Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 I>V______________________ Umsjón: Sílja Adalsteinsdóttir ',JJI 1'11'' Sköpunin gengurí spíral Orðin sem fyrst koma í hugann þegar myndir Sigurdar Árna Sigurðssonar myndlistarmanns eru skoðaðar eru ncemi, fegurð og nostur. Hann hefur rannsakað margrœtt eðli forma og skugga í rúman áratug og farið úr abstrakti yfir í fígúratíft og aftur til baka í þeirri leit. Myndir hans af trjá- görðum þar sem sólin virðist hanga rétt fyrir ofan þá miðja þannig að trén varpa skuggum í allar áttir gátu gert áhorfanda alveg ringlaðan og á sýning- unni hans í Galleríi Scevars Karls núna er mynd sem heitir „Ópið“ þar sem skuggar eru bceði undir og ofan á sívöl- um formunum. „Ég get rakið þessa athugun á samspili forma og skugga aftur í teikningar sem ég var að gera ‘89-’90,“ segir Sigurður Ámi. „Sumarið 1990 var ég með vinnustofu í Suður-Frakklandi í þrjá mán- uði og kannski byrjaði þetta í sólinni við Miðjarð- arhafið. Þar urðu til teikningar sem enduðu i bók og hluta þeirra sýndi ég í Gallerí Nýhöfn á fyrstu eiginlegu einkasýningunni minni hér heima 1991. Listasafn íslands á einmitt sex myndir úr þessari seríu. Þar var ég að leika mér að afar einfaldri línuteikningu og skuggum af formi. Teikningarn- ar af stólum á þessari sýningu núna minna að mörgu leyti á þær.“ - Ertu þá enn á sama stað og fyrir tíu árum? „Það er þessi spírall sem öll sköpun gengur út á,“ segir Sigurður Árni. „Til þess að rata að ákveðnu marki er oft gott að líta upp og horfa um öxl. Ég var mjög abstrakt fram til 1993-4, þá kom tímabilið í görðunum, landslagstímabilið mitt, nú er ég aftur kominn út úr landslaginu og yfir í hið óhlutbundna." - Ertu kominn að niðurstöðu í þessari rann- sókn? „Nei, starf myndlistarmanns er vissulega rann- sóknarstarf en alveg vonlaust sem slíkt,“ segir Sigurður Árni og hlær, „vegna þess að það skilar engum lausnum! Það opnast bara fleiri gáttir, nýir möguleikar. En það elur okkur upp sjónrænt því myndlistarmenn hafa áhrif á hvernig við sjá- um hlutina - eins og allir sem fást við sjónræna sköpun. Þetta er líka rannsóknarstarf að því leyti að maður er meðvitaður um það sem maður er að gera, annars gæti ég ekki til dæmis séð þennan þráð gegnum verkin mín, hvernig ein mynd verð- ur til af annarri og leiðir mann áfram. Þannig er maður í samræðum við sjálfan sig og myndar á endanum þróun.“ Súrrealískur mínimalismi - Tengirðu þig við ákveðna stefnu í nútíma- myndlist? „Já, það eru myndlistarmenn sem ég finn sam- svörun við en það er erfltt að tala um stefnur í samtímanum. í myndlist er margt að gerast, allir miðlar í gangi og það er ágætt. Ég mála, teikna, tek ljósmyndir og bý til skúlptúra, ég hef líka gert tilraunir með myndbönd en það hentaði mér ekki. í evrópska málverkinu er viss skoðun í gangi á sambandi ljósmynda og málverka eins og sást á stóru samsýningunum úti í Evrópu sem mest var talað um í fyrra. Ég tengi mig alls ekki við þær hræringar, er í raun þvert á þær. Orðið mínímal- ismi er oft notað um verkin mín, kannski af því ég vinn með grundvallarform málverksins, eins og til dæmis 1 „Ópinu“ þar sem skugginn er bæði undir og ofan á grunninum en um leið bakgrunn- ur og forgrunnur. Sjálfsagt er mitt málverk hug- myndafræðilegt án þess að ég vilji pinna það nið- ur.“ - í „Ópinu“ ögrarðu náttúrulögmálunum... „Nei, þetta er mjög náttúrulegt og rétt - það er að segja ef þú gengur að rökum málverksins, það verður fólk að gera til þess að þetta fari að virka - og það virð- ist gera það. Og um leið og fólk hefur gengið að rökum mál- verksins er það lent á villigötum því þau rök eru bara ímyndun," segir Sigurður Árni, ögrandi. „En það eru skemmtilegar villi- götur. Listaverk þarf ekki að gefa okkur neitt, það erum við sem þurfum að gefa listaverkinu - þó að það lifi hvort sem við gefum því eitthvað eða ekki.“ - Má þá kalla þína stefnu súr- realískan mínímalisma?? „Vissulega er ég að leika mér að rökum málverksins, til dæm- is i „Ópinu“, og þau standast ekki i veruleikanum. En hvort ég er súrrealisti eða ekki veit ég ekki. „Ópið“ er rómantískt. Þess vegna fannst mér líka gaman að skira það þessu nafni. Það er al- veg óhlutbundið en fór að minna mig á andlit með opna munna. Þá kom Munch upp í hugann og um leið er ég búinn að tengja mig við þennan róman- tíska expressjónista, málara allra málara á Norð- urlöndum. Þó er ég að vinna eins langt frá honum og hægt er að hugsa sér.“ íslensk orka Sigurður Árni hefur dvalið langdvölum í Frakklandi undanfarinn áratug þar sem hann er orðinn vel þekktur. Hann hefur enn þá vinnustofu í París en er líka kominn með vinnustofu hér heima. Er munur á að vinna þar og hér? „Ég er afar sáttur við að vinna hér heima, en kannski skiptir máli að ég hef enn þá vinnustofu úti,“ segir hann hikandi. „Það er dálítið ríkt í Is- lendingum að verða ósáttir þegar þeim finnst þeir bundnir heima. En það er góð orka hér á íslandi almennt, hvort sem um myndlist eða annað er að ræða og hún er hvetjandi." - Bera Nordal listfræðingur ræðir í nýju Mann- lífsviðtali um heimslistina og segir að í Bretlandi sé mikil gróska... „Bretarnir hafa verið mjög fram- arlega í tiu ár,“ samsinnir Sigurð- ur Árni, „góðir myndlistarmenn á öllum sviðum og þá fylgja galleríin og söfnin. Maður sér uppganginn meðal annars á nýja nútímalista- safninu þeirra sem tæp milljón manns heimsótti fyrstu sex vikimn- ar. Fyrir fáeinum árum gaf Tony Blair út tilskipun um að skipt skyldi um myndlist á opinberum stofnunum og gamalli skipt út fyrir nýja. Það er hægt að skapa áhuga á nútímanum og kenna fólki að skoða list hans. Þetta gætum við gert hér líka.“ Sigurður Árni var fulltrúi ís- lands á Feneyjatvíæringnum 1 fyrra og sagði að miklu máli skipti að verða sýnilegur úti í hinum stóra heimi. En það er bæði dýrt og tímafrekt að kynna listamenn er- lendis og hann fagnar þeirri aðstoð sem Gallerí i8 er farið að fá til þess. „Atvinnumenn í gallerí- rekstri erlendis eins og galleríið mitt í París sýna listamennina sína reglulega á alþjóðlegum galler- ísýningum, svonefndum messum. Þetta hefur Edda Jónsdóttir í i8 gert, sótt alþjóðlegar sýning- ar og skipulagt skipti á listamönnum, tekið á móti erlendum listamönnum og sent íslenska lista- menn utan í staðinn. Þetta er dýrt fyrirtæki en skiptir gríðarlega miklu máli til að við verðum myndlistarþjóð meðal myndlistarþjóða." Óp/'ð sem rætt er um í viðtalinu er ekki á myndunum en það má sjá í Galleríi Sævars Karls til 19.10. Verk Siguröar Arna er í sjónlínu í ár því tréö sem táknar Reykjavík-menningarborg er eftir hann. Menning Tími eða tímaleysi Nú ber svo vel í veiði að liggur við handalögmálum í sumum kreðsum vegna sýningar Þjóðleikhússins á Horfðu reiður um öxl. Ástæðan er vitaskuld fyrst og fremst sú að þetta er svo áhrifamikil sýn- ing að tveir gagnrýnendur tala um óþol í sæti sínu vegna vanlíðunar. Hvað er of- beldisverk á sviði hjá andlegum ofbeldis- ræðum Jimmys í meistaralegri þýðingu Thors Vilhjálmssonar? Deilurnar snúast um það hvort rétt hafi verið að flytja verkið í búningum og sviðs- búnaði nær okkur í tíma. Lífsstíll persón- anna er vissulega bundinn 6. áratug aldar- innar - til dæmis æpir á mann að það er ekkert sjónvarp, eins og einn sögulega sinnaður orðaði það. Jimmy er að reyna að hlusta á tónleika í útvarpinu þegar skell- irnir i straujárni konu hans fara með taugakerfið í honum. Enginn Jimmy mundi hlusta á tónleika í útvarpi nú til dags, segja andmælendur. Einnig mætti spyrja hvort ungar konur eyði sunnudegin- um við straubrettið nú til dags. Verkið er í sýningunni látið gerast í óskilgreindum nútíma, segja aðstandendur, vegna þess að með því að kippa því upp úr fari sjötta áratugarins verður ljósara að það á fullt erindi í nútímanum; er ekki úr- elt. Þessu er gagnrýnandi Dags hjartanlega sammála og styður mál sitt sterkum rök- um. En er þetta ekki visst vantraust á þetta leikrit sem reynist enn svona mergjað? Mundi það ekki koma skilaboðum sínum alla leið þó að strákamir væru í buxum með brotum (sem reyndar er bundið í texta) og hreinrakaðir og stelpumar í káp- um með slæður? DV-MYND TEITUR Elva Ósk Ólafsdóttir og Halldóra Björns- dóttir í Horföu reiöur um öxl Geta einhverjar aðrar komið í stað þeirra? Gagnrýnandi DV gat þess í lok sinnar greinar að hún hefði viljað sjá yngri leik- ara takast á við verkið og hefur það vakið nokkur viðbrögð - enda engin leið að hugsa sér annan í aðalhlutverkinu en Hilmi Snæ. Alison og Helena eru u.þ.b. 25 ára og vissu- lega hefði það gefið allri sýningunni annan blæ ef t.d. Nanna Kristín Magnúsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir hefðu leikið þær. Ansi er erfitt samt að amast við stór- leikkonunum Elvu Ósk og Halldóru Björns- dóttur... Fyrst og fremst verður þó að brýna fyrir fólki að sjá þessa sýningu. Missa ekki af sprengikraftinum í reiðasta unga mannin- um í bænum um þessar mundir. Evrópska listaþingið Evrópska listaþingið IETM hefst í dag og eru þátttakendur um 260, þar af 150 er- lendir. Við viljum minna á sérstaka kynn- ingarfundi fyrir íslendinga og verður sá fyrri á morgun kl. 15-18 í Norræna hús- inu. Þar verður fjallað um evrópsk menn- ingarsamstarfsnet á sviði menningar og reynt að svara spumingum á borö við: Hver eru helstu samstarfsnetin? Hvernig virka þau? Að hvaða leyti eru þau ólík? Hverjir eru kostirnir? Hvernig fær maður sem mest út úr þeim? Hvar er hægt að fá meiri upplýsingar? Félagar í IETM ræða mikilvægi samstarfsins og hvernig það nýtist við að þróa menningarstarfsemina. Stjórnendur eru Judith Staines ráðgjafi og Isabelle Schwartz, framkvæmdastjóri European Network of Cultural Training Centers. Seinni fundurinn verður á laugardag- inn kl. 13.30-16 í Norræna húsinu og fjall- ar um alþjóðlegt samstarf. Stjórnandi er Rudy Engelander forstöðumaður þróunar- deildar Theater Instituut í Hollandi. Upplýsingar um skráningu á þingið eru í síma 5529119.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.