Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Side 28
Snyrtiborö, dúkkur,
dúkkuvagnar, vöggur,
þríhjól og bílar fyrir
litlar dömur.
Símí 567 4151 & 567 4280
Heíídverslun með leikföng og gjofavörur
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Eyrarbakki:
Stálu fánum
og húsnúm-
erum
Það var heldur sérkennilegt, þýf-
ið sem lögreglan fann í bíl þjófa á
^ Eyrarbakka í nótt. Svo virðist sem
þjófamir hafi farið um bæinn og
skrúfað húsnúmer af húsum, tekið
niður skOti af húsum og nælt sér í
fána frá Kjarval, RARIK, íslands-
pósti, Árborg og Olís. Einnig tóku
þeir reiðhjólastæði, tvær vegstikur
og skilti sem bannaði bifreiðastöður
ásamt íleiru.
Lögreglunni barst tilkynning um
atferli fólksins skömmu eftir klukk-
an þrjú í nótt.
Fólkið er allt um tvítugt og að
sögn lögreglunnar á Selfossi
skemmti það sér vel við iðju sína en
fjörið endaði á lögreglustöðinni.
Stúlkan sem ók bílnum var ekki
grunuð um ölvun og gekkst hún við
aðild sinni að prakkarastrikunum.
Hún fékk því að fara heim en menn-
imir þrír voru allir grunaðir um
ölvun og fengu því að gista fanga-
geymslur lögreglunnar það sem eft-
ir lifði nætur. Að sögn lögreglunnar
átti svo að taka skýrslu af mönnun-
um í dag. -SMK
Sykur er eitur
í Helgarblaði DV á morgun er ítar-
legt viðtal við Jón Braga Bjamason,
prófessor í efnafræði við Háskóla ís-
lands. Jón hefur ákveðnar skoðanir á
sykumeyslu og styður þær erlendum
rannsóknum og eigin þekkingu. Hann
segir að sykur sé fíkniefni og neysla
hans ein helsta orsök margra sjúk-
dóma. Einnig er í blaðinu fjallað um
fasteignir Guðjóns Más Guðjónssonar
í OZ, viðtal við Sigurð Skúlason leik-
ara og fjallað um hrapalleg mistök ís-
lenskra dómnefnda. Rætt er við leið-
sögukonur á kynlífsnámskeiði, rúss-
neskan doktor í málvísindum sem
nuddar undir Jökli og sagt frá frosn-
um laumufarþegum sem falla af himn-
um ofan.
DV-MYND PJETUR
Hjálpsamir unglingar
Krakkar úr Borgarholtsskóla flokkuðu í morgun föt sem almenningur á íslandi hefurgefið til hjálparstarfs Rauða
krossins. Þetta starf krakkanna er liður í Lífsleikni og er markmiðið aö efla skilning unglinga á mannúöarstarfi í þágu
bágstaddra. Með fram fataflokkuninni verða unglingarnir fræddir um hjátparstarf á vegum Rauða krossins.
Mjólkur-
fræðingar
reknir heim
Þremur mjólkurfræðingum sem
starfað hafa hjá KEA var sagt í lok
vinnudags í gær og fyrradag að
þeir þyrftu ekki að mæta aftur til
starfa hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið
hafði sagt mönnunum upp, en þeir
áttu óunninn um sex vikna upp-
sagnarfrest. Hafði þeim verið sagt
að þeir myndu vinna uppsagnar-
frestinn, að sögn Geirs Jónssonar,
formanns Mjólkurfræðingafélags-
ins, þegar DV leitaði staðfestingar
hans í morgun.
Geir sagði að þetta mái væri
hluti af stærra ágreiningsmáli
milli KEA og mjólkurfræðinga.
Mjólkurfræðingar ættu forgangs-
rétt til ákveðinna starfa. Hann
vildu forráðamenn fyrirtækisins
ekki virða en teldu að ófaglærðir
gætu sinnt þeim. Málinu hefði ver-
ið skotiö til Samtaka atvinnulífs-
ins og væri nú beðið svara frá
þeim.
„Þetta hleypir enn meiri hörku í
þetta mál,“ sagði Geir. „Fram-
koma gagnvart þessum starfs-
mönnum er fyrir neðan allar hell-
ur. Það er ljóst að menn brutu
ekki af sér. Þetta er stjórnunar-
stUl.“ -JSS
Lögreglan fann 16 unglinga undir lögaldri á Bóhem :
Erótískt menningar-
kvöld menntskælinga
í síðustu viku fann lögreglan 16
unglinga á erótíska skemmtistaðnum
Bóhem í Reykjavík. Þcir af voru fjórir
þeirra að drekka áfengi. Drengimir
voru allir 16 og 17 ára, en samkvæmt
íslenskum lögum má ekki hleypa
unglingum innan við 18 ára aldur inn
á vínveitingastaði, og ekki má veita
þeim áfengi sem eru undir tvítugu.
Drengjunum var öllum vísað af staðn-
um.
Venjulega setur Bóhem 25 ára ald-
urstakmark á gesti hússins en sam-
kvæmt heimildum DV voru ungling-
arnir þama á menningarkvöldi á veg-
um Menntaskólans í Hamrahlið.
Heimildir DV herma að aðili á vegum
skólans hafl haft samband við Bóhem
og óskað eftir undanþágu á aldurstak-
markinu. Forráðamenn Bóhems urðu
við þeirri ósk, en með þvi skilyrði að
unglingamir sýndu skilríki sem
sönnuðu að þeir væm orðnir 18 ára
gamlir. Lögreglan fékk heimild til
þess að leita í vösum þriggja ung-
menna og fann einungis þeirra eigin
skilríki sem sýndu réttan aldur.
Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn lögreglunnar í Reykjavík,
sagði málið vera í vinnslu lögregl-
unnar. Forráðamönnum Bóhems hef-
ur verið veittur ffestur til þess að
gefa skýringu á atburðinum og að
þeim fresti loknum verður tekin
ákvörðun um það hvort staðurinn
fær áminningu. Áminningar eru und-
anfari tímabundinnar leyfissvipting-
ar - refsingar sem beitt er eftir ítrek-
uð lögbrot vínveitingahúsa.
Þrír vínveitingaeftirlitsmenn
starfa hjá lögreglunni í Reykjavik en
njóta auk þess aðstoðar lögreglu-
manna.
Aö sögn Jónasar er það ekki óal-
Nektardansmeyjar á Bóhem.
í síöustu viku rak lögreglan 16 ung-
linga undir 18 ára aldri út af eró-
tíska skemmtistaönum Bóhem.
gengt að unglingar undir aldri fmnist
á vínveitingastöðum en sjaldgæfara
er að fmna svona marga á einum
stað.
„Svokölluð bjórkvöld virðast vera
orðin afar vinsæl hjá framhaldsskól-
um sem 18 ára og eldri sækja. En
þama var um menningarkvöld að
ræða,“ sagði Jónas.
Reykjavíkurborg gefur út áfengis-
veitingaleyfi veitingahúsa i borginni.
Að sögn Ólafs Hjörleifssonar, fulltrúa
skrifstofustjóra borgarstjórnar, eru
mál sem þessi könnuð þegar kemur
til endumýjunar áfengisveitingaleyfa
veitingastaða. Ef lögreglustjóri gefur
veitingastaðnum áminningu fyrir
brot á lögum er áminningin send
skrifstofu borgarstjómar.
„Jafnframt eru allar umsóknir
sendar til umsagnar lögreglustjóra og
þar hefur hann færi á þvi að vekja at-
hygli á hlutum sem af einhveijum
ástæðum hafa ekki komist til skila til
okkar,“ sagði Ólafur.
Ekki náðist í rektor MH í gær.
-SMK
Fíkniefnalögreglan með átta í haldi í umfangsmiklu máli:
Hasssending kom þrisvar til landsins
Þegar skipverji sem hafði verið í
fríi á Skógafossi gekk í land í
Reykjavík í sumar með kassa sem
innihélt tíu kíló af hassi höfðu efn-
in komið þrisvar sinnum til lands-
ins. Á meðan, um margra vikna
skeið, hafði fíkniefnalögreglan
fylgst dag og nótt með manninum og
skipinu - í Reykjavík, á Grundar-
tanga og á Vestfjörðum. Efnin fóru
um borð í skipið í útlöndum fyrr í
sumar en það hét þá Goðafoss. í
þriðja túmum ákvað maðurinn,
sem hafði verið í stuttan tíma í sigl-
ingum hjá Eimskip, að fara um borð
og ná í efnin. Hann var þá strax
handtekinn. Annar maður, sem
Skógarfoss.
einnig hafði
verið stuttan
tíma hjá Eim-
skip, kom efn-
unum fyrir í
skipinu ytra.
í máli
þessu eru nú
átta manns í
haldi, þar af
tveir íslend-
ingar sem
handteknir
voru hér á
landi í gær en
einn sem hol-
lenska lögregl-
an handtók einnig í gær. Búast má
við að hann verði sendur heim fljót-
lega.
7 kíló til viðbótar hafa verið hald-
lögð í málinu. Rannsókn flkniefna-
lögreglunnar hefur tekið nokkra
mánuði og eru tveir menn staddir
ytra.
Þrir ítalir, tvær konur og karl-
maður, hafa verið úrskurðaðir í 3ja
vikna gæsluvarðhald í öðru flkni-
efnamáli sem Tollgæslan á Keflavlk-
urflugvelli og fíkniefnalögreglan
unnu að saman. Fólkið kom með
300-A00 grömm af kókaíni til lands-
ins - andvirði á annan tug milljóna
króna reynist efnin hrein. -Ótt
Gæði og glæsileiki
smoft
(sólbaðstofa)
Grensásvegi 7, sími 533 3350.
brotheT
P-touch 9400
Stóra merkivólin sem
10 leturgerðir
margar íeturstærðir
16 leturstillingar
Crentar í 10 línur
orði 6 til 36 mm
þolir álagið
Rafport
Nýbýlavegi 14 Simi 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport