Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
DV
Fréttir
Byrgið, kristilegt líknarfélag:
Þriðjungur edrú
eftir meðferð
í samantekt frá Byrginu, kristilegu
liknarfélagi, kemur fram að af þeim
228 sem lagðir voru þar inn frá 1. októ-
ber 1999 til 1. október 2000 var tæpur
þriðjungur þeirra, eða 64, edrú eftir
áfengis- og vímuefnameðferðina. Þar af
voru 46 með fasta atvinnu eftir með-
ferð. Óvíst var um árangur rúmlega
helmings þeirra sem voru í meðferð-
inni. 24 eru enn í meðferð hjá Byrginu,
18 eru taldir vera enn í neyslu og 3
hafa látist.
„Áranguriní er mjög góður, ekki
síst í ljósi þess að við erum með þenn-
an hóp fólks sem er búið að fara i fúllt
af meðferðum og i raun búið aö úthýsa
Atvinnusaga
í mörgum tilfellum úr hinum batterí-
unum,“ sagði Steinunn Marínósdóttir,
skrifstofustjóri Byrgisins. „Við erum
með fólk sem er á götunni, við erum
með fólk sem er talið vera orðið alveg
vonlaust af hinum. Þetta er fólk sem
þjóðfélagið hefur gefist upp á.“
Byrgið hefur starfað í fjögur ár í des-
ember og rekur líknarfélagið átta
manna afvötnunardeild, áfangahús og
endurhæflngarsambýli þar sem boðið
er upp á langtíma eftirmeðferð.
Þessir 228 sem voru í meðferð hjá
Byrginu síðastliðið ár skiptast í 174
karla og 54 konur. Innlagnir voru fleiri
Aldurshópar
(fvtiC
19,3%|íyi!í ;.AH
i-'ívddU 114,5/^-
UÍÍtL iLt'ÍUI S
66,2% r
ítvddtl
cl itLLid.jUtLiu.
VL-X'-d.d H'
» •±'Á
en einstakling-
arnir, eða 390,
því sumir voru
lagðir inn oftar
en einu sinni.
Aðeins átta
prósent þeirra
sem þágu með-
ferð hjá Byrginu
luku ekki grunn-
skólaprófi. Flest-
ir voru atvinnu-
lausir við inn-
lögn, eða 86 pró-
sent, og 71 pró-
sent var heimil-
islaust við inn-
lögn.
Byrgið nær góöum árangri með fóik sem aðrar meðferðar-
stofnanir hafa gefist upp á. 228 voru lagöir inn í ails 390
skipti hjá Byrginu, kristilegu líknarfélagi í áfengis- og vímu-
efnameðferð, frá 1. október 1999 til 1. október í ár.
Athygli vekur að 64 prósent kvenn-
anna sem leita sér hjálpar hjá Byrginu
hafa búið við ofbeldi eða misnotkun ein-
hvem tímann á ævinni og þriðjungur
þeirra sem lagðir eru inn hjá Byrginu
eiga við geðræn vandamál að stríða.
„Það er mjög stór hópur í þessu þjóðfé-
lagi af fólki sem er með geðræn vanda-
mál og er líka í neyslu og passar hvergi
inn,“ sagði Steinunn.
Ástæða þess aö fleiri útskrifast úr
meðferð í fastri vinnu heldur en koma í
meðferð er sú að meðferðin í Byrginu
inniheldur vinnuaðlögun. „Við leggjum
mikla áherslu á starfsþjálfun. Meðferðin
er fólgin í því að þjáifa fólk til vinnu svo
það verði ekki aðgerðalaust," sagði
Steinunn. -SMK
DV-MYND GK
Umferðaröngþveiti við nýja verslunarmiðstöð.
Björgunarsveitir þurfti til aö leysa úr umferöarhnútum sem sköpuöust viö Glerártorg um síöustu helgi.
Verslunarmiðstöðin Glerártorg:
Fleiri bílastæði vantar
DV, AKUREYRI:_______________________
Segja má að hálfgert umferðaröng-
þveiti hafi rikt á bílastæðum verslun-
armiðstöðvarinnar Glerártorgs eftir
að hún var opnuð 2. nóvember. Þetta
er reyndar mál sem menn höfðu leitt
hugann að fyrir opnun miðstöðvar-
innar og mikill skortur á bilastæðum
virðist hlutur sem kemur ekki á
óvart þótt svo sé helst að sjá að menn
hafi óskað þess að þetta vandamál
leystist af sjálfu sér. Þess má og geta
að aðsókn að Glerártorgi hefur verið
talsvert meiri en menn reiknuðu með
fyrir fram.
Bílastæði á lóð Glerártorgs eru 370
talsins. Álitið er að 100-120 manns
starfi í verslunarmiðstöðinni og stór
hluti þeirra komi til vinnu í bifreið-
um. Um síðustu helgi, sem var fyrsta
helgin sem Glerártorg var opið, má
segja að umferðaröngþveiti hafl rikt
nánast alla helgina á bílastæði Gler-
ártorgs og það þótt fjöldi starfsmanna
yrði við þeim tilmælum að skilja
bifeiðir sínar eftir heima. Útkeyrslan
af bílastæðinu út á Þórunnarstræti að
sunnanverðu er einnig mjög þröng og
erfið.
Jakob Björnsson, talsmaður Gler-
ártorgs, segir það alveg rétt að þama
sé mál á ferðinni sem hann vildi sjá i
betri stöðu. „Það eina sem ég get sagt
á þessu stigi er að næstu helgar mun-
um við fá menn til starfa á bílastæð-
unum, t.d. björgunarsveitarmenn
sem myndu geta flýtt fyrir umferð-
inni á mestu álagstímum," segir Jak-
ob.
Samkvæmt heimildum DV hafa
farið fram einhverjar þreifingar milli
Kaupfélags Eyflrðinga og aðila sem á
og rekur dráttarvéla- og búvélasölu á
lóðinni rétt sunnan Glerártorgs. Ef
samningar næðust milli þessara aðila
hefur verið rætt um að búvélasalan
færi í húsnæði það sem Rúm-
fatalagerinn var áður en það mun
vera í eigu KEA. Með þessu móti yrði
hægt að bæta við a.m.k. bílastæðum
syðst á lóð Glerártorgs. -gk
Stjórnarmaður vissi um uppsögn samninganna, segir Kristinn H. Gunnarsson:
Stjórnarmenn Byggðastofn-
unnar misvel upplýstir?
- samningar við atvinnuþróunarfélögin ófullnægjandi að mati Ríkisendurskoðunar
„Það sem Karl V. Matthíasson,
stjómarmaður í Byggðastofnun,
heldur fram í DV i gær, að málið hafl
ekki verið rætt i stjóm stofnunarinn-
ar og að það hafi ekki verið tekið fyr-
ir, er ekki rétt. Þetta hefur verið tek-
ið fyrir í stjóminni og að því em
vitni. Stjóminni var skýrt frá þessu
og engar athugasemdir voru gerðar
við það,“ sagði Kristinn H. Gunnars-
son, stjómarformaður Byggðastofn-
unar, vegna ummæla Karls V. Matth-
íassonar um að honum hafi ekki ver-
ið kunnugt um að Byggðastofnun
hefði sagt upp samningum um fjár-
framlög til átaksverkefna í atvinnu-
málum og samningum um framlög til
atvinnuþróunarfélaga á landsbyggð-
inni. Kristinn segir að það fé sem
Byggðastofnun hafi lagt til Atvinnu-
þróunarsjóðs Suðurlands sé framlag
Byggðastofnunar samkvæmt ótíma-
bundnum samningi með sex mánaða
uppsagnarákvæði. Samningurinn sé
tvíþættur, annars vegar um 9,1 milljón
til atvinnuþróunarsjóðs og hins vegar
um sex milljónir til sérstakra verkefna
á hans vegum. „Það eru í samningnum
endurskoðunarákvæði um að fjárhags-
legar forsendur samningsins skuli end-
urskoðaður árlega með tilliti til fram-
laga úr ríkissjóði til Byggðastofnunar
og verðlags i landinu, þannig að það er
skýr fyrirvari í samningnum um að
fjárhæðirnar eru ekki nema til eins
árs í senn. Þannig að það er ekki hægt
að halda þvi fram að stofhunin hafl
bundið sig til þriggja ára eða lengri
tíma til tiltekinna fjárframlaga," sagði
Kristinn.
Átaksverkefni ákvörðun At-
vinnuþróunarsjóðs.
Kristinn segir að sú hlið sem snýr
að sérstöku átaksverkefm sé verkefni
sem Atvinnuþróunarsjóður Suður-
lands hafi sjálfúr ákveðið og að það sé
hans ákvörðun að taka fyrir þetta
verkefhi í V-Skaftafellssýslu. Hann
segir að samkvæmt nýjustu túlkun á
lögum um útboð ætti að vera skylt að
bjóða út þessa atvinnuráögjöf því hún
sé yfir þeim mörkum sem talin er út-
boðsskyld. „Þetta er meðal þess sem
við erum að skoða, jafnvel þurfúm við
að bjóða þetta út, hugsanlega á Evr-
ópska efnahagssvæðinu," sagði Krist-
inn H Gunnarsson.
Vantar markmiö í samninga
um átaksverkefni.
Byggðastofnun hefúr 200 milljónir af
fjárlögum til reksturs á ári. Kristinn
segir að af þessari upphæð sé áætlað
að 65 milljónum sé ráðstafað til at-
vinnuráðgjafar. Á þessu ári hafi hins
vegar verið varið 103 milljónum til at-
vinnuráðgjafar og það sé 'ljóst að það
gangi ekki að verja svo miklu til at-
vinnuráðgjafar ef stofnunin á áfram að
fá 200 milljónir í rekstrarfé.
-NH
Umferðarráö á villigötum
Óli H. Þórðarson er
á algjörum villigötum
og mér finnst mjög
ámælisvert þegar
menn líta fram hjá at-
riðum eins og þessari
skýrslu. Það er helvíti
hart að opinberir
embættismenn geti lamið höfðinu svona
við steininn." Þetta segir Friðrik Helgi
Vigfússon, framkvæmdastjóri Nýiðnar,
sem er einkaleyfishafi fyrir harðkorna-
dekk á íslandi. - Dagur greinir frá.
Vinnuafl hreyfanlegt
Á þingi Norðurlandaráðs í gær var
samþykkt áætlun um samstarf á sviði
vinnumarkaðar og vinnuumhverfis
árin 2001 til 2004. Stefnt er að jafhvægi á
vinnumarkaði og afnámi landamæra-
hindrana þannig að fólk geti flutt sig
miili svæða.
umfram fjárlög
Ríkisendurskoðun
telur að fjárþörf heil-
brigðisstofnana um-
fram íjárlög í ár verði
allt að 1,5 milljarðar
króna. Er það niður-
staða úttektar Rikis-
endurskoðunar á fjár-
hagsstöðu og afkomu
heilbrigðisstofnana á fyrri hluta ársins
og áætlun stofnunarinnar á flárþörf
þeirra á árinu.
Kvartað yfir lögreglu
Fréttastofa Stöðvar 2 hefur sent
Sýslumanninum í Hafnarflrði harðort
bréf vegna framgöngu lögreglunnar við
vettvang hins hörmulega umferðarslyss
á Reykjanesbraut, á móts við Sólvang.
í bréftnu er kvartað yfir því að
fréttaliði stöðvarinnar hafi verið mein-
að að gegna störfúm sínum við fréttaöfl-
unina. - Dagur greinir frá.
Dregur úr húsbréfalánum
Upphæð samþykktra húsbréfalána
íbúðalánasjóðs var 14% lægri í október-
mánuði en í sama mánuði í fyrra. Heild-
arfjárhæð samþykktra lána er minni en
í sama mánuði í fyrra, en framan af ár-
inu var um verulega aukningu hús-
bréfaiána að ræða. Þetta er fimmti mán-
uðurinn i röð þar sem dregur úr útlán-
um íbúðalánasjóðs.
Sameining, ekki samruni
Þar sem ríkið er meirihlutaeigandi í
báðum ríkisbönkimum, þá er hugsan-
legt að hægt sé að sameina þá án tillits
til samrunaákvæða samkeppnislaga,
líkt og gert var er Hagkaup og Bónus
voru sameinuð. - RÚV greinir frá.
200 milljóna sektir
Útlit er fyrir að lögreglan í Reykjavík
leggi á sektir fyrir um 200 milljónir
króna á þessu ári en það er um 40 millj-
óna króna aukning frá síðasta ári. Lög-
reglan hefur þegar á fyrstu 10 mánuðum
ársins stöðvað fleiri fyrir akstur gegn
rauðu ljósi, hraðakstur og ölvunarakst-
ur en allt árið í fyrra. - Mbl. greinir frá.
Kennt í sumum skólum
Þrátt fyrir verkfail framhaldsskóla-
kennara er kennslu haldið áfram í ein-
staka greinum. Það eru stundakennarar
sem halda áfram starfi sinu en stunda-
kennarar eru undanþegnir verkfallinu
þar sem þeir eru fæstir í Félagi fram-
haldsskólakennara. Þeir hafa þar af leið-
andi ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslu
um verkfall.
1,5 milljarðar
Björk tilnefnd
Hdóttir hefúr verið til-
kvikmyndaverðlaun-
myndinni Myrkra-
dansarinn. Annar ís-
Sigurðsson, hefur einnig verið tilnefiid-
ur til verðlauna fyrir leik sinn í mynd
Friðriks Þórs Friðrikssonar, F.nglar al-
heimsins. -HKr.