Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 15
14 3; Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoidarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Aðhald Seðlabankans í byrjun þessa mánaðar hækkaði Seðlabankinn stýri- vexti sína og sendi þar með enn ein skilaboðin um að bankinn myndi ekki gefa eftir í viðleitni sinni að beita aðhaldssamri stefnu í peningamálum. Slikt er ekki að- eins fagnaðarefni heldur einnig nauðsynlegt, þrátt fyrir að öll merki séu um að uppsveiflan í efnahagslífinu sé að baki. Sá mikli og stöðugi vöxtur sem íslendingar hafa notið á undanförnum árum hefur skapað töluverða hættu á að krónískt ístöðuleysi íslendinga í góðæri valdi verulegum efnahagslegum erfiðleikum á komandi árum. Ákvörðun Seðlabankans um hækkun vaxta var „tekin í ljósi þess að horfur um verðbólgu á næsta ári höfðu versnað vegna lækkunar á gengi krónunnar og áfram- haldandi mikillar spennu á vöru- og vinnumarkaði“. Mesta hætta sem nú steðjar að íslensku efnahagslífi er sú mikla spenna sem er á vinnumarkaði og sú staðreynd að vísbendingar eru. um að verulega hafi hægt á framleiðni- aukningu. Likt og Seðlabankinn bendir á er hætt við að launahækkanir valdi aukinni verðbólgu, að óbreyttu. Á móti kemur að verri afkoma fyrirtækja, hærri vextir og mikill innflutningur á erlendu vinnuafli vinna gegn launaskriði á komandi misserum. Seðlabankinn bendir á að þrátt fyrir aukið aðhald í ríkisfjármálum á siðustu tveimur árum sé mikilvægt að auka aðhaldið enn frekar í ljósi innlendrar eftirspurnar og viðskiptahalla. Augljóst er að sérfræðingar Seðla- bankans eru ekki hrifnir af því að góð afkoma ríkissjóðs verði notuð til að lækka álögur á einstaklinga og fyrir- tæki og skapa þeim tækifæri til nýrrar sóknar. Innan Seðlabankans hafa hugmyndir um skattalækkanir alltaf átt erfitt uppdráttar, óháð ástandi í efnahagslífinu. Stað- reyndin er hins vegar sú að lækkun skatta þarf ekki að leiða til aukinnar verðbólgu eða ólgu i efnahagslífinu. Lægri opinber gjöld á vöru og þjónustu geta til dæmis unnið gegn verðbólguþrýstingi vegna lækkandi gengis ís- lensku krónunnar. Vandi Seðlabankans liggur í því að lækkandi gengi krónunnar hefur veikt aðhald peningastefnunnar og ekki sist þess vegna skiptir miklu að bankinn slaki ekki á klónni. „Seðlabankinn mun reka aðhaldssama peninga- stefnu þar til ótviræð merki sjást um að úr ofþenslunni dragi og að verðbólga stefni örugglega á það stig sem er í viðskiptalöndunum,“ eins og segir í nóvemberhefti Pen- ingamála bankans. Á réttri leið Ákvörðun Geirs H. Haarde fjármálaráðherra að lækka þungaskatt á stærstu bifreiðar er skynsamleg, þó halda megi því fram að hún gangi ekki eins langt og hægt hefði verið. En skrefið er í rétta átt og gefur enn og aftur til- efni til að ætla að fjármálaráðherra og rikisstjórnin séu tilbúin til að lækka álögur á almenning og fyrirtæki. Fyrir skömmu var tilkynnt um verulega hækkun barnabóta og minni tekjutengingu þeirra, sem er fram- faraspor. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa báðir gefið til kynna að eignarskattar verði afnumdir, enda í eðli sinu ranglátir skattar. Þannig þokast í rétta átt og það er fyrir mestu. Lítil skref til framfara eru betri en stöðnun. Óli Björn Kárason ~$r ______________________________________________MIDVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000_ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 DV Skoðun Gengisfelling kennslunnar í nýlegri grein í DV skrif- ar Guðmundur Andri Thorsson um það hve þung- bært sé að þurfa að horfa upp á sífelldar kjaradeilur kennara. Liklega eru flestir á þeirri skoðun og kennarar ekki síst. Ein ástæða þess að kjaramál kennara kom- ast ekki í eðlilegt horf er að stjórnvöld ráða að mestu leyti framboði á starfskröft- um þeirra sem að kennslu mega starfa. Undanþáguleiðfn frekar formsatriði Menntamálaráðherra hefur vald til að heimila ráðningu fólks sem hefur ekki kennaramenntun en sækir um undanþágu til að mega starfa við kennslu. í orði er undanþáguleiðin þyrnum stráð en í raun er hún frekar formsatriði því flestir sem sækja um undanþágu fá hana. Þetta atriði gerir að verkum að lögmálið um framboð og eftirspurn fær aldrei að ráða launum réttindakennara. Þegar eftirspurn er meira en framboð er venjulega svar markaðarins það að bjóða betur. í þessu tilfelli þarf ekki að bjóða betur því framboðið er aukið með því að opna á starfsleyfi til þeirra sem ekki hafa kennaramenntun. Á þennan hátt kemst vinnuveitandinn, sem í flestum tilfellum er ís- lenska ríkið, upp með að greiða ekki markaðsvirði fyrir kennsluna með þegj- andi samþykki þjóðarinnar. Afleiðingarnar eru síendur- tekin kennaraverkfóll. Lögverndun - jafnræöisreglan Þetta er líklega einsdæmi meðal stétta sem byggja á lögverndun. Hver myndi fela lag- hentum og duglegum nánunga með próf i tölvunarfræði að byggja hús eða grafa skurð ef hann væri hvorki smiöur né með vinnuvélapróf? Hver vildi fela næsta laghenta manni með skrúfjárn að endurnýja raflagnir í ibúðinni? Hvað myndu þessar stéttir segja ef ráðherrar tækju að sér að veita undanþágur frá lögverndun þeirra til að bæta úr mannfæð í stétt- inni? Eflaust myndi aðsókn í rétt- indanám þeirra minnka. Getur veriö að þessi mismunun á lögverndun Ragnar Geir Brynjóifsson kerfisstjóri og forritun- arkennari viö Fjöl- brautaskóla Suöur- lands á Selfossi. „Fyrsta skrefið í rétta átt hlýtur því að vera sú að kennarstéttin ein með umboðið til að veita undanþág- urnar. Þá mun lögmálið um framboð og eftirspurn strax fara að hafa áhrif og því meiri sem tímar líða. “ - Kjaramál kennara rœdd á Grand Hótel í sept. sl. stangist á við jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar? Umræðan um lögverndunina er ekki ný af nálinni og andmælendur hennar benda gjarnan á réttinda- lausa en vel menntaða menn sem starfa að kennslu en sækja verða um undanþágu. Einnig hefur verið nefnt að erfltt sé að fá kennara til starfa úr ákveðnum greinum og ekki myndi takast að manna stöðumar ef ekki væri opið á þessa möguleika. Fyrsta skref í rétta átt Málamiðlun er því líklega besti kosturinn, nefnilega sú að kennara- stéttin sjálf fái að hafa síðasta orðið í undanþágumálum en ekki ráðherra. Þá myndi undanþágum líkast til fækka. Það þarf enginn að segja að ekki fengist réttindafólk ef boðið væri upp á laun sem væru vel sam- keppnisfær við það sem gengur og gerist hjá hverri stétt fyrir sig. Fyrsta skrefið í rétta átt hlýtur því að vera sú að kennarastéttin fari ein með umboðið til að veita undanþág- urnar. Þá mun lögmálið um framboð og eftirspupn strax fara að hafa áhrif og því meiri sem tímar líða. Ragnar Geir Brynjólfsson Baneitruð blanda Umflöllun DV um árangur Sivjar E1 Grillo-málinu kom undirrituðum Friðleifsdóttur umhverflsráðherra í spánskt fyrir sjónir, en þar kvað við „Siv Friðleifsdóttir hefur það eitt til saka unnið (fyrir utan það að vera kona) að vera ung, valdamikil, klár og glœsileg. Baneitruð blanda í augum þess sem er upp- fullur af kvenfyrirlitningu. “ Bryndís Hlöðversdóttir, þingkona fyrir Samfylkinguna. nokkuð nýjan tón í umfjöllun íjölmiðla um verk ráðherra. Fyrirsögn frétt- arinnar var „Siv er hörkustelpa“, sem er nokkuð nýstárlegur upp- sláttur þegar ráð- herra á í hlut. Eða hverjum hefði ekki brugð- ið ef blaðið hefði kynnt fjárlaga- frumvarp Geirs H. Haarde með fyrirsögninni „Geir er hörkugæi" eða hugsanleg afrek Árna M. Mathiesen undir uppslætt- inum „Árni er góður gaur“. Kvenfyrirlitning í nýjum hæðum Allt þetta er þó harla léttvægt í samanburði við skrif Dagfara þann 4. október sl. Þar er umhverfisráð- herra velt upp úr óþverra af þvi tagi að ekki verður setið þegjandi undir slíku. Yfirskriftin er „Risandi hörku- stelpa“. í skrifum Dagfara nær kvenfyrir- litningin nýjum hæðum í íslenskri blaðamennsku og látum við nægja að vitna í nokkrar klausur, þótt af miklu sé að taka: „Siv tókst með kvenlegri mýkt sinni, brosi og stelpuflissi að fá ráðherra ríkis- stjórnarinnar til að rísa upp á já- kvæðu nótunum og afhenda sér hundrað milljónir á silfurfati til að lyfta E1 Grillo sem legið hefur flatur á hafsbotni í hálfa öld.“ Síðar segir: „Dagfari á sér draum um að vera fluga á vegg á ríkis- stjórnarfundi þegar Siv vefur körlunum um flngur sér i stutta pilsinu með breiða bros- ið og fær sinu framgengt. Ætli ráðherrafrúrnar hafi ekki áhyggj- ur af þessum fundum?" Þórunn Svein- Afsökunar- bjarnardóftir, beiöm rit- þingkona fyrir stjóra DV Samfylkinguna. Dagfari er þess fullviss að Siv hafi með fegurð sinni, flissi og kvenlegri mýkt tekist að fá þessu þjóðþrifamáli framgengt i ríkis- stjóminni. Ekki getur það verið vegna þrautseigju, ákveðni eða stefnufestu hennar í málinu sem aðr- ir ráðherrar ríkisstjórnarinnar (kvenkyns eða karlkyns) féflust á málflutning hennar. Slíkt dettur Dagfara ekki í hug. Siv Friðleifsdótt- ir hefur það eitt til saka unnið (fyrir utan það að vera kona) að vera ung, valdamikil, klár og glæsileg. Baneitr- uð blanda í augum þess sem er upp- fullur af kvenfyrirlitningu. Við erum þeirrar skoðunar að rit- stjórar DV skuldi umhverfisráð- herra afsökunarbeiðni vegna þess- ara dæmalausu nafnlausu skrifa. Að auki snerta skrif á borð við þessi all- ar konur sem starfandi eru i stjórn- málum, þar sem þau opinbera við- horf sem við vorum að vona að heyrðu til liðinni tíð. - Skrifln í Dag- fara minna okkur óþyrmilega á að svo er því miður ekki. Bryndís Hlöðversdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir a landsliðsins fyrir HM í Frakklandi Ekki hægt að gera meira Hysja upp um sig buxurnar „Við eru búnir að gjömýta þann tíma sem lands- liðið fær. Við fáum einungis rúman mánuð tfl undirbún- ings og ég myndi segja að við værum búnir að skapa okkur mjög fín verkefni fyr- ir HM. Það er í raun ekki hægt að gera meir því meiri tími er ekki í boði. Strákam- ir í þýsku defldinni koma ekki heim fyrr en 2. janúar en ég byrja hins vegar með þá menn sem leika hér á landi í æfingum 18. des- ember. Undirbúningur mið- ast að mörgu leyti við hvern- ig þýska deildin er leikin og hún verður ansi þétt leikin fram að áramótum. Það sér það hver maður að ekki er hægt að setja þetta fastar niður. Allar þjóðir í Evrópu búa við sama ástand og i þessum efnum en núna eru í gangi stórmót á hverju ári og erfitt fyrir vikið að finna vináttuleiki. Það eru tvær helgar á lausu til leikja í allan vet- ur.“ r„Ég er orðinn verulega þreyttur á að tala um und- irbúning islenska landsliðsins 1 handknattleik fyrir stórmót. Menn hafa oftar en ekki gert í buxumar og það er hlut- verk þeirra manna sem fara til Frakklands að hysja upp um sig buxurnar og standa sig vel í eitt skipti fyrir öll. Undirbúningurinn er í sjálf- u sér hvorki betri né verri en hann hefur veriö áður en menn hafa hvorki haft getu né nennu til að gera betur. Þar af leiðandi erum við þar sem við erum. Hins vegar held ég það að þetta sé síðasta tækifæri landsliðsþjálfarans til að koma til baka eftir HM í Komamoto 1997. Vegna ólympíuleikanna er liklega erfitt að finna verkefni en það er samt ótrúlegt að landsliðsþjálfarinn sé búinn að vera viö stjómvölinn frá 1995 án þess að gera nánast neinar breytingar á mannskapn- um.“ Þorbjörn Jens- son, landsliðs- þjálfari í hand- bolta. Guðjón Guð- mundsson, íþróttafrétta- maður á Stöð 2. Sitt sýnist hverjum hvernig undirbúningi landsliðsins í handknattleik fyrir HM í Frakklandi verður háttað. Liðið leikur átta leiki fyrir keppnina og finnst mörgum það of fáir leikir. Áður fyrir lék landsliðið mun fleiri leiki en í dag reynist það æ erfiöara. 4t Öldrunarstofnanir í einkageiranum „Grundarmálið hef- ur verið til umræðu á fundum okkar og hafa forystumenn Grundar fengið mjög almennan og sterkan stuðning úr okkar röðum. Því mið- ur hefur málið allt fengið mjög farsakenndan blæ á sið- ustu dögum. Það virðist alveg hafa gleymst hjá riddurum heilbrigðismála, hver forsagan er. Hvað hafa stofnanir í einkaeign í öldrunargeiranum sparað ríkinu á undanfórnum áratugum í upp- byggingu og rekstri elliheimila? Hver væri staðan ef þessar stofnanir hefðu ekki verið reistar af samtökum og ein- staklingum með hugsjónaeld í brjósti?" Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu- heimilanna, 1 Mbl. 7. nóvember. Launamál kennara „Eins og áður hefur verið bent á hér í Vef-Þjóðviljanum er til einfóld lausn á því vandamáli sem launamál kennara eru. Hún er sú að gera skól- ana að --p------------ v^Þjóðviljinn einkaskól- um og láta eðlileg lögmál gilda um skólastarflð í stað þess að skólinn sé stirðbusaleg stofnun. Með bættum rekstri mætti hækka laun kennara og bæta mennt- un nemendanna. Vel má hugsa sér að skólarnir væru í eigu kennara og skólastjórnenda og/eða foreldra ... Á meðan ríkið eða sveitarfélögin reka skólana verða verkfóll óaðskiljanlegur hluti menntunar ungs fólks á íslandi hér eftir sem hingað til... Kennarar og nemendur hljóta að þrýsta á um breytingar í þessa átt sé þeim alvara í baráttu sinni fyrir bættum kjörum kennara." Úr Vef-Þjóöviljanum 7. nóvember. Mannslífið ofar dekkjunum „Þessi framsetning gatnamálastjóra fer í mínar fínustu, en ég hef samt skflning á því sem hann er að gera. Slitið á götunum er vandamál en ég met öryggi farþega og ökumanna meira en slit gatnanna og vil meina, að naglarnir séu. öruggari að því gefnu, að menn ofmeti ekki mátt þeirra og aki hraðar ... Við hljót- um samt að setja mannslífið í önd- vegi, ofar öllum dekkjum. Hinu má heldur ekki gleyma, að negld dekk eru allt öðruvísi en var. Naglarnir eru léttari og grennri og ekki jafn skaðleg- ir yfirborði gatnanna." Óli H. Þóröarson, framkvæmdastj. Um- feröarráös, í Degi 7. nóvember. VJ-PSVO BÖIÐ TT'PIf? BÍ7NKT?- BPÖLXI SEM HLÝTDf? V76> Oö rNN áR - DSTOHlHl VIÐ LRNPSByóöDlNF? d6ri vdirMtsi SPVR HVRDR VITSÉ-IJítVÍ RD ORGT7 ^NJNRRSVBSffR: VFfOrCG- KIÖTT L.IFJB? LJBLrl VIÐ RÐ TT&lG-F? STÖRWM 03c ErFOJF? KtöNOSTDNR VI-Ð »0* , DONDtfRNPI SKRMMRBRÉR P<OF?SJf ,*• Grunnskólinn í upp- hafi nýrrar aldar Miklar umræður hafa orðið að undanförnu vegna væntanlegra kjarasamn- inga við grunnskólakenn- ara. Þessar umræður hafa einkennst af viðhorfum til þess hvort breyta eigi kjarasamningi kennara og vinnuskilgreiningu þeirra. Samninganefnd launa- nefndar sveitarfélaga setti nýlega fram áherslur sveit- arfélaganna í væntanlegum kjaraviðræðum við kenn- ara. í þessum áherslum felst meðal annars að sveit- arfélögin vilja fagleg og skilvirk vinnubrögð, fleiri virka vinnudaga nemenda, aukinn sveigjanleika við skipulag á starfsemi skólanna, aukna daglega viðveru kennara inn- an skólans, aukinn sveigjanleika við skipulag á vinnu kennara, markviss- ari simenntun kennara og hækkun á grunnlaunum kennara. Þegar ofangreind atriði eru athug- uð nánar kemur í ljós að mörg þeirra eru sameiginleg markmið beggja samningsaðila og er það fagn- aðarefni. Sveigjanlegri vinnuskylda og skólatími Eitt þeirra atriða sem lögð er áhersla á er sveigjanlegri vinnu- skylda innan skólanna. Núverandi vinnutímaútreikningur er kominn til ára sinna og samræmist illa nú- tíma skólastarfi. Vissulega er það svo að ef ná á markmiðum sveitarfé- laganna verða báðir aðilar að leggja sitt af mörkum enda tel ég að þar fari saman hagsmunir beggja aðila. Annað atriði sem sveitarfélögin leggja áherslu á er sveigjanlegri skólatími. Þar kemur hvort tveggja til, að lengja skólaárið og samnýta betur hugtakið vinnuskóli sem hluta af kennslu nemenda á öðrum sviðum en í bóknámi. Þessi atriði hafa að vísu lítið verið rædd og stefnumörk- un því skammt á veg komin. Á umliðnum árum hafa nemendur á eldri stigum sinnt mikilvægum verkefnum í sumarumhirðu á veg- um sveitarfélaga og væri miður ef sú kennsla og þjálfun nemenda utan skólanna legðist af. Þá má ekki gleyma þeim þáttum sem ný aðal- námskrá leggur áherslu á og breytir í ýmsu núverandi vinnubrögðum innan skólans. Símenntun kennara Eitt af þeim áhersluatriðum sem Michaelsson bæjarfulltrúi í Kópavogi og formaöur skóla- nefndar Kópavogs. sveitarfélögin hafa lagt fram er aukin símenntun starfsmanna og þá ekki síð- ur kennara en annarra starfsmanna. í því hraða þjóðfélagi sem við lifum og á tímum upplýsingatækn- innar skiptir miklu máli að starfsmenn endurmennti sig og fylgi þróun timans . Skólastarfið leggur þær kröfur á herðar kennara að þeir séu viðþúnir því að miðla þessari þekkingu til nemenda og leiðbeina þeim. Sveitarfélögin hafa verið að auka þennan þátt í skólastarfi og koma með betri tölvur og aðra tækni inn í skólana. Það er ljóst að skamm- ur tími mun líða þar til enn frekari kröfur verða gerðar á hendur sveitar- félögum í þessum efnum. Því skiptir miklu máli að samstaða náist um þennan þátt í væntanlegum kjaravið- ræðum við kennarasamtökin. En um hvað deila menn? í svari kennarasamtakanna við áherslum sveitarfélaga útiloka þeir að ræða um afnám á kennsluafslætti. Reyndar hafði samninganefnd launa- nefndar ekki sett fram kröfur um slíkt en talið eðlilegt að ræða um þennan þátt sem aðra í væntanlegum samningaviðræðum. Kröfur kennara um verulega grunnlaunahækkun verður því að taka til umræðu á,^ grundvelli afstöðu kennara í væntan- legum kjaraviðræðum Ljóst er að möguleikum sveitarfélaga eru tak- mörk sett. Sveitarfélögin hafa á undanfornum árum safnað skuldum og eiga því enga sjóði til að sækja í. Skattheimta þeirra byggir á lögum og þar með tekjumöguleikar. Nú um áramótin er lausir samningar við nær alla starfs- menn sveitarfélaga og hefur launa- nefnd sveitarfélaga fengið um 500 um- boð vegna nýrra kjarasamninga. Það er því ljóst að mikil ábyrgð hvílir á okkur sem fengið hefur verið það hlutverk að annast þessa samninga- gerð fyrir sveitarfélögin. Þá skiptir miklu máli að bakland okkar, sveitarstjórnirnar í landinu, « ábyrgist að kjarasamningar haldi þegar þeir liggja fyrir. Viðbótarsamn- ingar eða greiðslur sem sveitarfélög greiddu eftir síðustu samninga eiga því að heyra sögunni til. Deilur við samningaborð verða oft snarpar og valda taugaspennu. Slíkt á þó ekki að koma í veg fyrir að sveitarfélög og starfsmenn þeirra nái sameiginlegum markmiðum, að reka öfluga og góða þjónustu við íbúa sveitarfélaganna. Bragi Michaelsson „Eitt af þeim áhersluatriðum sem sveitarfélögin hafa lagt fram er aukin símenntun starfsmanna og þá ekki síður kennara en annarra starfsmanna. í því hraða þjóðfélagi sem við lifum og á tímum upplýsingatœkn- innar skiptir miklu máli að starfsmenn endurmennti ^ sig og fylgi þróun tímans. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.