Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 12
12 Skoðun MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 DV Sanddæluskipiö Perlan. - Hvar voru allir vísindamennirnir? Efnistaka úr Faxaflóa Hvað gerirðu ef þú ætlar virkilega að slappa af? Agnes Hrönn Gunnarsdóttir nemi: Ligg í sófanum fyrir framan sjónvarp- iö meö einhverja góöa mynd í víd- eótækinu. Kristín Þórðardóttir nemi: Ligg fyrir framan sjónvarpið. Eva Dögg Jóhannsdóttir nemi: Fæ mér nammi og ies. Borghildur Jónsdóttir kennari: Mér finnst mjög róandi aö leysa þrautir. Þórey Sigurðardóttir nemi: Ligg uppi í rúmi og horfi á vídeó. Sveinn Akerlie nemi: Fer upp í bústaö. Sigurdór Ó. Sigmarsson skrifar: Nýlega las ég grein í DV um efn- istökur úr Faxailóa og að umhverf- is- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur vildu frekari rannsókn á þeirri framkvæmd. Seint er í rassinn grip- ið, að mínu mati, eftir öll þau ár sem dæluskip hafa verið að dæla úr flóanum og inn á sundum Reykja- víkur. Þetta hefur varla farið fram hjá neinum sem hefur opin augu fyrir þessu máli og býr við Faxafló- ann. Hvar voru allir vísindamenn- irnir, bæjarfélögin, fiskifræðingam- ir, náttúrufræðingarnir, fiskimenn- irnir, laxveiðifélögin, Fiskifélagið og allar nefndirnar sem málið varða? - En þökk sé þeim sem hreyfa þessu máli nú. En hvað meö laxaseiðin, fiskseið- in, síldarseiðin og annað ungviði? Víöa þarf að taka til hendi. Snur- Guðlaug Guðiónsdóttir skrifar: Ég get ekki annað en tekið undir margt af því sem undanfarið hefur birst í lesendabréfum blaðanna, einkum, DV og Morgunblaðsins, t.d. um hin óstöðvandi ferðalög forset- ans okkar vítt og breitt um heim- inn, og svo hitt, hvernig forsetinn tekur sér bessaleyfi að búa með ást- konu sinni, heitkonu eða hvað hann vill nefna sambúðina með hinni er- lendu en geðþekku konu. Ég er þeirrar skoðunar, og svo mun um marga fleiri, að telja for- setaembættið vera þjóðareign, og forsetann þá einnig, ef svo má að orði komast. Okkur stendur því ekki á sama hvemig forsetinn hagar sínum mál- „Seint er í rassinn gripið, að mínu mati, eftir öll þau ár sem dœluskip hafa verið að dœla úr flóanum og inn á sundum Reykjavíkur.“ voðabátar eru að draga veiðifæri inni í botni fjarða og flóa, jafnvel inn að árósum. Hvar er nú laxaá- hugamaðurinn Stefán Jón Hafstein? Þama er pottur illa brotinn hjá okk- ur íslendingum. Hvað er orðið um síldveiðirann- sóknir hér við land? Hrært er í síld- arstofnum með togveiðarfæram og ég spyr: hvar er Jakob Jakobsson, dýrlingur okkar á sildarárunum? Það þótti tíðindum sæta að sést hafði til síldartorfa inn undir höfn- inni á Norðfirði á dögunum. En svona er þetta í öllum fjörðum og „Okkur stendur því ekki á sama hvemig forsetinn hag- ar sinum málum. Og í raun eru hans mál ekki nein einkamál á meðan hann er forseti, þau eru í sama mund mál þjóðarinnar. “ um. Og í raun eru hans mál ekki nein einkamál, á meðan hann er for- seti, þau eru í sama mund mál þjóð- arinnar. Indlandsferð forsetans er afar umdeild, og það hef ég fyrir satt eft- ir að hafa heyrt á tal mjög margra um hana. Stöð 2 hefur einnig í fréttatíma skýrt frá ferð hans til flóum í kringum landiö. En það er eins og hinir hálærðu fræðingar okkar og ráðamenn vilji lítið af þessu vita. Fiskafurðir eru og verða ávallt helsta undirstaða gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar, hvað sem allri tækni- væðingu og verðbréfabraski líður. Og nú hefur menntamálaráðherra stöðvað sölu Sjómannaskólans og þvl á að leggja drög að kennslu þar í sjó- mannafræðum og verkun á sjávar- afla, í stað þess að sækja erlent vinnuafl til vinnslu á sjávarfanginu. Ég, sem hef stundað sjó í rúm 50 ár, skora hér með á sjávarútvegs- ráðherra að setja allar fleytur á kvóta. Velja vistvænustu veiðarfær- in, sem eru línuveiðarnar og hand- færin. Togfæraveiðar verða ávallt reknar með tapi þegar litið er til af- leiðinganna fyrir þjóðarbúið af þeim veiðum. Indlands á þann hátt að hana má flokka a.m.k. sem létta gagnrýni, t.d. á atferli forsetaparsins við hið svonefnda ástarhof, Taj Mahal. En þar spurði fréttamaður, hvort ein- hverrar tilkynningar væri að vænta frá hans hendi eftir að hafa fylgst með atferli parsins. Það fer ekki hjá því að landsmenn spyrji sig hvað eða hvort eitthvað sérstakt seinki því að forsetinn til- kynni staðfestingu á sambúð með heitkonu sinni. Kannski trúarbrögð eða afleiddir siðir eða venjur þeirra. Og áfram halda vangavelturnar og véfréttirnar á meðan ekki kemur nein frekari staðfesting á hjúskap- arháttum parsins í forsetaembætt- inu sem við teljum vera þjóðareign íslendinga. Dómkirkjan í Reykjavík. - Ungan, framsækinn prest næst. Ekki þingmann fyrir kirkjuprest Ragnar skrifar: Ég heyrði í hádegisfréttum Ríkisút- varpsins í dag (6. nóvember) að þing- maðurinn Hjálmar Jónsson gerði sig liklegan til að sækja um prestsstarf í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þetta fmnst mér ekki réttlætanlegt. Ég vil ekki að fyrrv. alþingismaður taki að sér sálu- sorgarastarf i Dómkirkjunni. Fyrir sig að prestur láti af störfum og stigi inn á Alþingi sem kjörinn þingmaður. En ekki öfugt. Við, í minni sókn, leikum okkur ekki að prestráðningum. Hjálm- ar var prestur og er nú þingmaður. Ekki fleiri viðsnúninga, takk. Nú skul- um við bara fá góðan, ungan og fram- sækinn prest í Dómkirkjuna. Við hljót- um að geta fundið hann. Gangbrautar- vöröur í bíl Þröstur Bjarnason skrifar: Miðvikudag- inn 1. nóv. sl., á milli kl. 7.30 og 8 árdegis, var ég á ferð við Á leið yfir gang- gatnamót Fells- brautina. múla, Háaleit- isbrautar og Safamýrar. Þar varð ég vitni að því að mjög litlu munaði að ekið væri á dreng á hjóli á leið yfir gangbrautina. Ég hef farið um þessi gatnamót síðastliðin þrjú ár en und- anfarna mánuði hefur gangbrautar- vörður sem þar er ekki gert mikið annað en að sitja í bíl sínum án þess að hreyfa sig, og í þessu tilviki ekki heldur, þegar nánast engu munaöi að slys yrði vegna vangæslu. Mér finnst yfirþyrmandi að maður sem gegnir svo veigamiklu starfi skuli ekki sinna því betur en raun ber vitni. Hverjir eiga inni? Sigurður Hjartarson hringdi: Að gefnu tilefni, frá því fyrir nokkrum árum þegar kunningi minn fékk tilkynningu frá rikisgjaldkera um að hann ætti inni rúmlega 10 þúsund krónur, sem kunninginn vissi ekki um fyrr en málið riijaðist upp fyrir hon- um, langar mig til að koma þeirri ábendingu á framfæri við fólk að það kanni hvort það eigi hugsanlega inni fé þar án þess að vita af þvi. Best væri að ríkissjóður gæfi sjálfur að fyrra bragði út lista með nöfnum þeirra sem kynnu að eiga inni fé hjá hinu opin- bera, einhverra hluta vegna. Þannig skiluðu fjármunirnir sér á réttan stað, fremur en að þeir liggi, og oftast vaxta- laust, i kerfmu (líkt og gerðist hjá kunningja mínum á sinum tíma). Það er nefnilega ekki alltaf á vísan að róa þar sem ríkið er annars vegar. 30 m. kr. starfs- lokasamningur? Austfirðingur skrifar: Hvernig stendur á því að gerður er 30 miljóna starfsiokasamningur við einn æðsta mann Lífeyrissjóðs Aust- urlands og hver ákveður svona brjál- æðisákvarðanir. Er ekki hægt að segja svona mönnum upp eins og venjulegu fólki og láta þá hafa laun á uppsagnarfrestinum? Hvað gerir þennan mann svona sérstakan? - Starfslokasamningur Björns Grétars bliknar í samanburðinum. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Dagfari Bakkabræður snúa aftur Innflytjendaskelfar i Austurríki og Noregi hafa eignast bandamann hér heima á Islandi sem heit- ir Jón og er Vigfússon. Jón hefur stofnað alvöru þjóðernisflokk sem vill standa vörð um allt sem er hreint og íslenskt og bægja útlendingum frá. Sérstaklega ef þeir koma frá Asiu. Jón Vigfússon segist dást að Jörg Haider, foringja Freisisflokks- ins i Austurríki, og ekki síður að Karl Hagen, for- manni Framfaraflokksins í Noregi. Jón ætlar að feta í fótspor átrúnaðargoða sinna og leggja sitt af mörkum til að halda ættjörðinni hreinni undir kjörorðinu: Island fyrir íslendinga. Þeir þremenningar eru andlega skyldir Bakka- bræðrum, Gísla, Eiriki og Helga, sem báru ljósið inn í myrkrið. Jón, Karl og Jörg eru hins vegar önnum kafnir við að bera myrkrið út í ljósið og Dagfari þykist vita að þeim verði betur ágengt við iðju sína en Bakkabræðrum til forna. Dagfari hefur víða farið og þekkir af eigin raun þann sérstaka svip sem innflytjendur setja á stór- borgir heimsins. Framandi köll á strætum, ókennileg angan í lofti, dillandi tónlist úr hornum og svo vinna nýbúarnir öll störfin sem langskólagengnir heimamenn vilja ekki sjá. Hvernig væri London ef eingöngu Bretar væru þar á strætum? Eða París? Eða Kaupmannahöfn? Dagfari vildi gjaman spyrja Jón Vigfússon að því en hann hefur víst aldrei kom- ið til útlanda. Heimabyggð Jóns er ísland og þar vill Jón, Karl ogjörg eru hins vegar önn- um kafnir við að bera myrkrið út í Ijósið og Dagfari þykist viss um að þeim verði betur ágengt við iðju sína en Bakkabrœðrum til forna. hann vera með sínu fólki. Útlönd em fyrir útlend- inga. Jón Vigfússon og félagar hans í Þjóðernisflokkun- um hafa gefið út svartan lista með nöfnum íslenskra fyrirtækja sem ráðið hafa útlendinga í vinnu. Þeir hvetja fólk til að beina viðskiptum sínum annað því útlendingarnir séu að taka vinnuna frá ís- lendingum. Á sama tíma bindur Þjóðhagsstofnun vonir sínar við aukna þátttaka útlendinga í at- vinnustarfsemi hér á landi sem einu vömina gegn áframhaldandi þenslu í efnahagslífinu. Þetta sýnir að Bakkabræður eru álíka vel að sér í efna- hagsmálum og ljósburði. Þeir virðast heldur ekki kunna að reikna, því í hugum þeirra eru til tvær tegundir af útlendingum; þeir sem eru með ská- sett augu og svo hinir. Það eru þessir með ská- settu augun sem mega ekki flytja hingað til lands. Þjóðernissinar hafa hins vegar ekkert á móti ætt- leiðingu asískra barna til íslenskra fóreldra, enda segjast þeir ekki gera greinarmun á því og al- • mennu hundahaldi. Og þessir menn boða framboð í næstu alþingiskosningum. Þeir líta til Noregs og Austurríkis og vonast eftir viðlíka árangri og þar hefur náðst með hreinum borgum og fögrum torgum. Dagfari hlakkar til kosninganna. Það verður gam- an að sjá hina nýju, hnattrænu Bakkabræður gera grein fyrir uppruna sínu í kosningaslagnum, en and- legur faðir þeirra hét Mogens Glistrup og bjó 1 Dan- mörku. Afi þeirra fæddist hins vegar í Austurríki og dó í Þýskalandi í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. 1>A$f< Afl Forsetaembættið er þjóðareign

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.