Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 I>V 11 Hagsýni Kolbrún Hafsteinsdóttir eldar fyrir fjölskyldu sína og starfsmenn Landssteina: Veisla úr fiskafgöngum Kolbrún Hafstelnsdóttir er mjög hugmyndarík þegar kemur aö matargerö. Hún gefur lesendum uppskrift aö rétti sem sem hún fékk frá mömmu sinni og ömmu. Mynd Jón Svavarsson Kolbrún Hafsteinsdóttir er mikið fyrir að búa til góðan mat og eldar daglega ofan i starfsmenn Land- steina. Hún er mjög hugmyndarík og gerir oft góða rétti úr þvi hráefni sem til er á heimilinu. Hún féllst á að segja lesendum DV frá því hvem- ig hún fer að. „Ég á þrjú börn og maka en heim- ilishaldið hefur orðið minna um- leikis eftir að börnin urðu eldri. Ég reyni alltaf að vera svolítið hagsýn þó tímamir hafi breyst og ég þurfi ekki að velta hverri krónu fyrir mér. Hér áður fyrr var ég dugleg að nýta mér það sem til var á heimil- inu og gera úr því máltíð. Það er bara hugmyndaflugið sem ræður þegar nota á það sem til er í ís- skápnum. Til dæmis að búa til grænmetisbökur þegar til er græn- meti sem þarf að nýta fljótlega svo það skemmist ekki. Það er hægt að gera hvað sem er og aðalmálið er að vera ekki hræddur við að prófa sig áfram. Ef það misheppnast þá er það allt í lagi, maður byrjar bara aftur. Miklu máli skiptir að auðvelt og fljótlegt sé að elda matinn því fáir hafa tíma til að malla allan daginn. En þegar ég var heimavinnandi undi ég mér vel í eldhúsinu og eyddi oft miklum tíma þar, bæði við bakstur og eldamennsku. Mér fmnst mjög gaman að vera i eldhúsinu en það þykir öllum mjög afbrigðilegt, þannig að ég hef ekki hátt um það. Ég væri til í að vera allan daginn að dunda mér þar ef einhver annar gerði önnur verk fyrir mig. Sojakjötshakk meö venju- legu hakki Þegar ég elda mat sem tekur tíma þá elda ég tvöfalda uppskrift og hendi síðan annarri i frystinn. Einnig hef ég stundum notað laug- ardagana til að elda rétti sem ég geymi. Ef ég bý til fiskibollur þá geri ég allt upp í átta skammta sem ég síðan frysti og hef við höndina . Hið sama geri ég þegar ég elda lasagna en er þó ekki eins stórtæk. Til að spara við lasagnagerðina nota ég oft sojakjötshakk til hálfs við venjulegt kjöthakk. Reyndar geri ég þetta við alla rétti sem búnir eru til úr hakki. Mér firmst langbest að undirbúa sojahakkið daginn áður en það er notað, til að leyfa krydd- inu og sósunum að síast inn í það. Fyrst er það lagt í bleyti í kalt vatn og látið bíða þar til það er orðið vel mjúkt. Því næst er allt vatnið sigtað frá. Hakkið steiki ég siðan með maukaðri papriku, lauk og kryddi og blanda því saman við hitt hakk- ið. Ég nota mikið grænmetis- og súputeninga til að krydda með. Þá finnur enginn neinn mun. Þetta kemur mjög vel út en gæta þarf þess að mun meira þarf að krydda soja- hakkið en venjulegt hakk. Soja- hakkið er mjög ódýrt og drjúgt, ekki þarf nema 1-2 dl þar sem það tvö- faldar sig eða meira við að liggja í bleyti. Umhverfisvænar bleiur Hagkaup hefur haflð sölu á Naty Boy&Girl bleium sem framleiddar eru i Svíþjóð. Þær eru umhverfis- vænar og stimplaðar með „BRA MILJÖVAL" sem er merki sænsku náttúruverndarsamtakanna. Bleiumar eru sérstakar að því leyti að þær eru gerðar úr maís- sterkju og ekkert plast er í þeim. Þar sem maíssterkjan er náttúr- legt, niðurbrjótanlegt efni, þá anda þær og loft leikur því auðveldlega um barnið. Bleian er 70% niður- brjótanleg og því munar mikið um plássið sem sparast á urðunarstað. Hún er að öðru leyti eins og aðrar, hefðbundnar bleiur, með frönsk- um rennilás og þægileg í notkun. Uppskrift frá mömmu og ömmu Ég kann ekki að vinna með upp- skriftir, ég bý réttina til jafnóðum og ég elda þá. Þar sem þessi pistill fjallar um hagsýna húsmóður ætla ég að koma með tillögu að því hvernig afgangurinn af fiskinum frá í gær er nýttur. Þetta er aðferð frá mömmu og ömmu. Soðnir fiskafgangar eru brytjaðir mjög smátt og settir í skál ásamt um 1-2 msk. af hveiti fyrir hvern fisk- bita. Sé lítiil afgangur af fiskinum má setja meira hveiti. Blandan á að vera eins þykk og jólakökudeig. Saxið niður lauk, eins og þegar búið er til fiskfars og blandið saman við. Laukurinn er lykilatriði og honum má ekki sleppa. Auk þess þarf í þennan rétt 1 pískað egg, smámjólk og um tsk. af lyftidufti. Kryddið með aromat, smá svörtum pipar og Her- bamare jurtasalti. Smyrjið bökunar- form og setjið rasp í það. Því næst er deigið eða fiskblandan sett í formið og raspi stráð yfir. Þetta er síðan sett í ofn og bakað þar til það er heitt í gegn eða um hálftíma eða meira. Ekki er verra þó það sé mik- ið bakað. Með þessu er borið fram kartöflu- salat sem gjarnan er búið til úr af- gangskartöflum sem soðnar voru með flskinum daginn áður. Svo er alveg nauðsynlegt að hafa hrásalat með þessu. Strákamir mínir settu oft feiti út á þennan rétt en mér flnnst betra að hafa remolaði eða einhverja aðra góða sósu með. Til dæmis nota ég stundum „Sandwitch spread“ með, eitt sér eða hrært út í sýrðan rjóma. Salsa eða eitthvað heimatilbúið mauk er líka alveg til- valið. Ég hef til dæmis skorið tómata og rauðlauk smátt niður og kryddað með svörtum pipar og kóri- ander. Hér skiptir máli að láta hug- myndaflugið ráða og búa til meðlæti úr einhverju sem manni þykir gott. Ef það heppnast ekki þá gerir mað- ur bara öðruvísi næst. Þessi réttur er mjög þægilegur að því leyti að það tekur mjög stuttan tíma að búa hann til og hægt er að gera eitthvað annað á meðan fiskurinn bakast í ofninum." -ÓSB Sími 525 3000 • www.husa.is Bretta- fatnaður 14.995 kr. Úlpa með flísfóðri 12.695 kr. Brettabuxur m/ axlarb. 2.995 kr. Flíspeysa hálfrend HÚSASMIÐJAN ÞAÐ ER KOMIN NÝ LÍIUA ! Verslanir Lyfju bjóða upp á nýja og fjölbreytta linu af algengustu vítamínum og steinefnum. Lyfjafræðingar Lyfju hafa tekið virkan þátt í gerð samsetninga. ■tþ LYFJA -tryggir gæðin Útsölustaðir: verslanir Lyfju, einnig Árnes, Egilstaða og Húsavíkurapótek

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.