Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Page 12
12 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 Skoðun I>V Hvað er rómantík? Ásta Hrönn Ásgeirsdóttir nemi: Vera með kertaljós að vetri til. Birgir ísleifur Gunnarsson nemi: Það sem hverjum og einum finnst eiga viö og það sem á við á milli tveggja einstaklinga í ástarsambandi. Ásta Jónsdóttir nemi: Að vera góöur við þann sem manni þykir vænt um. Jónanna Ingvarsdóttir nemi: Boröa góðan mat viö kertaljós. Ólafur Haukur Ólafsson nemi: Að njóta yndislegra stunda með þeim sem maöur elskar. Arnar Ágústsson nemi: Sólarlag og sofa út með kettinum. Til eyðslu eöa greiðslu - skulda? - Gera á langtímaáætlun um ríkisfjármálin. Fjármálastefna í ógöngum Bjarni Sigurðsson skrifar: Það er nú orðið alllangt síðan ég las fréttina, kannski um tveir ára- tugir eða svo, en hún greindi frá því að erlent lán sem tekið var í tiö Ragnars Arnalds, þáverandi fjár- málaráðherra, og átti að gjaldfalla snemma á 21. öldinni, yrði til þess á gjalddaga að valda erfiðleikum í fjármálum íslands. Þessa dagana er aftur á móti komið að þeim tíma- punkti að við íslendingar eigum afar erfiöa tíma fram undan í fjár- málum okkar, hvort sem það á nokkuð skylt við gjalddaga þess láns sem hér að ofan er getið eða ekki. Og einmitt þessa dagana er deilt um það í röðum fjármálasérfræð- inga hér á landi hvort nú i góðær- inu eigi að greiða upp erlend lán í verulegum mæli, eða hvort fresta eigi öllum slíkum greiðslum sem mest við megum. Það eitt að um það sé deilt hvort viö greiðum upp er- lendar skuldir í verulegum mæli nú, þegar slíkt tækifæri skapast, eða hvort fresta eigi greiðslunum, „Það sem núverandi ríkis- stjóm (les: fjármálaráð- herra) œtti að gera við þess- ar aðstœður er að fá er- lenda, viðurkennda fjár- málamenn úr bankaheim- sýnir að við verulegan vanda er að glíma í ríkisfjármálum. Við eðlilegar aðstæöur greiða menn skuldir sínar á gjalddaga. Það er ekki nema þegar verulega syrtir í álinn sem menn hugleiða frestun skuldagreiðslna. Þeir fjármálasnill- ingar sem láta sér detta í hug aö fresta greiðslum á erlendum skuld- um nú í góðærinu eru varla til að treysta á. Það kæmi manni hins vegar ekki á óvart þótt slíkir tals- menn séu teknir trúanlegir, jafnvel hampað fyrir „ábendinguna". Um það verður vart deilt að hér hefur rífandi óreiða viðgengist og erlendu lánin hrannast upp, m.a. til fjárfestingar í rándýrum fiskveiði- flota sem útgerðaraðilar hafa kraf- ist. Hafa enda útgerðaraöilar eignað sér stóran hluta gjaldeyrisins með þeim rökum að þeir hafi aflað hans og geti ráðstafað honum að vild. Ekkert eftirlit hefur verið með þessari fjárfestingu af hálfu ríkis- stjórna eða æðstu fjármálastofnana, þótt hér sé um dýrmætan gjaldeyri að ræða. Nú eru skuldir sjávarút- vegsins eins komnar nálægt 400 milljörðum og fara hækkandi. Það sem núverandi ríkisstjórn (les; fjármálaráðherra) ætti að gera við þessar aðstæður er að fá er- lenda, þekkta og heiðarlega fjár- málamenn úr bankaheiminum til að fara yfir allt okkar fjármáladæmi og leggja línur til að eyða óvissunni í efnahagsmálum og gera langtíma áætlun um ríkisfjármálin. - Inn í það dæmi kæmi að sjálfsögðu ákvörðun um áframhaldandi notk- un krónunnar sem gjaldmiðils. inum til að fara yfir allt okkar fjármáladœmi, leggja línurnar og eyða óvissunni í efnahagsmálum. “ Veiðistjórnun með sóknarkvóta - gloppa í rökum Páls Benediktssonar Þátturinn Alda- hvörf var sýndur sl. mánudags- hvöld. Þáttagerð- armaðurinn Páll Benediktsson fjall- aði þar um fisk- veiðistjómun á ís- landi og annars staðar. Þessi þáttur Páls var á margan hátt vel unninn og er mjög gagnlegur. Hann sagði í spjalli á Rás 2 þann 1. nóvember að hann hefði reynt að vega og meta öll þau sjónarmið sem fram komu víðs vegar á íslandi og í öðrum löndum. Hann sagðist ekki vilja karpa um einstök atriði. Hann kom að lokum með tillögu um „Sannleikurinn er sá að aldrei hefur í alvöru veríð reynt að beita sóknarkvóta, en hann er alveg eins hœgt að skammta eða bjóða upp, rétt eins og aflakvóta. - Ef orð Páls eiga að standa undir yfirlýsingum hans verður hann að gefa skýr- ingu á umrœddu gati. “ stjómunaðferð svo hún mætti verða til sátta. Eitt stórt mál fór alveg fram hjá honum. Það er veiðistjórn- un með sóknarkvóta. Hann tíndi til misheppnað dæmi um lúðuveiðar fyrir vesturströnd Norður-Ameríku þar sem kvótinn dugði í sex tíma með fáránlegri sókn. Einnig vék hann að sóknar- kvóta Færeyinga og taldi þá aðferð ekki góða vegna ofsóknar. Það er vegna þess aö stjómmálamenn hafa leyft allt of mikla sókn. Það er ljóst að engum fiski er hent í því kerfí. Þegar sóknarkvótakerfl var beitt á íslandi í lok áttunda áratugarins (skrapdagakerfið) varð sóknin allt of mikil og reynslan vond. Sannleik- urinn er sá að aldrei hefur í alvöru verið reynt að beita sóknarkvóta, en hann er alveg eins hægt aö skammta eða bjóða upp, rétt eins og aflakvóta. - Ef orð Páls eiga að standa undir yfirlýsingum hans verður hann að gefa skýringu á um- ræddu gati. Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur skrifar: Dagfari Jakubarnir eru menn dagsins Tveir ungir athafnamenn frá Færeyj- um, sem báðir bera nafnið Jakub, hafa stimplað sig inn í íslenskt viðskiptalif svo um munar. Þeir eiga og reka verslan- ir Rúmfatalagersins hérlendis, sem og í Færeyjum og Kanada, þeir eiga verslun- armiðstöðina Smáratorg í Kópavogi og nú síðast hafa þeir látið smíða eitt stykki verslunarmiðstöð á Akureyri sem ber heitið Glerártorg. Færeyingamir knáu voru kallaðir til þegar hið foma stórveldi KEA og Akureyrarbær vildu að reist yrði vegleg verslunarmiðstöö í bænum, en treystu sér ekki til verksins sjálf. Jakubarnir, sem eru svo sannarlega engir „Jöggvanar", vom strax til í tusk- ið, sögðu það lítið vandamál að redda eins og einum milljarði króna og byggja húsnæði fyrir 20-30 verslanir sem þeir myndu síðan leigja kaupmönnum. En þótt Jakubamir séu vinir okkar og miklir vin- ir Akureyringa, þá eru þeir að sjálfsögðu í við- skiptum til að græða á þeim peninga. Jaku- barnir frá Færeyjum, sem kynntust Islandi þegar þeir áttu leið hingað til lands sem ungir sjó- menn, eru nú teknir til við að græða peninga á að leigja kaupmönnum á Akureyri verslunarhús- vissulega má muna sinn fifil fegri, skuli hafa gengið bónleiðina til Akureyrarbæj- ar svo KEA gæti byggt sómasamlega yfir helstu matvöruverslun sina. En KEA- menn létu sér það ekki nægja. Þeir til- kynntu bæjaryfirvöldum að þeir vildu byggja á íþróttaleikvangi bæjarins og hvergi annars staðar. Varð úr þessu mik- ið þóf en bæjarbúar létu vel í sér heyra og áformin voru kveðin í kútinn. Eina innlegg Jakubana á þessu stigi málsins var að lýsa því yfir að ekki væri fýsilegt að byggja yfir íþróttaleikvanginn ef bæj- arbúar vildu það ekki. Þá fyrst skildu menn um hvað málið snerist. En nú hafa Jakubamir byggt verslunar- miðstöð á Gleráreyrum, og frá Akureyri berast myndir og fregnir sem sýna Akur- eyringa í sjöunda himni. Þeir hafa nú eignast sína Kringlu, tvíböku eða hvað menn vilja kalla krógann, og halda varla vatni vegna hrifningar. Hinir einu sönnu sigurvegar- ar eru hins vegar Jakubamir tveir, sem halda sig frekar til baka og era ekkert að trana sér fram í sviðsljósið. Þeir eru hinir frelsandi englar í verslunarsögu Akureyrar. ^ n . Jakub Jakobsen ogjakub Purkhus, eig- endur Rúmfatalagersins og Glerártorgs næði og er þaö vel, fyrst Akureyringar höfðu ekki í sér dug til að byggja yfir sig sjálfir. Það er reyndar með ólíkindum að Kaupfélag Eyfirðinga, þetta flaggskip kaupfélagaflotans sem Höfuðstöövar KEA. - Sa/a og uppgjör við félagsmenn? Ekki svipur hjá sjón Guöjón Árnason skrifar: Það verður að segja eins og er að Kaupfélag Eyfirðinga hefur breyst frá því á gullaldardögum þess, einkum þegar hinn mæti maður og öðlingur Jakob Frímannsson var við stjórn og hans hægri hönd, Ingimundur Áma- son. Eftir fráfall þeirra beggja má segja að KEA hafi hrunið í höndum arftakanna. í dag er KEA ekki svipur hjá sjón. Sífelldar deilur, uppsagnir starfsfólks, ekki bara í höfuðviginu, Akureyri, heldur um allt viðskipta- svæðið. Og enn er deilt. Á meðan fer kaupfélagsstjórinn mikinn, aðallega sunnan heiða og boðar „bisniss" á báðar hendur. KEA getur ekki valtað yfir fólk, jafnt bændur sem búalið. Ég legg til að félagið verði gert upp og sérhver félagsmaður fái sitt uppgjör - debet eða kredit. Ekkert jafnréttisbrot Guðbjórg Gunnarsd. skrifar: Mér finnst einkennilegt af Jóhönnu Sigurðardóttur, ekki óskynsamari konu og stjórnmálamanni að auki, að klifa á fyrirspum um hvort dóms- málaráðherra hafi ekki brotið jafn- réttislögin með því að ráða karl sem hæstaréttardómara. Það hefur ekki komið fram í máli nokkurs manns sú fullyrðing um að ráðherrann hafi brotið margnefnd jafnréttislög. Aðeins óvildarmenn ráðherrans reyna að þæfa málið með svona fyrirgangi. Framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs hef- ur heldur aldrei fullyrt að dómsmála- ráðherra hafi brotið lögin, aðeins ýjað að því með orðunum „ef‘ og „hvort". - Og það er bara allt annað mál. Ræða rektors móðgun J.M.G. skrifar: Það voru mistök hjá stjóm BSRB að bjóða Þorsteini Gunnarssyni, rekt- or á Akureyri, á fund samtakanna. Ræða hans var móðgun við opin- bera starfsmenn í Reykjavík. Byggða- stefnan hefur alltaf verið óheillaspor hjá hinu opinbera. Fyrst var hún hreinn sirkus, en nú er hún orðin harmleikur. Forráðamenn Byggða- stofnunar hafa nánast farið ránshendi um fyrirtæki sem stofnuð hafa verið í Reykjavík og starfsfólk hefur staðið uppi atvinnulaust. Reykvíkingar þurfa að standa saman gegn yfirgangi Byggðastofnunar og einstökum stjóm- endum stofnana í dreifbýlinu. Starfslokin ógild Verkamaöur skrifar: Þorsteinn Gunn- arsson rektor. - Ræða hans móðgun við opin- bera starfsmenn í Reykjavík. Manni dettur ekkert annað í hug en óvirðing við okkur félagsmenn í Sam- stöðu að afgreiða starfslokasamning- inn við fyrrverandi formann Verka- mannasambandsins á þann hátt sem gert var. Sá samningur hlýtur að telj- ast ógildur, og á formaðurinn fyrrver- andi að verða fyrri til og skila aftur greiðslum þessum og síðan á að greiða honum að nýju sanngjarna upphæð, segjum sem samsvarar 6 til 8 mánuð- um, jafnvel 12 ef um það er samstaða. En að greiða út margar milljónir vegna starfsloka eins manns í þessari stöðu af félagsgjöldum skjólstæðinga hans er út í hött. Krafan hlýtur að vera: Starfslokasamningur ógildur. p~v Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.