Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Side 14
14
Menning
Listin býr í þögninni
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Vigdís Grímsdóttir rithöfundur
Upplifanir manneskjunnar, vonir, þrár og vonbrigði eru
samar við sig þó aldir skilji að.
Anastasiu Posokhovu.
Anastasia og Linda eldri bralla margt saman
og halda dýrindis veislur þegar kynsystrum
þeirra í veröldinni tekst vel upp og Linda eldri
leggur, í samvinnu við Anastasiu, ýmsar erfið-
ar þrautir fyrir Lindu yngri. Þær þrautir þjóna
m.a. þeim tilgangi að fá stúlkuna til að
gera sér grein fyrir stöðu kvenna og
mikilvægi þeirra í samfélaginu fyrr og
nú en síðast en ekki síst til að opna augu
hennar fyrir listinni að lifa og njóta. Og
þar hefur tónlist meistarans mikil áhrif,
tónlist Tchaikovskys sem endurspeglar
allt tilfinningalitrófið: Ástina, sársauk-
ann, vonbrigðin, vonina, gleðina, harm-
inn, tryllinginn og kyrrð sálarinnar.
Tónlist Tchaikovskys spilar amman án
afláts og fyrr en varir sogast Linda yngri
inn í heim meistarans, sem vitjar henn-
ar með reglulegu millibili og opnar
henni dýrðlegan heim ástarinnar. Hann
birtir henni einnig heim grimmdar og
mannvonsku, en þeirri hlið veraldarinn-
ar þarf Linda líka að kynnast til þess að
verða sterk og heil manneskja. I gegnum
listina, ekki orðin.
Eins og áður er sagt þurrkar Vigdís út
öll mörk tíma og rúms en hún gerir það
svo vel að áður en lesandinn veit af
finnst honum ekkert eölilegra en að
dauðir og lifendur skemmti sér saman,
dansi, hlæi eða gráti. Lesandinn fær
sterka tilfinningu fyrir því að fortíð og
nútíð haldist ævinlega í hendur og þrátt
fyrir tækninýjungar er saga manneskj-
unnar alltaf eins þó birtingarformin séu
ólík. Upplifanir manneskjunnar, vonir,
þrár og vonbrigði eru alltaf samar við
sig þó aldir skilji að. Þennan boðskap
kryddar Vigdís með frábærum persónu-
lýsingum: sterkum, uppátektarsömum
og óborganlegum kvenpersónum sem í
lifsgleði sinni og krafti geta allt ef vilj-
inn er fyrir hendi.
Þögnin er meistaraverk höfundar sem
ber svo mikla virðingu fyrir listinni að
hún leggur á sig að yrkja átakamikinn
óð til listarinnar og þess galdurs sem í
henni býr og margir hafa gleymt. Ef ein-
hver efast um þann galdur væri ráð að setja
Tchaikovsky á fóninn og leyfa Þögninni að um-
lykja sig.
Sigríður Albertsdóttir
Vigdís Grímsdóttir: Þögnin. löunn 2000.
Eins og Vigdisi Grímsdóttur
er lagið birtir hún í nýjustu
skáldsögu sinni, Þögninni,
nýja og ferska sýn á listina
þótt hún haldi sig áfram við
sitt gamalkunna þema: Persón-
ur sem lifa í tveimur aðgreind-
um heimum. í Grandaveginum
(og fyrri sögum Vigdísar) eru
skilin milli þessa heims og
annars fremur skýr en í Þögn-
inni rennur tími og rúm sam-
an og mynda óaðskiljanlega
heild.
Sögukonan Linda Þorsteins-
dóttir, sem er stúlka um tví-
tugt, rekur sögu sína frá
barnsaldri. Hún eyðir
bernskuárum sínum að mestu
hjá föðurömmu sinni, sem hún
er skírð í höfuðið á, og í þeim
félagsskap verður hún vitni að
ótrúlegum uppákomum sem
brjóta hana niður en herða um
leið.
Á ákveðnum tímapunkti
ævi sinnar ákveður amma
hennar að loka á orðin og
þegja. Allir halda að hún
hafi misst málið, litla
nafnan Linda er sú
eina sem veit sannleik-
ann og hún er einnig sú
eina sem amman treystir
fyrir leyndardómnum
sem býr að baki þessari
ákvörðun. Og amman
kennir nöfnu sinni að þegja,
að vísu með grimmdarlegum
hætti, en um leið kennir hún
henni að orð eru hættuleg,
þau geta sprungið! Linda litla kynnist einnig á
heimili ömmu sinnar löngu látnum persónum
sem amman hefur komið sér upp persónulegu
sambandi við, einkum og sér í lagi hinu fræga
tónskáldi Tchaikovsky og föðurömmu hans;
Myndlist
Aðild að kvöldmáltíð
Jón Axel Björnsson myndlistarmaður
verður seint vændur um að auðvelda áhorf-
endum sínum aðgengi að hugmyndaheimi
sínum og verkum. Hann kemur hins vegar
fram við þá eins og hugsandi fólk; gefur sér
að þeir geri vitsmunalegar kröfur til mynd-
listar. Sjálfur gerir Jón Axel sennilega meiri
kröfur til myndlistar en flestir félagar hans í
bransanum. í hans augum er hún ekki - og
má ekki vera - prívatflipp i formi stofu-
skreytis eða fyrirbærafræði, heldur vett-
vangur brýnna tilvistarlegra fyrirspurna,
hvorki meira né minna. Og á þessum vett-
vangi opinberar hann eigin efasemdir og
vanmátt engu síður en sannfæringu.
í seinni tíð eru fyrirspurnir Jóns Axels í
formi eins konar innstallasjóna, þar sem
kallast á máluð verk og þrívíddarverk, en þó
fá stök verk í því samhengi einnig sjálfstætt
vægi. Raunar er þrívíddin langt í frá ný bóla
i verkum listamannsins, því frá því um miðj-
an níunda áratuginn hafa innviðir málverka
hans haft sterka þrívíddarlega nánd. Eldri
málverk hans eru einnig uppfull með ágeng-
an framslátt um mannlega breytni, stað-
reynd sem fór fram hjá mörgum vegna þess
hve litrík og áferðarmikil þau eru.
Efni og andi
Með tímanum hafa verk Jóns Axels þróast
frá ígrundunum um mannlega breytni í hug-
leiðingar um tengslin milli hins líkamlega -
efnislega - og hins andlega. Þessar hugleið-
ingar viðraði listamaðurinn í fyrsta sinn
með fullum þunga í Galleríi Sævars Karls
snemma á síðasta ári. Sýning hans sem nú
stendur yfir í Listasafni ÁSÍ er að ýmsu leyti
eins konar framlenging á þeim og aðferðirn-
ar bæði einfaldar og margbrotnar. Einfaldar
að því leyti að grundvallareiningar verk-
anna/innsetninganna, tvívíð og þrívíð höfuð-
in, tilvísanir í náttúruna, grunnform og
grunnlitir, eru í sjálfu sér afar blátt áfram,
en í uppröðun eininganna, innan innstalla-
sjóna sem utan, í því hvernig þær kallast á,
tekur myndræn rökræða listamannsins á
sig flóknar og ófyrirsjáanlegar myndir.
Jón Axel: Hluti af þrívíddarverkinu Menn
Verk hans hafa þróast frá ígrundunum um manniega
breytni í hugleiðingar um tengsl milli hins líkamlega og
andlega.
Tökum sem dæmi umfangsmesta verkið á
sýningunni, þrívíddarverkið „Menn“. Fyrir
endavegg í meginsalnum eru þrettán „óper-
sónulegar" gifsbústur á járnplötum og snúa
andlitum til veggjar. Gegnt þeim er hálfmynd
úr gifsi af nöktum manni, alteknum af ílöngun
sem er í senn líkamleg og andleg.
Tilvistarlegur marvaði
Með tilvísan tii fyrri sýningarinnar, þar
sem hvitt gifsandlit hékk gegnt dulbúnu kross-
marki, má geta sér til að gifshöfuðin fráhverfu
og upphöfnu vísi til postulanna tólf og varan-
legrar aukaaðildar nútímamannsins - hins
þrettánda - að síðustu kvöldmáltíðinni. Þar
með er einnig opnuð leið til skilnings á tilvist-
arlegum marvaðanum sem „Sundmaður"
listamannsins treður á ganginum inn af
meginsal.
Hálfmyndin gæti því verið staðgengill frels-
ishetjunnar, í eiginlegri og óeiginlegri merk-
ingu, hvers þess sem finnur hjá sér hvöt til að
leysa mannkyn úr viðjum andlegrar eða efnis-
legrar ánauðar. Hafi þessi einfalda útlegging
mín við myndræn rök að styðjast er niöur-
staða listamannsins ekki uppörvandi; nefni-
lega að á endanum snúi allir baki við slíkum
hetjum.
í gryfjunni er annað samsett verk Jóns Ax-
els sem einnig á sér hliðstæður á fyrri sýning-
um hans. „Dagar og Nætur“ er teiknuð og mál-
uð myndröð, svart-hvítar nærmyndir af ís-
lensku fjörugrjóti; ofan á þær eru lagðir einlita
fletir í ýmsum litum. í verkum listamannsins
eru einlita fletir yfirleitt þrungnir marghátt-
aðri merkingu, formrænni og listheimspeki-
legri. Til dæmis hefur hann notaö þá sem sam-
nefnara fyrir hið sértæka eða jafnvel yfirskil-
vitlega. Hér er trúa mín að listamaðurinn tefli
saman tvenns konar veruleika og eggi okkur
til að gera upp á milli þeirra. Með því verðum
við að virkum þátttakendum í viðvarandi rök-
ræðu hans um grundvallaratriði.
Aðalsteinn Ingólfsson
Sýning Jóns Axels stendur til 12.11. Listasafn ASÍ
við Freyjugötu er opiö þriö.-sun. kl. 14-20.
MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000
__________________________DV
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Birgir á Súfistanum
Annað kvöld kl. 20 hefst
kvöldvaka á Súfistanum,
Laugavegi 18, helguð Birgi
Sigurðssyni rithöfundi.
Tilefni dagskrárinnar er
útkoma nýrrar skáldsögu
hans, Ljósið í vatninu.
Hallmar Sigurðsson ræðir
um skáldið, sem einnig les
úr verkum sínum, og þau
Edda Heiðrún Backmann og Hilmir Snær
Guðnason lesa úr verkum Birgis. Aðgangur
ókeypis og öllum heimill.
Mozart Players
í kvöld kl. 20 heldur ein af bestu kammer-
sveitum Evrópu, The London Mozart
Players, tónleika í Salnum. Kammersveitin
er skipuð fiðluleikurunum David Jurtiz og
Mayu Magub, víóluleikurunum Judith Bus-
bridge og Juliu Knight og sellóleikurunum
Sebastian Comberti og Juliu Desbruslais.
Fyrsti hornieikari Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands, Joseph Ognibene, mun einnig leika
með kammersveitinni á tónleikunum.
Á efnisskrá eru verk eftir Benjamin Britt-
en, Richard Strauss, Mozart og Brahms.
The London Mozart Players er viður-
kennd sem ein af bestu kammersveitum Evr-
ópu og fræg fyrir einstök gæði tónleika.
Sveitin kom fyrst fram sem slík árið 1985 í
Queen Elizabeth Hall í Lundúnum og síðan
hefur hún haldið tónleika á tónlistarhátíð-
um og tónleikaröðum um allt Bretiand og
víðar um Evrópu. Nýlega hélt hún eftir-
minnilega tónleika i Sarajevo og Banja
Luka.
Smekkurinn og listin
í dag kl. 15 heldur
Stefán Snævarr, skáld og
heimspekingur, opinn
fyrirlestur við Listahá-
skóla íslands í Laugar-
nesi. í doktorsritgerð
sinni, Minerva and the
Muses. The Place of Rea-
son in Aesthetics, ver
Stefán þá skoðun að list-
dómar séu ekki bara smekkbundnir, heldur
megi skynsemin sin nokkurs við listmat.
Fyrirlestur hans fjallar um sama efni og ber
heitið „Smekkurinn og listin. Eru listdómar
öldungis huglægir?"
Sigurþór Hallbjörns-
son - betur þekktur und-
ir gælunafninu Spessi -
heldur fyrirlestur í
Listaháskóla íslands,
Skipholti 1, á miðviku-
daginn kl. 15. Spessi hef-
ur haldið Ijósmyndasýn-
ingar á íslandi, í
Hollandi, Bretlandi, New
York og nú á Netinu. Nýjasta verk hans ber
heitið „Natura Morte“ eða „Kyrralíf' og í
fyrirlestrinum mun hann Qalla um það
ásamt öðrum verkum sínum.
Bókagerö
og tölvuvinnsla
A fimmtudag hefst námskeið í bókagerð
við Opna listaháskólann í Skipholti 1.
Kenndar verða ólíkar aðferðir við einfalt
bókband, byggðar á japönskum hefðum, og
kennt að gera bókakápur með mismunandi
aðferðum. Kennari er Sigurborg Stefánsdótt-
ir myndlistarmaður.
Námaskeið í tölvuvinnslu á prentfilmum
hefst á mánudaginn kemur. Unnið er við
undirbúning á listprentun, serigrafi, riton-
filmum, koparþrykki og fotograflskri prent-
un. Nokkurrar kunnáttu i notkun Photoshop
krafist. Kennari er Leifur Þorsteinsson, ljós-
myndari og umsjónarmaður ljósmyndavers
LHÍ.
Einnig má nefna námskeið í umbroti
prentgripa, sem hefst 20. nóv. Kennari er
Margrét Rósa Sigurðardóttir, prentsmiður
og kennari í graflskri hönnun í LHÍ.
Námskeið um
Kirsuberjagaröinn
Þjóðleikhúsið frum-
sýndi Kirsuberjagarð-
inn eftir Anton Tsjek-
hov í október undir
stjórn Rimasar Tmn-
inas frá Litháen.
Þriðjudagskvöldið 21.
nóvember heldur Ámi
Bergmann rithöfundur
erindi um verkið og
höfundinn og viku síðar verða umræður
um verkið og sýninguna ásamt aðstand-
endum hennar.
Fyrirlesturinn og umræðurnar fara
fram í Listaháskóla íslands, Skipholti 1.