Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Side 15
MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 15 Menning DV-MYND PJETUR Gyröir Elíasson rithöfundur „Sem betur fer eru skiptar skoðanir um rithöfunda eins og annað. Einhverjir segja „Er hann ekki alltaf að skrifa sömu bókina?" En ég held það sé holl- ast fyrir rithöfund aö halda sig að sínu og eyða ekki orku í að hugsa um hverjir eru með honum eða á móti. “ Gyróir Elíasson rithöfundur hefur enga trú á þvi að hann ofmetnist af því aó hljóta verðlaun á borö við Halldórs Laxness verölaunin sem féllu honum i skaut fyrir helgi fyrir smásagna- safnið Gula húsið. „Ég hef tvíbenta afstöðu til verðlauna af þessu tagi, ég veró aó segja það eins og er, án þess aó ég sé að vanþakka neitt, “ segir Gyrðir. „Það fylg- ir þessu vafstur sem mér finnst aó trufli starf rit- höfundar. Fjárstyrkurinn kemur sér vel en ég held að lífið fari fljótlega aftur í samt far og maóur haldi bara áfram aó skrifa. “ - Þú hefur fengið ýmis verólaun og oft verið tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna en aldrei fengió þau. Ertu sár yfir því? „Nei, “ segir Gyrðir snöggt og glaðlega, eins og hann sé hœstánœgóur meó það. „Þaó er skáld- sagnaslagsíða á íslensku bókmenntaverólaun- unum, en ég er Ijóóskáld og smásagnahöfundur, þaó hefur vafalítió sín áhrif en ég er fyllilega sáttur aó hafa aldrei fengió þau. “ Ekki sérlega ógnum hlaðin bernska -1 mörgum sögum þínum skrifarðu frá sjónar- hóli barnsins, og oft barnsins í sveitinni. Það er líka einhver undirliggjandi ógn í sögunum. Ýmsir gætu dregið þá ályktun að þú hafir átt mjög erfiða æsku og tregafuUa. „Ég átta mig nú ekki á því,“ segir Gyrðir. „Það hefur sennilega verið með mig eins og önnur börn að mér leið ekkert alltaf vel, þó ég haldi að bernska mín hafi ekki verið sérstaklega ógnum hlaðin. En ef marka má bækurnar þá hlýt ég eig- inlega að hafa verið dapurt barn, svona þegar þú segir það!“ - Viðurkennirðu þá að sögurnar þínar séu flest- ar byggðar á einhvers konar endurminningu? „Já, ég geng mjög oft út frá einhverjum punkti sem á sér stoð í raunveruleikanum, þó sögurnar séu misjafnar að því leyti hversu langt ég vík svo frá upphaflegri kveikju." Gyrðir er spurður um æskustöðvar sínar, sem eiga svo stóran þátt í sögum hans og ljóðum og hann viðurkennir að nota Borgarfjörð eystri og Skagafjörð jöfnum höndum sem umhverfl. „Ég á svolítið erfitt með þetta, öfugt við aðra sem eiga sér bara einn upprunastað. Ég er alger- lega Borgfirðingur að ættemi og allt mitt fólk er þaðan, en ég dvaldi þar aðeins á sumrin og var og er alltaf að einhverju leyti aðkomumaður. í Skagafirði átti ég heimili, en skyldfólkið allt fyrir austan. Ég gat aldrei valið á milli hvort væri minn staður." Gyrðir segist líka hiklaust nota eindir úr báð- um stöðum ef honum sýnist svo og ef atburðir renni saman í minninu. „Oft er talað um að það liggi í tíðarandanum að menn noti bemsku sina í skáldskap. Sumir segja líka að það sé merki þess hvað nútímahöfundar séu sjálfhverfir og hugmyndasnauðir." Laxness þolir heilbrigða gagnrýni - Hvert á maður að sækja ef maður sækir ekki í sjálfan sig? „Maöur gengur auðvitað alítaf út frá sjálfum sér, og er aldrei allur annar en aðrir; eitthvað er sameiginlegt í reynslu flestra. Ég held líka að það hafi sýnt sig að það gengur aldrei upp að ætla sér að sleppa allri jarðtengingu. Það má nefna sem dæmi að styrkur Þórbergs Þórðarsonar liggur í þessu. Hann notar eigin ævi og býr til úr henni skáldskap. Að því leytinu til er ég líklega undir miklu meiri áhrifum frá Þórbergi en Halldóri Laxness." - Manni finnst stundum hálfgerður rígur á milli Laxnessmanna og Þórbergsmanna. „Halldór Laxness er orðinn stofnun og mér þyk- ir það ekki gera honum gott. Það er tU dæmis varla leyfilegt að segja að manni þyki þessi bók eftir Laxness ekki jafn góð og hinar, án þess að vera litinn homauga. Að mínu mati er þetta slæmt vegna þess að rithöfundur af stærðargráðu HaUdórs þolir vel heilbrigða gagnrýni. Þessir tveir höfundar eru hins vegar ólíkir og hafa báð- ir sína miklu kosti og hlýtur að vera pláss fyrir þá báða efst, rétt eins og með þá Tolstoj og Dostojev- skí í Rússlandi." - Þú segist hafa raunverulega atburði að leiðar- ljósi. Margir starfandi rithöfundar láta ekki þar við sitja heldur skipta sér af þjóðfélagsmálum; skrUa t.d. kjaUaragreinar eða pistla, hefur það aldrei freistað þín? „Mér hefur ekki fundist ég vera vel til þess faU- inn þó að ég hafi auðvitað skoðanir á hlutunum. Samfélagið er orðið svo breytt frá því HaUdór og Þórbergur voru að siða og mennta þjóðina. Ég held að hlutverk rithöfundarins hafi líka breyst hvað þetta varðar og ég veit satt að segja ekki hvort rithöfundar era betri en aðrir í að segja fólki tU. Ég er heldur ekki viss um að aUir höfund- ar þurfi að gera það. Mér er oft legið á hálsi fyrir að vera svona dulur, og kannski er það veikleiki. Pólitik höfðar ekki tU mín og ég er ekki viss um að menn séu eitthvað bættari þó að þeir viti ná- kvæmlega hvaða skoðanir ég aðhyUist. Mér hefur samt verið þetta hugleikið því hugmyndin um „hlutverk rithöfundarins" er enn þá áleitin." - Hvert er þá hlutverk rithöfundar að þínu mati? „Ætli það sé ekki margþætt? Isaac Singer talaði um að hlutverk bókmennta væri að skemmta en mér sýnist nú að bækur hans afsanni þá fuUyrð- ingu gersamlega því þær eru í heild sinni skjal um margþætta lífsafstööu. Mér finnst að afstaðan skipti aUtaf máli, en það er erfitt að meta hvort bækur breyti nokkra í þessum heimi í raun.“ Áhrif Brautigans og Geirlaugs Gyrðir skrifar ekki greinar um þjóðfélagsmál en gerir töluvert af því að skrifa greinar í TMM um höfunda sem oft eru lítt þekktir á íslandi og þýðir þá gjarnan eftir þá ljóð eða sögur. Nú er ný- útkomin bókin Að snúa aftur með ljóðaþýðingum hans. En hvemig komst hann í kynni við aUa þessa sérvitringa? „Þegar ég var í Fjölbrautaskólanum á Sauðár- króki kynntist ég Geirlaugi Magnússyni sem átti gríðarlega fjölbreytt og stórt bókasafn. Hann leyfði mér að grúska í því og finna mér lesefni, en svo benti hann mér líka á heppUegar bækur. Þar fann ég m.a. Richard Brautigan, en seinna þýddi ég þrjár bóka hans og töluvert af ljóðum." Gyrðir talar um Geirlaug sem áhrifavald og segist ekki vita hvort hann hefði nokkuð komist af stað í því að skrifa ef Geirlaugur hefði ekki komið á Krókinn. En getur hann nefnt fleiri áhrifavalda? „Ég átta mig ekki á því hvort má e.t.v. sjá Brautiganáhrif, en ég var líka undir miklum áhrifum frá Ólafi Jóhanni Sigurðssyni og verkum hans á unglingsárum. Hann gat vel skrifað skáld- sögur en bestu verk hans eru smásögur og ljóð. Ég lít líka á mig sem smásagnahöfund og ljóðasmið þó að ég hafi skrifað tvær stuttar skáldsögur. Seinna hafa auðvitað margir höfundar komið til en annars reynir maður alltaf að gera hlutina eft- ir eigin leiðum, svo langt sem það nær, því enginn sprettur upp úr engu.“ Samhangandi keðja - Þegar þú lítur yfir verkin þín tekurðu þá eft- ir einhverri þróun? „Ef ég lít til baka sé ég verk mín meira sem samhangandi keðju en einstakar bækur. Ég held að það átti sig ekki allir á því að það sem er óhefð- bundið við smásögumar mínar og ljóðin er að ég reyni iðulega að binda þau í heilar bækur. Ekki endilega sem afmarkað ljóð eða afmarkaða smá- sögu. Þannig dreifi ég áhrifunum. Ég legg ekki mikið upp úr því að hafa allar smásögurnar mjög sterkar eða öll ljóð mjög sterk, ég reyni heldur að byggja upp nokkurs konar heildarmynd i bókinni. Mér hefur oft fundist að þeir sem gefa lítið fyrir mín verk átti sig ekki alveg á þessu. f smásagna- söfnum yfirleitt standa sögur hlið við hlið, en mínar era tengdar saman á einhvern máta. Þetta er ekki yfirveguð ákvörðun, heldur vill þetta bara verða svona." - Þú nefnir þá sem gefa lítið fyrir þín verk. Gera einhverjir það? Ertu ekki einn af þessum höfundum sem þykja óumdeilanlega góðir? „Sem betur fer eru skiptar skoðanir um rithöf- unda eins og annað. Einhverjir segja „Er hann ekki alltaf að skrifa sömu bókina?“ En ég held það sé hollast fyrir rithöfund að halda sig að sínu og eyða ekki orku í að hugsa um hverjir eru með honum eða á móti.“ Viðkvæma fiðrildið - Fyrir nokkram árum skapaðist mikil umræða um íslensk ljóðskáld og var þér þá gjarnan stillt upp sem andstæðu Hallgríms Helgasonar þar sem Hallgrímur var nefndur hrossabrestur en þú við- kvæmt japanskt fiðrildi. Hallgrímur átti sæti á Kaffibarnum en þú í Norðurleiðarrútunni. Hvað fannst þér um þessa umræðu? „Mér fannst hún þreytandi og grein Hallgríms sem hratt henni af stað þótti mér ekki góð. Svo finnst mér svona kenningasmíð um stefnur eða stefnuleysi í samtímaljóðlist snemmsprottin og heldur viturlegra að athuga slikt eftir á,“ segir Gyrðir. „Það er líka auðvelt að ráðast á ljóðskáld og segja að þau séu máttlaus, utangátta og alveg til hliðar við það sem er að gerast. Það má vel vera og það getur verið að það skipti engu máli að vera ljóðskáld eða rithöfundur yfirleitt. En maður verður samt að standa og falla með því sem mað- ur er.“ -þhs Shakespeare kunni þetta... Úr Ofviðrínu í Nemendaleikhúsinu: Prosperó (Björn Hlynur Haraldsson) og Aríel (Lára Sveinsdóttir). Þórðargleði Það eru 30 sviðsverk í gangi á höfuð- borgarsvæðinu. Sú tala sprengir allar við- miðanir. í vikunni sem leið munu hafa verið auglýstar 14 leiksýningar í Dublin sem hefur tífalda íbúatölu Reykjavikur. Þvi er ekki auðvelt að svara þegar gamla frænka spyr: Hvað get ég séð skemmti- legt? Halldóra Friðjónsdóttir leikhúsgagn- rýnandi hér á blaðinu kvartar undan of mörgum og áþekkum gamanleikjum í borginni, enda flokkast tæpur helmingur sýninganna með gamanleikjum og fleiri ef við tökum barnasýningarnar með. En þeir eru ekki allteins eins. Þrjár sýningar byggja á verkum Shakespeares, Draumur- inn, Ofviðrið og Shakespeare eins og hann leggur sig, og mennskan og kærleikurinn eru söm við sig á þeim bæ. Hlýja og ein- lægni einkenna líka Trúðleik og Háaloft, svo dæmi séu tekin. En hið gagnstæða er algengara í nútímagamanleikjum. Þá skrifar höfundur um fólk sem hann lítur niður á og við finnum til Þórðargleði þeg- ar við fylgjumst með brölti persónanna, hlæjum ekki með þeim heldur að þeim. Klassískar kómedíur einkennast af sátt i lokin. Eftir skondnar og jafnvel háska- legar uppákomur fellur allt í ljúfa löð, helst með fjórföldu brúðkaupi (án jarðar- farar). Slíkan endi límir Ólafur Haukur vísvitandi á Vitleysingana sína til að full- komna skopið og maður hlær aldrei vit- leysislegar en þegar þeir halda að þeir séu komnir á græna grein. Við hlæjum að ill- fyglinu með hálskragann í Góðum hægð- um og skiptum hennar við andstyggilegu börnin sín þó að við fáum í magann af allri mannvonskunni. Maður hlær að kvikindisskap Beverly við eiginmann sinn í Abigail heldur partí, en er hlæjandi að meðferðinni á aumingja manninum? Og ekki endar þar aldeilis allt í sátt og samlyndi. Frænka verður að velja sjálf... Ský fyrir ský ísak Harðarson kom sem spámaður utan úr eyðimörkinni með sína fyrstu ljóðabók undir hendinni árið 1982. Þriggja orða nafn hans hlaut ljóðaverðlaun Al- menna bókafélagsins um leið og Einar Már hlaut skáldsagnaverð- laun fyrir Riddara hringstigans og hafa verðlaun fyrir handrit sjaldan verið betur heppnuð á íslandi. Á árunum átján sem liðin eru síðan þá hefur ísak tekið ýmis stökk og hliðar- stökk, skrifað bæði játningar, smásögur og skáldsögu auk margra ljóðabóka en ljóðin eru alltaf 1 önd- vegi. Nú hefur Forlagið gefið út heildarsafn ljóða ísaks undir nafn- inu Ský fyrir ský. Þar eru allar ljóðabækur skáldsins, allt frá hinni fyrstu til Hvíts ísbjamar frá árinu 1995, sjö tals- ins. Auk þess er inn- gangur eftir ungskáldið Andra Snæ Magnason sem gaf út ritgerð sína um trú í ljóðum ísaks í fyrra. ísak er þekktastur sem heimsósóma- skáld í gömlum, sígildum stíl. Hann bregst við neyslusamfélaginu með nöpru háði og markvissum útúrsnúningi sem oft er fyndinn en oftar þannig að lesanda rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. í fyrri ljóðabókum hans er víða að finna heimsslitaspár en á síðari árum hefur kærleikurinn til veruleikans unnið á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.