ákjósanleg staðsetning fyrir vínsal- ann. Dóminos pizza, Subway samlokur, heilsugæsla og ÁTVR, allt á sama bletti. Og er þá ekki allt upptalið. 1 staðinn fyrir að fólkið fari í „Ríkið“ ætlar ríkið að koma til fólksins. Þama skýtur hið opinbera yfir markið vegna þess að það er tfl fólk héma „Þarna skýtur hið opinbera yfir markið vegna þess að það er til fólk héma upp frá sem kœrir sig ekkert um ÁTVR á þessum stað. “ upp frá sem kærir sig ekkert um ÁTVR á þessum stað. Ástæðan er ein- faldlega sú að þarna er stærsti ung- lingaskóli landsins, hálfkláraður að vísu, barnaskóli beint fyrir neðan og leikskóli. Það sér hver hugsandi mað- ur að út frá öðm en markaðssjónar- miði yrði það stórslys að planta ÁTVR hér. Eins og öll stór hverfi sem byggjast hratt upp verður Spöngin væntanlega samkomustaður unglinganna okkar í nánustu framtíð, sem er líka í lagi á meðan hverfið er svona „ungt“, en þá hugsun er varla hægt að hugsa til enda að þeir séu að sniglast fyrir utan „Ríkið". En af hverju er ekki hægt að staðsetja ÁTVR fjarri skólunum okk- ar hérna í Grafarvogi? Sjáið t.d Ár- bæjar-“ríkið“, það er Heiðrún í iðnað- arhverfi. Það er ágæt staðsetning þvi ekki vildu Árbæingar sjá „Ríkið“ inn í hverfið sitt og málið var leyst á þennan snyrtilega máta og flestir sátt- ir. Er ekki kominn tími til að „tengja"? Tölum ekki bara um for- vamir, framkvæmum forvarnir. Dagfari______________________ Nýjasta skáldverk forsætisráðherra Dagfara þótti það mjög upplýsandi í bók- menntalegu tilliti að hlusta á umræður um stefnu- ræðu forsætisráðherra í fyrradag. Ekki tókst hon- um alveg að hlusta á allar ræðumar fyrir sakir þreytu, en skreið til hvilu stómm vitrari um bók- menntir heimsins. Steingrímur J. Sigfússon fór með brot úr kvæði eftir Jón úr Vör - Þú ert svona stór - um gamalmennið sem grætur á gröf móður sinnar af því allir era dánir sem það þekkir. Sverrir Hermannsson er víðlesinn maður og vitn- aði bæði í Gúnter Grass og Grettlu i sinni ræðu en Svanfríður Jónasdóttir treysti sér eiginlega ekki lengra en í Forrest Gump; lífið er eins og konfekt- kassi... Bjargaði sér þó fyrir hom með því að minnast í framhjáhlaupi á Lilju Eysteins munks. Dagfari komst ekki hjá því að taka eftir að for- sætisráðherra þurfti ekkert á því að halda að vitna í aðra. Hann opnaði að vísu ræðu sína með því að vitna í Hafldór Laxness, en það gera aflir sem vilja höfða til þjóðarinnar án þess að taka áhættu. Davíð þarf ekkert á því að halda að vísa i aðra höf- unda því hann sjálfur er á góðri leið með að verða viðurkennt skáld á mælikvarða alheimsins. Stór- skáld sem gerir lítið annað en að lesa úr verkum sín- um í erlendum borgum. Með tilliti til þessa fannst Dagfara furðulegt að heyra hvemig hinir bókhneigðu þingmenn brugðust við stefnuræðunni, nýjasta skáldverki forsætisráð- Og auðvitað var maðurinn að gnn- ast. Auðvitað var hann bara að skálda eins og hann er svo leikinn í. Það gerðu líka bœði Laxness og Þórbergur. Þeir tóku atvik úr raun- verunni og bjuggu til úr þeim skáldskap. herra. Þeir tóku margir að hnýta í hann með leið- indanagi mn að allt sem hann segði í ræðunni væri lygi. Forsætisráðherra vissi að þetta var ekki svaravert - því slikt er eðli skáldskaparins. Menn era alla tíð að láta ljúga að sér og njóta þess. Skáld af þeirri stærðargráðu sem forsætis- ráðherra er veit að lygin er ekki lygi heldur skáldskapur. Og auðvitað var maðurinn að grinast. Auðvit- að var hann bara að skálda eins og hann er svo leikinn í. Það gerðu líka bæði Laxness og Þór- bergur. Þeir tóku atvik úr raunverunni og bjuggu til úr þeim skáldskap - smíðuðu utan um þau kassa af fallegum orðum með ritleikni og stílfimi. Þetta er einmitt það sem forsætisráð- herra er að gera. Hann er að leika sér með tölur og staðreyndir og smíða handa okkur skemmti- sögur: Skuldir ríkissjóös hafa aldrei verið minni...minnkandi þensla mun draga hægt og öragg- lega úr viðskiptahalla...kaupmáttur ellilifeyrisþega hefur aukist...góðærið er líka handa öryrkjum...ein- stakt tímabil í íslenskri efnahagssögu. Orð sem drjúpa af tungunni eins og hunang. Sæt- ur skáldskapur sem loðir við góminn. Hvers vegna þarf fólk að vera svo menningarsnautt að spyrja hvort þetta sé allt saman satt? Erlendir ekki á Alþingi Björn Sveinsson hringdi: Ekkert líst mér á málflutning forseta Islands um að er- lendir þjóðarleiðtog- ar sem hingað koma í opinberar heim- sóknir fái að ávarpa Alþingi með form- legum hætti, lýsi stefnu sinni og við- horfum eða gætu lagt sjónarmiðum okkar og hagsmun- um „aukið lið“ eins og forsetinn orðaði það. Að mínu mati kemur þetta yfirleitt ekki til greina og helst vegna þess að hinir erlendu þjóðarleiðtogar era nú ekki allir æski- legir til að leiðbeina okkur frá Al- þingi. Hvað með menn eins og Ceausescu hinn rúmenska, sem eitt sinn heimsótti forseta á Bessastöðum? Eða Milosevic? Allt voru þetta þjóð- höföingjar sinna landa. - Nei, takk, ekki þessa eða aðra líka höfðingja inn á Alþingi hér. Olafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands Vill leyfa aukna liðveislu er- lendra á Alþingi. Niðurlægjandi fyrir aldraða Inga hringdi: Ég er orðin öldrað kona og vil veg eldri borgara þessa lands sem mestan. Aldraðir eiga heimtingu á að lifa eins og menn. Mér finnst hins vegar afar niðurlægjandi hvernig hinir öldraðu ganga fram með víli og voli. Mér blöskrar lítilsvirðingin sem öldraðum er sýnd með mótmælagöngum hvers konar og að við sem ekki vælum skul- um þurfa að sitja undir þessu volæði. Margt af þessu fólki sem mest vælir hefur samt mest þegar upp er staðið og grannt er skoðað. Fjármagn og skattleysi Gísli Jónsson skrifar: Er ekki kominn tími til að skatt- rannsóknarstjóri taki á honum stóra sínum og krefjist rannsókn- ar á því hvemig íslenskir ríkis- borgarar geti beinlínis strokið með fé héðan til að fjárfesta í erlend- um fyrirtækjum eða til að leggja einfaldlega inn á erlenda banka og komast þannig hjá skattgreiðslum hér? Þeir alþingis- menn sem hafa sett lög sem heimila mönnum að losna við skattgreiðslur með „löglegum" hætti eiga að íyrir- verða sig. Það er rétt sem kom fram 1 leiðara Mbl. 3. þ.m. að hér er ekki vel að verki staðið af hálfu Alþingis. Hér virðist vera um felumál að ræða sem ekki þykir rétt að ræða hátt um. Það er hneyksli. Vægi flugsins minnkar Þorbergur skrifar: Ég las ágætan pistil í Degi nýlega eftir Sigurð Boga Sævarsson um minnkandi vægi innanlandsflugsins hér á landi og vandamálin í Vatns- mýrinni í Reykjavík. Þar er réttilega bent á að þegar æfingaflugið hefur verið flutt úr Vatnsmýrinni þá verði áætlunarflugið algjör afgangsstærð á Reykjavíkurflugvelli. Ég vil bæta því við að það er bara tímaspursmál hvenær þessum ólánsflugvelli verði lokað, því vægi flugsins innanlands minnkar stöðugt. Og ríkið hefur ekki efni á að halda uppi flugsamgöngum innanlands með styrkjum til hinna og þessara bæjarfélaga eða kauptúna. Fjármagnið skattlaust og falið Gjaldeyririnn löng- um eftirsóttur. DVI Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.