Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 Fréttir I>V Verslunarskólinn bregst við verkfalli kennara: Skýlaust verkfallsbrot - segir Gunnlaugur Ástgeirsson í verkfallsstjórn „Það er ekki verið að koma til móts við neina með því að færa til tíma í stundaskrá. Það er einungis til þægindaauka fyrir nemendur. Nemendur og kennarar ákveða sjálfir á hvaða tímum þessi kennsla fer fram,“ sagði Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskóla íslands í gær, en þá var unnið að því að bregðast við verkfalli 62 kennara í skólanum sem hófst frá og meö gær- deginum. Um 20 kennarar sem standa utan Félags framhaldsskóla- kennara munu halda kennslu áfram. Nemendur í skólan- um eru 1010 talsins. Þorvarður sagði líklegt að tímar yrðu færðir til hjá nemendum, þannig að sú kennsla sem eftir stæði yrði samfelldari. Hins veg- ar væru slíkar ákvarðanir algerlega í höndum við- komandi kennara og nem- enda. Þeir myndu hittast í dag og ganga frá málunum. „Ég held að þeir muni ná um það ekki samkomulagi sín á milli með hvaða með Gunnlaugur Ástgelrsson. hætti þeir vilja að þessir tímar fari fram og þá verður það þannig. Við hvetjum nemendur okkar til að halda áfram námi. Þaö er hægt þó kennsla falli niður. Nem- endur hafa lagt á það áherslu að fá þá kennslu sem megi veita þeim og við reynum að verða við því. Við munum að sjálfsögðu auðvelda nemendum náunið því að útvega kennslu í stað þeirrar sem liggur niðri í verkfalli. En við gerum allt annað sem í okk- ar valdi stendur." „Það er skýr afstaða okkar að fari menn í að breyta stundaskrám og vinnufyrirkomulagi hjá þeim starfs- mönnum sem kunna að halda áfram að vinna þá er það skýlaust verk- failsbrot, að okkar áliti,“ sagði Gunnlaugur Ástgeirsson í verkfalls- stjórn framhaldsskólakennara. Gunnlaugur kvað félagið hafa sent út bréf þar sem þessi afstaöa væri undirstrikuð. -JSS Guðmundur Sendi tóninn. ASÍ-þing: Engin krafa - vegna kjörbréfa „Það var engu kjörbréfi hafn- að,“ sagði Hall- dór Grönvold, skrifstofustjóri Alþýöusam- bands íslands, við DV i gær. Guð- mundur Gunn- arsson, formað- ur Rafiðnaðar- — sambands, ritaði í fyrradag harö- orða grein á vef- W síðu sína. Þar segir hann Aðal- stein Baldurs- son, formann Al- þýðusambands Norðurlands, hafa reynt að koma í veg fyrir setu fulltrúa Raf- virkjafélags Norðurlands á ASÍ- þingi þar sem RFN hafi ekki greitt skatt sem Aðalsteini hafi skyndi- lega dottið í hug að láta félagið greiða. Hafi Aðalsteinn „krafist þess að kjörbréf fulltrúa RFN verði ekki afgreidd á þingi ASÍ“. „Ef Alþýðusamband Norður- lands hefði gert kröfu þessa efnis, þá hefði kjörbréfanefnd orðið að taka afstöðu. Sú krafa kom einfald- lega aldrei fram,“ sagði skrifstofu- stjóri ASÍ. „Kjörbréf fulltrúa RFN voru því samþykkt eins og ann- arra.“ -JSS Aðalsteinn Engin krafa. Birgir Kjartansson, einn af eigendum Paintball-hússins, viö Hraöfrystistööina á Mýrargötu Paintball-húsið opnað á næstunni: Litboltastríð á Mýrargötu - litboltamenn í Kópavogi reyna að ljúga sig inn í samning „Ég varð alveg standandi hissa þeg- ar ég heyrði þær fréttir að Eyþór Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lit- bolta í Kópavogi, væri að leigja af mér gömlu Hraðfrystistöðina. Hið rétta er að ég hef leigt Ómari Óskars- syni húsnæðið,“ sagði Kristinn Sverr- isson, eigandi húseignarinnar Mýrar- götu 26 í Reykjavík, þar sem opnaður verður fyrsti litboltagarðurinn innan- húss á næstunni. Fyrirtækið, sem leigir gömlu Hraðfrystistöðina af Kristni Sverrissyni, heitir Paintball- húsið en þar er Ómar Óskarsson plötusmiður í forsvari. Ómar er einnig helsti innflytjandi á litbolta- byssum og tengdum búnaði hingað til lands. „Ég er búinn að leigja 2800 fer- metra i gamla hraðfrystihúsinu og einu afskipti Eyþórs Guðjónssonar í Litboltagarðinum í Kópavogi voru þau að hann reyndi að ganga inn í samning minn og bauð upp á sam- starf. Því neitaði ég alfarið. Þetta er ekkert annað en litboltastríð þar sem Eyþór beitir fyrir sig lygurn," sagði Ómar Óskarsson sem hefur tryggt sér húsnæðið á Mýrargötu 26 fram til 31. mai á næsta ári. „í fyliingu tímans ætlum við að breyta húsinu í skrifstofuhúnæði þannig að litboltagarðurinn verður hér aðeins tímabundið," sagði Krist- inn Sverrisson, eigandi gömlu Hrað- frystistöðvarinnar. Þá munu litboltamenn á Suðurnesj- um vera að undirbúa uppsetningu skotgarðs i námunda við afleggjarann tii Grindavíkur á Reykjanesbrautinni og það sama gildir um áhugamenn um litboltaleiki víða á landinu. -EIR Fjörutíu manns hurfu sporlaust á árunum 1950 til 1999: Þrír horfnir á árinu Á þessu ári hafa þrír menn horfið sporlaust á íslandi, allir á höfuðborgar- svæðinu. Víðtæk leit stendur nú yfir að 27 ára gömlum Kópavogsbúa, Éin- ari Emi Birgissyni, sem hvarf að heiman frá sér síðastliðinn miðviku- dag. Rannsóknarlögreglan í Kópavogi, björgunarsveitir og aðstandendur Ein- ars Amar hafa leitað hans um helgina. Leitað hefur verið að tveimur öðr- um mönnum í ár, án þess að sú leit hafi borið árangur. Elvar Öm Gunnarsson, 33 ára Reyk- víkingur, sást síðast við JL-húsið hinn 6. ágúst síðastliðinn. Tveimur vikum síðar var farið að leita hans en ekkert hefur enn til hans spurst. Björgunar- sveitir gengu fjörur og víðar var leitað eftir að ljóst var að Elvar Öm var týnd- ur, en án árangurs. Byrjað var að auglýsa eftir Sveini Kjartanssyni, 43 ára gömlum Reykvík- ingi, í lok september. Skömmu eftir að lýst var eftir honum í fjölmiðlum fannst bifreið hans við Sundahöfn. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er ekki Björgunarsveitarmenn að störfum Víðtæk leit stendur yfir að Einari Erni sem hvarf í síöustu viku. ljóst hvað hefur orðið um Svein en talið er líklegt að hann hafi fallið í sjó- inn. Sterkir straumar era við Sunda- höfnina. Björgunarsveitir og lögreglu- menn gengu Qörar og leituðu víðar að Sveini en án árangurs. Fleiri leitir hafa þó verið gerðar að fólki sem fundist hefur. Til dæmis var fyrr á árinu gerð víðtæk leit að hafn- firskum manni sem síðan fannst í Taílandi. Maðurinn hvarf af landi brott í kjölfar misheppnaðra skreiðar- viðskipta við Nígeríubúa. Einnig fannst eldri kona, sem þjáðist af alzheimersjúkdómi og hvarf að heim- an frá sér í lok ágúst, í háu grasi við Mjódd, eftir að hennar hafði verið leit- að i þrjá daga. í ágúst var einnig leitað að 10 ára gamalli telpu sem fannst dag- inn eftir sofandi í tjaldi ásamt félögum sínum. Auk þessara dæma era fleiri svipuð tilvik þar sem leit að týndu fólki ber árangur. Fá talin vera morðmál Ef frá era talin þau hvörf þegar sjó- menn farast og lík þeirra finnast ekki hurfu 40 manns sporlaust á áranum 1950 til 1999. Af þessum 40 mannshvörf- um rannsakaði lögreglan þijú sem hugsanleg morðmál. Þeir Guðmundur Einarsson og Geir- finnur Einarsson hurfu báðir árið 1974. Rannsókn þessara tveggja mannshvarfa var síður en svo einfóld þar sem framburður sakbominga var mjög á reiki en talið var að þau tengd- ust. Fjöldi manns var hnepptur í gæsluvarðhald sem lauk með því að fimm karlmenn og ein kona vora dæmd til fangelsisvistar. Líkin hafa hins vegar aldrei fundist. Ungur Reykvikingur, Valgeir Víðis- son, hvarf að heiman frá sér á Lauga- vegi fyrir rúmum sex árum. Lögreglan í Reykjavík rannsakaði þetta mál sem hugsanlegt manndráp en lík Valgeirs hefur aldrei fúndist. Málinu er enn haldið opnu hjá lögreglunni og vís- bendingar skoðaðar þegar þær berast. Stundum koma þessir menn þó fram eins og sannaðist í síðasta mánuði þeg- ar Halldór Heimir ísleifsson, sem hvarf árið 1986 í Bandaríkjunum, hafði samband við ættingja sína eftir að hafa verið talinn látinn í tólf og hálft ár. Halldór Heimir kom nýverið aftur til landsins en hefur enn ekki gert opin- berlega grein fyrir þeirri ákvörðun að gufa upp af yfirborði jarðar - allavega hvað ættingja og íslensk yfirvöld snert- ir. -SMK Agreiningur um Landssíma Einkavæðing Landssimans hefur nú strandað vegna þess að stjórnar- flokkarnir ná ekki samkomulagi um ljósleiðarakerfið ef og þegar Landssím- inn verður seldur. Einkavæðingarnefnd hefur verið gert að fresta málinu fram yfir ára- mót. Hjálmar Ámason, alþingis- maður og fulltrúi í samgöngunefnd Alþingis, segir menn reyna að finna einhverja leið sem allir aðilar geta sætt sig við. - Dagur greinir frá. Erfiðleikarnir vestra Pétur Bjamason, varaþingmaður Frjálslynda flokksins á Vestfjörð- um, gerði fjárhagserfiðleika sveitar- félaganna á Vestfjörðum að umtals- efni utan dagskrár á Alþingi í dag. Hann sagði Vestfirðinga hafa misst réttinn til sjósóknar, atvinna hefði minnkaö og fólkið flust burtu. Skuldastaða þessara sveitarfélaga væri tvö- eða þrefóld miðað við landsmeðaltal. Reglum sé fylgt Verið er að end- urskoða reglur um lyfjagjöf á Landspít- alanum - háskóla- sjúkrahúsi eftir að kona lést af völdum bráðaofnæmis eftir ranga lyfjagjöf hjúkrunarfræðings á bæklunardeild spitalans. Rafrænar kosningar Við kosningar á þingi Alþýðu- sambandsins verður í fyrsta skipti hérlendis notað rafrænt kosninga- kerfi. Komið hefur verið upp tölvu- skjám í 20 kjörklefum í íþróttahús- inu í Digranesi í Kópavogi, þar sem þingið fer fram. Vilja völlinn áfram í Vatnsmýri í könnun PriceWaterhou- seCoopers kemur fram að rúmlega helmingur aðspurðra um framtíð Reykjavíkurflugvallar er mjög eða frekar samþykkur því að völlurinn verði áfram á sama stað eða 52% en 35,4% eru því ósamþykk. Rúmlega 12% eru hlutlaus. Var tekið slembi- úrtak 1200 íslendinga á aldrinum 18-75 ára. Svarhlutfall var 65,4%. Búa sig undir átök Sjómannafélag Reykjavíkur sam- þykkti tvær ályktanir á aðalfundi sínum um helgina. í annarri er m.a. beint þeirri áskorun til íslenskra fiskimanna að búa sig nú þegar undir hörð átök í kjarabaráttunni en í hinni er mótmælt eyðilegging- arstarfsemi við gömlu höfnina í Reykjavík. Afstaða kemur á óvart Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra segir það koma sér mjög á óvart að 80% starfs- manna Ríkisút- varpsins, sem hafa verið ráðnir til starfa við stofnun- ina, telji að það hafi veriö staðið ómálefnalega að ráðningum við stofnunina. - Mbl. greinir frá. Gagnrýna áhugaleysi Kennarafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi gagnrýnir harðlega það áhugaleysi sem hefur einkennt framkomu fjármálaráðu- neytis í yfirstandandi kjaradeilu. Þetta kemur fram í ályktun sem fé- lagið samþykkti í gær. Félagið telur að ráðuneytið hafi ekki lagt fram neinar raunhæfar tillögur að lausn. -H.Kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.