Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Side 32
Dúkkukerrur og
dúkkuvagnar
í miklu úrvali
Sími 567 4151 & 567 4280
Heildverslun með leiklöng
og gjafavörur
FRETTASKOTIÐ
SIMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
f hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
.550 5555
MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000
Nemar svartsýnir:
Langt og
__ leiðinlegt
verkfall
„Ég er mjög svartsýn á að kjara-
deilan leysist fyrir tilskildan tíma
og ég held að fiestir framhalds-
skólanemar óttist mjög langt og
leiðinlegt verkfall,“ sagði Stein-
unn Vala Sigfúsdóttir, formaður
Félags framhaldsskólanema, í
samtali við DV í gærkvöld en þá
höfðu engar fregnir borist af ár-
angri viðræðna framhaldsskóla-
kennara og samninganefndar rík-
isins.
Steinunn Vala segir ýmislegt á
döfinni skelli verkfall framhalds-
skólakennara á í kvöld. „Við ætl-
um að opna upplýsingavef,
www.verkfall.is, þar sem fólk get-
ur fengið upplýsingar um gang
mála og við munum fjalla um
kjaradeiluna á tungumáli sem
ungt fólk skilur. Síðan er áformað
að opna upplýsingamiðstöð í Hinu
húsinu á miðvikudag og þar verð-
ur bryddað upp á ýmsu áhuga-
verðu.“
Jafnframt verður boðað til mál-
þings formanna nemendafélag-
anna á næstunni. „Við viljum
ékki taka pólitíska afstöðu í kjara-
1 úéilunni en það er auðvitað vert
að minna á að 20 þúsund fram-
haldsskólanemar verða settir út á
gaddinn komi til verkfalls. Við
höldum aö sjálfsögðu í vonina þar
til annað kemur í ljós en því mið-
ur er útlitið svart,“ sagði Steinunn
Vala Sigfúsdóttir. -aþ
Patreksfiörður:
23 rjúpum stolið
Ókunnur aðili gerði sér lítið fyrir
og stal 23 rjúpum sem héngu utan á
húsi á Patreksfírði aðfaranótt
sunnudagsins. Veiðimaðurinn og
húsráðandinn hafði hengt veiðina
upp fyrir utan hjá sér, en þegar
( hann vaknaði í gærmorgun upp-
götvaði hann að jólamaturinn var
horflnn.
Lögreglan á Patreksfirði er með
málið í rannsókn. Að sögn lögregl-
unnar var talsverð ölvun á Patreks-
flrði í nótt. -SMK
ísafjarðardjúp:
Bíll valt
Aðfaranótt laugardagsins varð um-
ferðaróhapp á þjóðvegi 61 við Strandsel
við ísaflarðardjúp, þar sem ökumaður
bíls missti stjóm á bíl sínum og valt
hann út fyrir veginn og ofan í fjöru. Að
sögn lögreglunnar á ísafirði er talið lík-
legt að maðiu-inn hafi misst stjóm á
bílnum vegna hálku á veginum. Maður-
inn var í bílbelti og slasaðist lítið en bill-
inn er mikið skemmdur. -SMK
Spenntir strákar í bókabúö
Bækurnar um Harry Potter hafa slegiö í gegn hérlendis sem annars staöar og þriöju bókarinnar hefur veriö beöiö meö mikilli eftirvæntingu. Bókin Harry Potter
og fanginn frá Azkaban kom í bókabúöir á laugardag og biöu margir krakkar spenntir eftir aö hefja lesturinn. Bókinni var dreift í þúsundum
eintaka og í mörgum bókabúöum var viöbúnaöur vegna útgáfunnar.
Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ:
Munum fá það sama
- ef gengið verður að kröfum framhaldsskólakennara
„Ef framhaldsskólakennarar fá
launahækkanir sem eru í líkingu
við þær kröfur sem þeir leggja upp
með, launahækkanir sem eru veru-
lega hærri heldur en þær sem félög
innan Alþýðusambands íslands
sömdu um, þá er staðan væntanlega
sú að svigrúm til launahækkana í
þjóðfélaginu er mun meira en við
töldum okkur trú um og þá munum
viö að sjálfsögðu fara fram á það
sama,“ segir Ari Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambandsins,
og bætir við að Alþýðusambandið
hafi talið sig, fyrr á árinu þegar
samnmgar voru
gerðir, vera að
fylla það rúm
sem væri fyrir
hendi til þess að
hér yrði ekki
óstöðugleiki og
óðaverðbólga:
„Það eru ákvæði
í okkar samning-
um sem ganga út
á það að ef at-
vinnureksturinn getur þolað meira
þá fáum við að sjálfsögðu sem því
munar og ef ekki er fallist á það þá
Ari Skúlason
getum við sagt samningunum upp
og farið í aðgerðir til að fá það sem
aðrir fá.“
Ari segist samt ekki eiga von á
því að gengið verði að kröfum fram-
haldsskólakennara á þann hátt sem
þær eru settar fram: „Kröfur kenn-
ara eru settar fram á allt annan hátt
heldur en sambærileg félög hafa sett
sínar kröfur fram á síðustu árum.“
Enginn árangur hafði náðst í
kjaradeilu kennara þegar DV fór í
prentun í gærkvöld en nýr
samningafundur var ráðgerður i
morgun. -HK/aþ.
Banaslys varð á
Reykjanesbraut
- karlmaöur lést, sjö fluttir slasaðir á sjúkrahús
Karlmaður á fimm-
tugsaldri lést í alvarleg-
um árekstri fjögurra bíla
á Reykjanesbrautinni i
Hafnarfirði um klukkan
18.30 í gær. Þrír aðrir
liggja á sjúkrahúsi en
enginn þeirra er talinn
vera i lífshættu.
Átta manns voru í bíl-
unum tjórum og voru all-
ir fluttir á slysadeild
Landspítalans í Fossvogi
en fjórir þeirra fengu að
fara heim að skoðun lok-
inni. Sex sjúkrabilar
voru sendir á slysstað
ásamt tækjabílum
slökkviliðsins og fjölda
lögreglumanna úr Hafn-
arfirði, Kópavogi og
Reykjavík, en klippa
DV-MYND INGÓ
Fjögurra bíla árekstur
Karlmaöur lést í höröum árekstri fjögurra bíla á Reykja-
nesbraut í Hafnarfiröi í gær. Sjö aörir voru fluttir á
slysadeild Landspítaians i Fossvogi og voru
þrír lagöir inn á sjúkrahúsiö.
þurfti fólk úr einum bíln-
um.
Að sögn lögreglunnar í
Hafnarfírði skullu tveir
fólksbílar og tveir jeppar
saman á Reykjanesbraut-
inni, á móts við Sólvang.
Lögreglan rannsakar nú til-
drög slyssins en vitað er að
einn bíll fór yflr á rangan
vegarhelming. Tveir bíl-
anna voru á norðurleið og
hinir tveir á suðurleið.
Reykjanesbraut var lok-
að í báðar áttir á slysstað í
rúman klukkutíma, á með-
an fólkinu var sinnt,
bílflökin fjariægð og vegur-
inn hreinsaður.
Ekki er hægt að greina
frá nafni hins látna að svo
stöddu. -SMK
Dauðaslys í umferðinni:
25 látnir á árinu
Samkvæmt upplýsingum
Umferðarráðs er karlmaðurinn
sem lést í umferðarslysi á Reykja-
nesbraut í Hafnarfirði á sjöunda
tímanum í gær 25. fórnarlamb um-
ferðarslysa á árinu. Þessir 25 hafa
látist í 19 slysum. í fyrra lést 21 í
umferðarslysum á íslandi og árið
1998 voru fómarlömbin 27. Þá eru
þeir sem slasast hafa alvarlega i
umferðarslysum síðustu ár ótaldir.
-SMK
Jarðskjálftahrina
á Reykjanesi
Jarðskjálftahrina vmð á Reykja-
nesskaga á fostudagskvöld. Að
sögn jarðskjálftavaktar á Veður-
stofunni varð sá fyrsti kl. 21.19.
Allir jarðskjálftarnir áttu upptök
sín í Fagradalsfjalli, um níu kíló-
metra norðaustur af Grindavík.
Stóð hrinan fram yfir miönætti.
Stærsti skjálftinn mældist 3,3 stig
á Richterskvarða og varð hann kl.
22.39. Næstu skjálftar voru af
stærðargráðunni 3,1 og 2,9 á Richt-
er. Fólk á Reykjanesskaga varð
greinilega vart við stærstu skjálft-
ana og reyndar varð víðar vart við
þá. Margir minni skjálftar urðu
einnig í nágrenni við upptök
þeirra stærstu. -HK
Vandaðar
kveðjur
NVjAlC W VILIPIK
Sími 569 4000
brother P-touch 9200PC
Prentaöu merkimiða beint úr tölvunni
Samhæft Windows
95, 98 og NT 4.0
360 dpi prentun
1 til 27 mm letur
Strikamerki
Rafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport_______