Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
DV
_______4Í*
Tilvera
' ,mam
Alain Delon
Franski stórleikar-
inn Alain Delon verð-
ur 65 ára í dag. Delon,
sem átti heldur óglæsi-
lega æsku og var hvað
eftir annað rekinn úr
skóla, var uppgötvað-
ur 1960. Tvær kvik-
myndir það ár, Rocco og bræður hans
og Plein Soleil, gerðu hann að stór-
stjömu á alþjóðlegan mælikvarða. Á
sjöunda og áttunda áratugnum var
hann kyntákn franskra kvikmynda og
lék í mörgum af bestu kvikmyndum
sem Frakkar gerðu. Hann er viður-
kenndur sem einn mesti kvikmynda-
leikari sem Frakkar hafa átt.
65 ara
Gildir fyrir fimmtudaginn 9. nóvember
Vatnsberinn (20. ian,-l8. febr.):
. Þú mætir skilningi í
dag i sambandi við
ákveðið atriði, en þú
verðrn- að leggja þig
i til að fólk hafi trú á
Fiskarnir (19. febr.-20. mars):
Þó þú mætir mótlæti
Iverður þú að trúa á
sjálfan þig og gera það
sem þú ætlar þér. Það
verður liklega á brattann að
sækja í vinnunni í dag.
Hrúturinn (21. mars-19. gpríl):
Margir sýna þér og hug-
myndum þínum athygli
fyrri hluta dagsins en
þú gætir þurft að sætta
þig við að einhver annar taki við af
þér er líða tekur á daginn.
Nautið (?0. anril-?0. maíl
Þú ættir að sækja í
, margmenni í dag þar
sem þú átt eftir að
njóta þin vel. Þú heyr-
ir eitthvað sem vekur forvitni
þína.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúní);
V Þó þú viljir ákveðnum
aðila vel getur fariö
I svo að hann taki þér
ekki vel og þú ættir aö
sýna honum skilning í stað þess
að reiðast.
Krabbinn (22. iúni-22. íúiíu
Þér verður sýnd ein-
| hver óvirðing í dag og
' upp kemur misskiln-
____ ingur sem brýnt er að
þú leiðréttir. Vertu varkár í fjár-
málmn.
Liónið (23. iúli- 22. áeústl:
Dagurinn hefst á ein-
1 hverju óvenjulegu sem
á eftir að vera þér of-
arlega í hug framan af
degi. Vinur þinn sýnir á sér nýja
hlið.
Mevian (23. áeúst-22. seot.):
Einhver hefúr í hyggju
að nýta sér stööu þína
að koma sér áfram.
^ f Þú verður að fara var-
lega með upplýsingar sem þú
geymir.
Vogin (23. sept-23. okt.l:
^ Það hentar þér vel í
dag að ræða málin við
\ f fólk sem þekkir þig
r f ekki vel, því þar færð
þú góð ráð frá hlutlausum aðila.
Happatölur eru 4, 15 og 23.
Sporðdreki (?4. okt.-21. nóv.i:
I Vinir og ættingjar
koma við sögu í dag og
jþað verður mikið um
að vera einhvers stað-
ar í fjölskyldunni.
Bogamaður (22. nðv.-2i. des.i:
LKvöldið verðm’
Pskemmtilegt og ef til
vill skipuleggur þú
ferðalag sem fyrirhug-
að er í framtíðinni. Farðu varlega
í fjárfestingar.
Stelngeitin (22. des.-19. ian,):
Dagininn verður frem-
ur viðburðahtill og þú
ættir að nota frítima
þinn til að slaka á og
hitta fólk sem þú hefur ekki hitt
lengi.
DV-MYNDIR EVA HREINSDÖTTIR
Jólagjöfin í ár
Samningar undirritaðir í Hverageröi - samningar um rafmagniö eru hreinasta jólagjöf fyrir garðyrkjufélögin í landinu.
Opnun fyrsta áfanga Garðyrkjumiðstöðvar Garðyrkjuskólans í Ölfusi:
„Pað eru jól hjá
okkur í kvöld“
DV, HVERAGERDI:____________________
Fyrsti áfangi garðyrkjumiðstöðv-
ar við Garðyrkjuskóla ríkisins var
opnaður með veglegri athöfn innan
um blóm og tré á dögunum. Garð-
yrkjumiðstöðin er nýtt þekkingar-
setur í garðyrkju. Um er að ræða
samvinnuverkefni skólans, Bænda-
samtaka Islands og Sambands garð-
yrkjubænda þar sem leiðbeiningar,
tilraunir, þróunarstarf og menntun
eru samþætt, eins og segir í frétta-
tilkynningu frá Garðyrkjuskólan-
um.
„Það eru jól hjá okkur í kvöld,“
sagði Sveinn Aðalsteinsson skóla-
meistari í ræðu sinni við athöfnina.
„í fyrsta lagi er um að ræða endur-
nýjun á samstarfssamningi milli
Garðyrkjuskólans, Landgræðslunn-
ar og Skógræktarinnar um sam-
vinnu í endurmenntun á sviði þess-
ara stofnana. Önnur jólagjöf frá Raf-
magnsveitum ríkisins er sú að fyrir-
tækið ætlar að afhenda garðyrkjufé-
lögum í landinu nýja heimtaug í
nýja tilraunagróðurhúsið. Gjöfin er
að verðmæti um 800 þúsund krón-
ur.“
Sveinn sagði að endurmenntun
og fræðsla innan græna geirans
væri sifellt mikilvægari á tímum
örra breytinga. Mjög mikilvægt
væri að auka þekkingu fagfólks og
áhugafólks á hvers konar landbótar-
starfi. Sveinn sagði enn fremur að
mikið vantaði þó enn upp á til að
fullkomna aöstöðuna við Garðyrkju-
skólann. „Svona 300 milljónir króna
væru i lagi.“
Að samningum undirrituðum
klippti landbúnaðarráðherra, Guðni
Ágústsson, á borða, sem lokað hafði
uppgöngu að annarri jólagjöfinni,
Garöyrkjumiðstöð Garðyrkjuskóla
ríkisins.
-EH
Taktur og tregi í Las Vegas
Joe heitir þessi vörpulegi náungi og er lagahöfundur sem sérhæfir sig i
takti og tega, eöa R og B tónlist. Joe tók lagiö á sönghátíö í Las Vegas
um helgina og hér má sjá hann flytja eigiö lag, I Wanna Know.
Lisa í slagsmál-
um um veski
Vinalega leik-
konan Lisa
Kudrow og eig-
inmaður henn-
ar, auglýsinga-
stjórinn Mich-
ael Stem, gerðu
ítrekaðar til-
raunir til að
komast yfir
handtösku úr
krókódílaskinni
á uppboði sem
rika og fræga
fólkið í Ameríku sótti um daginn. En
Lisa var ekki eina konan á staðnum
sem mændi löngunaraugum á budd-
una. Það gerði líka smáleikkonan
Julie Araskog.
Stúlkurnar buðu síðan hvor í kapp
við aðra þar til upp úr sauð og aflýsa
þurfti uppboðinu á umræddu krókó-
dílaveski.
Whitney refsað vegna fíkniefna
Söngkonan Whitney Houston þarf
að vera undir eftirliti í þrjá mánuði
fyrir að hafa haft fíkniefni undir
höndum. Hún þarf að gangast undir
reglubundnar fikniefnamælingar og
gefa um 300 þúsund íslenskra króna
til herferðar gegn fikniefnaneyslu
unglinga. Söngkonan þarf einnig að
gefa um 100 þúsund krónur í sjóð á
vegum bandaríska ríkisins. Lögmenn
söngkonunnar sömdu við dómara um
refsinguna. Hámarksrefsing við
minniháttar fíkniefnabroti er 30 daga
fangelsisvist og 100 þúsunda króna
sekt. Dómarinn heimilaði vægari refs-
ingu þar sem söngkonan hafði ekki
hlotið refsingu áöur.
Whitney Houston var gripin með
maríjúana í tösku sinni á flugvelli á
Hawaii fyrr á þessu ári. Öryggisvörð-
um tókst ekki að halda söngkonunni á
Bobby og Whitney
Hjónin hafa veriö langt leidd vegna
fíkniefnaneyslu.
flugvellinum. Áður en lögreglan kom
á vettvang voru Whitney og Bobby
Brown, eiginmaöur hennar, farin með
flugvél áleiðis til San Francisco.
Söngkonan hefur á þessu ári verið
viðriðin nokkur hneykslismál vegna
fikniefnaneyslu. Hún var rekin af æf-
ingum fyrir óskarsverðlaunahátíðina
vegna fíkniefnaneyslu. Hún hefur
heldur ekki tekið þátt í öðrum
stórhátíðum á árinu. Bandaríska
slúðurblaðið National Enquirer hefur
birt greinar um fikniefnaneyslu
Whitney og Bobbys. Hefur blaðið það
eftir fíkniefnasala að söngkonan verji
um 10 milljónum íslenskra króna í
kókaín á ári. Jafnframt greindi blaðið
frá því að Whitney hafi nærri dáið af
of stórum skammti á hótelherbergi í
Los Angeles fyrir nokkrum
mánuðum.
Sarandon kaus <
neytendafrömuð
Kvikmyndaleikkonan Susan Sar-
andon treysti sér ekki til að kjósa
frambjóðanda demókrata í forseta-
kosningunum í Bandaríkjunum í
gær, sjálfan varaforsetann A1 Gore.
Hún greiddi neytendafrömuðinum
Ralph Nader atkvæði sitt.
Hún horfir heldur ekki til Hvíta
hússins í leit að svörum við þeim
vanda sem steöjar að bandarísku
samfélagi. „Ég tel mikilvægara að
viö horfum til fulltrúadeildarinnar
og öldungadeildarinnar. Ég trúi á
lýöræðiskerfið," segir leikkonan.
Erótískt nudd
Bjóöum nú 3 frábær myndbönd
á frábæru veröi, kr. 990 stk.:
Heilnudd, Austurlenskt nudd,
101 leiö til aö tendra
elskhugann.
Eöa öll 3 myndböndin á
kr. 2.500. Hvert myndband
er u.þ.b. 60 mín.
Opið
laug. 10-16
mán.-fös. 10-20
www.romeo.is Fákafenj g rs 553 1300
Setur svip á húsið
Hlerar gegn fárviðri og
þjófaféiaginu.
Sólar- og öryggisfilma
á hús og bíla.
Falleg, veitir mikið öryggi.
Sterk og ódýr, örugg, t.d.
fyrir kjallaraglugga.
Uppsetningarþjónusta
ef óskað er.
Daibrekku^-»finiB44S770^