Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 Viðskipti_____________________________________________________________________________________________________________________________DV Umsjón: Viðskiptablaðið Íslandsbanki-FBA og Gilding kaupa Ölgerðina Íslandsbanki-FBA hf. hefur kom- ist að samkomulagi við aðaleigend- ur Ölgerðarinnar Egils Skallagrims- sonar ehf. um kaup á 96,58% hlut þeirra í fyrirtækinu. Kaupin eru samstarfsverkefni Islandsbanka- FBA og Fjárfestingafélagsins Gild- ingar. í frétt frá nýjum eigendum segir að Íslandsbanki-FBA og Gilding stefni að frekari eflingu félagsins og auknum umsvifum í rekstri. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsmannahaldi. Stefnt er að því að áreiðanleikakönnun íslands- banka-FBA ljúki í lok nóvember og þann 1. desember verði gengið frá kaupum og eigendaskiptum. Það hefur orðið að sam- komulagi að engar upplýsingar verði veittar um kaupverð, enda þjóni það hvorki hagsmunum kaupenda né seljenda. Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. var stofnað árið 1913 og er eitt þekktasta framleiðslufyr- irtæki landsins. Fyrirtækið fram- leiðir gosdrykki, bjór og léttöl, bæði undir eigin vörumerkjum og ann- arra auk þess að stunda innflutning á sams konar vörum. Meðal þekktra vörumerkja fyrirtækisins eru Egils Appelsín, Maltextrakt, Egils Kristall og Egils Gull. Meðal þekktra vöru- merkja samstarfsaðila eru Pepsi, Tuborg og Grolsch. Íslandsbanka-FBA, Landsbanka íslands, Búnaðarbanka íslands og Kaupþingi var geflnn kostur á að gera kauptilboð í hlutinn sem í boði var og skiluðu allir aðilar inn til- boði nema Kaupþing. Eigendur áskildu sér rétt til að taka hvaða til- boði sem var eða hafna öllum. Eng- in skilyrði voru sett af hálfu selj- enda um endanlega kaupendur og var hagstæðasta tilboði tekið. Aukið samstarf Flugleiða og SAS hafa fengid heimild til nánara samstarfs á flugleiðum yfir Norður-Atlantshafið Formlegt leyfi hefur verið gefið út í Bandaríkjunum til Rugleiða og SAS til markaðssamstarfs í flugi milli Bandaríkjanna og Norðurlandanna Metútflutningur á fersku kjöti til Bandaríkjanna Fyrsta sláturtíð Norðlenska ehf. hefur gengið vel en félagið var sem kunnugt er stofnað fyrr á árinu með samruna Kjötiðnaðarsviðs KEA og Kjötiðjunnar á Húsavík. Öll sauðfjár- slátrun var færð til Húsavíkur og að mati fyrirtækisins hefur þessi breyt- | ing í meginatriðum komið vel út. í frétt frá Norðlenska kemur fram að hefðbundinni sláturtíð hjá félag- inu mun ljúka 31. október nk. og alls verður slátrað tæplega 60 þúsund dilkum og um 6 þúsund ám. Meðal- þyngd dilka þegar þetta er skrifað er 15,26 kg. Meðal þess sem hæst ber er óvenju mikill útílutningur á fersku kjöti til Bandaríkjanna og hefur hann skilað hærra verði til bænda en áður hefur fengist. Fiskafli meiri í september á þessu ári Fiskaflinn síðastliðinn september- mánuð var 67.788 tonn en var 65.937 tonn í septembermánuði árið 1999. Botnfiskaflinn jókst lítillega á milli ára, fór úr 35.790 tonnum í september 1999 í 36.009 tonn nú. í frétt frá Hagstofúnni kemur fram að þorskaflinn dróst saman um 2.213 tonn og ýsuaflinn um 472 tonn. Út- hafskarfaaflinn var enginn síðastlið- inn septembermánuð og nemur sam- drátturinn því 2.850 tonnum, eða sem nemur aflanum í septembermánuði árið 1999. Karfaaflinn jókst hins vegar um 3.863 tonn, grálúðuaflinn um 1.326 tonn og ufsaaflinn irni 975 tonn. Heildaraflinn það sem af er árinu er 1.438.341 tonn sem er nokkru meira en veiðst hafði á sama tima í fyrra (1.241.719). Þessi aukning er vegna auk- innar veiði tveggja tegunda, loðnu og kohmmna, en báðar þessar tegundir hafa veiðst töluvert betur í ár en i fyrra. Hins vegar hefur botnfiskafli dregist saman um tæp 15 þús. tonn og skel- og krabbadýraafli um tæp 7.500 tonn. Bandarísk stjómvöld gáfu sl. fostudag út formlegt leyfi til Flug- leiða og SAS til markaðssamstarfs í flugi milli Bandaríkjanna og Norð- urlandanna og er það í fyrsta sinn sem tveimur erlendum flugfélögum er heimilað slíkt. Leyfið gerir það að verkum að SAS getur nú haflð sölu farseðla á flugi Flugleiða milli Bandaríkjanna og Norðurlanda eins og það væri þeirra eigið, enda sam- Samningur á 9 flugleiöum í frétt frá Flugleiðum kemur fram að Flugleiðir og SAS gerðu samning um það sín í milli fyrir rúmu ári að á samtals níu flugleiðum yfir Atl- antshafið yrði flug Flugleiða einnig kennt SAS. Þetta er flug til og frá þremur borgum á Norðurlöndun- um, þ.e. Kaupmannahöfn, Ósló og Stokkhólmi, til og frá Minneapolis, Boston og Baltimore í Bandaríkjun- um, með viðkomu í Keflavík. Fyrr á þessu ári sóttu félögin sameiginlega um samþykki bandarískra yflrvalda til að geta framfylgt samningnum og hafiö nánari samvinnu sín á milli. Hafa bandarisk yflrvöld haft samn- ing félaganna til skoðunar frá því í apríl. Niðurstaðan kom föstudaginn 13. október 2000 og var hún jákvæð fyrir félögin. Leyfið byggist í raun á því aö flug milli Bandaríkjanna og íslands, íslands og Evrópu og milli Bandaríkjanna og Norðurlanda er frjálst öllum bandarískum og evr- ópskum flugfélögum. Ávinningur SAS af samningun- um felst í aö geta boðið viöskipta- vinum sínum mikla tíðni, stuttan ferðatíma og góða þjónustu Flug- leiða á milli þessara staða en Flug- leiðir njóta á móti markaðsstyrks SAS sem getur í framhaldi af leyfis- veitingunni boðið flug Flugleiða sem sitt eigið í samningum við Mannafl, stærsta ráðningarstofa á íslandi tók til starfa 16. október sl. Mannafl samanstendur af ráðning- arstofu Ráðgarðs hf., sem tók til starfa 1988, og ráöningarstofu Gallup sem stofnuö var 1996. í frétt frá Mannafli kemur fram að þessi fyrirtæki hafa verið í fremstu röð á sviði ráðgjafar og ráðninga á undanfomum árum og hafa áunnið sér traust viðskipta- vina, auk þess sem þau búa yfir víö- tækri þekkingu á íslensku atvinnu- lífi. „Mannafl verður í forystu á sviði ráðgjafar um ráðningar stjóm- enda og millistjómenda, störf sér- fræðinga, starfsfólks í sérhæfð skrif- stofustörf og í aðrar ábyrgðarstöður fyrir háskólamenntað fólk. Mannafl er í öflugu erlendu samstarfi," segir i frétt frá Mannafli. 20 starfsmenn Hjá Mannafli vinna 20 starfs- menn. Þar af em 16 ráðgjafar sem hafa að baki fjölbreytta háskóla- menntun og reynslu. „Ráðgjafar Mannafls beita faglegum vinnu- brögðum og starfa eftir ákveðnum verkferlum sem tryggja gæði þjón- ustunnar. Þeir leitast við að veita fyrirtækjum og einstaklingum per- sónulega þjónustu sem sniðin er að ferðaskrifstofur og aðra söluaðila. Þá felur samningur félaganna í sér samstarf um vildarkerfi sem kemur sér vel fyrir viðskiptavini þeirra beggja. óskum og aðstæðum hvers við- skiptavinar. Trúnaðar er gætt í hví- vetna. Mannafl er með skrifstofur í Furugerði 5 í Reykjavík og í Skipa- götu 16 á Akureyri," segir Mannafl. í frétt frá fyrirtækinu er bent á að ráðgjafar hafi aðgang að ýmsum mælitækjum varðandi starfsmanna- val. Þar má nefna persónuleikapróf- ið NEO PI-R, eitt viöurkenndasta persónuleikapróf í heiminum og styrkleikamatið ATPI sem hefur verið lengi í notkun hjá Gallup. Einnig er boðiö upp á stýrð stjórn- endaviötöl og sérsniðin próf, s.s tungumála- og tölvupróf, sem er ætl- að að mæla tiltekna kunnáttu eða eiginleika. „Það vill stundum gleymast að starfsmannaráðningar hafa á sér tvær hliðar, þ.e. bæði umsækjand- inn og atvinnurekandinn standa frammi fyrir ákveðnu vali. Að sjálf- sögðu er æskilegt að valið sé rétt fyrir báða aðila, þannig að fyrirtæk- ið ráði starfsmann sem uppfyllir þær kröfur sem starfið gerir en jafn- framt verður starfið að uppfylla væntingar starfsmannsins. Þegar þetta tvennt fer saman dregur úr starfsmannaveltu og vinnuandinn verður jákvæðari,“ segir í frétt frá Mannafli. Gatnamót Hringvegar og Víkurvegar ásamt Reynisvatnsvegi. Skv. 14. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum nr. 671/2000 boða Vegagerðin og Reykjavíkurborg til almenns kynningarfundar um tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum mislægra gatnamóta Hringvegar og Víkurvegar ásamt Reynisvatnsvegi í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn kl. 16, föstudaginn 20 október, í Skúlatúni 2,5. hæð. Tillögu að matsáætlun er unnt að nálgast á veraldarvefnum og er slóðin www.almenna.is/vikurvegur Almenningi gefst kostur á að koma á ffamfæri athugasemdum við tillöguna til 3. nóvember nk. Athugasemdum skal skila til Vegagerðarinnar, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík. ÍKEYKJAVIKlJKBORÍi VEGAGERÐiN Stærsta ráðningarstofa á íslandi tekin til starfa Þetta helst__________ Heildarviðskipti 1208 m.kr. - Hlutabréf 143 m.kr. - Ríkisvíxlar 741 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Islandsbanki - FBA 33 m.kr. Eimskip 25 m.kr. € Tryggingamiðstöðin 15 m.kr. MESTA HÆKKUN QBakkavör Group 5,9% Q Þormóður rammi 1,6% O íslenskir aðalverktakar 1% : MESTA LÆKKUN OHIutabréfasjóðurinn Auðlind 5,4% ©Austurbakki 5,2% o Nýherji 4,5% ÚRVALSVÍSITALAN 1426,1 stig - Breyting O -0,8% Meiri hag- vöxtur í Japan Búist er við að hagvöxtur í Japan muni verða meiri á þessu ári en fyrri spár bentu til. Tilkynnt hefur verið um aukin útgjöld upp á 102 milljarða dala til að auka vöxtinn og koma hagkerfinu aftur af stað. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur muni nema 1,5% á þessu reikningsári sem endar í mars á næsta ári. Fyrri spár höfðu gert ráð fyrir 1% vexti. MESTU ViOSKIPTi i 0 Íslandsbanki-FBA 568.898 Q Össur 472.122 j 0 Baugur 320.528 Q Pharmaco 243.102 \ Q Tryggingamiðstöðin 225.203 sitastllöna 30 Aaea j 0 Pharmaco 16 % j 0 íslenskir aðalverktakar 10% 10 Delta hf. 9% ; 0 Bakkavör 7% í 0 Lyfjaverslun 6% , , o síöastlibna 30 daga j 0 Héðinn smiðja -39 % 0lsl. hugb.sjóðurinn -26% j 0Sláturféiag Suðurl. -21 % : 0 Fiskiðjus. Húsavíkur -20 % j 0 Hampiðjan -14% Vísitölur í Banda- ríkjunum rétta úr kútnum í ljósi góðrar afkomu Microsoft, sem skilaði 18% meiri hagnaði á þriðja ársfjórðungi en síðasta ár, voru markaðir í Bandaríkjunum opnaðir í gærdag með hvelli. Frammistaða Microsoft og Nokia hefur gefið íjárfestum kjarkinn á nýjan leik og vísitölur markaðarins hafa þrugðist við samkvæmt því. BHdow jones 10142,98 O 1,68% 1 • Inikkei Hlills&p 15198,73 O 2,62% 1388,76 O 3,47% Bf NASDAQ 3418,60 O 7,79% SsínsE F^DAX 6278,10 O 0,95% . 6628,36 O 0,13% I WcAC 40 6133,53 O l.H% i 20.10.2000 kl. 9.15 KAUP SALA HiÉDollar 85,480 85,920 : SfSPund 123,580 124,210 l*lkan. dollar 56,610 56,960 fSSÍDönskkr. 9,7120 9,7660 HS-Norsk kr 9,0190 9,0680 ESsænsk kr. 8,5000 8,5470 )4Hn. mark 12,1514 12,2244 | iFra. franki 11,0143 11,0805 1 Belfi. franki 1,7910 1,8018 Q) Sviss. franki 47,9800 48,2500 CShoII. gyllini 32,7851 32,9821 ^iÞýskt mark 36,9403 37,1623 |)ít líra 0,037310 0,037540 g^ Aust. sch. 5,2505 5,2821 Port. escudo tlZlSpá. posotí 1 * |Jap. yon 0,3604 0,3625 0,4342 0,4368 0,787200 0,791900 | jírskt pund 91,737 92,288 SDR 109,540000 110,200000 Secu 72,2489 72,6831

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.