Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 37V 3DV Tilvera Englarnir gáfu ekkert eftir Englar Charlies var aðra vikuna í röð vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjun- um og hélt efsta sætinu þrátt fyrir að frumsýndar væru þrjár stórar myndir, Little Nicky, Red Planet og Men of Honor. Little Nicky er nýjasta kvikmynd Adams Sandlers þar sem hann leik- ur einn af sonum Satans, þann þeirra sem þykir of góðhjartaður til að þrífast í ríki föður síns og er sendur í mannheima tif að fá þjálfun í illsku. Myndin fékk ekki góðar viðtökur hjá gagnrýnendum frekar en Red Planet sem segir frá strönduðum leiðangri á Mars. Er þetta önnur myndin á þessu ári sem gerist á Mars og fer undir hnífinn hjá gagnrýnendum, sú fyrri, Mission To Mars, fékk litlu betri við- tökur. Þriðja myndin, Men of Honor, fær mun betri umfjöllun og er sögð verða heit þegar kemur að óskarstil- nefningum. Er einnig búist við að hún eigi eftir að gera það gott á almennum markaði. í þeirri mynd leika Robert DeNiro og Cuba Gooding aðalhlut- verkin. Vert er svo að lokum að benda á gengi bresku myndarinnar Billy Elliott sem hægt og bítandi klifrar upp listann og er verið að fjölga sýn- ingarsölum í viku hverri. HELGIN 10. til 12. nóvember ALLAR UPPH£ÐIR í ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA.I FYRRI INNKOMA FJÖLDI SÆTI VIKA TITILL HELGIN : ALLS: BÍÓSALA © 1 Charlie’s Angels 24.600 75.000 3037 © _ Little Nicky 16.100 16.100 2910 © _ IVIen of Honor 13.300 13.300 2092 O 2 Meet the Parents 10.300 130.000 2697 Ö _ Red Planet 8.700 8.700 2703 © 3 The Legend of Bagger Vance 6.300 20.900 2162 © 4 Remember the Titans 5.200 103.800 2641 o 7 Pay It Forward 3.000 29.400 2005 o 13 Billy Elliot 2.600 5.800 494 © 6 Bedazzled 2.500 34.600 2137 © 8 The Little Vampire 2.300 13.000 1892 © 5 Book of Shadows: Blair Witch 2 1.900 25.100 2411 0 11 Best In Show 1.200 12.900 477 © 10 The Legend of Drunken Master 0.700 11.000 888 © 9 Lucky Numbers 0.700 9.000 1640 © 12 The Contender 0.600 17.100 653 © 14 The Exorcist 0.300 39.200 455 © 18 Almost Famous 0.300 31.000 267 © _ Cyberworld 0.300 2.200 33 © _ Requiem for a Dream 0.200 1.000 35 Julia heldur efsta sætinu Erin Brockovich er vin- sælasta myndin á myndbanda- leigum aðra vikuna í röð og fátt sem bendir til þess að hún muni láta sæti sitt af hendi. Það er helst að samkeppnin um toppinn komi frá vinsælli ung- lingamynd, Three to Tango, sem kemur út í þessari viku. Fjórar nýjar kvikmyndir koma inn á listann þessa vikuna. Fyrst ber að telja unglinga- hrollvekjuna The Skulls sem fer beint í þriðja sæti listans. FjaUar hún um bekkjarfélag i háskóla sem ekki er fyrir hvern sem er að vera í. Þar gerast óhugnanlegir atburðir sem kosta suma lífið. The Million Dollar Hotel, sem er í ellefta sætinu, er nýjasta kvikmynd Wims Wenders. Þykir hon- um oftast hafa tekist betur upp, meðal ann- ars í Buena Vista Social Club, sem sýnd er í Bíóborginni við miklar vinsældir. Þá eru einnig nýjar: Superstar, farsi um háskólastelpu sem tel- ur það eitt duga til vinsælda að verða þekkt leikkona, og Póémon: fyrsta 'mynd- in sem er um litlu krílin sem vinsæl eru hjá krökkum um allan heim. i >i m ihi SJL- ■*? ■' . * :‘9h ..JSs i: „ fom k í c _ \ , \ The Skulls Unglingahrollvekja sem kemur ný inn á list- ann í þriöja sætiö. vihan 7. iíi 13. nóv. FYRRI VIKUR SÆTI VIKA TmLL (DREIFINGARAÐILI) Á USTA © 1 Erin Brockovich (skífan) 2 © 2 Deuce Bigalow isam myndböndi 4 © _ The Skulls (sam myndbóndi 1 O 5 The Ninth Gate isam myndbönd) 2 0 3 Englar alheimsins (háskólabíö) 4 © 4 Mission To Mars (myndformi 3 © 6 The Story of Us isam myndbönd) 3 © 10 Boys Don’t Cry iskífan) 4 O 8 Stúart litli (skífan) 3 © 7 Any Given Sunday (skífan) 5 0 _ Million Dollar Hotel skífan) 1 © 9 Down To You (skífan) 5 © _ Superstar isam myndböndi 1 © 12 Being John Malkovich (hAskólabíó) 7 M _ Pókémon Fyrsta myndin (sam myndbónd) 1 © 11 Boiler Room (myndformi 5 © 13 Girl, Interrupted (skífan) 9 © 14 The Hurrlcane isam myndböndi 9 © _ The Talented Mr. Ripley (skífan) 9 © 18 Simpatico ibergvík) 8 Verkfall kennara í framhaldsskólum: Stór hópur flýr í önn-. ur störf á hverju ári - meðalaldur kennara er alltaf að hækka vegna þess að nýliðun er lítil Yfirbragðið á kennarstofu Fjöl- brautaskólans í Ármúla var heldur dauft á morgunverðarfundinum í gær. Að sögn Fjólu Margrétar Björg- vinsdóttur skrifstofustjóra er það ekki skrýtið þar sem einungis tíu starfsmenn voru í húsinu. „Það eru yfirleitt nfu hundruð manns í skól- anum á hverjum degi þannig að þetta hefur oft verið líflegra." Auk Fjólu voru á fundinum Ingibjörg Jónsdóttir fulltrúi, Ragna Guð- mundsdóttir bókasafnsfræðingur og Guðrún Narfadóttir kennari. Þær stöllur vildu sem minnst láta eftir sér hafa um verkfallið en voru hræddar um að það yrði langt og að önnin mundi eyðileggjast fyrir nem- endum. ,DV-MYNDIR V. HANSEN Ámúla Verkfallsveröir og starfsmenn Fjölbrautaskólans Fjóla Margrét Björgvinsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir fulltrúi, Ragna Guömunds- dóttir bókasafnsfræöingur og verkfallsveröirnir Jóhann Teitur Ingólfsson og Einar Valur Ingimundarson. Kennarar farnir að huga að öðrum störfum Einar Valur Ingimundarson og Jóhann Teitur Ingólfsson, kennarar úr MH, voru á verkfallsvakt í gær- morgun. „Við eru búnir að fara á milli nokkurra skóla í morgun og höfum ekki séð einn einasta mann, sem ekki á að kenna, við kennslu. Samstaðan hjá kennurum er mikil og stemningin er góð. Við höfum mestar áhyggjur af því hve margir verða eftir þegar verkfallinu lýkur. Kennarar eru nú þegar farnir að tala um að hætta og gera eitthvað annað ef ástandið batnar ekki fljót- lega. Það er mikið af öðrum störfum í boði og menn nenna þessu ekki lengur. Við teljum að ríkið sé að leika sér að eldinum, hvernig á að manna skólana ef stór hópur kenn- ara flýr í önnur störf á hverju ári? Kennarahópurinn er alltaf að þynn- ast og á hverju ári reynist erfiðara að fá fólk. f haust var ráðið mikið af stunda- kennurum til að fylla í skörðin og stór hópur þeirra er kennarar sem komnir eru á eftirlaun og gera þetta vegna þess að þeir lifa ekki á eftir- laununum. Það er verið að dekka 30% af allri framhaldsskólakennslu með yfirvinnu, ekki vegna þess að kennarar vilji yfirvinnu heldur,«' vegna þess að það vantar fólk. Lítil nýliðun í kennarastétt- inni „Ef þaö verða ekki gerðir viðun- andi samningar núna má búast við að það hætti margir í vor. Kennarar sætta sig ekki við sömu niðurlæg- inguna og í samningunum 1997.“ Einar Valur segist vita til þess að ungt fólk, með fjögurra ára háskóla- nám að baki, hafi hreinlega fengið sjokk þegar það fékk fyrsta launa- seðilinn fyrir kennslu. „Þetta fólk stoppar stutt við og fær sér önnur störf. Meðalaldur kennara er alltaf að hækka vegna þess að nýliðun er^- lítil sem engin og siðustu tíu árin erum við búnir að missa af hæfu fólki úr kennslu vegna launanna." í þessum töluðu orðum segjast þeir félagar þurfa að halda vaktinni áfram því að þeir séu ekki búnir með rúntinn og drífa sig af stað. Enginn mættur Kennarastofan í Vélskóla íslands var mannlaus þegar verkfallsveröir litu þar inn í gærmorgun. Karl Bretaprins kominn í jólaskap: Tólf milljóna háls- festi fyrir Camillu Karl Bretaprins horfir ekki í aur- inn þegar ástkona hans er annars veg- ar. Prinsinn sýndi það og sannaði á dögunum þegar hann splæsti í dem- antshálsfesti handa Camillu Parker Bowles og reiddi fram andvirði lítilla tólf milljóna íslenskra króna. Og kannski heldur meira. Gimsteinarnir voru eitt sinn 1 eigu langömmu Camillu, konu að nafni Alice Keppel. Upphaflega voru þeir í eins konar smákórónu sem hefðar- konur eru oft með á hausnum. Karl fékk hins vegar gullsmið til að búa til úr þeim ómetanlega gjöf handa ást- konunni. „Hún kostaði að minnsta kosti tólf milljónir,“ segir kóngasérfræðingurinn Margaret Holder í viðtali við breska blaðið Sunday Mirror. „Steinarnir hljóta að hafa verið allstórir úr því hægt var að búa til úr þeim hálsfesti." Karl og Camllla Breski ríkisarfinn var rausnarlegur viö ástkonu sína um daginn. Breski erfðaprinsinn hefur áður keypt gimsteinaskart úr safni Alice Keppel fyrir Camillu. í fyrra keypti hann brjóstnælu úr svörtum perlum á uppboði úti í sveit. Karl þurfti þó að hafa talsvert fyrir því þar sem margir aðrir voru um hituna og boðin flugu ótt og títt. En Karl hafði það að lok- um, enda erfitt að ráða við mann sem lætur ástina stjóma ferðinni. Þá hefur það einnig komið á daginn að Karl hefur beðið frænda sinn^ Snowdon lávarð, um að taka myndir af Camillu. Snowdon þessi er frægur og virtur ljósmyndari. Myndirnar eiga að vera tilbúnar fyrir jól. Þær, ásamt hálsfestinni góðu, þykja óræk sönnun þess að Camilla skipi mikinn heiðurssess í lífi Karls ríkisarfa. Og þó nú væri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.