Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Síða 2
2
MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000
DV
Fréttir
Sameining ríkisbankanna kynnt starfsfólki í morgun:
msssm
Það þarf góðan vilja
- til að klára málið fyrir áramót, segir bankastjóri Landsbanka
Bankaráð Búnaðarbanka íslands
hf. og Landsbanka íslands hf.
komust í gær að niðurstöðu í við-
ræðum sín á milli um sameiningu
bankanna. Stjórnendur bankanna
tveggja ætluðu að kynna starfs-
fólki niðurstöður sinar. í fram-
haldi af því átti að senda Verð-
bréfaþingi íslands tilkynningu um
málið.
Bankaráðsmenn vörðust allra
frétta af málinu í gærkvöldi og
vildu ekkert segja um hvert inni-
hald niðurstöðunnar var.
Pálmi Jónsson, formaður banka-
ráðs Búnaðar-
bankans, sagði
aðeins að þarna
hefði fengist nið-
urstaða sem
menn hefðu orð-
ið sammála um.
Samkvæmt
heimildum DV
hefur m.a. verið
tekist á um mat
á eignarstöðu
bankanna inn í
væntanlega sam-
einingu. Fyrir h
Halldór J.
Kristjánsson,
bankastjóri
Landsbankans.
;i voru vanga-
veltur um að
Landsbankinn
yrði metinn með
57% hlutdeild i
nýjum banka og
Búnaðarbankinn
með 43%. Hah-
dór J. Kristjáns-
son, bankastjóri
Landsbankans,
vildi hvorki
segja af né á
varðandi þá
hluti. Hann vildi
heldur ekkert segja að svo stöddu
Pálmi Jónsson,
formaður banka-
ráðs Búnaðar-
banka.
um hvaða samkomulag hefði verið
gert um bankastjóra og fækkun
útibúa og uppsagnir starfsfólks.
„Við vOjum virða rétt starfsfólks
til að fá upplýsingar um málið á
undan öðrum.“
Samkeppnisráð hefur sex vikur
til að skoða málið og ef sá tími er
nýttur er á mörkum að þaö náist
að klára málið fyrir áramót eins og
ráðherra hefur vonast til að væri
hægt. „Það þarf góðan vilja hjá öll-
um sem að málinu koma ef það á
að takast,“ sagði Halldór J. Krist-
jánsson. -HKr.
Samfylkingin:
Stórsókn í
menntamálum og
afkomutrygging
Menntamálin voru i öndvegi á
fyrsta flokksstjórnarfundi Samfylk-
ingarinnar sem haldinn var á laug-
ardaginn. Samþykkt var ályktun
um stórsókn til eflingar menntun í
landinu.
„Þetta var ákaflega vel sóttur
fundur. Það er tvennt sem að mínu
mati bar hæst á fundinum, annars
vegar menntamál og hins vegar
málefni öryrkja og aldraðra. Það
ríkir gríðarleg óánægja meðal sam-
fylkingarfólks um þá skammsýni
sem rikir i menntastefnu ríkis-
stjórnarinnar. Samfylkingin ætlar
að gera menntamálin að höfuðmáli
og við höfum sett af stað ítarlega
stefnumótun í þeim efnum. Við
munum beita okkur fyrir auknum
íjárframlögum til menntamála með
það að markmiði að gera tækifæri
til menntunar samkeppnishæf við
það besta sem gerist erlendis. Það
þarf að bæta kjör kennara svo fram-
haldsskólarnir geti verið í fremstu
röð en því miður eru þessir skólar
að missa sitt besta fólk vegna launa-
kjara,“ sagði Össur Skarphéðinsson,
formaður Samfylkingar, í samtali
við DV.
„Það var einnig niðurstaða fund-
arins að þingflokkur Samfylkingar
leggi fram tillögu um afkomutrygg-
ingu fyrir öryrkja og aldraða sem
felur í sér tilfærslu á 3 til 5 milljörð-
um króna til þeirra. Við ætlum að
leggja sérstaka áherslu á að bæta
kjör ungra öryrkja, fólks sem hefur
hlotið varanlega örorku á æskuár-
unum,“ sagði Össur. -aþ
Þing Noröurlandaráðs:
Framtíð norrænn-
ar samvinnu
Norðurlanda-
ráðsþing verður
sett í Háskólabíói
síðdegis í dag.
Forsætisráðherr-
ar Norðurland-
anna auk utanrík-
is- og vamarmála-
ráðherra land-
Sigríður Anna anna verða við-
Þóröardóttir. staddir þingið.
Sigríður Anna
Þórðardóttir, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, er forseti Norðurlandaráðs og
að hennar sögn verða mörg áhuga-
verð málefni rædd á þinginu. „Það
sem stendur upp úr að mínu mati og
ég veit að margir eru spenntir fyrir er
skýrsla frá svokallaðri Vísra manna
nefnd sem hefur starfað undir stjóm
Jóns Sigurðssonar, bankastjóra Nor-
ræna fjárfestingarbankans. í skýrsl-
unni, sem kallast Umleikið vindum
veraldar - norrænt samstarf, er fjallað
um innihald og áherslur í norrænu
samstarfl til framtíðar. Það verður
bæði spennandi og gaman að fylgjast
með umræðum um þær hugmyndir
sem er að fmna i skýrslunni." Þing
Norðurlandaráðs stendur í þijá daga
og lýkur á miðvikudag. -aþ
DVIHYND KK
Ossur boröar ísbjöm
Össur Skarphéðinsson þingmaður gæddi sér á ísbjarnarkjöti í fyrsta skipti á laugardagskvöidið. ísbjarnarkjöt var með-
ai fjölmargra rétta á árlegu villibráðarkvöldi sem haldið var í Ársölum í Glæsibæ á laugardagskvöldið. Forvígismenn
villibráðarkvöldsins eru bræðurnir Jakob Örn og Haraldur Ingi Haraldssynir en þeir hafa ekki áður boðið upp á ísbjarn-
arkjöt. ísiensk villibráð var í aðalhlutverki á veistuborðinu en það var grænlenski ísbjörninn sem vakti hvað mesta
spennu meðal gesta. Aö sögn Haralds Inga þótti ísbjörninn góður og flestir á því að bragðið væri mitt á
milli lambakjöts og kálfakjöts.
íslendingar með eftirlit með kosningum í Aserbaídsjan:
Ekki þær lýðræðislegu
sem ég á að venjast
-segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður
„Ég vil ekki fullyröa neitt um
kosningasvik og veit ekki til þess á
þessari stundu, en það var margt
sem kom mér spánskt fyrir sjónir
þegar ég ásamt fjölmörgum öðrum
evrópskum þingmönnum var að
fylgjast með á kjörstööum og þegar
miðað er við lög og reglur um
kosningar þá voru reglur brotnar,"
segir Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir þingmaður, en hún hefur
verið í höfuðborg Aserbaídsjan,
Baku, siðustu þrjá daga sem með-
limur eftirlitsnefndar á vegum Ör-
yggis- og samvinnustofnunar Evr-
ópu ásamt fjölda annarra þing-
manna.
„Við byrjuðum á að hitta full-
trúa allra flokka sem bjóða fram í
þingkosningunum og fulltrúa al-
þjóðlegra samtaka sem eru hér til
að fylgjast með kosningunum. Var
farið yfir málin með þeim og virt-
ust allir vilja að þessar kosningar
færu lýðræðislega fram, minnugir
þess að fyrstu
kosningamar í
Aserbaídsjan
sem haldnar
voru 1995 þóttu
ekki hafa upp-
fyllt alþjóðlegar
kröfur. Ástæðan
fyrir þvi að
Ásta Ragnheiöur stjómendur
Jóhannesdóttir. leggja mikla
áhersla á að
kosningarnar fari vel fram er
vegna þess að landið sækir stíft um
að komast í Evrópuráðið. Það fór
samt ekki fram hjá mér og öðram
sem vorum í eftirlitinu að lýðræði
er litið öðrum augum i Aserbaídsj-
an en við eigum að venjast."
Ásta Ragnheiður sagði aðspurð
að ekki væri hægt að segja að
kosningarnar hefðu farið friðsam-
lega fram: „Hér er lítil hefð fyrir
kosningum og það sést fljótt á kjör-
stöðunum. Ég fór á tuttugu og fjóra
kjörstaði og aðeins á tveimur kjör-
stöðum voru innsiglin viðunandi,
annars staðar var hægt að opna
kassana og við lentum í því að sjá
þegar fólk var nappað við að reyna
að koma fleiri en einum atkvæða-
seðli í kjörkassa. Svo var annað
sem mér fannst merkilegt að sjá og
það var að margir voru saman í
einum kjörklefa. Þetta þótti sjálf-
sagt, en þetta er að sjálfsögðu brot
á kosningalögum."
Ásta Ragnheiður segir að nokk-
ur ólæti hafi brotist út þegar kjör-
fundi lauk: „Þar sem ég endaöi eft-
irlitsfor mína þá brutust út stimp-
ingar og slagsmál þegar búið var
að loka og það var víst víðar, með-
al annars var ég vitni að því að
kjörseðlar voru kuðlaðir saman og
hent í gólfið. Þegar svo lögreglan
kom og skakkaði leikinn þá þurfti
að fara að tina kjörseðlana upp og
ganga frá þeim fyrir talningu."
-HK
Eru ekki skjólstæðingar
Jón Sigurðsson,
bankastjóri Norræna
fjárfestingarbankans,
segir að kominn sé
timi til að Norður-
löndin hætti að líta á
Eystrasaltsríkin sem
skjólstæðinga sína,
opna þess í stað
stofnanir sínar fyrir þeim og leyfa
þeim að taka þátt í norrænu samstarfl.
Fréttastofa RÚV sagði frá.
Hlaðboröin vinsæl sem fyrr
Áhugi fólks á jólahlaðborðum veit-
ingahúsanna virðist ekki ætla að
dvína fyrir þessi jól. Fullbókað er nær
allar helgar fram að jólum. Jólahlað-
borðstíminn stendur opinberlega frá
16. nóvember til 23. desember. Einnig
verður boöið upp á hlaðborð á milli
jóla og nýárs. Forsvarsmenn veitinga-
staðanna segja að það borgi sig að
panta tímanlega. Mbl. sagði frá.
Alvarlega slasaður eftir ákeyrslu
Keyrt var á mann á Geirsgötu við
Reykjavíkurhöfn um sexleytið á
sunnudagsmorgun. Hann mun hafa
slasast nokkuð alvarlega. Bílstjórinn
keyrði í burtu en gaf sig seinna fram
við lögreglu. Lögreglan vill ekki gefa
upp skýringar bílstjórans á brotthvarfi
sínu. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá.
Fækka hrossum um helming
Þorkell Bjamason,
fyrrverandi hrossa-
ræktarráðunautur,
segir að fækka þurfi
hrossum hér á landi
um helming. Um
90.000 hross eru til í
landinu og segir Þor-
kell það ekki þjóna neinum tilgangi að
ala undan ómögulegum merum. Frétta-
stofa Ríkissjónvarpsins sagði frá.
Sjónvarpið kaupir 100 myndir
Rikissjónvarpið og Sambíóin gerðu
með sér samning um kaup þess fyrr-
nefnda á 100 kvikmyndum sem annað-
hvort hafa verið sýndar eða munu verða
sýndar. Þetta eru stærstu kaup Ríkis-
sjónvai'psins á kvikmyndum sem og
stærsta sala Sambíóanna. Mbl. sagði frá.
Tæki upp á 1.300 mil|jónir
íslensk erfðagreining hf. keypti í
seinustu viku arfgerðargreiningatæki
að verðmæti 1.300 milljónir króna. Sam-
kvæmt fréttatilkynningu er þetta gert til
að styrkja stöðu fyrirtækisins sem ein
af stærstu og tæknilega fúllkomnustu
miðstöðvum í arfgerðargreiningum í
heiminum. Mbl. sagði frá.
ASÍ vill skoða ESB-aðild
Á heimasíðu ASÍ er sagt að ísland
þurfi að endurskoða afstöðu sína gagn-
vart Evrópusamstarfi. Er þeirri hug-
mynd velt upp að þar komi innganga
alveg til greina. Fréttstofa Ríkissjón-
varpsins sagði frá.
Sjómaður sóttur
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slas-
aðan sjómann í skipið Jón á Hofi frá
Þorlákshöfn á laugardagsmorguninn.
Maðurinn hafði fótbrotnað illa, en bát-
urinn var á veiðum út af Ingólfshöfða.
Þyrlan fór með manninn á slysadeild
Landspítalans í Fossvogi. Hann var
lagður inn á sjúkrahúsið.
Valt heilan hring
Ökumaður bíls missti stjóm á öku-
tæki sínu á þriðja tímanum í gærdag
með þeim afleiðingum að bíll hans valt
heilan hring. Að sögn lögreglunnar á
Hvolsvelli slapp maðurinn lítið meidd-
ur, enda spenntur í bílbelti, en bíllinn
er mikið skemmdur. Engin hálka var á
veginum er slysið varð. -SMK