Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 11 Utlönd Mæögur í sjöunda himni Þær höföu fyllstu ástæðu tll að brosa breitt, Hillary Rodham Clinton og Chelsea dóttir hennar. Hillary er fyrsta for- setafrúin í sögu Bandaríkjanna sem sækist eftir og nær kjöri til opinbers embættis. Hillary sigraði í nótt repúblikan- ann Rick Lazio í kapphlaupi um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Ingiríður naut vinsælda og virðingar í Danmörku Danir streymdu í gærkvöld að Fredensborgarhöll í Kaupmanna- höfn með blóm, kerti og minningar- orð í kjölfar tilkynningarinnar um andlát Ingiríðar drottningar. Fánar voru dregnir í hálfa stöng í Dan- mörku. Drottningin lést síðdegis í gær umkringd þremur dætrum sínum, tengdasonum og barnabörnum. Margir fjölskyldumeðlimir höfðu vakað við sjúkrabeð Ingiríðar frá því á laugardaginn er heilsu hennar tók að hraka. Ingiríður var einkadóttir Gústafs VI Adolfs Svíakonungs og eiginkonu hans, Margaretu, hertogadóttur frá Englandi. Ingiríður fæddist 28. mars 1910 og giftist Friðrik krónprins Danmerk- ur 1935. Tólf árum síðar varð Frið- riki konungur. Þegar Friðrik IX lést árið 1972 tók elsta dóttir konungs- hjónanna, Margrét Þórhildur, við krúnunni. Ingiríður drottning var elskuð og virt af Dönum. TVftR FLÍKUR IEINNI HEITUR OG ÞURR THERMO-varmanærfötin eru í raun tvær flíkur í einni. Tveggja laga spunatækni flytur rakann frá líkamanum og heldur þér heitum og þurrum. Notaðu Thermo-nærfötin í næsta ferðalag. Þú sérð ekki eftirþví. Sportvörugerðin Mávahlíð 41, Rvík, sfmi 562 8383 Ingiríður Friörik krónprins sagöi nýlega í viötali að samband hans við ömmu sína hefði verið mjög náið. OSTUR ER GÓÐUR FYRIR TENNURNAR Ostur er kalkríkur og kalkiS styrkir temur og bein. Auk þess er gott að enda hverja mdltíð með osti því hann skapar ákjósanlegt sýrustig í munninum og ver tennunxar þannig fyrir skemmdum. OSTURINN A ALLTAF VIÐ M ISLENSKIR %t Ostar, Breska lögreglan sat fýrir dem- antaþjófunum Bresku lögreglunni tókst í gær að koma í veg fyrir mesta gimsteina- rán sögunnar. Hópur vopnaðra manna reyndi að stela demöntum, sem metnir voru á fimmta tug millj- arða króna, frá Þúsaldarhvelfing- unni í London. Þjófarnir óku í gærmorgun jarðýtu á hlið hvelfmgarinnar og inn í örygg- isherbergið þar sem demantarnir voru geymdir. Brutu þeir sýningar- kassana með sleggjum. Þjófarnir vissu ekki að lögreglan, sem fengið hafði vísbendingu um þjófnaðinn fyr- ir nokkrum mánuðum, hafði skipt á demöntunum og eftirlíkingum. Þjófarnir vissu heldur ekki að ræsti- tæknirnar á staðnum voru dulbúnir lögreglumenn sem foldu vopn í rusla- pokunum. Lögreglan yfirbugaði þjóf- ana sem voru fjórir. Bush hafði betur á barnum George W. Bush, forsetaefni repúblikana, er vinsælli en Al Gore meðal Bandaríkjamanna í París, ef marka má kosningar á Harry’s Bar. Barflugurnar á Harry’s Bar á sveif með Bush George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, hafði betur i baráttu þeirra Als Gores varaforseta um hug og hjörtu Bandaríkjamanna sem sækja hinn fræga Harry’s Bar í París. í óformlegum kosningum fengu þeir Bush og Dick Cheney, varafor- setaefni repúblikana, 451 atkvæði gegn 357 atkvæðum Gores og vara- forsetaefnis hans, Joes Liebermans. Talsmaður kráarinnar sagði fréttamanni Reuters að úrslitin í þessum kosningum á barnum hefðu alltaf reynst hin sömu og úrslitin í sjálfum forsetakosningunum. Einar kosningar eru þó undanskildar, nefnilega þegar Jimmy Carter sigr- aði Gerald Ford árið 1976. Svíar j sáttaför til ísraels Svíar, sem taka við formennsku í Evrópusambandinu í janúar, hafa sent sáttasemjara til Jerúsalem. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, lagði á það áherslu á fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík í gær að sænsk yfirvöld ynnu að því að stöðva átökin milli ísraela og Palestínumanna. Forsætisráðherr- ann'staðfesti að sænskir sáttasemj- arar væru komnir til ísraels. Svíamir hafa þegar átt viðræður við fulltrúa Palestínumanna. Þeir hafa einnig fundað í Bandarikjun- um með sáttasemjurum þar. ísraelsk yfirvöld tilkynntu í gær að dregið hefði úr ofbeldinu á Vesturbakkanum og Gazasvæöinu undanfarna daga. Bill Clinton Bandaríkjaforseti stoltur af eiginkonunni: Hillary hafði betur í öldu ngadei Idarslag HiUary Rodham Clinton varð fyrsta forsetafrúin í sögu Bandaríkj- anna til að sækjast eftir og ná kjöri til opinbers embættis þegar hún vann sæti í öldungadeild Banda- ríkjaþings fyrir New York i nótt. Hillary sigraði andstæðing sinn, repúblikanann Rick Lazio, þing- mann frá Long Island. Þegar búið var að telja nærri tvo þriðju hluta atkvæða í morgun hafði forsetafrú- in fengið 55 prósent atkvæða en Lazio 44 prósent. „Ég mun leggja mig alla fram um að vinna vel fyrir ykkur næstu sex árin,“ sagði Hillary við hóp stuðn- ingsmanna sinna sem hafði safnast saman á hóteli í New York. Við hlið hennar voru eiginmaðurinn Bill og dóttirin Chelsea. Hillary þakkaði dóttur sinni og eiginmanni stuðning þeirra, án þess Hillary fagnar Hillary Clinton tekur sæti í öldunga- deild Bandaríkjaþings. að nefna þau á nafn. Bill Clinton sagði fréttamönnum að hann væri í skýjunum yfir sigri frúarinnar. „Ég er svo stoltur af henni. Ég er svo hamingjusamur og þakklátur. Ég veit ekki hvað ég get sagt ann- að,“ sagði forsetinn og þerraði tár úr augum sínum. Rick Lazio viðurkenndi ósigur sinn frammi fyrir miklum fjölda stuðningsmanna í kosningamiðstöð sinni á gistihúsi á Manhattan. En hann hafði ekki talað lengi þegar Hillary lýsti yfir sigri og ruddi Lazio því burt af sjónvarpsskjánum. Þykir mönnum það til marks um hatramma kosningabaráttu þar sem frambjóðendumir skiptust á föstum skotum um fjármögnun kosninga- baráttunnar, Israel og heilindi. „Ég var að enda við að hringja í Hillary Clinton til að óska henni til hamingju," sagði Lazio við stuðn- ingsmenn sína. „Hún vann þetta kapphlaup og nú er tími kominn til að við göngum saman fram á veg- inn.“ Hillary og fjölskylda hennar tóku daginn snemma í gær og héldu til kjördeildar sinnar í Douglas Graffin grunnskólanum í Chappaqua, nýj- um heimabæ íjölskyldunnar, í New York ríki. Chelsea varð fyrst til að greiða at- kvæði. Hillary fylgdi á eftir og Bill forseti fór siðastur inn í kjörklefann. „Þið getið ekki sakað mig um að hafa ekki ákveðið mig. Hér er ég,“ sagði forsetinn við fréttamenn. Mikill fjöldi fréttamanna var á kjörstað Clinton-fjölskyldunnar en þeir voru fáir sem fylgdust með Lazio og fjölskyldu hans þegar þau komu til að greiða atkvæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.