Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Fer kringum eigin lög Forsætisráðherra virðist sjá eftir að hafa lagt fram laga- frumvarp um upplýsingaskyldu stjórnvalda og fengið það staðfest á Alþingi. Að minnsta kosti sagði hann frá því á hádegisverðarfundi sagnfræðinga um daginn, hvernig hann fari kringum lögin og eyði áhrifum þeirra. Davíð Oddsson lýsti því í smáatriðum, hvernig hann fari að þessu. Hann skrifi minna niður, haldi síður dag- bækur um gestakomur og láti ekki skrifa fundargerðir, nema það sé beinlínis skylt. Hann talaði að vísu um stjórnmálamenn almennt, en átti við sjálfan sig. Að minnsta kosti hefur menntaráðherra þveröfug sjón- armið. Björn Bjarnason skrifar allt hjá sér, stórt og smátt, og birtir meira að segja á vefnum hugsanir sínar og frétt- ir af samskiptum við annað fólk. Hann stundar opna stjórnsýslu að hætti aldar tölvupósts og vefsíðna. Forsætisráðherra sagði á fundunum, að fjölmiðlum sé ekki treystandi fyrir upplýsingum. í skjóli innra griða- bandalags fari þeir með getgátur, fullyrðingar og brenglaðar fréttaskýringar, sem standi óhaggaðar, því að ekki séu á boðstólum upplýsingar um hið gagnstæða. Samkvæmt hugmyndafræði gegnsærrar stjórnsýslu er einmitt komið í veg fyrir getgátur, fullyrðingar og brenglaðar fréttaskýringar með því að loka ekki að hætti Davíðs, heldur opna fyrir aðgang að opinberum gögnum að hætti laganna um upplýsingaskyldu stjómvalda. Forsætisráðherra dró hins vegar þá ályktun, að leynd- arhyggja sín væri nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir upplýsingaleka til fjölmiðla á viðkvæmu stigi málasýslu hjá stjórnvöldum. Slíkur upplýsingaleki hefur að hans mati ekki æskileg áhrif á niðurstöðu mála. Þannig býr hann til rökfræðilega vítarunu, sem lítur svona út: Fjölmiðlar fara með rangar fréttir, af því að þeir hafa ekki aðgang að upplýsingum, sem stafar af þvi, að slíkur aðgangur gæti spillt viðkvæmum málum með vafasömum fréttum og því má ekki upplýsa fjölmiðla. Erfitt er að sjá tilgang með undarlegri ræðu forsætis- ráðherra á hádegisverðarfundi sagnfræðinga. Að minnsta kosti þekkja þeir vítarunur, þegar þeir heyra þær og láta sér fátt um finnast. Hins vegar er alltaf leiðinlegt, þegar landsfaðir verður sér opinberlega til minnkunar. í rauninni var hann að tala um allt annað mál, alkunna þráhyggju sína út af því að hafa misst Fjárfestingarbanka atvinnulífsins í einkavæðingu til annarra aðila en voru honum þóknanlegir, enda sagði hann sagnfræðingunum, að fjölmiðlar hefðu farið með rangar fréttir af málinu. Davíð Oddsson þykist vita sannleikann um þetta eins og hann þykist vita sannleikann um meinta aðför nokk- urra kaupsýslumanna að gengi krónunnar í sumar. Hann geymir samt rökin fyrir sannleika sínum með sjálfum sér, því að ekki sagði hann sagnfræðingunum frá þeim. Eitt er að geta ekki dulið gremju sína út af öðrum gangi mála en forsætisráðherra er þóknanlegur, en annað er að ganga á fund sagnfræðinga og fara með lélega vítarunu um, að ekki skuli láta fjölmiðla og sagnfræðinga hafa upp- lýsingar, af því að fjölmiðlar flytji rangar fréttir. Þetta gerist þegar menn hafa árum saman lifað innan í eins konar einkablöðru með dansandi jámenn kringum sig, syngjandi hrifningar- og lofsöngva. Þá geta menn bil- að á þann veg, að þeir telji sig óskeikula og missi tök á nauðsynlegri rökhyggju í framsetningu mála. Verst er, að leyndarþrá forsætisráðherra rýrir aðgang sagnfræðinga að opinberum gögnum, þegar þeir gera upp atburðarás stjómmálanna á valdaskeiði hans. Jónas Kristjánsson DV Kúariðu frá Noregi? „Það er mikil ábyrgð sem hvílir á þeim mönnum sem láta sér detta í hug að flytja hingað stórhœttulega dýrasjúkdóma sem smita fólk. Nógu erfitt er að eiga við sjúk- dóma sem berast með fólki. “ Ég hélt að við hefðum fengið nóg af tilraunum með innflutning á húsdýrum, allt í skjóli þess að við vær- um að bæta stofnana og auka afköst af þeirra afurð- um. Á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar uppgötvaðist hér í kúm hin illræmdi klauf- dýrasjúkdómur gin- og klaufaveiki. Bruggðist var hárrétt við og kúnum slátr- að, þær voru svo urðaðar sunnan Vatnsmýrarinnar í Reykjavík, þar sem nú er Reykjavík- urflugvöllur. Ekki er mér kunnugt um að þessi sjúkdómur hafí komið upp síðan en heldur fór ver er nokkr- ir hrútar voru fluttir inn á fjórða áratug þessarar aldar. Þeir voru geymdir í Engey, sem átti að vera nokkurs konar plateinangrun. Svo kom riðuveikin Þetta reyndist okkur dýrkeypt, þar sem hrútamir báru með sér iilvíga lungnapest, svokallaða mæðuveiki (karakúlpest). Hún barst um ailt land hægt og bítandi svo engin ráð voru til að hefta hana, byggðar voru margir tugir kílómetra af tvöföldum gadda- vírsgirðingmn, svokölluðum mæðuveikigirðingum, en ekkert dugði. Sett voru upp tvöfold hlið á alla þjóðvegi og vörður settur við hliðin, þetta kostaði oíijár. Sennilega hefur verið búið að farga öllu fé lands- manna til skiptis er fjár- skiptin frægu urðu upp úr 1950, þegar veikin lét undan síga. Svo kom hin fræga riðuveiki, sem hefur orðið mörgum bóndanum sár og dýr, því þar dugði ekkert nema niður- skurður á öllu sauðfé viðkomandi bæja og þeirra bæja er höfðu samband við sýktu svæðin. Riðuveikin er ekki horfin og kannski engin von um að komast fyrir hana. Alls konar vægari sjúkdómar hafa örugglega komist til landsins sem vís- indamenn okkar vita betur um, svo sem fisksjúkdómar, kláðapest og húð- sjúkdómar sem borist hafa með út- lendum fjósamönnum og svo mætti lengi telja. Mikil ábyrgð Nú hefur landbúnaðarráðherra leyft innílutning á fósturvísum úr kúm frá Noregi. Sama daginn og landbúnaðar- ráðherra tilkynnir þetta kemur í ljós að kúariða er komin upp í Noregi. Allavega hefur maður í Osló dáið úr sjúkdómnum, sem smitast frá riðu- veiki úr kúm í menn. Þessi sjúkdómur hefur orðið mannskæður í Bretlandi og einnig komið upp í Frakklandi. Ef íslendingar gengju í ESB hefðu þeir ekkert um það að segja þótt kjöt frá Bretlandi yrði flutt hingað, við sæt- um alveg við sama borð og aðrar þjóð- ir í ESB. Það er alveg á hreinu að ef farið væri að slaka á innflutningi á skepnum og afurðum þeirra ættum við innan fárra ára við sama vandamál að stríða og þessar þjóðir sem tilheyra ESB. Þrátt fyrir að allan útbúnað út- lendra veiðimanna eigi að sótthreinsa við komuna til landsins hafa ailtaf öðru hvoru borist hingað fisksjúkdóm- ar með þeim. Það er mikil ábyrgð sem hvílir á þeim mönnum sem láta sér detta í hug að flytja hingað stórhættulega dýrasjúkdóma sem smita fólk. Nógu erfitt er að eiga við sjúkdóma sem berast með fólki. Læknar hafa kvart- að um að hingað berist smitsjúkdóm- ar sem nær engin meðul vinna á. Hvers vegna þá að leika sér með til- raunaeldi sem engin sér fyrir hvem- ig endar? Karl Ormsson Kirkja í björtu ljósi messu i Hallgrímskirkju á hverjum sunnudegi en miklu fleiri á stórhátíðum. Tónleikar í kirkjunni era fjölmargir og fjölsóttir. Fyr- irlestrar og fræðslustarf við hæfi ólíkra hópa er meðal þess sem kirkjan býður upp á vetrarlangt. Myndlistar- sýningar eru ávallt í and- dyrinu og stendur hver þeirra yflr um þriggja mán- aða skeið. Biblíufélagið er þar með bóksölu. Leik- og danslist bregður fyrir. AA-samtökin hafa sitt athvarf í Hallgrímskirkju eins og í mörgum öðrum kirkjum, starf er fyrir aldr- aða, samverumorgnar fyrir unga for- eldra auk hins öfluga barna- og kór- astarfs. í þessu guðshúsi er með öðr- um orðum fullt af fólki frá morgni til kvölds alla daga vikunnar. Kirkjan er öllum opin og starfsfólkið er ein- valalið. Húsameistari ríkisins: ekki meir Þessari fjölnýtingu, aðdráttarafli og lotningu var sannarlega ekki spáð meðan kirkjan var i byggingu og um fá hús hefur verið meira og lengur deilt. Listamenn létu hana kenna á penslum sínum og pennum. Tuminn varö eftirlæti skopteiknara. Steinn Steinarr orti í orðastað Hallgríms: „Húsameistari ríkisins: ekki meir, ekki meir“. Húsameistcui var Guð- jón Samúelsson. Ég var lengi þeirrar skoðunar að flest verk Guðjóns Samúelssonar væra betri arkitektúr en þessi kirkja. Mér þótti hún þunglamaleg að ytra útliti þótt klassísk formfegurð innan dyra dyldist mér ekki. Vondan hljóm- Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur burð skrifaði ég á reikning Guðjóns, þar til loksins kom hljóðkerfi sem flytur hið tal- aða orð út í hvem krók og kima. Og ég undraðist alla þessa túrista sem sífellt vora að reyna að ná trölla- kirkjunni á mynd, eins og Hallgrímskirkja væri Eiffel- tum íslands, Hvíta húsið, Gullfoss eða Geysir. Magnaðasta bygging ________á landinu Á Ijósahátið i menningar- borginni Reykjavík kviknaði á skiln- ingsljósinu. Finnsk listakona valdi Hallgrímskirkju sem grunnflöt myndsköpunar sinnar. Þegar vetrar- myrkrið var skollið á varpaði hún finnskum sumarhimni á kirkjuna nokkur kvöld. Önnur kvöld var kirkjan upplýst með teikningum sem minntu á ókennilegar kynjaskepnur aftan úr öldum. Kirkjan stóð böðuð í björtu ljósi. Rauð drekaaugu í turninum. Áhrifm voru undraverö. Og loksins sá ég það sem allir þessir útlendingar virðast sjá. Hall- grímskirkja er hvorki falleg né ljót. Hallgrímskirkja er eins og náttúra- fyrirbæri í stíl við tilkomumestu fossa landsins og fjöll. Engin kirkja í veröldinni lítur svona út. Hún er há- tindurinn á höfundarverki Guðjóns Samúelssonar. Teikningin særð upp úr sagnadjúpinu. Landið fært í stíl- inn. I Hallgrímskirkju tókst Guðjóni Samúelssyni að skapa séríslenskan helgidóm þar sem guðstrú og þjóðtrú mætast í mögnuðustu húsbyggingu á íslandi.. Steinunn Jóhannesdóttir Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti hefur geysilegt aðdráttarafl á flesta sem koma til Reykjavíkur. Árlega heimsækja kirkjuna 100 þúsund ferðamenn. Á hverjum degi árið um kring má rekast á erlenda túrista á nálægum götuhornum við mynda- töku af hinu turnháa húsi. Þeir sem inn í kirkjuna koma hrífast mjög af fegurð og tign kirkjuskipsins. Birtan þar inni er mörgum undrunarefni. Sumir setjast andartak á bekkina I leit að kyrrð í erli dagsins. Þeir sem eru heppnir fá að heyra organistann æfa sig á eitthvert eftirsóttasta konsertorgel í Evrópu. Flestir ganga þögulir undir hvelftngunum, aðrir tala í hálfum hljóðum til þess að rjúfa ekki þá helgi sem þeir skynja um leið og þeir koma þar inn fyrir dyr. Fullt frá morgni til kvölds Þrátt fyrir klifanir fjölmiðla um tómar kirkjur sækja 200-400 manns „Hallgrímskirkja er hvorki falleg né Ijót. Hallgríms- kirkja er eins og náttúrufyrírbœri í stíl við tilkomu- mestu fossa landsins og fjöll. Engin kirkja í veröldinni lítur svona út. Hún er hátindurinn á höfundarverki Guðjóns Samúelssonar. “ Með og á móti iirtnrunji Iphia 76ers að rísa upp á ný? Frábært varnarlið Það hefur mikil endurnýjun átt sér stað hjá Phila- delphia 76ers á undanförnum. ár- um. Nýir eigendur komu inn f reksturinn fyrir fjórum ár- um og með þeim urðu straumhvörf í hugsunarhætti allra þeirra sem að liðinu koma. Þeir réöu hinn snjalla þjálfara Larry Brown tO liðs- ins og hann tók til við að skipta al- gjörlega um lið. Brown fékk til sín leikmenn sem eru tilbúnir að berjast fyrir liðið enda er það svo að liðsheildin er sterkasti hluti liðsins ásamt vamarleiknum sem er hreint út sagt frábær. Liðið hefur verið að bæta sig jafnt og þétt undanfarin ár og nú er svo komið að það er borin mikil virðing fyrir því. Byrjunin í ár hefur verið frá- bær og liðið er svo sannar- lega komið á kortið. Eina vandamálið hjá Philadelphia 76ers er að sóknarleikurinn á það til að vera svolítið hugmynda- snauður en liöið hefur alla burði til að ná langt í ár. Friörik ingi Rúnarsson, landsliösþjálfari í körfuknattleik Byrjunin skiptir engu Það skiptir í ;; KH ' raun sáralitlu JHUr 1 máli þó að Phila- f delphia 76ers hafi byrjað vel í ár. Mörg önnur lið hafa byrj- að vel undanfarin ár en gef- ið eftir þegar líða hefur tek- ið á keppnistímabilið. Þeir hafa treyst á Allen Iverson undanfarin ár og hefur hann verið að gera hlutina að mestu leyti upp á eigin spýt- ur. Aðrir leikmenn liðsins eru Otarr Magni Jóhansson, stjórnarmaöur í körfuknattleiksdeild KR ekki nægilega góðir til þess að koma því í hann vetur fremstu röð. Ég tel önnur lið í Atlantshafsdeildinni vera mun sterkari. New York Knicks er með sterkasta liðið í þessari deild og ég sé ekki að Philadelphia 76ers eigi eftir að vinna Atlantshafsdeildina og þaðan af síður NBA-titilinn sjálfan. Til þess hefur liðið ekki nægilega góðan mann- skap. Þeir treysta allt of mikið á Allen Iverson og þó hann sé góður leikmaður þá getur ekki borið liðiö uppi í allan einn og óstuddur. NBA-delldin í körfuknattleik er hafin og er engum blööum um þaö aö fletta að árangur Philadelphia 76ers hefur vakiö mesta athygli þaö sem af er þessu keppnistímabili. Liöiö, sem hefur veriö í öldudal síöustu ár, hefur unnið sjö fyrstu leiki sína og spurningin er hvort þess tími sé kominn á ný. Álver á Reyðarfirði „Mér blandast ekki hugur um að staðsetn- ing álvers á Reyðar- firði er góður kostur og það ætti að geta orðið öflugt fyrir- tæki...Það yrðu mér vonbrigði yrði ekkert úr framkvæmdum fyrir austan en menn vita að í þessum hlutum eru margir óvissuþættir þar til á lokastig er komið. Bregðist hins vegar eitthvað nú geta fleiri samstarfsaðilar en Hydro komið til greina." Jóhannes Norödal, fv. seölabanka- stjóri, í Mbl.-viötali 12. nóvember. Langt í hlutleysið „Lykillinn að því að búnar séu til trúverð- ugar fréttir er að menn geri sér grein fyrir því að þær geta aldrei orðið fullkom- lega hlutlausar. Frétta- menn verða alltaf að stefna að hlutleysi en það er takmark, sem þeir munu aldrei ná. Það eru all- ir haldnir ákveðnum fordómum sem þarf að reyna að gera sér grein fyrir og yfírvinna. Það er sjálf sóknin í að höndla þetta hlutleysi sem aldrei verð- ur fangað sem gerir menn að góðum fréttamönnum." Páll Magnússon, fyrrv. fréttastjóri Stöövar 2, í viötali í Degi 11. nóv. Þ j óðf élagsmein „Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á síðasta ári má ætla að um þúsund íslendingar eigi nú við sjúk- lega spilafíkn að stríða...Einnig liggja fyrir upplýsingar um að sífellt fleiri sjúklingar sem koma til meðferðar vegna áfengissýki eigi einnig við spilafíkn að stríða. Spilafikn er þannig óumdeilanlega orðin þjóðfé- lagsmein sem kemur allri þjóðinni við og sameinuð á þjóðin að bregðast við þessum vanda.“ Ögmundur Jónasson alþingismaður í Mbl. 11. nóv. Fjölmiðlafælnari „Við höfum verið að búa til lista yfir konur sem hafa vit á ákveðn- um þáttum, bæði í viö- skiptum, stjórnmálum, íþróttalífi o.fl., og fjöl- miðlamir geti gehgið að þessum upplýsing- um og nýtt betur þekkingu kvenna á tilteknum þáttum. Konur eru íjöl- miðlafælnari en karlar, þó kannski síður konur sem eru í stjórnmálum, en við erum ekki duglegar að ásækja fjölmiðla með okkar efni.“ Arnbjörg Sveinsdótti.r, þingmaöur á Austurlandi, í Degi 11. nóvember 27 Skoðun Ekki kenna mer um þetta! - Eg talcii ekki atkvœðin. JíSttS, Er komið nýtt hagkerfi? Ágætur ráðherra sagði fyrir nokkru að hér á ís- landi væri komið „nýtt hag- kerfi“. Þetta era orð að sönnu og gefa tilefni til hugleiðinga. Fyrirtækið ísland Efhahagskerfi okkar hér á landi er varla stærra en rekstur á góðu fyrirtæki er- lendis. Mörg erlend stórfyr-' irtæki hafa jafn marga eða fleiri í vinnu og alla vinnu- færa Islendinga. Það er þvi vafasamt að tala um hagkerfi á ís- landi. Það má frekar tala um það að ísland lúti sömu lögmálum og stórt fyrirtæki. Hér hefur í rauninni varla verið hagkerfi. Þegar við vorum ein- angraðir má segja að hér hafi verið lokað dverghagkerfi. Um leið og opnað er fyrir fijálsa verzlun og frjálsa fiárfestingu hverfur þetta gamla dverghagkerfi okkar og við tekur ástand sem varla er hægt að kalla „nýtt hagkerfi". Alþjóðlegur straumur peninga og frjálsrar verzl- unar hrífur okkur með sér. Dæmið frá Svíþjóð Fyrir nokkrum árum vora Svíar enn utan ESB. Þá var þar stjóm hægrimanna. Þeir réðu ekki við það verkefni að marka Svíþjóð stöðu gagnvart hagkerfi ESB í Evrópu. Samt era Svíar næstum 40 sinnum fleiri en við og höfðu því hagkerfi sem var 40 sinnum stærra en dverg- hagkerfi okkar. Þetta eru áætlaðar hlutfallstölur. Svíar fóru í gegnum bankakreppu á þessum árum. Mörg smærri fyrirtæki urðu gjaldþrota. Verð fasteigna féll. Erfitt eða ómögu- legt var að hafa stjórn á gengi sænsku krónunnar. Menn reyndu að krukka í gengið en urðu að gefast upp. Ríkisstjómin fór frá. Þegar sænska vinstristjómin tók við, sem í voru í rauninni jafnaðar- menn einir, varö á þessu breyting. Jafnaðarmenn studdust fyrst við smáflokk á miðju stjómmálanna en í dag hafa þeir samið til vinstri við gamla kommaflokkinn endurfædd- an. Þar ráða nú öllu róttækar kven- réttindakonur. Svo er líka samið núna við flokk umhverfissinna. Eini kostur Svía Svíar hafa gengið í ESB. Þetta gekk upp með vinstristjóm jafnaðar- manna. Samt var andstaðan mikil og mest utan stóru borganna. Segja má að fólkiö í þéttbýl- inu hafi talið inngöngu Svía í ESB eina kostinn. Annað hafi ekki verið unnt að gera í stöðunni. Með inngöngu Svía í ESB færðist ró yfír sænska hag- kerfið. Þeir náðu aftur tök- um á að stjóma því. Það má þó frekar segja að Svíar hafi gefist að hluta upp á sínu eigin smáhagkerfi, sem var þó um 40 sinnum stærra en okkar (svona gróft reiknað). í staðinn urðu þeir nátengdir hagkerfi ESB. Það hag- kerfi nær í dag yfir alla Vestur-Evr- ópu. Þar eru Svíar aðeins hluti af stærra dæmi. Afleiðingarnar voru fljótar að koma í ljós. Sænska krónan hætti sem algjörlega frjáls sænskur gjald- miðill. Hún er núna í rauninni part- ur af evrusvæðinu, þótt nokkur tími muni líða þar til Svíar taka upp evr- una sjálfa. Vextir lækkuðu fljótlega um helming og urðu um 50% af því sem var nokkru áður. I dagblaði mátti sjá bílalán auglýst með tæp- lega 5% vöxtum. Venjuleg slík lán eru þó örlítið hærri. Hér á landi eru vextir bflalána enn allt að 15-20%, sem er þó toppur- inn. Verðbólga fór í Svíþjóö niður í ekki neitt með inngöngu í ESB. Hér er hún vaxandi og ekkert lát á. Með inngöngu í ESB náðu Svíar að fljóta *' með í efnahagsþróun Evrópu, en voru annars að einangrast með vandmál sín. Erfið staða íslands Með þessum skrifum er ekki verið að mæla með því að ísland gangi í ESB. Síður en svo. Það er einungis verið að reyna að útskýra að erfitt er fyrir smáþjóðir að fóta sig, t.d. í gengismálum og fleiru eins og heim- urinn er i dag. Við höfum EES-samninginn og erum þannig með i þróun Vestur- Evrópu. Á hinn bóginn er varla hægt að kalla stöðu okkar „nýtt hagkerfi“. Það er þó virðingarverð tilraun til þess að útskýra málið. ^ Það má frekar segja að við höfum misst stjóm á okkar gamla dverg- hagkerfi. Það var lagt niður endan- lega þegar við gengum í EES. í stað- inn hefur ekkert komið og okkur rekur stjórnlaust. Fjármagnið hefur tekið öll völd og er að hluta erlent. Þetta er ferð án fyrirheits og enginn veit hvar hlutimir enda hjá okkur. Það er verkefni nýrrar stjórnar aö marka skýrari stefnu ef núverandi stjóm gerir það ekki. Þjóðir verða að reyna að ráða örlögum sínum sjálfar ef þær ætla að halda fjárhagssjálf- stæði, tungu og menningu sinni. Lúðvík Gizurarson „TJm leið og opnað er fyrir frjálsa verzlun og frjálsa fjárfestingu hverfur þetta gamla dverghagkerfi okkar og við tekur ástand sem varla er hœgt að kalla „nýtt hagkerfi“. - Alþjóðlegur straumur peninga og frjálsrar verzlunar hrífur okkur með sér. “ Lúðvik Gizurarson hæstréttariögmaöur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.