Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 9
9 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 DV Þetta helst WæmsééB VEROBREFAÞINGH) 1 GÆR HEILDARVIÐSKIPTI 818 m.kr. Hlutabréf 208 m.kr. Ríkisbréf 250 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Kaupþing 65 m.kr. C’ Baugur 27 m.kr. ©Össur 18 m.kr. MESTA HÆKKUN Oáosturbakki 6,7% OÖssur 2,4% © Þorbjörn 2,3% MESTA LÆKKUN O Landsbanki Islands 3,7% O Húsasmiðjan 3,5% © Flugleiðir 3,1% ÚRVALSVÍSITALAN 1389 stig - Breyting O 0,32% Marks og Spencer í vand- ræðum Marks og Spencer, stærsti smá- sali matar og fatnaðar í Bretlandi, tilkynnti nýverið um hagnað sem var vel undir væntingum, Sala fyr- irtækisins var þó mun meira undir væntingum. Fyrirtækið viður- kenndi að ekki væri nein lausn á þessu vandamáli i augsýn. „Fyrir- tækið hefur farið út í of mikil um- svif án þess að horfa á niðurstöð- urnar af því. Afleiðingarnar hafa verið að fyrirtækið hefur tapað grundvallaráttum hvað varðar smá- söluverslun," sagði Luc Vandevelde, framkvæmdastjóri M&S. ElVjmHiPRlIíl IEJdow jones 10899,47 O 0,72% i ÍEJLÍnikkei 14837,78 O 0,35% i !L3s&p 1421,22 O 0,08% i IfclNASDAQ 3333,39 O 0,36% i ;&£jFTSE 6451,70 O 0,06% i iffÍDAX 7085,97 O 0,27% UJcac 40 6389,49 O 0,20% i 08.11.2000 M. 9.15 KAUP SALA H__,Dollar 86,850 87,290 feáSPund 123,550 124,180 1 * tl Kan. dollar 56,600 56,950 SSlDönsk kr. 9,9930 10,0480 rhjNorskkr 9,3480 9,3990 EuSsænsk kr. 8,6870 8,7350 fctljn. mark 12,5176 12,5928 1 flFra. franki 11,3462 11,4144 fl J Belg. franki 1,8450 1,8561 E3 Sviss. franki 49,0400 49,3100 EShoII. gyllini 33,7732 33,9762 ^Þýskt mark 38,0536 38,2823 B iít. líra 0,03844 0,03867 SAust. sch. 5,4088 5,4413 J Port. escudo 0,3712 0,3735 Spá. peseti 0,4473 0,4500 1 * ÍJap. yen 0,80790 0,81270 B lírskt pund 94,502 95,069 SDR 111,6600 112,3300 Secu 74,4264 74,8736 03 ■OJO (/) •OJO =3 03 '03 E c/> (ö 550 5000 jn 550 5727 Þverholt 3L1., ±05 Reykjavík Viðskipti Umsjón: Víðskiptablaðið Tap Hraðfrystihúss Eskif jarðar 215 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. var rekið með 214,8 milljóna króna tapi á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er mun lakari afkoma en á fyrri helmingi ársins er fyrirtækið var rekið með 12,1 milljónar króna hagnaði. Hagnaður sama tímabils í fyrra var um 105 milljónir króna. Hagnað- ur fyrir afskriftir og fjármagns- kostnað er 320 milljónir miðað við 213 milljónir króna sama tímabil í fyrra og 298 milljónir fyrstu sex mánuði ársins 2000. í frétt frá Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar segir að meginástæður þess- ara miklu sviptinga í rekstri félags- ins séu eftirfarandi: Framlegð af rekstri skipa er hlut- fallslega lægri nú en í júníuppgjöri, var 18,5% en mælist nú 13,4%. Meg- inbreytingin er vegna hækkunar á olíukostnaði sem er 21% hluti tekna en voru 17,8% í júníuppgjöri og eru 10-12% í eðlilegu árferði. Framlegð af rekstri vinnsludeilda er einnig lægri nú en í júníuppgjöri, var 15% en er nú 13,2%. Samtals eru -fiármagnsgiöld um- fram fjármunatekjur 245,2 milljón- um króna hærri nú en í lok júni. Sé litið til sama tímabils í fyrra er munurinn 486,5 milljónir. F)ár- munatekjur eru um 61,8 milljónum lægri fjárhæð en í fyrra og fjár- magnskostnaður 424,7 milljónum hærri fjárhæð. Mismunur fjár- munatekna skýrist af söluhagnaði hlutabréfa og verðbreytingafærslu en fjármagnsgjöld af mun óhagstæð- ari gengisþróun langtímalána. Vaxtagreiðslur félagsins hafa jafn- framt aukist. Enn fremur er færð í reikningsskilin skuldbinding vegna skiptasamnings við viðskiptabanka félagsins. Um er að ræða vaxta- skiptasamninga sem gerðir voru fyrri hluta ársins og miðuðu að því að lækka vaxtagreiðslur félagsins. Mismunur fjármagnsliða þessa þrjá mánuði liggur því aðallega í hækk- un langtímaskulda en verðbætur og gengismunur sem gjaldfærður er í septemberuppgjöri er 100 milljónum hærri en í júníuppgjöri og auk þess eru vextir langtímaskulda 45 millj- ónum króna hærri. Því til viðbótar er síðan gjaldfærsla vegna vaxta- Frá Esklfirði. skiptasamninga, 93,4 milljónir króna. Veltufé frá rekstri er um 140 m.kr. en var 172 m.kr. sama tímabil í fyrra. Veltufé frá rekstri félagsins er um 50 milljónum króna lægri íjárhæð nú en í 6 mánaða uppgjöri 2000. Því má segja að hin mikla breyting á afkomu félagsins komi ekki nema að litlu leyti fram i sjóð- streymi félagsins og skýrist það að sjálfsögðu af gengisbreytingum og uppfærslu skuldbindinga sem ekki hafa áhrif á handbært fé. Ekki er reiknað með að miklar breytingar verði á afkomu félagsins til loka reikningsársins. Bonus Dollar Stores skráð á Nasdaq í febrúar Bonus Dollar Stores, sem er í meirihlutaeigu Baugs hf., hefur til- kynnt að skrifaö hafi verið undir samning við Institutional Equity í Dallas í Bandaríkjunum um að hafa umsjón með skráningu Bonus Doll- ar Stores á Nasdaq Small Caps vegna fyrsta útboðs á almennum hlutabréfum félagsins. Stefnt er að því að skráning geti átt sér stað í febrúar árið 2001. Bon- us Dollar Stores verður þar með annað fyrirtækið í meirihlutaeigu íslendinga sem verður skráð á Nas- daq. Áætlað er að auka hlutafé um 1.500.000 hluti í útboðinu og að heildarfjöldi hluta í félaginu verði 4 milljónir eftir aukningu. í frétt frá Baugi kemur fram að Bonus Dollar Stores stundar starf- semi á sviði smásöluverslunar í Flórída í Bandaríkjunum. Fyrsta verslunin var opnuð árið 1999 og eru þær nú orðnar 15 talsins og 3 til viðbótar munu verða opnaðar fyrir áramót. Árið 2001 er gert ráð fyrir enn frekari vexti en áætlað er að í árslok 2001 verði Bonus Dollar Stor- es orðnar 38 að tölu. Bonus Dollar Stores eru í meiri- hlutaeigu Baugs hf. en meðeigandi er Jim Schafer sem einnig starfar sem framkvæmdastjóri félagsins. Hann var áður svæðisstjóri Wal- Mart í Bandaríkjunum en einnig hefur hann starfað sem ráðgjafi Baugs hf. á árunum 1998-1999. Ekkert lát var á veikingu krónunn- ar á millibankamarkaði í dag og veiktist hún um 1,1%. Vísitalan stend- ur nú í 118,90 og til samanburðar var hún 118,07 þegar vextir voru hækkað- ir. Krónan hefur því veikst um 0,7% frá því fyrir vaxtahækkun. Viðskipti hafa verið tiltölulega lítil og vekur það athygh. Gengi krónunar hefur aldrei verið lægra undir lok dags og reyndar hefur vísitalan aðeins einu sinni áður náð gildinu 118,90. í samtali við Birgi ísleif Gunnars- son, bankastjóra Seðlabankans, sagði hann að engar aðgerðir hefðu verið ræddar innan bankans um íhlutun til að spoma við þessari lækkun. Hann sagði að það væri alltaf misvægi í því hvað færi út og hvað færi inn af gjald- eyri milli daga. Þó að þetta væri dálít- il dýfa virtist ekkert sérstakt liggja á bak við. „Þessi árstími kallar frekar á nettó útstreymi krónunar og því ekk- ert sérstakt tilefni til aðgerða að sinni. Efri vikmörk krónunnar liggja þónokkuð undan en þau eru í 125,36. Það er ekki tilflnning okkar innan bankans að markaðsaðilar séu í hug- leiðingum að taka sér stöðu gangvart krónunni," sagði Birgir ísleifur. Umræður milli manna í Seðlabank- anum í gær snemst meðal annars um það að markaðsaðilar hefðu verið að kaupa dollara í dag því að ef Bush vinnur forsetakosningarnar í Banda- rikjunum er það talið munu valda frekari styrkingu dollarans. Því séu markaðsaðilar að búa sig undir það að fjárfesta i Bandaríkjunum en sið- ustu skoðanakannanir hafa sýnt að meiri líkur eru á að Bush vinni en Gore.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.