Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 I>V Fréttir Efnistaka Björgunar hf. á Faxaflóasvæðinu: Ráðherra biður um rannsókn - umhverfismat vegna stærri verkefna kemur til greina Iönaðarráö- herra, Valgerður Sverrisdóttir, hef- ur sent Orku- stofnun bréf þar sem farið er fram á að rannsakað verði hvaða áhrif efnistaka af hafs- botni í Hvalfirði hafi á lífríki fjarðarins. Óskað er eftir fræðilegu mati Orkustofn- unar á þessu máli. Þá óskar ráð- herra eftir því við Orkustofnun að hún meti hvort ástæða sé til að fram fari ítarleg rannsókn á áhrif- 'um efnistöku í Faxaflóa. Ráðherra segir það koma til greina að fram fari umhverfismat þegar fyrirhuguð væri efnistaka í stærri verkefni, svo sem Reykjavíkurflugvöll nú, þar sem gert er ráð fyrir að notuð verði 1,1 milljón tonna. Efnistaka Björgunar hf. í Hval- firði og Kollafirði hefur sætt mikilli gagnrýni. Fyrirtækið dælir um 1,5 milljónum tonna upp af hafsbotni í meðalári. Lög um eignarrétt ís- lenska ríkisins á auðlindum hafs- botnsins voru sett árið 1990. Á grundvelli laganna sótti Björgun hf. efnistöku til töku á möl og sandi árið eftir. Fyrirtækið fékk þá leyfi til 30 ára. Að sögn ráðherra voru á þeim tíma engin ákvæði um eftirlit. Sl. vor var lögunum breytt og þar var kveðið á um upplýsingaskyldu leyfishafa. Þá var 30 ára samningur- Rannsókn lönaöarráöherra baö um rann- sókn. Efnistaka af hafsbotni Engin upplýsingaskylda hefur veriö á því hversu miklu magni er dælt af hafsbotni á ári. Nú hefur oröiö breyting á og ber aö gefa magntölur eftir áriö 2000. inn afnuminn en kveðið á um samn- ing til fimm ára. Að þeim tíma liðn- um er gert ráð fyrir að fyrirtækið greiði gjald fyrir leyfið. Fyrir nokkrum árum kom erindi frá hreppsnefnd Kjósarhrepps um landrof inn af Faxaflóa, sem talið var stafa af völdum efnistökunnar. Málið var þá athugað af Orkustofn- un. Niðurstaðan varð sú að um landsig væri að ræða. Ekkert benti til þess að efnistakan hefði afger- andi áhrif. Sl. sumar barst svo erindi frá tveimur einstaklingum, sem fóru fram á rannsókn þess efnis, hvaða áhrif hin mikla efnistaka hefði á líf- ríki og land Hvalfjaröar. I kjölfar þess sendi ráðherra Orkustofnun erindi sitt um rannsókn á lífríki Hvalfjarðar. „Enn hefur ekki borist niðurstaða Orkustofnunar af þeirri vinnu sem ég vænti að sé þar í gangi,“ sagði Valgerður. „Ég tel mjög mikilvægt að í lok ársins 2000 liggi fyrir upp- lýsingar um það magn sem tekið er, en það er nýjung. Fyrsta atriðið er að vita hversu mikið er tekið ári en erindi um umhverfismat færi vænt- anlega til skipulagsstjóra.“ -JSS Búist er við vaxandi ásókn erlends vinnuafls: Útlendingar læri íslensku - félagsmálaráðuneytið komi að málinu, segir Pétur Sigurðsson, forseti ASV sm> Pétur Sigurðsson. Bryndís Friðgeirsdóttir. sannast mjög vel varðandi móttöku flóttamanna, sem Rauði krossinn hefur stýrt af röggsemi. Hefur verið vitnað til þess starfs víða um heim, en samt hafa íslendingar ekki nýtt sér þessa reynslu við ráðningu á er- lendu vinnuafli hingað til lands. Samingar þýddir á pólsku Pétur Sigurðsson hefur ekkert nema gott af útlendingum að segja, meira að segja beitti hann sér fyrir því að Pólverji var kosinn í stjórn verkalýðsfélagsins Baldurs á ísa- firði. Þá lét verkalýðsfélagið þýða kjarasamninga á pólsku, en Pétur segir „málleysi“ útlendinganna skapa vissan vanda þó ekki hafi það enn leitt til árekstra. íslenskunám gæti líka komið í veg fyrir slíkt. Bryndís Friðgeirsdóttir, forstöðu- maður Rauða krossins á ísafirði, tek- ur undir orð Péturs Sigurðssonar. Hún segir að lítið mál sé að fá fólk sem hér býr af ólíkum þjóðemum til að túlka og taka þátt í slíku nám- skeiðahaldi. Þetta sé þó ekki hlut- verk Rauða krossins. Hann hafi ein- ungis sinnt þeim sem eru í vanda staddir og þar með flóttamönnum, en ekki erlendu vinnuafli sem hingað kemur. Þarna þurfi þvi að koma til kasta opinberra aðila. -HKr. Mér er sagt að annars staðar á Norðurlöndunum sé fólk hreinlega skyldugt að sækja námskeið í tungumáli viðkomandi lands áður en það fær vinnu,“ segir Pétur Sig- urðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða. Hann vill að félagsmála- ráðuneytið komi að málinu varð- andi ráðningar á erlendu vinnuafli til landsins. Framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins lét hafa eftir sér á dög- unum að líklegt væri að eftir tíu ár vantaði 10 þúsund manns á vinnu- markaðinn og það yrði ekki leyst nema með innflutningi á erlendu vinnuafli. DV hefur rætt við fjöl- marga aðila varðandi erlendan vinnukraft sem ráðinn er til starfa á íslandi. Öllum ber saman um að þar sé upp til hópa á ferðinni úrvals fólk sem ekkert er út á að setja. Hins vegar hefur stundum borið á því, sérstaklega í minni sjávarþorp- um, að hópar útlendinga sem tala framandi tungumál samlagist illa samfélagi heimamanna. Lítil þorp megi illa við slíku, þvi þar veiti ekki af að allir taki þátt í félagslíf- inu til að skapa nauðsynlegt menn- ingarlíf. Menn eru sammála um að lykillinn að slíku sé að útlendingar læri íslensku. Þetta er talið hafa DVWYND E.ÓL. Undir græna torfu íbúar viö Álfheima voru orönir þreyttir á þessari þifreiö sem stóö í hverfi þeirra óskoöuö og illa til reika. Ákváöu þeir aö koma henni undir græna torfu eins og hér má sjá. _____________'jUmsjón: Horður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls Góð ráð dýr í þrenging- um Banda- ríkjamanna í sambandi við forsetakosn- ingarnar hef- ur hópur góð- viljaðra starfsmanna á Læknastofu Heilsustofn- unar NLFI ákveðið að koma til aðstoðar með ráð og ábendingar. Leið út úr þessum vandræðum væri að stofna til nýrra forseta- kosninga. Þá yrði Gore sendur á togara en Hillary Clinton og Bush tækju slaginn. Ættu þá örugglega að fást klár úrslit með Hillary sem næsta forseta. Munu margir starfs- menn HNLFÍ telja sig kunna að telja, jafnvel hærra en upp að 10, og eru tilbúnir að fara vestur og aðstoða við talninguna... Meðafli á flundruveiðum Laxveiði í net í Ölfusá er stangaveiði- mönnum mikill þyrnir í augum enda eru neta- veiðimenn á þeim slóðum sagðir hirða tugi þúsunda laxa á hverju sumri. Hart hefur verið deilt á þessar veiðar, en nú virðist sem lausn sé fundin. Ný fisktegund er farin að ganga i Ölfusá, flatfiskur sem nefnist flundra og þykjast menn nú sjá tilvalið tækifæri fyrir netaveiðimenn að ná sátt um sinn veiðskap. Nú muni þeir hætta lax- veiðinni og þess í stað leggja net sín fyrir flundru. Orri Vigfússon og félagar geti varla fárast út af því þó að fáeinir laxar flækist í netin því héðan í frá heiti slíkt bara „ánetjaður meðafli“... Eins gott... Matthilding- arnir svoköll- uðu, Davíð Oddsson, Þórarinn Eldjárn og Hrafn Gunn- laugsson, voru gestir í Kastljósi Sjónvarpsins sl. fóstudagskvöld og rifjuðu upp gömlu Útvarps Matthildar- árin. Lá vel á köppunum, ekki síst Davíð. Þeir félagar ræddu ýmis hugðarefni og tók Hrafn fyrir byggðamálin. Sagði hann efnislega að allir landsmenn ættu að búa á suðvesturhomi landsins og nota mætti hina landshlutana fyrir sumarbústaði og þess háttar. Þór- arinn Eldjárn, sem ættaður er úr Svarfaðardal, var ekki á því að leggja dalinn undir sumarbústaða- byggð, það skyldi aldrei verða. Davíð var fljótur að lýsa þvi yfir að eins gott væri að Hrafn hefði ekki haft með höndum byggðamál- in undanfarin ár. Þótti gárungum það skrýtin athugasemd því byggðamálin voru einmitt í hönd- um Davíðs í 8 ár og öll árin streymdi fólkið á suðvesturhorn- ið... RÚV tæklað Utvarpskon sm Ann£ Kristine Magnúsdóttir vann á dögun- um sætan sig- ur i glímu við Ríkisútvarpið. Sem kunnugt er flúði Anna Kristine af Rás 2 á Bylajv^ með þátt sinn Milli mjalta og messu. Lögfræðingar RÚV-risans reyndu hvað af tók að hirða nafn þáttarins af henni. Sá slagur er þeim tapaður og nú er Anna Kristine með einkaleyfi á nafninu. Hún tæklaði sem sé risann...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.