Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 Tilvera lí f iö E F T 1 R V I N N U Lvegiskonur 1 Borgarleikhúsin u í kvöld í kvöld efnir Leikfélag Reykja- víkur til opins samlesturs á leik- ritinu Öndvegiskonur eftir Wemer Schwab, eitt athyglis- verðasta leikskáld Evrópu síð- ustu ára. Leikritið Öndvegiskon- ur gerist í eldhúsi Emu en þar situr hún ásamt Grétu og Mæju. Þær reyna að láta sér líða vel þó líf þeirra virðist fremur gleði- snautt, fjargviðrast yfir örlögum sínum og óhamingjunni sem fylgir því að eiga böm sem virða ekki vilja mæðranna. í hlutverk- um öndvegiskvenna eru Hanna Maria Karlsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Edda Bjömsdóttir. Leikstjóri er Viðar Eggertsson. Þýðandi verksins er Þorgeir Þorgeirson. Verkið verður frumsýnt í Borg- arleikhúsinu í janúar 2001. Að- gangseyrir í kvöld er kr. 1000 og er kaffi og tertusneið innifalin í verðinu. Tertukaffið hefst kl. 20 í matsal Borgarleikhússins. Klassík ■ SALURINN. KOPAVOGI Kl. 20.00 verða kammertónleikar á vegum Tónskáldafélags íslands. Ung tón- skáld - Rafver - kammerverk - ný verk. Leikhús ■ HORFOU REIÐUR UM OXL Horfðu relöur um öxl eftir John Os- borne á Litla sviöi Þjóöleikhússlns í kvöld kl. 20. Uppselt. ■ HÁALOFT Háaloft er einleikur um konu meö geðhvarfasýki eftir Völu Þórsdóttur. Sýningin hefst kl. 211 kvöld í Kaffileikhúsinu í Hlaövarpan- um. ■ SNUÐRA OG TUÐRA Snuöra og Tuöra eftir löunni Steinsdóttur er sýnt í Möguleikhúsinu viö Hlemm í dag kl. 14. Uppselt. ■ VÖLUSPÁ Völuspá eftir Þórarin Eldjárn sýnd í Möguleikhúsinu viö Hlemm í dag kl. 9. Uppselt. Myndlist I BUBBI OG JOHANN Bubbi (Guö- björn Gunnarsson) myndhöggvari og Jóhann G. Jóhannsson myndlistar- maður sýna um þessar mundir \ Sparisjóönum í Garðabæ, Garöa- torgi 1. Sýningin er opin á af- greiöslutímum bankans og lýkur 21. desember. ■ MÓPIRIN í ÍSLENSKUM UÓS- MYNDUM Nú stendur yfir sýning í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófar- húsi, sem kallast Móöirin í íslensk- um Ijósmyndum. Mæöur hafa alla tíö veriö í miklu uppáhaldi hjá Ijós- myndurum og á þessari áhugaveröu sýningu birtist sögulegt yfirlit yfir ímynd móöurinnar í íslenskri Ijós- myndasögu. Sýningin samanstendur af upprunalega prentuöum myndum og samtíma prentuöum Ijósmyndum og stendur til 3. desember. ■ GUNNAR ÖRN Um helgina opnaöi Gunnar Orn myndlistarmaður sýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjaröar. Listamað- urinn kallar sýninguna „Sálir“. Gunn- ar Örn hélt sína fyrstu einkasýningu 1970 og hefur síðan haldið 42 einkasýningar. Sýningin stendur til 27. nóvember. Opið er daglega kl. 11 til 17. Lokað þriöjudaga. SJá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Dariusz Nieduzak er einn íjöl- margra Pólverja sem komið hafa til íslands í atvinnuleit. Hann lagði það á sig að læra íslensku og er nú búinn að koma sér vel fyrir og er alls ekkert á förum aftur á næst- unni. Dariusz, eða Darek eins og ís- lenskir vinnufélagar hans kalla hann, starfar „í tækjunum" sem kallað er hjá Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru hf. í Hnífsdal. Vinnan felst mikið í að setja pönnur i frysti- tæki og slá síðan úr pönnunum að frystingu lokinni og pakka fiskinum í kassa. „Ég er búinn að vera hér í fjögur ár og líkar vel. Svo er kaupið mikið betra hér en í Póllandi. Ég er viku að vinna fyrir sömu launum hér og ég væri mánuð að vinna fyrir í Pól- landi. Að vísu er allt ódýrara í Pól- landi, en hér er hægt að gera miklu meira. Ég er búinn að vera hér í fjögur ár og er búinn að kaupa bíl, hús og margt fleira. Þetta hefði ég aldrei getað gert i Póllandi." Darek er giftur Alinu Nieduzak sem einnig hefur unnið hjá Hrað- frystihúsinu. Hún er ófrisk og eiga þau von á barni fljótlega á næsta ári. „Við ætlum að vera hér áfram. Ég hef ekkert að sækja til Póllands. Hér hef ég vinnu, heimili og marga vini, bæði pólska og íslenska. Þá er móð- ir mín Jozefa hér líka og bróðir minn Jacek, sem vinnur einnig í frystihúsinu. Málleysið er vandi sumra Dariusz (Darek) Nieduzak Hefur þaö gott á íslandi. Kominn meö konu og barn er á leiöinni. Komu til Hnífsdals til að vinna í fiski: Ætlum að vera hér áfram - segir Pólverjinn Dariusz Nieduzak Það hefur verið vandamál hjá sumum Pólverjum sem hingað hafa komið að þeir hafa ekki viljað læra íslensku. Þeir sögðu, ja, við komum hingað til að vinna í nokkra mán- uði, söfnum peningum og síðan för- um við aftur heim til Póllands. Það tekur því ekki að fara að læra ís- lensku. Ég hugsaði þetta öðruvísi. Fyrst ég væri kominn hingað, þá væri betra að læra íslensku. Það er Bíógagnrýni lika raunin og íslenskan kemur smátt og smátt. Fyrst ímyndaöi ég mér að það væri mikill vandi að læra íslensku, en nú frnnst mér það ekki mikið mál.“ Stundum saknar maður Pól- lands „Mér líkar vel, það er fínt að vera hér,“ segir Jacek, bróðir Dareks, sem búið hefur í Hnífsdal síðan 1995. „Ég kom hingað með mömmu minni, sem flutti hingað vegna vinnunnar. Maður var búinn að ímynda sér alls konar hluti áður en maður kom hingað. Þetta reyndist svo vera allt öðruvísi. Við komum frá litlu þorpi sem samanstendur af svona hundrað húsum. Þar var mik- ið af fólki sem hafði enga vinnu. Hér hef ég eignast marga íslenska vini, en sumir Pólverjar sem hingað koma eru stutt og kynnast því fáum. Ég ætla mér að vera hér áfram, en stundum saknar maður auðvitað Póllands. Það er stundum svo kalt héma og hvasst. Svo sakna ég syst- ur minnar og bróður, sem búa í Pól- landi. Mamma hefur verið að reyna að fá þau til að koma, en ég veit ekki hvernig það gengur,“ sagði Jacek og sneri sér brosandi að vinn- unni, þar sem þeir bræður eru greinilega vel liðnir. Háskólabió - Lulu on the Bridge: ★ ★ Tóm á milli smámynda Gunnar Smárí Egílsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Lulu on the Bridge. Harvey Keitel til hægri í hlutverki saxófónieikarans. Ég verð að játa mig sigraðan fyr- ir þessari mynd Paul Auster. Ég hef ekki grænan grun um hvað hann ætlaði sér með henni og get því ekki gagnrýnt myndina á hennar eigin forsendum. Og af því ég er frekur neytandi í nútíma þjóðfélagi skelli ég hálfri skuldinni á Paul Auster. Mér fmnst að hann eigi að brýna stílvopn sín áður en hann truflar mig næst með eigin mynd. Þegar að því kemur skal ég vera búinn að þjálfa mig upp í hálfrökkri heims- myndar hans. Paul Auster er náttúrlega risi. Hann var svo mikið í tísku fyrir nokkrum árum að ef hann hefði framleitt gaOabuxur undir eigin nafni hefði hálfur bókmenntaheim- urinn gengið í þeim; til dæmis allir höfundar Bjarts. New York-tríólógí- an hans var gefin út hjá því forlagi, svo Auster tilheyrir íslenskum bók- menntaheimi. Gallinn við þá útgáfu var sá að þýðandi fyrstu bókarinnar reyndi að umskapa Auster á ís- lensku en þýðandi hinna tveggja þröngvaði hann til að tala nítjándu aldar íslensku. Innkoma hans í ís- lenskan bókmenntaheim var því svolítið eins og hann vildi villa á sér heimildir. Sem hæíir honum reyndar ágætlega. Paul Auster skrifaði handritið að Smoke, mynd Wayne Wang (Joy Luck Club, Eat a Bowl of Tea). Það var frábær mynd; full af raunsærri hlýju og ást á lífmu. Þeir voru síðan báðir skráðir fyrir leikstjóm eins konar framhaldsmyndar (þar sem framhaldið var fremur stemning en söguþráður eða persónur) sem kall- aðist Blue in the Face. Hún var síðri og leið fyrir oftrú á sannleika skrá- setningarfrásagna; að hægt sé að raða saman bitrum sannleiksbrot- um lífsins og fá út einhverja heild- arútkomu. Gallinn við þá aðferð er sá að því fleiri brotum sem er raðað saman því holara verður tómið á mUli þeirra. En Paul Auster finnst þetta ekki galli; þetta tóm að baki listilega dregnum smámyndum hans er erindi hans. Og það er nóg af því í Lulu on the Bridge. Sagan segir frá sjáifselskum saxófónleikara sem er skotinn af unglingspilti sem flippar út af ástar- sorg og vill skaða allt og alla áður en hann drepur sjálfan sig. Ein kúl- an fer í gegnum vinstra lunga saxó- fónleikarans og þar sem hann liggur í blóði sínu á sviðinu heyr hann eins konar uppgjör; reynir traust sitt gagnvart lífinu og fólki, lætur samviskuna grafa undan henni og deyr. Sagan er að sjálfsögðu skáld- legri en þetta; hún rambar á milli svarts raunsæis og gleðilegrar fantasíu. Og hún gefur möguleika á margs konar túlkun. Ég er helst á því að trú saxófónleikararis á lífinu sé of veik til að hann geti haldið henni einn og einangraður; að við getum þetta ekki ein; að innra sam- tal sálar okkar sé svo grimmt að það tortími okkur ef við fáum ekki hall- að okkur að öðrum - eða öðru. En þessi túlkun er á mína ábyrgð. Paul Auster er trúr sjálfum sér í þessari mynd og er hugfangnari af sársaukanum og uppgjöfinni og finnst það óendanlega skáldlegt hvað vonin er veik. Fólkið hans fær iðulega von um að lífið sé stórt í hinu smáa en á í erfiðleikum með fylgja lágværu kalli hennar. Mér fannst leikstjóm Auster svo- lítið brokkgeng. Stundum fann mað- ur fyrir þvi að leikaramir væru meðvitaðir um myndavélina. En í heildina er myndin látlaus miðað við hvað sagan leggur á hana. Og það er nokkurt afrek af byrjanda í leikstjórastólnum sem í ofanálag er að vinna með eigin hugverk. Mira Sorvino á snilldarleik og ætti það ekki að koma neinum á óvart; hún hefur verið frábær í öU- um myndum og virðist geta brugðið sér í állra kvikinda líki. Harvey Keitel er lágstemmdur og traust kjölfesta sögunnar. Willem Dafoe of- leikur ekki. En þrátt fyrir að margt sé vel gert í myndinni og umfjöllun- arefni hennar sé metnaðarfullt þá stendur hún ekki undir sjálfri sér. Þó það sé ljótt að segja það, þá held ég að Wayne Wang heföi getað gætt þessa mjmd þeim lífsneista sem hana vantar. Leikstjóri: Paul Auster. Tðniist: John Lurie og Graeme Revell. Leikarar: Harvey Keitel, Mira Sorvino, Willem Dafoe, Vanessa Redgrave o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.