Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 JOV FBI kölluö til Deilurnar um forsetakosningarnar bandarísku halda áfram í Flórída og nú er alríkislögreglan í spilinu. FBI beðin um að líta á kosningar Fulltrúar Als Gores, forsetaefnis demókrata, hafa fariö fram á það að bandaríska alríkislögreglan FBI rannsaki hvernig á því standi að þúsundir svartra stuðningsmanna Gores hafi fengið atkvæðaseðla þar sem þegar var búið að merkja við andstæðing hans. Demókratar segja að átt hafl ver- ið við sautján þúsund atkvæðaseðla á Miami-svæðinu og þeir kalla það skipulagða spillingu. Fjöldi lögfræð- inga er kominn til Flórída til að taka niður framburð þeirra sem halda því fram að þeir hafi verið narraðir til að greiða Gore ekki at- kvæði sitt. Einn fulltrúa Gores sagði að til þessa hefði verið talið að um mistök væri að ræða. Bandarísk at- kvæði enduðu á Fjóni í Danmörku Þegar Helle og Brian Kain í Óð- insvéum á Fjóni í Danmörku opnuðu póstinn sinn síðastliðinn laugardags- morgun fundu þau tvö umslög með utankjörstaðaatkvæðum frá Banda- ríkjunum. Hjónin höfðu pantað sjó- kort frá Bandaríkjunum og héldu að hin umslögin væru auglýsingar. Hjónin hringdu í bandaríska sendi- ráðið í Danmörku. Þar fengu þau það svar að þetta skipti engu máli þar sem úrslitin væru ljós. Þegar Helle útskýrði að fjölmiölar vildu vita hvað þau ætluðu að gera við at- kvæðið var j>eim sagt að samtalið væri óopinbert. Annar starfsmaður vildi fá atkvæðin svo hægt væri að senda þau til Bandaríkjanna. Elísabet Englandsdrottning Farsímar starfsmanna hringdu í veislu fyrir tigna erlenda gesti. Drottningin vill ekki farsíma Elísabet Englandsdrottning hefur bannað starfsfólki sinu að ganga með farsíma á sér, að þvi er tals- menn hennar sögðu i gær. Breska blaðið Sun greindi frá því að drottn- ingin hefði sett bannið á eftir að far- símar hringdu í veislu fyrir tigna erlenda gesti. Talsmaður hallarinnar sagði þetta snúast um mannasiði. Aðeins sérstakir starfsmenn fá að bera sím- ana. Ekki var gefið upp hvort drottningin sjálf ætti farsíma. A1 Gore segir að lýðræðið sé í húfi: Stuttar fréttir Mikilvægt að öll atkvæði séu talin A1 Gore, forsetaefni demókrata, lýsti því yfir í gær að lýðræði í Bandaríkjunum væri í húfi þegar hann sagðist ætla að berjast fyrir því að hvert einasta atkvæði í Flór- ída yrði talið. Lögmenn hans hafa þegar farið fram á að yfirlýsing embættismanns úr röðum repúblik- ana um aö talningu verði hætt í kvöld að íslenskum tíma verði felld úr gildi. Það var Katherine Harris, innan- ríkisráðherra Flórídaríkis, sem til- kynnti í gær að talningunni skyldi verða lokið klukkan tíu í kvöld. Sú ákvörðun gæti orðið til þess að Ge- orge W. Bush, forsetaefni repúblik- ana, færi með sigur af hólmi i for- setakosningunum. Bush hefur tæp- lega íjögur hundruð atkvæða for- skot á Gore eins og málum er nú háttað. Lokafresturinn ákvarðast af lög- um Flórída en demókratar segja aö Harris geti framlengt hann ef hún vilji. Endanleg niðurstaða fæst þó ekki fyrr en á fostudag þegar taln- Gore í Hvíta húsinu At Gore, varaforseti og forsetaefni demókrata, hitti fréttamenn á lóö Hvíta hússins í gær og lýsti því yfir aö hann kæröi sig ekki um aö vinna forsetakosningarnar ef rangt væri taliö. Því væri mikilvægt aö teija vel hvert einasta atkvæöi. ingu utankjörfundaratkvæða, sem greidd voru erlendis, lýkur. Dómari í Flórída sagöi i gær að hann myndi úrskurða síðdegis í dag um hvort lokafrestur innanríkisráð- herrans ætti að standa eöur ei. Bush og Gore fengu báðir 48,9 prósent þeirra tæpu sex milljóna at- kvæða sem greidd voru í Flórída. Kjörmenn Flórída, 25 að tölu, ráða úrslitum um hvor þeirra verður næsti forseti Bandaríkjanna. Starfsmenn Bush þrýsta mjög á það fyrir dómstólum að búið verði að útidjá kosningamar á fostudag og talskona Bush sagði að hann myndi una úrslitunum sem þá fengjust, hver sem þau væru. „Þótt tíminn skipti miklu máli er jafnvel enn mikilvægara að hvert einasta atkvæði sé talið og talið rétt,“ sagði Gore við fréttamenn. í skoðanakönnun CBS og New York Times kom fram að 72 prósent Bandaríkjamanna eru viss um að málið leysist í þessari viku eða þá innan eins mánaðar. Flóö í Svíþjób Flóö er nú á götum bæjarins Arvika í Svíþjóö vegna hækkaös yfirborös í vatninu Glafsfjorden í kjölfar mikilla rigninga. Yfirborö vatnsins hækkar enn og er nú 2,5 metrum hærra en venjulega. Lestarsamgöngur milli Noregs og nokkurra sænskra bæja liggja niöri vegna vatnavaxtanna. Barak segir það Palestínumanna að stöðva ofbeldið: ísraelski herinn lokaði Vesturbakkanum í morgun ísraelskir hermenn reistu vegar- tálma við byggðir Palestínumanna á Vesturbakkanum i morgun í hefnd- arskyni fyrir fjóra ísraela sem féllu í átökum í gær, einhverjum blóðug- asta deginum frá því átökin hófust í lok september. Liðlega fertug fimm barna móöir, tveir ísraelskir hermenn og 26 ára gamall flutningabílstjóri létu lífið í skotárásum á Vesturbakkanum og Gaza í gær. Alls hafa þá 214 manns látið lífið frá upphafi átakanna, langflestir þeirra Palestínumenn. Fjórir Palestínumenn létust einnig í gær. Tveir unglingar voru skotnir til bana á Gaza, lögreglu- þjónn á Vesturbakkanum og ung- lingur sem særðist lífshættulega á laugardag. Ehud Barak, forsætisráðherra Ehud Barak Forsætisráöherra ísraels var vel fagnaö á fundi gyöingaleiötoga. ísraels, sem var í Chicago í gær á fundi með gyðingaleiðtogum, ræddi í síma viö hemaðarráðgjafa sína og pólitíska aðstoðarmenn. Barak sagði á fundi gyðingaleið- toganna að það væri leiðtoga Palest- ínumanna að binda enda á blóðbað- ið á heimastjómarsvæðunum. „Það er engin ástæða til að tala neina tæpitungu. Við vorum tilbún- ir að friðmælast og Palestínumenn kusu átök,“ sagði Barak. Palestínumenn saka ísraelska herinn um óþarfa hörku I átökun- um en ísraelar segjast aðeins vera að verja hendur sínar. „Leiðtogar Palestínumanna verða að binda enda á ofbeldiö og koma aftur á friði og ró. Við skulum gera okkur ljóst að við verðlaunum ekki ofbeldi," sagði Barak. Hillary við útför Leuh Hillary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna og nýkjör- inn öldungadeildar- þingmaður, verður viðstödd útfor Leuh Rabin á morgun. Leah, sem var ekkja Yitzhaks Rabins, fyrrverandi forsætisráð- herra ísraels, lést af völdum krabba- meins á sunnudaginn. Lokuð inni í kæliklefa Tveir Pakistanar voru handtekn- ir í Danmörku í gær vegna meintr- ar aöstoðar við þrjá þjófa sem að- faranótt laugardags lokuðu 20 ára ræstitækni inni í kæliklefa hjá heildsala meö þeim afleiðingum að hún beið bana. Þjófamir hafa viður- kennt stuld á sígarettum fyrir um 10 milljónir íslenskra króna. Steindautt samband Fulltrúar 28 landa ákváðu í Marseille i gær að leggja niður V- Evrópusambandið. Halda á þó lág- markssamvinnu í gangi. Leitað við sjúkrabeð Lögreglan í Indónesíu leitaði í gær viö sjúkrabúð Suhartos, fyrr- verandi forseta, að syni hans, Tommy, sem dæmdur hefur verið í fangelsi fyrir spillingu. Sonurinn fannst ekki í lúxusvillu foðurins. 2 ára skotin í höfuðið Tveggja ára stúlka var skotin í höf- uðið fyrir utan blómabúð frænda síns í Pollena Trocchia á Ítalíu á sunnudaginn. Telpan lést í gær. Talið er að hún hafi orðið fómarlamb mafiuuppgjörs eða ránstilraunar. Verkfall gegn Estrada J' sér. Fulltrúadeild spillingu. Þar með verður réttað yfir forsetanum í öld- ungadeildinni. Líklegt er talið að réttarhöldin hefjist i. desember. Vopnað rán á símalager Talið er að vopnaðir ræningjar hafi stoliö tugum þúsunda farsíma í birgðageymslu í Stokkhólmi í gær. Ræningjamir komust undan á bti- um. Viðurkenna handtöku Vladimir Pútin Rússlandsforseti er að undirbúa undir- ritun yfirlýsingar um að Svíinn Ra- oul Wallenberg hafi verið fangelsaður ólöglega í Sovétríkj- unum og að hann hafi dáið þar. Interfaxfréttastofan greindi frá þessu í gær. Blóraböggull Njósnaforinginn Vladimiro Montesinos í Perú segir í viötali viö mexikanskt tímarit, sem birt var í gær, að hann hafi veriö gerður að blóraböggli og að Alberto Fujimori forseti vtiji þagga niður í honum endanlega. Montesinos er í felum í Perú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.