Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 DV Fréttir Pólitísk átök um bankastjóra í sameinuðum ríkisbanka: Slagur um Sólon og Þorstein - Halldór J. Kristjánsson landsbankastjóri talinn öruggur Þorsteinn Sólon R. Halldór J. Þorsteinsson. Sigurðsson. Kristjánsson. Við sameiningu ríkisbankanna tveggja hefur verið tekist á um hveijir verði bankastjórar i nýjum sameinuðum banka Landsbanka og Búnaðarbanka. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum DV er Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, talinn öruggur um að fá bankastjórastöðu en hart hefur ver- ið tekist á um bankastjóraefni Bún- aðarbankans. Auk Halldórs hafa menn helst staldrað við nafn Sólons R. Sigurðs- sonar, bankastjóra í Búnaðarbank- anum, sem annars af tveim banka- stjórum í nýja bankanum. Stefán Pálsson, aðalbankastjóri Búnaðar- bankans, er vart talinn koma til greina þar sem hann er að komast á eftirlaunaaldur. Vandinn er hins vegar sá að bæði Halldór og Sólon eru taldir njóta stuðnings sjálfstæð- ismanna og fullyrt er að framsókn- armenn sætti sig aldrei við slíkan ráðahag. Heimildir blaðsins herma að framsóknarmenn og samfylking- armenn í bankaráði Búnaðarbank- ans hafi náð samkomulagi um að tefla fram öðrum kandídat í þessa stöðu. Þar er um að ræða Þorstein Þor- steinsson, fram- kvæmdastjóra verðbréfasviðs Búnaðarbank- ans. Hann er talinn hafa staðið sig mjög vel sem fagmaður á sínu sviði. „Ég held að ef Samkeppnisráð samþykkir þennan samruna sé það bankaráðs nýs banka að velja bankastjóra," sagði Þorsteinn Þor- steinsson við DV síðdegis í gær. Hann vildi þá hvorki segja af né á um það hvort hann væri inni í myndinni sem bankastjóri. Sólon R. Sigurðsson sagði að ekki væri búið að ákveða neitt endanlega um væntanlega bankastjóra hins sameinaða banka, fyrst þyrfti að sjá hver niðurstaða Samkeppnisráðs yrði. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þetta mál. Halldór J. Kristjánsson kannaðist vel við að hafa verið orðaður við stöðu bankastjóra. „Þetta er þó eðli málsins samkvæmt í höndum bankaráðanna. Ég get þvi ekki tjáð mig um nein nöfn í þessu sam- bandi,“ sagði Halldór og vildi held- ur ekkert láta hafa eftir sér um hugsanlega bankastjórastöðu Þor- steins. -HKr. Sameinaður banki Landsbanka og Búnaðarbanka: Búist við verulegri fækkun útibúa - 15 til 20 afgreiðslustaðir á lista en starfsemin skarast víða Utibú og afgreiðlustaðir Landsbanka og Búnaðarbanka - stærri merkin sýna hvar útibú bankana liggja saman „ ■ tf) ) S ‘ y -• á. ) ® BÚNAÐARBANKIÍSLANDS HF \® Ríkisbankarnir eru víða meö útibú á sömu slóöum. Með fækkun afgreiöslustaða og fækkun á starfsfólki á aö spara einn milljarö króna. Ljóst er að með samruna Landsbanka íslands hf. og Bún- aðarbanka íslands hf. er stefnt að verulegri fækkun útibúa og starfsfólks til að ná fram eins milljarðs hagræðingu. Sam- kvæmt heimildum DV er talið öruggt að útibúum verði fækkað um að minnsta kosti fimmtán. Heimildir segja fyrirhugaða fækkun útibúanna jafnvel meiri og á listanum nú séu um 15 til 20 útibú. Þá mun starfsfólki verða fækkað að öllum líkindum um tvö til þrjú hundruð manns en óvissa ríkir með hvaða hætti það verður gert. Landsbankinn starfrækir nú 54 afgreiðslustaði og Búnaðar- bankinn 3G. Samanlagður fjöldi útibúa er því 90. í yfirlýsingu bankaráðanna segir að hægt sé að fækka útibúum bankanna nokkuð við sameiningu og ná þannig fram umtalsverðri hag- ræðingu. Með sama hætti verði unnt að draga úr kostnaði við rekstur höfuðstöðva sem eru nú á sex stöðum. Hægt sé að koma höfuðstöðvunum fyrir á þrem stöðum. Allt á þetta að spara um einn milljarð króna. Verður að vinnast hratt Sólon R. Sigurðsson, banka- stjóri hjá Búnaðarbankanum, segir að auðvitað sé búið að skoöa það meö hvaða hætti úti- búum verði fækkað. „Slíkt er þó ekki hægt að gera opinbert fyrr en ljóst er hvort af sameiningunni verður. Við vonum bara að þetta gangi hratt fyrir sig þvl óvissan er mjög slæm, ekki síst fyrir starfs- menn og viðskiptavini bankanna.“ HaUdór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segist ekki geta á þessari stundu íjallað ná- kvæmlega um það meö hvaða hætti fækkun útibúanna verður. „Við erum að leggja grundvöll að mjög öflugu og stóru fyrirtæki sem gefur tækifæri til vaxtar bæði hér innan- lands og erlendis. Það eru því sókn- artækifæri i svo stórum banka sem hefur alþjóðlegan styrk. Slíkt verð- ur því að taka með inn í myndina þegar talað er um fækkun útibúa og starfsfólks. Samruninn snýst í raun um það að bankinn verði sterkur og hafi einnig öflugt útibúanet. Hann hafi líka bætt kostnaðarhlutfall og hækkandi lánshæfismat. Allt þetta mun gefa honum mikinn styrk til vaxtar, ekki síst utan íslcmds. Um það snýst okkar framtíöarsýn." Starfsemin skarast víða Landsbanki íslands og Búnaðar- banki íslands reka viða útibú á sama stað. Þegar litið er á hvar lík- legt er að bankaútibúum fækki er það trúlega þar sem starfsemin skarast. Á landsbyggðinni má t.d. nefna Akureyri þar sem báðir bank- arnir eru með tvo afgreiðslustaði. Útibúarekstur skarast einnig á Sauðárkróki, Egilsstöðum, Selfossi og á Akranesi og í Grundarfirði. Þá hefur Landsbankinn þegar selt úti- bú sín á Patreksfirði, Bíldudal og í Króksfjarðarnesi til Eyrasparisjóðs á Patreksfirði og þar með fækkaði útibúum bankans um þrjú. Á höfuð- borgarsvæðinu skarast starfsemi bankanna víða. Þar má nefna Kópa- vog þar sem báðir bankarnir eru bæði með starfsemi við Hamraborg og í Smáranum. Báðir eru þeir líka með starfsemi í Hafnarfirði og Landsbankinn er þar reyndar með tvo afgreiðslustaði. í Reykjavik liggja útibú bankanna víða nærri hvert öðru. Þar má nefna við Haga- torg í vesturbænum, við Laugaveg, í Mjóddinni í Breiðholti, í Grafarvogi og ekki má undanskilja bankana í Austurstræti. Þá eru höfuðstöðvar bankanna tveggja nú á sex stöðum en talið er að koma megi þeirri starfsemi fyrir á þrem stöðum. -HKr. ■ Umsjón: Reynir Traustason netfang: sandkom@ff.is Leitað að embætti ■ Samruni Landsbank- ans og Bún- aðarbankans hefur vakið spumingar um hverjir hljóti banka- stjóraemb- ætti í nýja bankanum. Þótti HaUdór J. Krist- jánsson landsbankastjóri öruggur um stól og einnig var Sólon R. Sigurðsson búnaðarbankastjóri talinn líklegur. Þeir teljast hins vegar báðir til sjálfstæðismanna og munu framsóknarmenn alls ekki hafa sætt sig við að fá engan bankastjóra. Sagt er að framsókn- armenn og kratar hafi sameinast í bankaráði um Þorstein Þorsteins- son sem brillerað hefur sem yfir- maður verðbréfadeildar Búnaðar- bankans. Þá kom babb í bátinn - hvað á að gera við Sólon sem nýtur mikils stuðnings íhaldsins? Starfs- lokasamningur þykir koma til greina en heimildir herma að nú sé leitað með logandi ljósi að lausu embætti í ríkisgeiranum ... Stuðkona Stuðkonan fyrr- .verandi, Ragn- hildur Gíslason, lætur mikið til sín taka á tónlist- arsviðinu og er aðdáendum sín- um sýnilegri en oft áður, jafii- framt því að sækja inn á ný svið. Nýlega kom út diskur með bamalögum sem Ragnhildur samdi og tók upp með aðstoð bama allt niður i nokkurra mánaða. Á föstudaginn verður frumsýnt í Borgarleikhúsi leikritið Skáldanótt eftir HaUgrím Helga- son og þar sér Ragnhildur um tón- listina. Hún sér líka um tónlist í sýningunni Sýnd veiði í Iðnó þannig að frá og með föstudegi verða tvær leiksýningar með tón- list hennar á fjölunum í senn. Að- dáendur Ragnhildar hljóta að vona að hún láti ekki þar við sitja held- ur bregði sér upp á svið en hún hefur hvað eftir annað sýnt ótrú- lega kameljónshæfileika þegar hún fær tækifæri til að leika. Arftaki stórsöngvara Kristján Jó- hannsson stór- söngvari hefur alltaf lag á að taka þannig til orða að eftir sé tekið. Hann hafði ný- i lega orð á því við íslenska fjölmiðla að Jóhann Frið- geir Valdimarsson tenór væri einn efnilegasti íslenskur söngvari sem hann hefði heyrt í síðastliðin 20 ár. Það er um það bil sá tími sem Kristján hefur starfað við söng. Gárungarnir segja að Krist- ján sjái arftaka sinn í hinum ítalskmenntaða stórtenór Jóhanni og er haft fyrir satt að hann sé nú besti tenór sem hefur komið fram eftir Krist (ján). Strauja þá bara Sagt var í frétt að bíll hefði ekið á staur. Þetta þótti hagyrð- ingi og góð- kunningja Sandkorns skondið því hann hafði vanist því í sinni sveit að bílstjórar væru venju- lega við stýrið en bílamir keyrðu ekki á neitt af sjálfsdáðum. Urðu af þessu tilefni til þessar visur: Bíllinn sem ók og beyglaöl staurinn bragðaö hafði vist sterkan drukk. Því forðaöi sér í flýti gaurinn sem farþegi var i þessum trukk. Þó bill sé ég aðeins og bruggið ég eigi barasta ætla að segja þér að liti ég á staura er standa i vegi ég strauja þá bara undir mér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.